Alþýðublaðið - 02.09.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1930, Blaðsíða 3
AEÞÝÐÖBHAÐIÐ P>ÚTSALAN. Kápntau, Kjólatau, Morgnnkjólatan, Flanel, mikið at golftreFÍum og sokknm o. m. fl. Allir kjóiar og kápnr seljast i'yrir hálfvirði. Regnfrakkar með 20% afslætti. Einnlg er ár nógu að velja í IJtbiii okkar á Langavegl. Notlð tækifærið til aðjgera góð kanp. Tvisttan, 50 anra. feO anra. Elephant-cigarettnr. Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar fi heildsoln h|á Tóbaksveizlun Islands h. f. Til verzlana: Gouda- Steppe- Kúmen- ostar rá Mjólkurbúi Flóamanna hafa nú lækkað mikið í verði. Ennfremur er hinn marg-eftirspurði Edamerostur (kúluostur) nú kominn á markaðinn, framleiddur af sama búi. Reynið pessa ágætu og ódýru osta, og þér mun- uð sannfærast um, að peir standast samanburð við samskonar erlenda að gæðum og eru auk þess ódýrarí. Sendið pantanir yðar til vor. Sláturfélag Suðurlands, Sími 249 (3 línur) jna og hagur íbúanna þvi farið versnandi. í vetur bárust bréf frá þeim þess efnis, að þeir liðu skort, en bréf senda þeir frá sér í flothylkjum, þegar norðvestan- veður er, og rekur þá flothylkið venjulega annars staðar á Suður- eyjum eða á meginlandi Skot- lands. Urðu þessi bréf, sem í liand bárust í vetur, til þess, aÖ þeim voru tvívegis sendar vistir •— í fyrra skiftið varð eigilient: við eyna sökum brims. Var eyj- arskeggjum boðið að flytja þá á land og tóku þeir því vel, nema þrír gamlir menn, að því er ensk blöð sögðu frá; þeir gengu þegj- andi burt þegar málið var rætt. Seinni hluta vikunnar sem leið barst Fréttastofunni svohljóðandi skeyti: Glasgow: Herskipið Harebell kom í dag til Oban (Firth of Lorne, Argyllsbire, Skotlandi). Er herskipið á leiðinni til St. Kilda til þess að sækja eyjarskeggja, sem ætla að flytjast þaðan. Hverri fjölskyldu á eyjunni verð- ur gefin peningaupphæð og fólk- inu verður séð fyrir húsnæði og húsgögnum og atvinnu. Búist er við, að Harebell verði kominn aftur ti.l Oban á laugardag. Á laugardaginn barst FB. ann- að skeyti, er hljóðaði svo: Glasgow: Harebell hefir flutt á braut frá St. Kilda 34 eyjar- skeggja. Fjölskyldurnar á eyj- unni voru tiu alls. Átta þeifra setjast aðP í Skotlandi, hinir fara á land í Oban. — Öll skjöl og skilríki voru flutt frá St. Kilda á skipinu Dunora Castle, 573 kindur og 13 stórgripir. Áður en eyjarskeggjar fóru af stað gengu þeir í kirkjugarðinn. Gátu fæstir þeirra dulið hve sárt þeim þótti að verða að hverfa á braut .frá heimkynnum sinum. — St. Kilda hefir verið bygð í meir en þús- und ár. Skeyti þetta er dálítið ógreini- legt. Eyjarskeggjar eru ekki tald- ir nema 34, en munu vera nær 80. Þó verður skeytið helzt skilið svo, sem að allir eyjarbúar hafi fluzt í iand. (Myndir af íbúum St. Kilda eru í sýningarkassa Alþýðu- blaðsins.) Góður afli. Einn af vélbátum Samvinnufé- lags ísfirðinga hefir aflað um 8800 tunnur síldar í sumar og annar nær því jafn mikið. Síldveiði byrjuð aftur. 1 gær kom einn af bátum Sam- vinnufélags Isfirðinga, „Vébjörn", til Siglufjarðar með milli 600 og og 700 tunnur síldar. Fékk hann’ síldina alllangt norð-austur af Gfímsey. Heimfiutuingur lika norðnr- faranna. Lundúnum (UP). 2. ,sept. FB. Frá Tromsö er símað: „Brat- vaag“ kom kl. 9 í morgun. í fylgd með skipinu var varðskipið „Michael Sars“. — Adolf Hoel annast móttökuna. Lík leiðang- ursmannanna verða flutt á land í Tromsö og rannsökuð í rann- sóknarstofu sjúkrahússins og um- búin til varðveizlu og flutnings til Svíþjóðar, þar sem þau verða jarðsett. Eru þau að eins beina- grindur, segir dr. Horn. — TaliÖ er líklegt, að fundur dr. Horns leiði til þess, að hafist verði handa um að gera frekari rann- sóknir á norðlægum stöðum, til þess að komast að hinu sanna um afdrif margra norðurfara, sem létu líf sitt á norðurvegum. Þjóðernissinnaæsingar í Póllanði. Lundúnum (UP). 1. sept. FB. Frá Varsjá er símað: Pólverjar halda áfram að 'sýna Þjóðverj- um andúð víðs vegar í landinu. Þannig hefir múgurinn á nokkr- um stöðum mölvað rúður í skrif- stofum þeirra blaða, sem hafa ekki tekið þátt í árásunum á Þjóðverja. í Varsjá söfnuðust menn saman fyrir utan þýzka sendiherrabústaðinn og voru þar óp og ólæti. Lögreglan dreifði mannfjöldanum. Zaleski veitti áheyrn nefnd úr hópi kröfugöngumanna og full- vifesaöi þá um, að stjórnin myndi vera á varðbergi, að ekki væri gengið á hluta Póllands í neihu né að um neinar landamæra- breytingar Póllandi í óhag yrði að ræða. Aulmpóstur kemur á fimtudag- inn að austan — frá Kirkjubæj- arklaustri. Af síldveidum komu í gær línuveiðararnir „Ólafur Bjarna- son“ af Akranesi, „Bjarki" og „Fáfnir“. Höfðu þeir aflað vel í sumar. Nýtt Atlantshafsflng. Lundúnum (UP). 1. sept. FB. París: Flugmennirnir Costes og Bellonte lögðu af stað í Atlants- hafsflug í dag kl. 10,55 f. h. frá Le Bourget-flugstöÖinni. Flugvél þeirra heitir „Quatation mark“. Þeir hafa meÖferðis 1155 gallon af bensíni, sem nægir til 32 klst. flugs. Síðar hefir frézt af þeim. Var hraði flugvélarinnar þá 100 (ensk- ar) mílur á kl.stund. Verðhækkun ámatvælum Ein afleiðing þurkanna miklu í sumar er sú, að verð hefir hækkað í Bandaríkjunum á ýms- um matvörutegundum. Verð á kartöflum, eggjum og mjólk hef- ir hækkað, og nemur hækkunin alt að 40o/o. Búast menn við, að verð á þessum afurðum verði hátt næstu mánuði. Hins vegar er ekki búist við, að brauðverð hækki. Landbúnaðarráðuneytið ætlar, að kornuppskeran verði 690 milj. bushels minni en í fyrra vegna þurkanna. 1. ágúst var bú- ist við, að kartöfluuppskeran. yrði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.