Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1973, Blaðsíða 22
22: MORGUTffil.ASJIÐ, :MIB)VIKXn>AGUR"24 JANTÍAR 19T3 Geirarður Siggeirsson kaupmaður-Minning Fæddur 9. janúar 1912. Dáinn 15. janúar 1973. EfStir þau ágætu kynni, sem ég hefi átt við Geirharð Siggeirs- son í nær tvo áratu-gi, má varla minna vera en ég mininist hans fáeinum orðum þegar hann svo skyndilega og óvænt er burt kvaddur langt fyrir aldur fram. Geirharður Siggeirsson var fæddur í Stykkiishólmi þann 9. janúar 1912 yngstur þriggja sona hjónanna Siggeirs Bjöms- sonar og Ástu Sigurðardóttur. Kynni okkar Geirharðs hóf- t Móðir okkar, Guðrún Gunnlaugsdóttir Briem frá Kiðjabergi, Eundaðist aðananamótt þriðju- iagsdns 23. janúar. Börnin. t Elginkona mtn, Sigurjóna Magnúsdóttir, Keynimel 50, lézt mánudaginn 22. janúar að sjúkradeild Hrafnistu. Magnús Jónasson. ust er hann gekk í Oddfellow- regluna fyrir nærri tuttugu ár- uim. Frá þeim degi hafa veriö óslitin vinatengsl milli heimila okkar og aldrei borið þar á minnsta skugga. Geirharð- ur reyndist hinn ágætasiti féi'agi i neglunni og leitaðist við af ein teegni að tileinka sér kenningar hennar, enda naut hann þar trausts og virðingar svo sem verðugt var. Hann var heiil og sannur, traustur og ráðholfur vinur vina sinna. Þess munu margir hafa notið jafnt skyldir sem vandalausir. Ég leyfi mér að bera fram þakkir okkar aiilra stúkubræðra hans fyrir samver- una. Hans mun lengi verða minnzt á þeim vettvangi. 1 starfi sínu var Geirlharður frábær húsbóndi starflsfólki sínu. Prúðmennska h&ns og jafn lyndi haggaðist aldrei. Enginn skyldi þó halda að erfiðleikar og áhyggjur hafi sneitt hjá hans dyrum frekar en annara, sem stunda jafn vandasaman og áhættumikinn rekstur. En það var fjarri Geirharði að láta erfiðlieika eða andbyr koma nið- ur á starfsliði sínu. Það gerði hann aldrei. Um það viftna þeir bezt, sem lengst hafa hjá hon- um unnið. Um árangur starfsins verður ekki fjölyrt hér. Hann er flestum augljós. En í því sam- bandi má ekki gleyma því hve stóran hluit kona hans frú Kristin Þorvaldsdóttir átti í starfi hans. En þar stóð hún sannarlega við hlið hans I orðs- ins beztu merkingu,. Og til henn- ar og fjölskyldunmar beinum við hjónin nú innilegri samúð- arkveðju með þakkfeeti fyrir vin áttu þeirra og tryggð. Haraldur Sigurðsson. t Systir okkar, HALLDÓRA EINARSDÓTTM. andaðist að St Jósepsspítala, Hafnarfirði, 21. þ. m. — Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 29. janúar ktukkan 1.30. Guðfinna Einarsdóttir, Sigurberg Einarsson. t Faðir okkar og afi, LÁRUS þ. blöndal. Miklubraut 52, lézt að heimili sínu aðfaramótt 23. janúar. Bjöm Blöndal, Gísli Blöndal. Lárus Blöndal. t Útför AXELS GUÐMUNDSSONAR, bónda, Vallarási, V.-Hún., sem andaðist 18. þ. m., fer fram frá Víðidalstungukirkju, laug- ardaginn 27. þ. m. kl. 14.00. Vandamenn. t Viö þökkum af heflum hug samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU ARNADÓTTUR, frá Grund, Grindavik. Ljósheimum 20. Olgeir Sigurvinsson, Erla G. Olgeirsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Guðborg K. Olgeirsdóttir, Sigurður Brvnjólsson, Erlendur Guðmundsson, Lillý Jónsdáttir, Ami G. Guðmundsson, Vigdís Sigurðardóttir og bamaböm. Ég vil ekki láta hjá Hða að skrifa nokkur orð í minningu um vin minn Geirarð Siiggieirs- son, kauponann, Mér er kuTWTOigt um að skriifað verður um hann af öðrum og æviferiil hans rak inn af þeim, sem lengur þekktu hann, og verða þetta því aðeins fáein kveðju og þakkarorð. Víða liggja vegamót og sjaldn ast vitum við hvað bíður okkar við þau næstu, gott eða illt. Fyr- ir nokkrum árum fliuttd ég og fjöls’kylida imín að Ægissíðaj 76, hér í borg, og tel ég að þá hafi, einu sinni sem oftar, gæfan orð ið á vegi okkar, ekki sízt vegna þess, að í þvi húsi bjó fyrir Geirarður og fjölskyida hans. Frá fyrstu stundu urðum við að njótandi vináttu þeirra hjón- anna og bama þeirra. Hjálp- semi og ráðleggingar þeirra hjóna, eldri og lfcfsreyndari, voru okkur mikils virði og mér hefur nú skilizt að „sá hreppir gæfu, sem góðan granna fær.“ Geirarður var vinmargur mað ur og jafnframt vinfastur. Hann hafði svo elstoulegt og að laðandi viðmót, að mörgum reyndist auðvelt að leita til hans með vandamál líðandi stundar. Þannig fór einnig fyr- ir mér, og leitaði ég oftsinnis ráðlegginga hans. Reyndist hann mér alltaf traustur og ráð hollur og miðlaði mér af lifs- reynslu sinni og allitaf hafði hann tirna til að hlusta og þótti mér það afar mikiis virði. Þakk liáfcastur er ég Geirarði þó, fyrir hve elskulega hann feom fram við börn min. 1 samiskiptum við þau, kom hans góði innri maður bezt í ljós. Geirarður var mikill og góð- ur fjölskyldufaðir og oft dáðist ég að uimhygigju hans fyrir konu sinni, börnum þeirra hjóna og barnabömum. Þau hafa xnisst mest af öllum, en ég er sannfærður um að þau iminu finna huggun í góðri minndngu um hinn ástríka heimilisföður. Fyrir imina hönd og fjöl- skyWu minnar færi ég Kristínu og fjöilskyldu allri, innilegar sam úðarkveðjuir, o g kveð vin, minnuigur þess að „hollur granni er gulli betri." Sig-fús Sigfússon. 1 dag verður vinur minn, Geir arður Siggeirsson, kaupmaður, kvaddur hinni hinztu kveðju og jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik. Geirarður fæddist i Stykkis- hólmi 9. jan. árið 1912 og var þvi rúmiega sextugur er hann andaðist skyndiiega aðfaranótt hins 15. þessa mánaðar. Foreldr- ar hans voru hjónin Siiggeir Bjömsson, skipstjóri og Ása Sig urðardóttir frá Stykkishólmi. Hann var kvæntur eftiriif- andi konu sinni Kristínu Þor- valdsdóttur frá Þóroddsstöðum i Hrútafirði. Varð þeim fjög- urra barna auðið, sem öli lifa föður sinn. Eru þau Ásgerður giít Sverri Sveinssyni, fram- tovæmdastjóra í Vélsm. Héðni, Vaidis gift Þorgeiri Lúðviks syni, fulltrúa hjá Almennum Tryggingum, Svanhildur gift Guðlaugi Long, trésmið og Geir arður Haukur, starfsmaður hjá AXmennum Tryggingum, sem býr enn í foreWrahúsum. Geirarður bjó fyrstu búskap arár sdn 1 Stykkishótoni og rak þá um langt skeið akstur áætl- unartoifreiða á sérleyfisleiðinni Reykjavík — Stykkistoólmur og stundaði það starf með stakri t Þökkum inmilega auðsýnda samúð við andiát og útför Einars Eiríkssonar frá HvalnesL Börn og aðrir aðstandendur. prýði, eins og öll önnur störf sín. Árið 1952 brá hann búi vestra og fluttist til Reykjavíkur. Sneri hann sér þá að verzlun- arstörfum og rak um skeið Verzlunina „Selfóss" á Vestur- götu, en keypti síðan Verzlun- ina EROS, sem hann rak til dauðadags. Ég kynntist Geirarði heitnum fyrst skömmu eftir að hann eign aðist Verzlunina EROS. Urðu þau kynni æ nánari eftir þvi sem árin liðu og eigum við hjón in margar góðar endurminning- ar og skemmtistunda að minnast frá þeim tima. Geirarður var hinn mesti höfðingi heiim að saakja, sískemmtinn og spaug- samur í hópi vina og kunningja. En bak við glettni og spaug bjó sbaðfastur maður með ákveðnar skoðanir, kappsfuilur og fljófcur að átta sig á hverjum vanda sem að höndum bar, örgeðja, en stilliti þó öilu í hóf, en þó fyrst og síðast maður, góðvilja og drengskapar. Það fundu þeir bezt sem þekktu haon mest. Á þessari kveðjustund vilj- um við hjónin þakka hinum látna liðin kynni um leið og við sendum Kristínu konu hans og börnum dýpstu samúðarkveðj- ur. ÍUfar Kristmundsson. Geirharður Siggeirsson, toaup maður er látinn. Hann var fædd ur 9. janúar 1912 og lézst aðtfara nótt 15. janúar, 61 árs að aldri. Andlát Geirharðs kom ókk- ur viinuim hans og kunningjum á óvart, því hann var í fullu starfsfjöri og giaddist með vin- um sínum og fjöIskyWu aðeins nokkrum klnkkustundum áð- ur en hann var skyndilega kall- aður burtu úr þessari tilveru. Sá, sem þessi fáu kveðjuorð rit ar, kynntist Geirharði fýrir um það bil 19 árum síðan, þegar hann gerðist félagi í OddfeHow- stúkunni nr. 7, Þorkeli mána, og síðar lágu leiðir okkar enn meira saman, þegar hann gerðist einn af stotfnendum fyrsta Kiwanis- kiúbbsins á íslandi, Kiwanis- klúbbsins Heklu, þegar hann var stofnaður i nóvember 1963. Þau kynni sem í upphafi var stofnað til fóru vaxandi eftir því sem árin liðu, og nú þegar Geirharður er kvaddur hinztu kveðju, koma fram margar góð- ar minningar um mikinn dreng- skaparmann. Geirharður hafði til að bera nokkuð sérstakan persónuleika. Hann virtist við fyrstu kynni vera nokkuð hrjúf ur í viðmóti og ef til viH ekki að ailra skapi, en við aukiin kynni kom vel i ljós, að undir hans yfirbragði bjó drengskap- anmaður og mannvinur. Hrein- skilni hans í orðum og athöfn- um kumnum við féiagar hans og vinir vel að meta, og ekki síður hans góðu hollráð, sem hann vildi miðla þeim er taka viidu & móti. Tryggiyndi hans og ein- teegni var slik, að vinir hans og félagar leituðu gjama til hans og fóru eftir hans hollráðum, en hann krafðiist Mka gagnkvæms trausts frá þeiim. Það sem var mannlegt var honum ekki óvið- komandi, enda tók hann drjúg- an þátt í líknar- og mannúðar- málum Oddifellowregiunnar og Kiwanis-hreyfi ngarinnar, þótt ekki væri hann með hávaða um, heldur vann hann þau störf sem honum var treyst fyrir á þeim sviðuim, í kyrrþey og með Shug- uUi gát grandvars og heiðar- legs manns. Frá þesstim vett- vangi er mikiU mannkostamaður fallinn í valinn, raunveru- lega um aldur frarn, og meðal okkar vina hans og félaga verð- ur sæti hans vandfyllt. 1 góð- unn hóp var hann ætíð prúðmenn ið og ljúfmennið, glaður og reií- ur, höfðingi í þess orðs fyllstu merkingu, hvort heldur var ut- an heimilis eða innan. í hans dag lega starfi sem kaupmaðúr og sem heimilisfaðir, stóð hin mikil hæfa kona hans, frú Kristín Þor valdsdóttir, honum við hlið og kunni hann að meta gildi henn- ar að verðSeitoum. Samhent- ari hjón var vart að finna. Vinir og félagar Geirharðs sakna nú vinar í stað. Minning- in um drengskaparmann, mann- vin og góðan og tryggan félaga mun geymast I hugum okkar, og honum fyfgir okkar allra farar- heill. Frú Kristinu, vinkon-u okk ar, bömum þeirra hjóna og barnabörnum, votturn við okk ar dýpstu samúð og biðjuim þeim allrar blessunar. Svo veri einn- ig blessuð minning Geirharðs Siggeirssonar. Þórir HaU. Það er almennt talið einka- mál þegar fólk festir ráuð sitt, og má það til sannis vegar færa, það er þó ekki einhlitt. Þegar Kristín elzta systkinið í stóra barniahópnum á Þóroddsstöðum fyrir rúmlega 30 árum, giftiisit Geirarði Siggeirssyni frá Stykk ishólmi, bættist tengdaforelidr- um hans fuíltiða sonur og tengdasystkinunum fulLorðinn bróðir. AHa tíð síðan, hvort heldiur var meðan heimili þeirra var i Stykkishóimi eða síðusfcu 20 ár- in, er þau bjuggu í Reykjavík, hefur heimili þeirra hjóna verið boðið og búið fyrir okkar stóru og ört vaxandi fjöl- skyldu, einnig stóran vina- og kunningjahóp, og ekki síður vini og félaga barna þeirra. Nú á timum er margt og mik- ið hægt að nema á himum ýmsu námsbrautum. En vissir eðlis- þættir eru meðfæddir og verða ekki leerðir nema að littu leyti. Einn sterkasti eðlisþáttur Geir- arðs var hve heimilið var hon- um mikiis virði, og hve gðður heimilisfaðir hann var. Geirarður var eiginlega aMrei á neinum aldri, eða rétt- ara sagt á öllum aldri. Hann lað aði að sér bæði ung böm og aldrað fólk, og allt þar á milii, jafnt barta og konur. Bann kynntist ekki kynslóða- bilinu, uim það vitnar alLt það fjöímarga unga fólk, sem hafði yndi atf að vera í návist hans. Dagsdagiega var heimilið mjög gestkvæmt. Geirarði var í blóð borinn sá óvenjulegi hætfi- ieiki, að meö skiu Mýja og glaða viðmóti, var eins og hann segði „Það var „aikkúrat" það sem ég óskaði mér, að þú litir km.“ AHir sem telja að gotft heimn- Mi og sterk fjölskyiduibönd séu eitt af undirstöðum góðs þjóðíé- lags, áittu í Geirarði góðan liðs- mann. Geirarðs er sárt satonað atf öll um er hann þektotu, hans miun lengi verða minnzt. Mágkona. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent s.f. Nýlendugötu 14 sími 16480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.