Morgunblaðið - 06.02.1973, Page 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1973
37
Islandsmótið 2. deild
Enn sigraði ÍBK
Enn gengu Keflvíkingar með
signr af hólmi í leik í 2. deild
ísiandsmótsins i handknattleik.
Á sunnudagskvöldið var Breiða
blik úr Kópavogi að velli lagt,
með 14 mörkum gegn 13. Naum-
ur sigur það hjá IBK, enda
sennilega imi að ræða slakasta
leik mótsins hjá þeim, og ef
til vill ekki furða, þar sem
suniir leikmanna liðsins höfðu
staðið í ströngum knattspyrnu-
leik fyrr nm daginn.
Þrátt fyrir sigurinn í leiknum
er hætt við að Keflvikingar fái
ekki stigin tvö sem hönum ættu
með réttu að fylgja. 1 liði þeirra
lék Þorsteinn Ólafsson, sem
enn mun ekki vera löglegur leik
maður með þeim. Virðist svo
sem úrskurðurinn i kærumálinu
hafi dregið úr áhuga ÍBK á mót
inu að sinni, fyrst þeir leggja
út i að tefla fram leikmanni,
sem þeir vita að ekki er lögleg
ur.
Leikur þessi var mjög daufur
og markaskorunin lág. 1 hálf-
leik hafði ÍBK tvö mörk yfir
5:3, en í siðari hálfleik náði
Breiðablik að jafna 8:8, og
komst síðan í 13:9. Þá var
skammt til leiksloka og sigur !
Kópavogsliðsins virtist blasa
við. Mikið átti svo að gera á sið :
ustu mínútunum en minna
heppnaðist og Keflvíkingar
sendu boltann hvað eftir annað
í netið hjá Breiðablik. Áður en
yfir lauk hafði ÍBK skorað
fimm mörk gegn engu, og !
hreppti þar með sigurinn.
Langbezti maður iBK-liðsins !
í þessum leik var Guðni Kjart- |
ansson, landsliðsmaður í knatt- !
spyrnu. Ekki þyrfti Guðni að j
leggja mikla stund á handknatt '
leikinn til þess að komast þar i j
fremstu röð. Hann hefur flesta ,
kosti sem góður handknattleiks
maður þarf til að bera, er snögg ;
ur og harður af sér í sókn og
vörn. Ástráður Gunnarsson
komst einnig vel frá leiknum. I
Breiðabliksliðinu skaraði einn
einstaklingur fram úr. Sá var
Daníel Þórisson, sem skoraði
langflest af mörkum liðsins.
- stjl.
Stjarnan hlaut stigin
— í viðureign neðstu liðanna
Stjarnan úr Garða.hreppi vann
sinn fyrsta sigur í keppni meist
araflokks í ísla.ndsmótimi í hand
knattleik á sunnudagrskvöld-
ið, er liðið bar hærri hlut í við-
ureigninni við Árbæjarlið*ð
Fylki. Úrslit leiksins urðu
Stjörnusigur 23:22, eftir að Fylk J
ir hafði haft eitt mark yfir i hálf
ieik 13:12. Þessi tvö lið berjast |
á botninum í 2. deildinni, þótt
s«nniiega séu J>au ekki til muna
slakari en sum önnur lið í deild-
Framhald á bls. 39 j
■- ■■
■
mwÍhÚmÍ . ■'ú.ifiwiý
Ú^fMfffpÍW;
Haukar slökktu vonarneista Víkinga
— jafntefli varð í spennandi og hávaðasömum leik í Firðinum
Eftir að Víkingar töpuðu stigi
til Hauka í viðureign liðanna í
1. deild íslandsmótsins i hand-
knattleik í Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöld, má segja að möguleik
ar Jteirra tíl J>ess að hljóta ís-
landsmeistaratitilinn í ár séu úr
sögunni. Liðið á reyndar mögu-
leika á því að hljóta 20 stig í
keppninni, en það eru ákaf'lega
litlir möguleikar á því að mótið
vinnist á }>eirri stigatöiu. En Vík
ingar eru Jsí engan veginn úr
sögunni ennþá. Þeir hafa
að verðlaunum að keppa, hvort
j sem það verður silfur eða brons,
j og liðið er það gott að það getur
j gert hina öliklegustu hluti, ef
! vel tekst til.
sem átti nú sinn langbezta leik
í mótinu í vetur, og voru fremur
óheppnir en hitt að hirða ekki
bæði stiigin í þossari viðureign.
i Fyrirfram var búizt við því að
! uim aiigjöra einstefnu yrði
j að ræða í leik Ví'kings og Hauka.
Þrátt fyrir það fjöimenntu áhorf
j endur i Iþróttahúsið í Hafnar-
firði í fyrrakvöld og það voru
j þeir, öðru fremur, sem drifu
Ilaukana áfram le'kinn út. Stanz
iaus hvatningaróp virtust verka
sem v.tamínssprauta á Haukana,
SXEFÁN KOMINN I HAM
Aðalbreytin.gin á Haukaliðinu
j frá fyrri leikjum þess i vetur
var að nú l'oksins var Stefán
Jónsson í sini.'vn gamla o-g góða
,,tætara“-ham. Nú hikaði hann
j ekki við að renna sér inn í þær
smugur í vöminni, sem hann hef
; ur horft hi'kandi á í vetur, og
þannig skapaði hann sá-
Haukarnir reyndu að gæta Einars Magnússonar í leiknum. Þarna er Einar í uppstökki en Þór-
r Úlfarsson kemur út á móti honum. Nr. 11 hjá Haukum er Arnór Guðrmindsson og lengst
til hægri er Stefán Jónsson.
fellda hætlu fyrir Ví'kingana og
ógnun.
En þrátt fyrir að Stefán
ætti rú mjög góðan leik var ann
ar inaður í Hau'kaliðinu, sem var
þess bezti maður. Það var Ólaf-
ur Ólafsison, sem sýndi nú svo
ekki verður um viMzt að hann
er einn okkar allra beztu hand-
knattleiksmanna. Hann var sí-
vinnandi aMan leikinn, skoraði
sjálfur falleg mörk með hinuim
sérstæðu skotum sinum og átti
auk þess hverja línusendinguna
af annarri, sérstaklega á Siigurð
Jóakimsson, en þeir Ólafur og
harm virðast þekkja hreyfingu
hvfir annars út í yztu æsar. Út
á þessar línusendinigar fengust
vítaköst, sem ek'ki nýtt.ust svo
sem skyldi. 1 Haukaliðinu vakti
einnig ungur piltur, Þórir Úlf-
arsson, athygli fyrir hreyfanleik
sinn oig dugnað. Þar er á ferð-
inni piltur sem örugglega á eft-
ir að verða mikill styrkur fyr-
ir liðið.
VOKU VÍKINGAK OF
SIGUR VISSIR ?
Vikingar virtust aldrei vita
hvaðan á þá stóð veðrið í þess-
um leik. Þeir náðu aldrei sam-
an, sérstaklega ek'ki í vörninni,
sem opnaðist hvað eftir annað
mjög il'la. Við þetta bættist
svo að markverðirnir báðir Rós-
mundur og Eiríkur slepptu skot-
uim framhjá sér, sem þeir hefðu
átt að ráða við, en Rósimundur
bætti það sannarlega upp þegar
liða tók á leiikinn, og varði hann
m.a. þrjú vita'köst.
Vera má, að Víkingarnir hafi
gengið of sigurvissir til þessa
leiks, en slíkt kann aldrei góðri
lukku að stýra. Víst er að leik-
aðferð þeirra gek'k sárasjaldan
upp, oig spilið virkaði alltof
þröngt. Sem fyrr miðaði það mest
að þvi að gefa þeim Einari og
Guðjóni möguleika á að skjóta,
og vissulega gerðu þeir marga
fallega hliuti i leiknum. En Páll
Björgvinsson, einn bezti maður
pressuliðsins í leiknuim við
landsliðið á dögunum, hvarf al-
veg i þessum leik, og lítið kom
út úr jafn góðum leikmönnum og
þeir Stefán HaM'dórsson,
Magnús Sigurðsson og Viggó
Sigurðsson eru. Mannvatíð í Vík
ingsdiðinu er slikt að maður er í
raun og veru hissa á því að ekki
skuli meira fást út úr leikjum
liiðisins.
ÓNÁKVÆMIK DÓMARAR
Dóimarar leiksins, Þorvarð-
ur Björnsson og Einar Hjartar-
son áttu óvenju slæman dag að
þessu sinni, Virtust þeir smitast
nokkuð af þeim æsing sem bæði
var á leikvellinum, og ekki síð-
ur áhorfendapöMunum. Nokkurr
ar ónákvæmni gætti í dómum
þeirra, og fannst manni t.d. sem
þeir tækju of vægilega á brot-
um Vikinganna á línumönnum
Haukanna. Með þessu er þó ekki
verið að ásaka þá fyrir hlut-
drægni, langt því frá. Dómarar
geta átt misjafna leiki, rétt eins
og leikmennirnir, og slíkan leik
áttu þeir Einar og Þorvarð-
ur nú.
í STUTTU MÁUI:
íslandsmótið 1. deild.
íþróttahúsið í Hafnarfirði 4.
febrúar.
Úrslit: Haukar —- Víkingur
21:21 (11:10).
Brottvísanir a.f velli: Ólafur
| Frlðriksson, Víkingi í 2 mán. og
| Ólafur Ólafsson, Haukuim í 2
min. og 5 mín.
Misheppnuð vítaköst: Gunnar
Einarsson, Haukum, varði víta-
j kast frá Einari Magnússyni á 15.
j mín. og Ólafi Friðrikssyni á 21.
mín. Rósmundur Jónsson, Vik-
ing varði vítakast frá Ólafi Ól-
afssyni á 18. og 24. min., og frá
Stefáni Jónssyni á 43. min. Þór-
i.r Úlfarsson, Haukum átti víta-
ka;st í stöng á 27. mínútu.
GANGUR TiEIKSINS: Mín. Hiiukar
1. Ólafur 1:0
2. 1:1 Kinar
2. Ólafur 2:1
3. 2:2 Ciuðjón
3. Ólafur 3:2
UII) HAUKA: Sigurgeir Sigurðsson X, Sturla Harakls-
son 1, Sigurður .lóakimsson 2, Ólafur Ólafsson 4, Stefán
Jönsson 4, Guðmnndur Hara.klsson 2, Sigurgeif Marteins-
son 1, Arnór Guðmundsson 2, Þórir Úifarsson 3, Svavar
Geirsson i, Gunn.,r Eínarsson 3.
Líi) VÍKINGS: Rósmundur Jónsson 2, Guðjón Magnús-
sou 3, Jón Sig'urðsson 2, Einar Magnússon 3, Sigf'ús Guð-
mumlsson 2, Páí! Björgvinsson 2, Skarphéðiim Óskars-
son 1, Öiafur Friðribsson 2, Magnús Sigurðsson 2, Stefán
HaHdéirsson 2, Viggó Sigurðsson 3, Eirikur Þorsteinsson 1.
3. 3:3 Páll
5. Guðmundur 4:3
7. l»órir 5:3
7. 5:4 Guðjón
8. Guðmundur 6:4
9. Guðmundtir 7:4
10. ólaíur 8:4
11. 8:5 funar
13. Stefáu 9:5
13. 9:6 Ktnar
15. 9:7 Stefán
15. í»«rir 10:7
17. 10:8 Kinar
26. 10:9 Masnúi
27. Stefán (v) 11:9
28. 11:10 Hálfleikur Vlffffó
32. 11:11 Einar
36. 11:12 Víkííó
37. I»«rir 12:12
38. 12:13 Ólafur
41. Stefán (v) 13:13
41. 13:14 Magnús
42. l»órir 14:14
44. Stefán 15:14
45. 15:15 Viggó
46. Stefán 16:15
48. 16:16 Kinar (i
49. Stefán 17:16
49. 17:17 (iuðjón
50. SÍKurður 18:17
50. 18:18 Kinar (’
51. Stefán 19:18
52. 19:19 Einar
55. Stefáu (v) 20:19
55. 20:20 Guðjón
59. 20:21 Guðjón
60. Guðmundur 21:21
Mörk Hauka: Stefán Jónsson
8, Ólafur Ólafsson 4, Guftmund-
ur Haraldsson 4, Þórir ÚMars-
son 4, Sigurður Jóa.kimisson 1.
Mörk Víkings: Einar Magnús-
son 8, Guðjón Magnússon 5,
Vig'gó Si'gurðsson 3, Maignús Sig
urðsson 2, Páll Björigvinsson 1,
Stefán Halildórsson 1, Ólafur
Friðrikss’on 1.
Dómarar: Einar Hjartarson og
Þorvarður Björnsson. Þeir voru
óvenjulega óörugigir og gerðu si.g
seka um margar skyssur. Ekki
er þó hægt að segja að það hafi
bitnað á öðru liðinu hinu frem-
ur.
-stjl.
Svo létt, svo auðvelt
- fyrir FH-inga að sigra KR 30:19
Ekki reyndust KR-ingar
FH-ingmn óþægur Ijár í
þúfu, er liðin mættust í 1. deild
ar keppni íslandsmótsins í hand
knattleik á sunnudagskvöldið.
Úrslitin urðu FH-sigur 30:19, eft
ir atvikum sanngjarn sigur, sem
segir töluvert til um hvernig
leikurinn var. í fyrra unnu FH- j
ingar KR með 33 mörkum gegn j
15, er liðin mættust í Hafnar-
firði, og af tölunum níi má
marka að ekki hafi orðið neinar
stökkbreytingar á liðunum frá
því þá.
Ekki er hægt að segja að leik
ur þessi hafi verið tilþrifamik-
ill, né boðið upp á góðan hand-
knattleik. Yfirburðir FH-ing-
anna voru slíkir, að þeir gátu
leyft sér næstum því hvað sem
var, og kom það m.a. fram í þvi
að þeir fengu á sig óeðlilega
mörg og ódýr mörk, sem flest
hvér máttu skrifast á reikning
varnarinnar. Fæstar sóknarlot-
ur FII stóðu nema örskamma
stund, þá var skotið og oftast
lá boltinn í KR-markinu. Mis-
heppnuðust sóknirnar þurftu j
FH-ingar venjulega ekki að ,
biða lengi eftir því að fá bolt- |
ann, því skotgleði KR-inga i J
leiknum var mikil, og allir
möguleikar teknir. Þarna skildi
milli liðanna. FH-ingar gátu
flestir skorað úr skotum sínum,
en skot KR-inganna voru ýmist
varin eða lentu framhjá.
GUNNAR OG GEIR
Sérstaka athygli í þessum
leik vakti samleikur þeirra
Geirs Hallsteinssonar og Gunn
ars Einarssonar, Þeir spiluðu
hvorn annan mikið upp og
fengu galopin tækifæri til
marka með leik sínum. Þáttur
Geirs í þessu spili var þó stærri,
en Geir hefur sjaldan eða aldrei
verið betri en nú, jafnvel þótt
minna beri á honum á vellinum
en stundum áður.
Ekki fer hjá þvi að áðurnefnt
samspil þessara tveggja manna
er nokkuð á kostnað annarra
leikmanna liðsins, en það kom
ekki að sök í þessum leik, þar
sem skot þeirra félaga nýttust
vel. Og þegar KR-ingar reyndu
að koma í veg fyrir að leik-
brögð þessi heppnuðust, þá
opnaðist vörn þeirra vel fyrir
Viðari Símonarsyni, sem ekki
var seinn að átta sig og skora
með fallegum langskotum. Viðar
er einn þeirra Olympiufara, sem
nú virðist fyrst vera að finna
sig aftur eftir deyfðartímabil
framan af vetrinum. Það verður
FH-liðinu vafalaust mikill
styrkur að Viðar kemst í sitt
fyrra form, þar sem fáir leik-
menn hafa eins gott auga fyrir
þv>, sem er að gerast á veil-
inum, eða betra mat á stöðu leiks
en hann. 1 jöfnum og erfiðum
leik getur slíkt ráðið úrslitum.
ÞOKKALEGUR UEIKUR KR
FRAMAN AF
Svo virðist sem KR-ingar ætl-
uðu að sýna FH-ingum tennum-
ar í þessum leik, þar sem þeir
héldu við í þá fyrri hluta leiks-
ins. Munurinn í hálfleik var að
eins 4 mörk, og í síðari hálf- j
leik munaði tvívegis ekki nema j
þremur mörkum. Þegar svö var
komið keyrðu FH-ingar hraðann
upp og það nægði til þess að
KR-ingar létu hrífast með og
skotkeppnin mikla hófst — !
keppni sem þeir áttu énga mögu ;
leika í. KR-ingar sitja nú einir
og yfirgefnir á botninum í 1.
deild — það nægir þeim ekki
lengur að vinna Hauka í siðari
umferðinni, þannig að staða
þeirra er orðin vonlítil. Það
eina sem getur bjargað liðinu
úr þessu, er hin margumtalaða
KR-barátta, sem sagt er að
komi yfir lið KR, þegar þau
eru S bráðri hættu. En á henni
verður að fara að brydda innan
tíðar, þar sem möguleikarnir
fara sífellt þverrandi.
í STUTTU MÁUI
Iþróttahúsið Hafnarfirði.
Islandsmótið 1. deild 4. febrúar.
Úrslit: FH — KR 30:19 (11:7)
Brottvísanir af velli: Þorvaldur
Jón Giuðman'dsson, KR, i 2 mín,
Ólafur Einarsson, FH í 2 mín.
Misheppnað vítakast: Björn Pét-
ursson, KR átti skot yfir á 58.
mín.
Gangur leiksins:
Mín. FH KIC
2. Cieir 1:0
4. 1:1 Jakub
4. Hörður 2:1
9. 4:2 Kjörn P. (v)
12. 4:3 Bjarni
13. Birgir 5:3
14. 5:4 Björn R.
15. 5:5 Haukur
16. \ iðar (v) 6:5
22. Guiinar 7:5
23. Gunnar 8:5
23. Gunnar 9:5
24. 9:6 Bjarni
25. Cieir 10:6
28. (ieir (v) 11:6
30. 11:7 Háífleikur Haukur
32. Viðar 12:7
34. Viðar 13:7
35. 13:8 Björn P. (v)
3«. 13:9 Bjiirn B.
37. 13:10 l»orvarður
37. Viðar 14:10
38. 14:11 < * uiinar
38. Ciunnar 15:11
40. Cieir 16:11
40. Gtinnar 17:11
42. Ciunnar 18:11
44. Gunnar 19:11
45. 19:12 Bjarni
45. Geir 20:12
47. 20:13 Bjarni
; 48. Árni 21:13
49. 22:14 Haukur
50. 21:15 l»orvarður
51. Cieir 22:15
51. 22:16 Haukur
52. 22:17 Björu P.
52. Ólafur 23:18
53. 23:19 Porvarður
53. ólafur 24:18
54. Viðar 25:18
55. 25:19 Haukur
56. Geir 26:19
57. I»órarinn 27:19
59. Cieir 28:19
59. Gunnar 29:19
59. Gunnar 30:19
(>0. Geir
Mörk FH: Geir Hallsteinsson
9, Gunnar Einarsson 8, Viðar
Símonarson 7, Ólafur Einarsson
2, Hörður Sigmarsson 1, Birgir
Björnsson 1, Árni Guðjónsson 1,
Þórarinn Ragnarsson 1.
Mörk KR: Haukur Ottesen 5,
Björn Pétursson 3, Þorvarður
Jón Guðmundsson 3, Bjarni
Kristinsson 4, Björn Blöndal 2,
Jakob Möller 1. Gunnar Hjalta
lín 1.
Dómarar: Valur Benediktsson
og Óli Olsen. Þeir hafa oft dæmt
betur en þetta, en þó má segja
að þeir hafi komizt allsæmilega
frá leiknum, þegar á heildina er
litið.
- stjl.
0. Viðar 3:1
8. Viðar 4:1
I.H> FH: Magnús Ólafsson 1, Birgir Björnsson 2, Viðar
Símnnarson 3, Gils Stefánsson 2, Árni Guöjönsson 1, Auð-
unn Óskarsson 2, Geir Hallsteinsson 4, Gunnar Einarsson
3, Þérarinn Ragnarsson 1, Birgir Finnbog’ason 2, Ólafur
Emarsson 2, Höiður Sigmarsson 1.
I.IF' KR: ívar Gissurarson 2, Hamkur Otteisem 2, Bjarni
Kristinsson 2, Jakob Möiler 1, Björn Pétursson 2, Bogi
Karisson 2, Gunnar Hjaitalín 1, Ævar Sigurðsson 1, Björn
Blöndal 2, Þorvarður Jón Guðmundsson 2, Emil Karls-
son 1.
Gífurlegur stökkkraftur Geirs Hallsteinssonar sést vel á þessari mynd. Það er Bogi Karlsson
se>m reynir að trufla skot hans. Til hægri er Ævar Sigurðsson og' til vinstri kemitr Björn Blönd-
al fram og er engu líkara en aðliann sé að stökkva þrístökk.