Alþýðublaðið - 09.08.1958, Síða 3
Laugardagur 9, ágúst 1958.
I.lÞýSnblaSiS
3
Alþýöubloöiö
Útgefandi:
* Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritst j ómarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson,
Sigvaldi Hjálmarsson.
Emilía Samúelsdóttir.
1 49 0.1 og 149 02.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
Fordómar og oístœki
VÍSIR gerir Rússlandsför alþingismannanna að um-
xæðuefrii í forustugrein fyrir stuttu. Verður naumast ann-
að sagt en þar sé heldur hjákátlega á málum haldið og raun
ar furðulegt, hvað greinarhöfundur er geðvondur og ofsa-
fenginn, án þess að hafa nokkuð að segja. Hann er að
reyna að espa sig út af frásögn Péturs Péturssonar um för.
iná, en hún birtist í Alþýðublaðinu í síðustu viku. Frásögnin
öll bar það með sér, að höfundur vildi vera sanngjarn og
fordómalaus, en samt dró hann þær ályktanir af því, sem
þeir félagar sáu og heyrðu, að enginn þurfti að fara í graf-
götur um álit hans að lokum.
Helzt lítur út fyrir, að Iátleysið í frásögn Péturs,
hlutlaus lýsing á staðreyndúm og framkvæmdtnn, hafi
farið mest í taugarnar á Vísishöfundi. Reiðir hann því
stöðugt hátt til höggs, en allf verða þetta vindhögg. Til-
vitnunin í grein Péturs, sem vitna átti gegn honum, und-
irstrikar heilskyggni hans og löngun tif að meta rétt-
láílega það, sem fyrir augu bar, ,en um leið vitnar hún
gegn Vísishöfundi, sem ber honum það á brýn, að hann
hafi sýnt undirlægjuhátt og glámskyggni. Þannig ber
Vísishöfundurinn sjálfan sig. Er sennilega vart við öðru
að búast, þar sem hann virðist ekki hafa lesið greinarn-
ar, sem hami er þó að gera að umtalsefni.
Pétur Pétursson tó'k það mjög skýrt fram) í greinum
sínum, að för þeirra þingmannanna hefði ekki gefið þeim
tækifæri til að skyggnast undir yfirborðið eða rannsaka :
aðistæður til nokkurrar hlítar. Hér var aðeins um kurteis-
ísboð að ræða, stutta, snögga férð, sem aðeins gaf tilefni
til athugana í svip, enda má segja það um allar skyndifar-
ir, hvert sem farið er og hver sem fer. Rússland er engin
undantekning að því leyti. Menn þurfa að kynnast ástand-
inu til að geta dæmt hlutlægt. Þetta var inntakið í greina-
flokki Péturs. ■ ,
Samt reyndi Pétur oft að gera sér nokkra grein fyrir
aðstæðum, o-g hann hikar ekki við að segja skorinort, að
skipulagið auistur þar muni ekki að skapi flestra Vestur-
landahúa. T. d. segir liann í umræddri tilvitnun Vísis-
höfundar: „Hvaða skoðun almenningur hefur á þessum
málum, svona með sjáifum sér, skal ég ekki segja um.
En ótnilegt ev, að þjóðin rnyndi ekki fremur kjósa al-
gjört isjálfstæði sér til handa, ef hún fengi einhverju um
það að iráða. Ef til vill ikemur þessi hugsun. mín aðeins
til af því, að ég varitreýsti því ,,í:ýðræði“, sem þjóðin býr
við.“ Þetta seigir Pétur um Lettlendinga, eftir að hann
er búinn. að skýra frá því, að þeim félögum hafi ekki
gefizt tækifæri að ræða við nema valdamenn. (Vísishöf.
gléymir alveg ao skýra frá því, um hverja þetta er sagt,
— svo mikill er hundavaðshátturinn.)
í lok greinaflokks síns um Rússlandsförina segir Pétur:
„En kjarni allra minna 'hugleiðinga uffl Ráðstjórnar-
ríkin og það stjórnarfar, sem^ þar er, skal þó vera þessi:
Þar vantar frelsi. Frelisi til 'að umgangast umheiminn. Frelsi
til að kynnast öðrum þjóðum og þeirra högum. Frelsi til
að skrifa og tala óttalaust. Einn eða fáir menn, sem hafa
komizt í valdaaðstöðu, ráða öllum gjörðum þjóðrinnar.
Þjóðin ræður sér ekki sjálf. Þess vegna er trú mín á lýð-
ræðisskipulagið eins og það er í framkvæmjd á Vestur-
löndum, óibreytt, — og þó líklega ennþá sterkari.“
Væri ekki rét't fyrir forústugreinahöfund Vísis að lesa
það,; sem hann gerir að umtalsefni, áður en hann fordæmir
í ofstækisfullum hrokatón? Enginn þurrkar rússnesku þjóð-
ina út af jarðkringlunni með fáeinum pennadráttum, og
þótt flestir íslendingar séu andstæðir valdhöfunum í Mosk-
vu og starfsaðferðum þeirra, verða þeir aldrei felldir með
mieiningarlausu ofstæki. Vilji menn fordséma einstrengings
hátt, valdrán og ofstæki, er haldkvæmara að ræða hlutina
af skynsemi, rökvísi og jafnaðargeði.
SJÖTUGUR I DAG:
HINN vinsæli og góðkunni ambassador Norðmanna á ís
landi, Torgeir Anderssen-Rysst, er sjötugur í dag. Hann hefur
dvalizt hér á Iandi frá árinu 1945 og áunnið sér virðingu og
þökk íslenzku þjóðarinnar. Ámbassadorinn hefur jafnan ver-
ið mjög umhugað um; að samskiptj frændþjóðanna væru sem
víðtækust og heillavænlegust, enda starf hans í þágu þessara
menningar- og vinátengsla horið ríkulegan ávöxt, íslenzka
þjóðiri stendur í niikilli þakkaskuld við þennan frábæra og
glæSdega fulttrúa þeirrar frænclþjóðar, sem oss er ekki sízt
kær. Anderssen-Rysst hefur ekki einungis verið fulltrúi þjóð
ar sinnar hér á landi, helclur engu síður vinur íslands og ís-
Ienzkra málefna og lagt þeirri gott og heilladrjúgt
Iið. Því sendir þjóðin Iionurn hugheilar heillaóskk í dág, þakk-
ar siörf hans og vináttu og óskar þess, að siikur fulltrúi verði
jafpan tengiliður Norðmanna og íslendinga.
TORGEIR ANDERSSEN-
RYSST er fæddur 9/8 — 1888 í
Álasúndi. Hann tók stúdents-
próf: 1907 og gegndi. herþjón-
ustu. sem liðsfor.ngi 1908. Eftir
að hafa lokið lögfræðinámi við
háskólann í Oslo árið 1913 varð
hann eíðsvarinn dómsfulitrúi i
Álasundi frá 1914—1916, er
hann var settur borgarfógeti
þar. Ffá 1914—’34 var hann
ritstjóri Sunnm0rsposten, gerð.
ist síðan skattstjóri og skipta-
ráðandi og úmsjóriarmaður' arfs
og dánarbúa til 1939. Hann tók
sæti sem fulltrúi í herráði 1939.
Anderssen-Rysst var fulltrúi
Vinstrimanna í stórþínginu fyr
ir. Mæri og Raumsdal í 20 ár,
frá 1925—’45, og landvarna-
málaráðiherra í ráðuneyti Mow
inckels 1928—‘31. Siem stórþing
maður átti hann sæiti í ótal
nefndum og tókst á hendur
margar trúnaðarferðír fyrir
norsku stjórnina, m. a. var
hann fulltrúi hennar við Ríkis-
sýninguna í Poznan í Póllandi
1929. Hann var og fulltrúj í
borgarráði í Álasundi 1922—'28
og 1938—’'40.
Anderssen-Rysst kom fyi’st
til íslands sem fulltmi norsku
ríkisstjórnarinnar við hátíðar-
höldin á Þingvöllum 1930. Var
síðan fulltrúi við vérzlunar-
Rysst hefur verið sæmdm*
mprgum, heiðursmerkjum', •—•
m. a. kommandör af orðu Ölafs
helga og stórkrossi islenzku
Fálkaorðunnar hlaut hann
1934. • > '
Hann hefur frá því fyrsta vej*
ið mikill vinur fslands og ls~
lendinga og óþreytandi í starfi
sínu til að styrkja tengslint
milli íslands og Noregs. Hann
hefur haft sérstakan áhuga á
skógræktarmálum, og átt mikf
inn þátt áð skiptiferðum skóg-
ræktarmanna norskra og ís-
lenzkra. Hann er heiðursfélagl
í Skógræktarfélagi Isiands og
Nordmannsaget í Reykjavikv
og ber sumarskáli félagsins á
, skógræktarsvæði þesa í He'ð-
m;örk nafn hans, — Torgeirs-
staðir.
Torgeir Anderssen-Rysst
samninga við ísland 1932 og
1939. Hann var útnefndur
norskur sendiráðherra í Reykja
vík þann 12/1 194.5 og þann
15/9 1955 var hann skipaður
fyrsti ambassador á íslandi.
Ambassador Anderssen-
Au|l|sið í AiþýSublaðinu.
ÞAÐ er bráðnauðsynlegt fyr
ir öll hraðfrystihús að hafa ann
að hvort ísframleiðslu til eigin
nöta, eða í öðru lagi, ef svo
hagar til, að geta keypt mulinn
ís eftir þörfum. Þau hraðfrvsti-
hús sem enga ísframleiðshc
hafa og geta heldur ekki fengið
keyptan ís til starfrækslu sinn-
ar, standa mjög höllum fæti. Sú
| hætta vofir sífellt yfir þessum
. húsum, að fiskur geti í geymsl-
um þeirra orðið fyrir skemmd-
um, meðan á vinnslu stendur.
Þetta getur valdið miklurn
skaða, og því er það orðið mjög
aðkallandi, að undantekningar
laust öll hraðfrystihús, búi við
þær aðstæður, að þau skorti
aldrei ís, svo þau geti haldið
fiskinum vel kældum meðan á
vinnslu stendur. Margír verk-
stjórar ísa fiskinn vel £ fiski-
■mjóttökunni, en hjá öðrum
skortir nokkuð á, að rétt sé far-
ið að, en ísun fisksins er svc
þýðingarmikið atriði aði allir
þurfa að læra hana þannig, eins
og þeir sem bezt gera. Þegar
ísa á fisk sem ekki er hægt að
vinna upp samdægurs, þá skal
þessa vel gætt:
STRfGASKÓR
líppreimaðij.
allar síærðir
fyrirliggjandi.
GIYSÍR H.F.
Faíadeilclin.
1. Að leggja alltaf fiskhm þann
ig, að kviður hans vísi nið-
ur, svo ekki safnist fyrir
vatn í kviðarholi hans. En
ef það skeður, þá er alltaf
hætta á, að vatnið getj fúln
að og valdið skemmdum.
2. Að setja fyrst ís á gólfið und
ir fiskinn og ísa hann svo
vel í hvert lag. Bezt er að
hafa aldrei slíkan fiskstafla
þykkri en ca. 0,60 m.
3. Þegar komið er á þá hæð,
sem fiskstaflanum er ætlað,
sem er bezt að sé sem lægst,
svo þrýstingur verði sem
minnstur, þá á að hylja fisk-
inn vel með ís að ofan. Sé
þetta vel gert, þá myndast
klakaskorpa. sem ilmlykur
fiskstaflann og ver hann fvr
ir áhrifum loftsins.
4. Karfa þarf að ísa á sama
hatt og annan fisk, en ha.nn
má hins vegar liggja í ísnum
að vild, þar sem kvið-ur hans
hefur ekki verið opnaður.
Jóhann J. E. Kúld
(sign.)
fiskvinnsluleiðbeinandi.
Gáflimis'iöfigur
G”— 5. 8"
1“—1!4“—IV2
Fyrirliggjandi
Veiðarfæradeildin.
N Æ L O N
Siíiingáoet
og
Urriðanet
allar stærðir
nýkomin.
GEYSIR...........
Veiðarfæradeildin.