Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 1
Sá timi virðist sem betur fer liðinn að keppendur i viðavangrshlaupum séu tve r eí*n i>r r. Gít'urieg tiátttaka var í Víðavangshiaupi Jslands, sem fram fór í Gaugardalnum á sunnudagin ' Þessa mynd tók Sveinn Þnmióðsson, er keppendur í kvennaflo kki voru að leggja af stað. Þar, se-i og i öðrum flokkum, var mikil harátta — ekki einung :s um fyrsta sætið, heldur um öll. Sundlandskeppnín í Dublin: ísland sigraði með 13 st. — en var eitt stig undir er boðsundin hófust Guðjón Guðmundsson setti glæsilegt íslandsmet í 200 metra bringiisundi og jafnaði met sitt í 100 nietra bringusundi. Þessi mynd var tekin að því lo ',nn. Frá vinstri: I. Corry, Irlandi, sem varð þriðji, Guðjón Guðmundsson er sigraði og Guðmundur Ólaí’sson er varð annar. (AP-mynd) Guðjón Guðmundsson setti stórglæsilegt íslandsmet — Við vorum eiginlega búnir að gefa npp alla von um sigur þegar siðustu greinar sundlands keppninnar, boðsundin hóf- nst, sagði Guðmundur Harðar- son landsliðsþjálfari, er Mbl. ræddi við hann að lokinni sund- landskeppni Irlands og Islands sem fram fór í Dtihlin á föstu- dags- og laugardagskvöid. Guð- mundur sagði, að þegar boðsund ín hófust hefðu írar haft eins stigs forystu. — Við töldum sigurinn 1 kariaboðsundinu öruggan, en átt nm enga von í kvennaboðsund- in. Mannskapurinn var því heldur súr á svipinn og vonsvik inn, þar sem við höfðum haft forystu eftir fyrri daginn og margt hafði gengið okkur í haginn, sagði Guðniundur. — En heppnin fylgdi okkur. 1 kvTennaboðsundinu varð einni irsku stúlkunni á að þjófstarta illilega, og var írska sveitin því dæmd úr leik. Þetta varð til þess að í stað þess að tapa með 1 stigi nnnum við keppnina með 13 stiga mun, 134 stigum gegn 121. Guðmundur Harðarson sagði að þótt heppnin hefði verið með íslendingum í sumu, þá hefði óheppni einnig bland- ast inn I. Guðmundur Gíslason — einn fræknasti sundmað- ur landsliðsins og fjölhæfastur islenzku sundmannanna var kvefaður og illa fyrir kallaður. — Hann fékk lyf, áður en keppn in hófst fyrri daginn, en þau verkuðu þannig á hann að hann varð slappur og skorti þá hörku sem hann sýnir jafnan þegar mik ið liggur við. Tvær af stúlkunum í íslenzka liðinu keyptu sér svo vínber fyrir keppnina síðari dag inn, og það var ekki haagt að segja að þeim yrði beinlínis gott af þeim, sagði Guðmundur. ÓVÆNTUB SIGUR Segja má, að sigur ís- lenzka sundfólksins yfir þvi írska sé nokkuð óvæntur og glæsiiegur er hann. Norður- Irland og írska lýðveldið eiga ekki margt sameiginlegt, og íþróttafólk þessara þjóða koma jafnan fram sem tvö landslið — nema í sundinu. Þar er landsliði „eyjunnar grænu“ teflt fram óskiptu. Úrvalið er því nokkuð mikið, og með tilliti til þessa verður að telja það mjög góða frammistöðu að bera sigurorð úr viðureigninni. íslenzka sund- landsliðið er tvimælalaust að efl ast, og vonandi sér hið dugmikla Sundsamband íslands því fyrir nægjanlegum verkefnum. Sund- sambandið er eitt þeirra íslenzku sérsambanda sem berst i miklum bökkum fjárhagsJega, en eigi að siður hafa forystumenn þess kjark til þess að fást við erfið og fjárfrek verkefni. ÍSLANDSMET GUÐJÓNS Síðari daginn setti C ’ð- jón Guðmundsson glæsilegt Is landsmet í 200 metra bringu sundi. Hann synti á 2:27,8 mín Sjálfur átti hann eldra metið sem var 2:29,0 mín. — sett í Bikar- keppni Sundsambandsins á dög- unum. Mjög sennilega er þetta afrek Guðjóns það bezta sem náðst hefur í þessari grein á Norðurlöndunum í ár. Fréttir af meistaramótum Norðurlandaþjóð anna greina a.m.k. frá því að enginn hefur náð þar nálægt þvi eins góðum árangri. Ef Guðjón heldur sinu striki á hann að eiga mjög góða möguleika á Norður- landameistaratitli í ár, þar sem hann er gífurlega mikill keppn- ismaður, og bætir jafnan við sig, þegar mikið liggur við. 1 100 metra bringusundinu jafnaði Guðjón Islandsmet sitt með því að synda á 1:09,3 min. ÚRSL.ITIN 1 Morgunblaðinu á sunnudag- inn var greint frá úrslitum í ein stökum greinum fyrri keppnis- daginn. 1 þeim fréttum sem okk ur höfðu borizt þá var aðeins greint frá tímum sigurveg- aranna, og eru því úrslitin rak- in aftur hér. FYRRI DAGIIR 200 metra fjórsund karla niín. Hafþór B. Guðmundss., ísl. 2:24,1 Guðmundur Gíslason, Isl. 2:24,6 D. Coyle, írl. 2:24,6 D. Bowles, Irl. 2:26,1 Guðmundur Gíslason hafði yf irburðaforystu þegar síðasti spretturinn, skriðsundið hófst. Þar sem Guðmundur átti fyrir höndum keppni í erfiðum grein- um sió hann þvi af á síðasta sprettinum, og fór svo að harm hlaut annað sætið aðeins á sjón- armun. Hafþór syntá á sín- um langbezta tima. 400 metra skriðsund kvenna mín. Vilborg Júlíusdóttir, Isl. 4:54,1 A. O’Leary, Iri. 4:56,6 Vilborg Sverrisdóttir, Isl. 5:09,9 H. O’Driscoll, Irl. 5:24,0 Vilborg var þarna aðeins 1/10 úr sek. frá meti Lísu Ronsons í greininni. 100 metra skriðsund karla sek. Sigurður Ólafsson, Isi. 56,4 M. Kyle, Irl. 58,7 Friðrik Guðmundsson, Isl. 59,1 F. O. Dwyer, frl. 59,5 100 metra baksund kvenna mín. C. Fulcher, írl. 1:12,4 E. McGrory, írl. 1:12,7 Salome Þórisdóttir, IsJ. 1:13,1 Guðrún Halldórsd., IsJ. 1:16,1 200 metra baksund karla mín. J. Cummins, Irl. 2:25,4 D. Bowles, Iri. 2:26,7 Guðmundur Gisiason, Isl. 2:28,4 Páll Ársælsson, Isl. 2:28,4 200 metra bringusund kvenna min. D. O'Brorn, Iri. 2:55,2 Helga Gunnarsdóttir, Isí. 3:00,6 D. Cross, Irl. 3:00,8 Guðrún Pálsdóttir, Isl. 3:04,1 Framhald á bls. 49. íslenzka siindlaiulsliðið sem sigraði írska landsliðið í keppninni í Dublin með 13 stiga mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.