Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 2
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 4- Pumpukaupin spöruð og formaðurinn blés upp boltann Molar úr sögu Fram sem minnist 65 ára afmælis um þessar mundir Fyrir 65 árum söfnuðust nokkrir unglr piltar saman og stofnuðu knattspyrnufélag, sem þeir nefndu Kára. Ári siðar var nafninu breytt í Fram. Flestir drengjanna bjuggn i miðbæ Reykjavikur, nánar tiitekið í Suðurgötunni og næsta ná- grenni hennar. Síðan þetta var hefur margt breytzt. Drengjafé- lagið óx og dafnaði og Iét snemma að sér kveða á íþróttasviðinu. Síðar var deiid um félagsins fjölgað, en ávallt hefur verið lögð mest áherzla á knattspyrnu og handknattleik, vinsælustu íþróttagreinar, sem stundaðar eru hér á landi. Fé- lagið er nú íslandsmeistari í báð um þessum greinum. Iþróttasíðan sneri sér nýlega til Alfreðs Þorsteinssonar, for- manns Fram, og bað hann að segja frá tildrögum að stofnun félagsins. FÉL.AG HINNA UNGU „Það er skemmst frá því að segja, að félagið er stofnað 1. maí 1908. Stofnendurnir voru ungir piltar, mjög áhugasamir, og lögðu mikið á sig fyrir íþrótt sína og félag. Margir urð síð- ar þjóðkunnir menn. Meðal stofn enda og fyrstu félaga voru m.a. Haukur Thors, Clausens bræð- ur, Arrebo og Herluf, Kristján Albertsson, Pétur Sigurðsson, Tryggvi Magnússon og Axel Thorsteinsson, svo einhverjir séu nefndir. Þegar Fram er stofnað var eitt knattspyrnufélag fyrir i Reykja vik, KR, sem skipað var yfirleitt eldri mönnum. Er ekki fráleitt að ætla, að stofnun Fram verði m.a. til af því, að ekki var rúm fyrir unga pilta hjá KR, þó er þetta ekki víst. Alla vega er það skýrt tekið fram í félagslögum Fram frá þessum tíma, að engin aldurstakmörk séu fyrir inn göngu í félagið. Fram varð þann ig snemma félag hinna ungu, og hefur verið það allar götur síð- an. PUMPAN SPÖRUÐ Að sjálfsögðu var búskapur- inn mjög frumstæður í byrjun, en af fundargerðum frá fyrstu árunum má merkja, að félags- hyggjan hefur verið sterk. Til að mynda sameinuðust piltarnir um kaup á fyrsta Islandsbikarn um, sem keppt var um í knatt- spyrnu. Var það stór og vegleg- ur gripur, sem keppt var um í 50 ár, eða allt til ársins 1962. Þrátt fyrir stórhug af þessu tagi, var þó ítrustu spar- semi gætt, sem sést bezt af fund- argerð frá 2. mai 1909. 1 henni stendur m.a.: „Þá var ákveðið, að enga fótboltapumpu skyldi kaupa. Pétur Magnússon (fyrsti formaður félagsins) sagðist skyldi blása boltann framvegis." Hætt er við, ef þessari reglu væri fylgt i dag, að formaður fé- lagsins hefði lítið annað fyrir stafni, þvi að boltunum hefur fjölgað, þó að einn hafi nægt á þessum árum. SIGURSÆUIR A FYRSTU ÁRUNUM Fyrsti stórleikurinn, sem Fram tók þátt í, var kappleikur við KR í sambandi við vígslu Mela- vallarins 1911. Þá vöktu Fram- piltarnir athygli, því að þeir unnu leikinn með einu marki. Þóttu þetta talsverð tíðindi, því Alfreð Þnrstfflnsson að KR hafði verið allsráðandi í þessari íþróttagrein og raun ar eina iþróttafélagið, sem lagt hafði stund á knattspyrnu um nokkurt skeið. Léku KR-ingar til dæmis oft gegn áhöfnum er- lendra herskipa, sem viðdvöl höfðu í Reykjavik. Hins vegar sigruðu KR-ingar í fyrsta íslandsmótinu í knatt spyrnu, sem haldið var árið eft- ir, 1912. En næstu ár á eftir vinnur Fram íslandsmeistaratitil inn sex sinnum i röð (1913—18 bæði árin meðtalin), en KR vann mótið næst 1919, og Vík- ingur sigraði 1920. Þá kom aft- ur þriggja ára tímabil, þar sem Fram varð sigurvegari. Vík- ingur sigraði í annað sinn 1924, en Fram varð Islandsmeist- ari 1925, í 10. sinn á 14 árum. Sýnir það glöggt, hve sigursæl- ir Framarar voru á bernskuár- um íslenzkrar knattspyrnu. DEYFÐ OG ENDURREISN Eftir þetta glæsilega tímabil færðist mikil deyfð yfir félagið, svo við sjálft lá, að það lognað- ist út af. En með hjálp góðra manna í félaginu, tókst að rétta það við aftur. Og árið 1939 er Fram aftur komið með gott meist araflokkslið, sem verður Is- landsmeistari það ár. Upp úr 1940 bætist önn ur íþróttagrein við. Þá tekur Fram handknattleik á stefnu- skrá sína. Félagið lét ekki mik- ið að sér kveða í handknattleik til að byrja með, en upp úr 1950 vinnur Fram sína fyrstu stóru sigra og varð þá bæði Islands- meistari í karla- og kvenna- flokki. Óþarfi er að rekja handknatt leikssögu félagsins s.l. 10 ár, en frá 1962 hefur Fram alls 7 sinn- um orðið íslandsmeistari. Þá má geta þess, að Fram varð fyrst íslenzkra félaga til að taka þátt í Evrópukeppni í flokkaíþrótt. Það var 1962, þegar Fram tók þátt í Evrópubikarkeppninni i handknattleik. HIN FÉLAGSLEGA ADSTABA Á árunum 1946—47 varð Fram aftur Islandsmeistari i knatt spyrnu. Nokkru áðúr var farið að hugsa alvarlega um aðstöðu félaginu til handa. Fékk Fram úthlutað lóð fyrir neðan Sjó- mannaskólann. Félagsheimili og knattspyrnuvöllur risu upp, en bæði þessi marinvirki voru unn- in í sjálfboðavinnu. Aðsetur fé- lagsins var á þessum stað allt þar til i fyrra, en þá flutti fé- lagið aðsetur sitt á hið nýja svæði við Álftamýri og Safamýri." FÉLAGSHEIMILI HÖFUÐNAUÐSYN „Hvað um framtíðaráform fé- lagsins, Alfreð?" „Það, sem skiptir mestu máli núna, er að fullgera nýja félags heimilið. Hafizt var handa um byggingu þess á síðasta ári og gert fokhelt í októbermánuði s.l. 1 byrjun þessa árs var farið að undirbúa innréttingu heimilisins og er nú byrjað að innrétta það. Vonir standa til, að hægt verði að taka það í notkun síðar á þessu ári. Á svæði félagsins eru malar- völlur og grasvöllur. Langt er komið með að ganga frá flóðlýs- ingu malarvallarins. Aðstöðu til inniíþrótta höfum við í Álftamýr arskólanum. Þar æfa bæði hand- knattleiks- og körfuknattleiks- menn félagsins, en körfuknatt- leiksdeild var stofnuð fyrir þremur árum. Sú deild hef- ur vaxið ört á skömmum tíma og er Fram þegar farið að hasia sér völl í körfuknattleik í yngri aldursflokkunum. SKlÐADEILD STOFNUÐ Þá ber að geta þess, að á síð- asta ári var stofnuð skíðadeild innan félagsins. Skíðadeildin hef ur fengið aðstöðu í Bláfjöllum og hefur tryggt sér skiðalyftu. Bendir margt til þess, að skíða- deild félagsins eigi eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Komið hefur til tals að stofna fleiri nýjar deildir innan félags- ins, en það biður betri tíma, þeg ar aðstaðan hefur batnað frek- ar. SKILA MÖNNUM BETRI ÞJÓÐFÉLAGSÞEGNUM Að lokum vil ég segja það, að við Framarar stefnum að þvi að koma okkur upp sem fullkomn- astri félagslegri aðstöðu á svæði félagsins. Við gerum okkur grein fyrir, að það er erfitt verk efni, sem kostar bæði tíma og fé. í því sambandi treystum við bæði á eigið framtak og aðstoð opinberra aðila. Reykjavíkur borg hefur lagt okkur mik- ið lið með fyrirgreiðslu. Og á sama hátt treystum við á aðstoð Iþróttasjóðs ríkisins, ekki sízt eftir þær breytingar, sem gerð- ar voru á honum nýlega. Iþróttastarfið er þýðingarmik- ið í þjóðlífi okkar. Enginn vafi er á því, að íþróttafélögin sinna mikilsverðum þætti í upp- eldismálum þjóðarinnar. En til þess, að þau geti sinnt starfi sínu, þurfa þau að búa við að- stæður, sem gera þeim kleift að taka á móti unglingum og skila þeim sem betri þjóðfélagsþegn- um. Það er því aðeins hægt, að íþróttafélögin hafi nauðsynlega aðstöðu," sagði Alfreð að lokum. -stjL Keflvíkingar hefndu Unnu Vestmannaeyinga 2-0 Það er ólíklegt að lið fBK sé tveimur mörkum betra en lið IVB í knattspyrnu, ef svo má að orði komast. Þessi lið léku í meistarakeppninni á sunnudag- inn og þá sigriiðu Keflvíkingar með tveimur mörkum gegn engu og hefði sá sigur allt eins getað orðið stærri eftir gangi leiksins. Síðast þegar þessi lið léku, endaði viðureignin með stórsigri Eyjamanna 6:1 og öll- um er eflaust enn í fersku minni úrslitaieikur Islandsmóts- ins í knattspyrnu 1971, er Kefl- víkingar unnti 4:0. Það má því með sanni segja að skin og skúrir skiptist á i leikjum þess- ara liða og erfitt að spá um úr- slit þeirra fyrirfram, en nú var komið að iBK að hefna og það gerðu þeir. Leiðindaveður var meðan leik urinn fór fram, strekkingur og slydda af suðaustan, en það þýð lr að vindurinn hafi staðið þvert á malarvöllinn í Keflavík. Mikil barátta var 1 leiknum, sem einkenndist af háum spyrn- um og löngum. Keflvíkingar voru lengst af atkvæðameiri, e<n Vestmannaeyingar áttu góða spretti á milli. Fyrsta markið kom á 22. mín- útu og var vel að því unnið. Steinar markakóngur Jóhanns- son fékk boltann utan af hægri kanti og skoraði örugglega. Mikill darraðardans var í víta- teig ÍBV næstu mínútur eftir markið, fyrst bjargað á linu og rétt á eftir hafði Vestmannaey- ktgur hönd á knettinum en ágæt ur dómari leiksins, Eysteinn Guðmundsson, sá það ekki og ekkert var dæmt. Er tæpar 20 mínútur voru til leiksloka skoruðu Keflvikingar annað mark sitt. Ársæll spyrnti frá marki ÍBV, knötturinn lenti hjá Friðriki Ragnarssyni um 35 metra frá marki og Friðrik var Grótta og Þór standa bezt að vígi í keppninni í annarri deild, en fyrir leiki helgarinnar eygðu bæði Þróttur og KA vonarglætu um sigur í deildinni, en bæði höfðu þau tapað fimm stigum, Þór og Grótta hins vegar ekki nema tveimur hvort félag. Á laugardaginn léku Þróttur og KA á Akureyri og var það mik- il barátta og skemmtileg. Eftir spennandi leik fór svo að KA sigraði með einu marki, 22:21, og eru því vonir Þróttara um sætl KR í 1. deild endanlega horfnar. Gangur leiksins var sá að Guðmundur skoraði 2 fyrstu mörk leiksins fyrir Þrótt, en KA tók fljótlega við sér og leiddi lengst af fyrrl háifleiknum. Mun urinn var þó aldrei mikill, mestur tvö mörk. í hálfleik var staðan sú að KA hafði skoraði 12 mörk ekki seinn á sér að skjóta yfir Ársæl og inn. Þess má geta, að Friðrik lék nú í stöðu tengilið- ar og barðist mikið allan leik- inn. Fleiri mörk voru ekki skoruð í ieiknum, ÍBK sigraði því 2:0 og var það verðskuldað. Steinar átti góðan leik að þessu sinni með ÍBK, Grétar hafði mikla yfirferð í leiknum, á móti 10 mörkum Þróttar. Halldór, Sigurbjöm og Þorleif ur skoruðu öll mörk KA í fyrri hálfleiknum, var þeirra þvi vel gætt i þeim síðari og Halldór tek inn úr umferð. Við það losnaði um aðra leikmenn KA og Hörð- ur Hilmarsson tók upp þráðinn þar sem Halldór hafði hætt og skoraði Hörður nú hvert markið af öðru, alls fimm í hálfleiknum. Jafnt var á flestum tölum i síð- ari hlutanum, en er um 10 mín- útur voru til leiksloka hafði Þróttur náð tveggja marka for- ystu 19:17. Var þá Ómar Karls- son settur í mark KA og varði hann mjög vel lokakaflann. KA komst líka yfir 20:19, en Þrótti tókst að jafna 21:21. Þróttur var með boltann er rúm mínúta var til loka og i stað þess að leika upp á mark, reyndi Helgi Þor- valdsson markskot, sem mistókst Guðni og Einar voru þeir brim- brjótar sem ailt stoppaði á og Albert Hjálmarsson kom á óvart með góðri frammistöðu. Óskar Valtýsson sá mikli baráttumað- ur var beztur í liði ÍBV, Ingi- bergur stóð fyrlr sínu i bak- varðarstöðunni og rúmlega það, þá er rétt að geta Ásigeirs, sem var mjög virkur allan timann. Á miðvikudaglnn heldur meistarakeppnin áfram og leika þá IBK og Fram á Melavellin- um. Verður gaman að sjá hvern ig sú viðureign endar. — ái,j. illilega. Sigurbjörn skoraði svo í staðinn fyrir KA og tryggði liði sínu þar með sigur í leikn- um við mikinn fögnuð áhorfenda. Bæði liðin léku hressilegan handknattleik og baráttan var mikil í leiknum, sem var nokk- uð harður, án þess þó að vera grófur. KA átti nokkuð góðan dag að þessu sinni, en Þróttar- ar voru miður sin, auk þess sem þeir voru óheppnir með skot. Trausti og Guðmundur voru beztir Þróttara í leiknum og jafnframt markhæstir ásamt Hailldóri með fjögur mörk. Hall- dór og Þorleifur voru beztir i liði KA í sókninni, en í vörn stóðu Hermann og Ámi sig mjög vel, ásamt Ómari mark- verði. Markhæstir í liði KA voru Sigurbjöm 6, Hörður 5, Þorleifur 5 og Halldór 4. áij FH vann Akra- nes Fyrsti leikurinn i Litlu bik arkeppninni fór fram á Akra nesi á laugardaginn og léku þá ÍA og lið FH, en Haukar og FH leika til skiptis í mót- inu fyrir Hafnarfjörð. FH- ingar komu nokkuð á óvart I leiknum við lA og sigruðu nokkuð verðskuldað 2:0. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik, fyrst skoraði Dýri Guðmundsson með þrumuskoti úr aukaspyrnu frá vítateigsboganum og sið- an Helgi Ragnarsson af stuttu færi. Albert Eymunds son nýliði i FH-liðinu vakti athygli fyrir sterkan varnar leik. Albert lék áður með Sindra frá Hornafirði og var þar allt í öllu og virðist nú á góðri leið með að falla vel inn í hið efnilega FH-lið. Karl Þórðarson stóð sig einna bezt Skagamanna, sem ekki áttu góðan dag, aðstæð- urnar voru Skagamönnum heldur ekki í vil, en þeir njóta sin bezt á góðum gras- velli. KA slökkti vonar- neista í>róttara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.