Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBL.AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 45 Sá bezti í b-flokki betri en sigurvegarinn * — í Víðavangshlaupi Islands sem fram fór á sunnudaginn — Um 40 ára aldursmunur á elzta og yngsta þátttakandanum Víðavangshlaup Islands fór fram í Laugardalnum á sunnu- daginn. Keppendur í hlaupinu voru samtais vel á þriðja hundr- aðið og er af sem áður var að þrír, fjórir keppendur fengust þegar viðavangshlaup fóru fram. Þátttakendaf jöldinn ber hvað bezt vitni þeirri gifurlegu grózku sem nú er í hlaupaiðk- unum, og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur þegar á hlaupabrautirnar kemur í sum- ar. Re.vndar er öruggt að aðeins litill hluti þeirra sem taka þátt í viðavangshlaupunum skilar sér í keppni þeirra, en eigi að siður má búast við mikilli aukn- Ingu á frjálsíþróttamótum sum- arsins. Er það vel, þar sem keppni í hlaupum — einkum millivegalengda og langhlaup- um er oftast það skemmtileg- asta sem frjálsíþróttamót geta boðið upp á fyrir áhorfendur. Efnt var til Víðavangshlaups Islands i fyrsta skiptið í fyrra, og nú, eins og þá, var keppt í fjórum flokkum. Kvennaflokki, piltaflokki, sveina- og drengja- flokki og loks i flokki fullorð- inna karlmanna. Mest var þátt- takan í piltaflokki og var reglu- lega gaman að fylgjst með hin- um ungu og kappsömu hlaupur- um. Hlaupalengdin var hæfilega löng og engum sæmilega þjálf- uðum krakka ofviða. Mikill mis munur var á getu hlauparanna í þessum flokki sem öðrum, enda aldursmunurinn mikill. Ekki er mér kunnugt um aldur yngstu hlauparanna, en þeir voru ekki allir háir í loftinu piltam- ir sem þama þreyttu frumraun sína í hlaupakeppni. Ef til vill leynast meðal þeirra piltar sem eigá eftir að gera garðinn fræg an. Það vantaði ekki að í þessum flokki sæjust margir bráðefni- legir piltar. Það á einkum og sér í lagi við sigurvegarann Gufl mund Geirdal úr Kópavogi, sem vann einnig þennan flokk í fyrra. Sérstaklega kröftugur og ákveðinn pltur, sem gefur ör- ugglega sumum þeim sem eldri eru ekkert eftir. KVENNAFLOKKl’R í kvennaflokki var vitað að baráttan stæði fyrst og fremst milli Ragnhildar Pálsdóttur brezku stúlkunnar Lynn Ward og Lilju Guðmundsdóttur. Eftir öruggan sigur brezku stúlkunn- ar í Álafosshlaupinu á dögun- um, átti maður von á að hún endurtæki hann. En Ragnhild- ur var ekki á því. Hútt tók snemma forystuna í hlaupinu og hélt henni í mark. Hljóp Ragn- hildur í senn rösklega og vel. Lilja hreppti svo örugglega ann að sætið en sú brezka varð þriðja, nokkurn spöl á undan Önnu Haraldsdóttur úr FH. PILTAFLOKKLR Sem fyrr greinir vakti þar sér staka athygli Guðmundur Geir- dal sem sigiaði með nokkrum yfirburðum. Yfir höfuð var keppnin skemmtilegust i þessum flokki, og gaman að sjá piltana berjast grimmilegri baráttu á endasprettinum, jafnvel þótt þeir væru aftarlega i hlaupinu. Þarna var ekkert gefið eftir. SVEINA- OG DRENG.IAFLOKKIJR 1 þessum flokki var mesta bar áttan um sigurinn. Þegar hlaup- inu var að ljúka, höfðu þeir Júlí- us Hjörleifsson og Einar Óskars- son náð nokkuð öruggri forystu og börðust þeir hlið við hlið síð- ustu metrana. Var það ekki fyrr en kamið var að marklínunni Baratta mn signrinn £ sveina- og drengjaflokki: Einar Oskarsson fer frain úr Júlíusi Hjörleifssyni á markalínunni. að Einari tókst að smeygja sér fram úr Júlíusi og sigra. Júlíus sigraði í þessum flokki i fyrra. í þessum flokki kepptu piltar sem maður sér að hafa tekið miklum framförum frá því i fyrra, og eru nú greinilega í betri þjálfun. .FLOKKUR FULLORÐINNA Þar stóð keppnin fyrst og fremst milli meistarans frá i fyrra, Jóns H. Sigurðssonar og Ágústs Ásgeirssonar. Til að byrja með fylgdust þeir vel að, en þar kom að Jón varð að sleppa Ágústi, sem náði góðri forystu sem hann hélt alla leið í mark. Var Ágúst léttur á endasprettinum og greinilega i góðri þjálfun. Þriðji varð Emil Björnsson sem nú keppir fyrir KR. Þar er á ferðinni mikið efni, sem gaman verður að fylgjast með i keppni í sumar. Eins og i hinum flokkunum var geta þátttakenda mjög mismunandi, enda fóru ekki allir í hlaupið til þess að keppa að sigri. Þann- ig vantaði t.d. HSK einn mann í sveit og lét þá formaður sam- bandsins, Jóhannes Sigmunds- son, sig ekki muna um það að skokka vegalengdina. ÞÁTTTAKAN Sem fyrr greinir var mjög góð þátttaka í hlaupinu, og sér- staka athygli vakti hversu marg ir FH-ingar mættu til leiks. í fyrra keppti enginn undir merki Hafnarfjarðar í hlaupinu. Er vonandi að fleiri kaupstaðir fylgi fordæmi Hafnfirðinga í næsta víðavangshlaupi og sendi fjölmennar sveitir til leiks. Einnig er það athyglisvert að eins og vant er voru það tvö hér aðssambönd sem sendu góðar þátttökusveitir: UMSK og HSK. Fleiri sambönd ættu að fylgja fordæmi þeirra. VERÐLAUNIN í hlaupi þessu var keppt um veglega verðlaunagripi sem fé- lagsskapurinn KASKO útvegaði til keppninnar i fyrra. iR-ing- ar voru sigursælastir, og sigr- uðu í fimm sveitakeppnum. Veitt voru sérverðlaun fyrir elztu 5 manna sveitina í karlaflokki og voru það HSK menn sem þau hrepptu. Einnig fékk elzti þátt- takandinn i hiaupinu verðiaun, en sá var maraþonhlauparinn góðkunni, Jón Guðlaugsson, 47 ára — sennilega um 40 árum eldri en yngsti þátttakandinn í hlaupinu. ÍJRSLITIN Hér á eftir fara svo úrslitin i hlaupinu. Ætlunín var að birta nöfn allra er luku hlaupinu, en þáttakendafjöldinn var of mik- Guðmundur Geirdal, UMSK, — sigurvegari í piltaflokki. ill til þess að það væri unnt. Kemur það einkum niður á pilta flokknum. Þá kann að vera að einhvers staðar vanti nöfn inn í, þar sem erfitt reyndist fyrir stjórnendur hlaupsins að skrá nákvæmlega niður röð keppend anna, sem komu stundum marg- ir í mark í einu. KONUR 1. Ragnhildur Pálsd., UMSK 3:48,5 mín. 2. Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 3:55,0 mín. 3. Lynn Ward, Bretl. 4:02,2 mín. 4. Anna Haraldsdóttir, FH 4:16,9 5. Björg Eiríksdóttir, IR 4:19,3 mín. 6. Helga Þórarinsdóttir, FH 7. Ingunn Einarsdóttir, ÍR 8. Ásta B. Gunniaugsdóttir, iR 9. Björg Kristjánsd. UMSK 3:13,6 mín. 10. Hafdís Ingimarsd. UMSK 11. Lára Halldórsdóttir, FH 12. Lagný Pétursdóttir, IR 13. Margrét Ivarsdóttir, HSK 14. Kristjana Aradóttir, FH Framhald á bls. 49. .Keppijii í karlaflokki að hef jast. Á myndinni má sjá talið frá vinstri: Gunnar Ó. Gunnarsson, UNÞ, Kristján Magruisson, Á, Emil Björnsson, KR, Jón Guðlaugsson, HSK (í hvítri treyju), en hann var elztl þátttakandinn í hlaupinii, Jóhann Garðarsson, Á (nr. 195), Jpn H. Sigurðsson, HSK (nr. 199), Gunnar P. Jóakimsson, ÍR (nr. 212), Ágúst Ásgeirsson, ÍR (nr. 210), Trausta Sveinbjörnsson, UMSK (nr. 218) og Gunnar Snorrason, UMSK. Stórsvigskeppni Reykjavíkur- mótsins á skíðum fór fram í Blá- fjöllum á sunntidaginn og gerð- ust þar þau undur og stórmerki að tveir fyrstu menn í b-flokki fengu betri tíma en sigurvegar- inn í a-flokki. Ágætt veður var framan af keppninni, en er leið á versnaði veðrið mikið, þess má geta að b-flokksmennirnir voru ræstir síðastir. Hákon Guð- mundsson var mótsstjóri, en Þor bergur Eysteinsson lagði braut- ina, sem var 800 metra löng, fall hæð var 230 metrar og hlið 25. Fóru þátttakendur, sem alls voru 34, tvær ferðir og fóru allir sömu hrautina. K vennaf lokkur: Áslaug Sigurðardóttir, Ármanni 133.6 Auður Harðardóttir, Ármanni, 145.0 Hrafnhildur Helgadóttir, Ármanni 145.5 A-flokkur karla: Arnór Guðbjartsson, Ármanni 118.2 Jóhann Vilbergsson, KR 122.8 Sigurður Guðmundsson, Ármanni 123.9 B-flokknr karla: Gpðjón Ingi Sverrisson, Ármanni 115.2 James Major, Ármanni 118.0 Gunnar Birgisson, ÍR 129.2 Beztu brautartíma í hverjum flokki fengu Áslaug Sigurðar- dóttir 66.5, Jóhann Vilbergsson 57.6 og b-flokksmaðurinn Guð- jón Ingi Sverrisson fékk tímann 57.1, en það var jafnframt bezti brautartíminn í mótinu. Gífurleg þátttaka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.