Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 6
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJ UDAGUR 27. MARZ 1973
Lokaspretturinn er nú hafinn
I ensku deildakeppninni og að-
eins þrjú lið koma til greina
sem sigurvegarar, Liverpool,
Arsenal og Leeds, en Ipswich,
sem lengi hefur fylgt fast á
eftir, er nú úr sögunni. Ef und-
anskildar eru fyrstu vikur
keppnistímabilsins þegar Ever-
ton hafði forystu í 1. deild, hafa
ofangreind fjögur lið leitt
keppnina og lengst af hefur
Liverpool trónað í efsta sætinu,
Arsenal í 2. sæti og Leeds i 3.
sæti og svo er enn.
Linumar á botni 1. deildar
hafa skýrzt nokkuð að undan-
fömu, en kul fallhættunnar
næðir einkum um W.B.A., Nor
wich, Crystal Palace og Stoke.
Tommy Docherty tekst að öllum
líkindum að bjarga Manch. Utd.
frá falli áður en yfir lýkur, en
iiðið er enn í bráðri fallhættu.
Leicester, Everton, Sheffield
Utd. og Birmingham unnu dýr-
mæta sinrra um helgina og geta
öll andað léttar að sinni.
Burnley og Q.P.R. auka stöð-
ugt forystu sína í 2. deild og
má telja vist, að þau leiki í 1.
deild á næsta keppnistimabili,
en hins vegar hefur mikið fjör
færzt í fallbaráttuna í 2. deild.
Brighton hiaut fimm stig í s.l.
viku, en er þó enn langneðst og
Mestar líkur eru nú á því, að
annað hvort Huddersfield eða
Swindon fylgi Brighton niður í
3. deild, en Cardiff ætti að
bjarga sér, því að liðið á marga
leiki til góða á heimavelli.
Bolton Wanderers hefur ör-
ugga forystu í 3. deild og endur
heimtir án efa sæti sitt í 2.
deild, en segja má, að níu lið
ö.mur hafi góða möuguleika á
því að slást í för með Bolton
og stendur Notts County nú
bezt að vígi.
Gömlu keppinautarnir, Rang
ers og Celtic, heyja einvígi um
skozka meistaratitilinn, og
kannski er nú röðin loks komin
að Rangers eftir sjö ára sam-
fellda sigurgöngu Celtie, en
Rangers varð síðast skozkur
meistari árið 1964. Hibernian,
sem fylgt hefur Rangers og
Celtic eins og skugginn, verður
nú að teljast úr leik.
Við skulum þá víkja nokkrum
orðum að leikjunum á laugar
daginn, en úrslit þeirra eru á
meðfylgjandi töflum.
Liverpool vann öruggan sigur
yfir Norwich i. Anfield Road og
þótti mikill munur á liðunum.
Kevin Keegan og Peter Corm-
ack voru driffjaðrirnar í liði
Liverpool, en Chris Lawler, Em
lyn Hughes og Brian Hall sáu
um mörkin. Duncan Forbes, fyr
leikum í viðureign sinni við
Keevin Keegan og neytti þar
allra bragða, enda hlaut hann
reisupassann fyrir vikið. Mark
Norwich skoraði Ian Mellor,
sem nýlega var keyptur frá
Manch. City.
Arsenal hefur unnið hvern
leikinn af öðrum að heiman að
undanförnu og liðið hélt sínu
striki á Maine Road í Manch-
ester. Allan fyrri hálfleikinn
sótti Manch. City mjög, en Ars-
enal gaf sig hvergi og beið
átekta. 1 byrjun síðari hálfleiks
sneri Arsenal svo vörn í sókn
og Charlie George skoraði, en
Tommy Booth jafnaði skömmu
siðar. En Arsenal gafst ekki
upp og skömmu fyrir leikslok
skoraði Ray Kennedy sigur-
markið. Leikskipulag það, sem
Arsenal beitir á útivelli, er fólg
ið í því, að gefa andstæðingun-
um eftir boltann, en gera síðan
hnitmiðuð skyndiáhlaup, og
þessi aðferð hefur fært liðinu
mörg dýrmæt stig. Og þá er
heppnin oft hliðholl liðinu og
þess má geta, að í þessum leik
misnotaði Mick' Doyle víta-
spyrnu fyrir Manch. City.
Leeds og Wolves skildu jöfn í
leik sínum á Elland Road og
skoraði hvorugt liðið mark.
Leeds sótti mjög mikinn hluta
leiksins, en tókst ekki að nýta
sóknarlotur sínar, enda var Al-
an Clarke fjarverandi, en hann
var í leikbanni s.l. viku ásamt
Trevor Cherry bakverði. Áreið-
anlega hafa framkvæmdastjórar
og leikmenn liðanna mælt hvor
aðra út í þessum leik, þvi að
Leeds og Úlfamir mætast í und
anúrslitum bikárkeppninnar eft
ir hálfan mánuð á Maine Road
í Manchester.
Ipswich hlaut óvæntan skell
á heimavelli fyrir Everton, sem
ekki hafði unnið sigur á úti-
velli síðan í október, og þar með
eru vonir Ipswich um sigur í 1.
deild úti. Joe Harper skoraði
eina mark leiksins.
Tottenham lenti í miklu basli
með Manch. Utd. á White Hart
Lane. George Graham skoraði
fyrir Manch. Utd. á 6. mín., eft-
ir að Brian Kidd hafði skallað
í stöng, og síðan reyndi Manch.
Utd að halda þessu forskoti með
iniðurdrepgandi varnarleik. En
Tottenham tókst að ná öðru stig
inu á 84. mín. og var Martin
Chivers þar að verki. Manch.
Utd. hlaut því dýrmætt og
óvænt stig í þessum leik, en
einnig verðskuldað baul frá
áhorfendum.
Crystal Palace tapaði fyrir
örlög liðsins virðast 1. DEILD ráðin irliði Norwich, átti í mestu erfið West Ham 2. DEILD á Selhurst Park
35 15 1 1 LIVERPOOL 7 7 4 64:36 52 35 10 6 2 BURNLEY 9 7 1 59:31 51
35 13 4 1 ARSENAL 8 4 5 50:32 50 34 12 4 1 Q.P.R. 6 8 3 66:35 48
32 13 4 1 LEEDS.UTD. 5 5 4 56:33 45 36 9 6 3 BLACKPOOL 6 4 8 48:43 40
34 9 5 4 IPSWICH 7 5 4 48:34 42 36 12 3 3 SHEFF. VED. 3 6 9 54:48 39
35 11 5 2 NEVCASTLB 4 5 8 54:42 40 34 9 5 4 ASTON VILLA 5 6 5 41:38 39
34 10 2 5 VOLVES 5 7 5 52:42 39 34 10 4 3 FULHAM 4 6 7 51:40 38
35 10 4 3 VBST HAM 4 5 9 56:45 37 35 12 1 4 OXFORD 4 5 9 45:35 38
33 8 3 5 TOTTENHAM 5 6 6 45:36 35 36 10 5 3 MIDDLE SBROUGH 3 7 8 35:38 38
35 12 2 3 DERBY COUNTY 2 5 11 43:51 35 33 5 8 5 LUTON TOVN 8 2 5 41:39 36
35 7 9 1 SOUTHAMPTOH 2 7 9 35:39 34 35 11 3 3 MILLWALL 3 4 11 50:42 35
33 8 5 4 COVENTRY 4 4 8 $5:37 33 35 5 7 4 BRISTOL CITY 7 4 8 47:45 35
33 6 6 4 CHELSEA 3 8 6 42:42 32 35 10 5 3 NOTT. FOREST 2 6 9 39:40 35
35 7 7 4 LEICESTER 2 6 9 37:42 31 33 8 6 3 HULL CITY 3 5 8 51:47 33
34i 9 4 3 MANCH. CITY 2 5 11 46:53 31 30 7 5 2 SUNDERLAND 4 4 8 43:37 31
33 7 3 7 EVEBTOH 4 5 7 32:34 30 35 5 6 7 PORTSMOUTH 5 4 8 38:47 30
35 8 4 6 SHEFP. UTD. 3 4 10 38:50 30 35 5 6 6 PRESTON 5 4 9 33:55 30
35 7 6 3 BIRMINGHAM 2 5 12 40:48 29 34 9 4 4 CARLISLE 1 5 11 43:41 29
34 7 6 4 MANCH. UTD. 1 5 11 35:55 27 34 8 5 4 ORIENT 1 6 10 38:42 29
34 6 7 2 STOXE CITY 2 2 15 46:49 25 36 6 8 4 SVINDON 2 5 11 42:5? 29
33 6 6 6 CRYSTAL PAL. 1 5 9 34:43 25 35 5 9 4 HUDDERSFIELD 1 6 10 32:47 27
34 5 9 4 NORWICH 3 0 13 29:52 25 33 10 1 5 CARDIFF 0 5 12 34:48 26
34 6 6 4 W.B.A. 1 2 14 29:51 23 35 5 6 6 BRIGHTON 1 4 13 38:73 22
• Sænska knattHpyrnulíAið <>r,-
l>ro grerði jafntefli, 3:3, við a-
þýzka landsliðið í vináttuleik,
sem fram fór i Fiirstenwalde í
Þýzkalandi um helsrina.
• í undankeppni heimsmeist-
arakeppninar f knattspyrnu siffr-
alfi Ástralía Indónesíu 2:1 og frak
sigrraði Nýja Sjáland 2:0.
• Sovétmaðurinn David Rigret
setti nýtt heimsmet f jafnhöttun
milliþunfravifftar á móti sem
fram fór í Tasjkent um helgina.
Hann lyfti 108.0 U.K. Sjálfur átti
hann eldra metið, sem var 167.5
kgr.
• f>rjár sovézkar stúlkur bættu
heimsmetið í 1500 metra skauta-
hlaupi kvenna á móti sem fram
fór í Moskvu um belgina. Step-
anskaja hljóp á 2:13.4 mín., Tat-
jana Sjelekova hljóp á 2:14.3 ok
Ttajana Averina á 2:15.5 mfn.
Gamla heimsmetið átti hollenzka
stúlkan Stien Baas-Kasiser og
var það 2:15.8 mín.
• Staða efstu liðanna í svissn-
esku 1. deildar keppninni í knatt-
spyrnu er nú þessi: Basel 24 stisr,
Grasshoppers 22, Winterthur 21,
Sion 20.
• Staða efstu liðanna í ftölsku
1. deildar keppninni f knattspyrnu
er þessi: Milan 34 stigr, Juventus
31, Eazio 31, Inter 27, Fioreniina
26, Torino 23.
• Staða efstu liðanna í holl-
enzku 1. deildar keppninni í knatt
spyrnu er þessi: Ajax 44, Feyen-
oord 40, Sparta 37, Twente 33, den
Haag 32.
• f júgóslavnesku 1. deildar
keppninni í knattspyrnu hafa eft-
irtalin lið forystuna: Rauða
stjarnan 29, Velez 29, OFK Bel-
STrad 26, Partizan 25, Sarajevo 24.
• Kftir 18 umferðir í hiik-
versku 1. deildar keppninni í
knattspyrnu höfðu eftirtalin lið
forystu þar: Oozna 29 sti?r, Fer-
ensaros 26, Vasa 25, Honved 22,
Raba Eto 21, Csepel 19.
• Eftirtalin lið skipa efstu sæt
in í belgísku 1. deildar keppn-
inni: FC Brygge 36, Standard 32,
Racingr White 31, Anderlecht 30,
Beerschot 28, Lierse 28.
félagið virðist enn haldið minni
máttarkennd fyrir Lundúnaðlið
um í 1. deild, því að það hefur
ekki unnið sigur á neinu þeirra
í 30 tilraunum. Palace sótti mjög
framan af leiknum, en Bobby
Ferguson í mark West Ham lét
sig hvergi og síðan náði West
Ham undirtökunum. Bryan
„Pop“ Robson, Trevor Brook-
ing og Ted McDougall skoruðú
fyrir West Ham, en Derek
Possee svaraði fyrir Palace.
Leicester bægði fallhættunni
frá með sigri yfir Stoke, sem enn
situr nálægt botni 1. deildar.
Peter Shilton sýndi frábæran
leik í marki Leicester, en á
sama tíma stóð Gordon Banks,
lærimeistari hans, í marki vara-
liðs Stoke og Banks sýndi þar
og sannaði, að hann er reiðubú-
inn til að taka á ný við stöðu
sinni í aðalliðinu. Heppnin var
ekki hliðholl Stoke í þessum
leik og jafnvel Geoff Hurst mis
notaði vítaspyrnu.
Birmingham hefur reynzt
harðskeytt á heimavelli og það
fékk Coventry að reyna á laug
ardaginn. Bob Hatton, Bob
Latchford og Gordon Taylor
sáu um mörkin fyrir Birming-
ham.
Það er nú í hámæli, að Mal-
colm Allison muni senn yfir-
gefa framkvæmdastjórastólinn
hjá Manch. City og sennilega
muni enski landsliðsmaður-
inn einnig hverfa á brott.
Malcolm Allison var um árabil
helzti aðstoðarmaður Joe Merc-
er hjá Manch. City og aðalþjálf
ari liðsins, en í fyrra þótti hon-
um tími kominn til, að hann
fengi sjálfur að njóta heiðurs-
ins af verkum sínum. Joe Merc-
er hvarf þá til Coventry, en
Allison settist í stól hans hjá
Manch. City. En ekki var sopið
kálið, þótt Allison hefði það í
ausu sinni, því árangurinn lét
á sér standa, og Allison hefur
átt í ýmsum erfiðleikum með lið
sitt og stjórn Manch. City. Alli-
son keypti Rodney Marsh frá
Q.P.R. fyrir 200 þúsund pund um
miðjan marz í fyrra, þegar
Manch. City hafði fimm stiga
forskot í 1. deild, en liðið glat-
aði því síðan og hafnaði í 4. sæti
að lokum og Rodney Marsh átti
erfitt uppdráttar hjá City fyrir
vikið. Nú er það talið víst, að
Rodney Marsh vilji komast aft-
ur til London á ný og Totten-
ham er reiðubúið til að greiða
tilskilda fjárhæð. Þá er einnig
talið, að Crystal Palace muni
bjóða Malcolm Allison stöðu
framkvæmdastjóra ef hann
flosnar upp hjá Manch. City.
Tveir leikir í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar fara
fram í Bretlandi á miðvikudag,
Wales gegn Póllandi og Norður-
Irland gegn Portúgal og fer sá
fyrri að sjálfsögðu fram í Wal-
es, en sá síðari fer fram í
Coventry vegna ástandsins á
Norður-írlandi. Þá mun úrvals-
lið ensku deildakeppninnar
leika gegn skozku deildinni og
deildakeppnin er einnig á dag-
skrá, svo sem leikir hjá Arsenal
og Leeds.
R.L.
ÖRSLIT LEIKJA 24. MARZ
1. DEILD
BIRMINGHAM - C0V.ENTRY 3:0
CRYSTAL PAL. - ¥EST HAM 1:3
IPSWICH - EVERTON 0.: 1
LEEDS tJTD. - WOLVES 0:0
LEICESTER - ST0KE CITY 2:0
LIVEIP00L - N0RWICH 3:1
MANCH. CITY - ARSENAL 1:2
NEWCASTLE - CHELSEA 1:1
SHEFF. UTD. - DERBY C0UNTY 3:1
T0TTENHAM — MANCH. UTD. 1:1
W.B.A. - S0UTHAMPT0N 1'.1
2. DEILD
BRIGHT0N - SWINDON 3:1
BURNLEY - MILLWALL 2:1
FULHAM - SUNDERLAND 1:2
LUT0N - BRIST0L CITY 1:3
MIDDLESBR0 - AST0N VILLA 1:1
N0TT. F0REST - SHEFF. WED. 3:0
0RIENT - HUDDERSFIELD 3:1
0XF0RD UTD. - HULL CITY 5:2
P0RTSM0UTH - CARLISLE 0:0
PREST0N - CARDIFF 0:0
Q.P.R. - BLACKP00L 4:0
3. DEILD
BOURNEMOUTH - GRIMSBY 1:1
BRIST0L R0VERS - WATF0RD 2:1
CHARLT0N - BLACKBURN R0V. 1:2
CHESTERFIELD - SHREWSBURY 2:0
HALIFAX - PLYMOUTH ARG. 2:1
P0RT VALE - N0TTS C0UNTY 1:1
R0CHDALE - BRENTFORD 0:1
SCUNTHÖRPE - ROTHERHAM 2:1
SOUTHEND UTD. — BOLTON 1:1
SWANSEA - OLDHAM ATL. 0:0
WALSALL - YORK CITY 0:0
WREXHAM - TRANMERE 0:0
SKOTLAND
ARBROATH - AIRDRIB 2:1
DUNDEE UTD. - EAST FIFE 1:1
FALKIRK - AYR UTD. 1:2
HEARTS - CELTIC 0:2
KILMARNOCK - ABERDEEN 0:2
MORTON - DUMBARTON 1:1
MOTHERWELL - FARTICK TH. 0:0
RANGERS - HIBERNIAN 1:0
ST. JOHNSTONE - DUNDEE 4:1
3. DEILD
BOLTON 37 20 9 8 57:32 49
NOTTS COUNTY 39 19 8 12 51:43 46
BOURNEMOUTH 39 15 14 10 60:38 44
BRISTOL ROV. 40 16 12 12 65:49 44
OLDHAM 38 16 12 10 62:47 44
BLACKBURN 38 17 10 11 46:39 44
GRIMSBY 39 18 7 14 60:48 43
PORT VALE 37 17 9 11 43:52 43
TRANMERE 39 14 14 11 50:39 42
CHARLTON 39 16 8 15 60:53 40
- - - —
8K0TLAND
RANGERS 29 22 3 4 65:26 47
CELTIG 28 20 5 3 72:27 45
HIBERNIAN 28 19 4 5 72:26 42
DUNDEE 29 14 7 8 57:36 35
DUNDEE UTD. 29 16 3 10 51:43 35
ABERDEEN 28 13 8 7 50:29 34
AYR UTD. 29 14 6 9 43:46 34
HEARTS 29 12 5 12 36:41 29
Spennan eykst
hjá stúlkunum
VEBA niá að kvennahandknattleikiirinn sé lakari nú en oft áður,
en því verður þó ekki neitað að Islandsmót það sem nú stendur
yfir, er eitt það alskemmtilegasta og jafnasta sem um getur. Þegar
eftir eru tvær umferðir eiga enn þrjú lið fræðilega mögnleika á
sigri í mótinu, Valur, Fram og Víkingur og fjögur lið geta enn
fallið niður í aðra deild, KB, Breiðablik, Ármann og Víkingnr. Um
síðustn helgi fóru fram þrír leikir i deildinni og þá gerist það að
Valur var heppinn að ná stigi á móti Víkingi, Fram tapaði fyr-
ir Breiðablik og ItB sigraði Ármann. ÖII koma þessi úrslit á óvart.
Valur, Fram og Ármann litu nmn sigurstranglegar út fyrir leikina,
en það getur allt gerzt í kvennahandknattleiknum, sem í öðrum
greinum íþrótta og enginn sigur unninn fyrr en í leikslok.
Staðan í 1. deild kvenna:
Fram 8 5 1 2 102 : 84 11
Valur 8 5 1 2 102: 83 11
■Víkinigur 8 3 2 3 63 : 67 8
Ármamn
Breiðablik
KR
8 3 1 4 96 : 94 7
9234 96:110 7
9 2 2 5 103:124 6