Morgunblaðið - 28.04.1973, Page 12

Morgunblaðið - 28.04.1973, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRlL 1973 Gunnar J. Friöriksson: Iðnaðurinn og EFTA Loforð og efndir Á ÁRSÞINGI iðnrekenda, sem sett var í fyrradag, flutti Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags ísl. iðnrek- enda, ræðu. þar sem hann fjallaði m.a. um aðild íslands að EFTA, þau loforð sem iðn- aðinum hefðu verið gefin vegna EFTA-aðildar og hvernig þau loforð hefðu ver- ið efnd af fyrrverandi ríkis- stjórn og núverandi ríkis- stjórn. Hér fer á eftir sá kafli úr ræðu Gunnars Friðriks- sonar, sem fjallaði um þetta efni: I marzmánuði gerðist Island aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu EFTA. Megin röksemd- Ir þess voru, að með þvi feng- ist greiður aðgangur að toll- frjálsum mörkuðum helztu ná- grannalanda vorra, og þannig væri tryggður vöxtur iðnaðar og nauðsynlegur hagvöxtur á Is- landi. Islenzkir iðnrekendur féll ust á þessi rök i trausti þess, að iðnaðinum yrði gert kleift að nota þann aðlögunartíma, sem honum var ætlaður, til þess að styrkja aðstöðu sína svo að hún yrði á engan hátt lakari en að- staða iðnaðar samkeppnislanda okkar innan EFTA. Samkvæmt samningi íslands og EFTA skyldu bandalagslöndin þá þeg- ar veita tollfrjálsan innflutning á iðnaðarvörum frá íslandi en iðnaðarvörur frá bandalags- löndunum til íslands skyldu verða toíllfrjálsar á 10 ár- um. Skyldu tollar þegar lækka um 30%, en síðan skyldi verða hlé á tollalækkunum í 4 ár en úr þvl skyldu þeir lækka um 10% á ári þar til allir tollar á inn- flutfcum iðnaðarvörum væru burtu fallnir árið 1980. Áður en frá samningi þessum var gengið höfðu átt sér stað ýtarlegar viðræður milli iðnrek enda og iðnaðarráðherra og að nokkru viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra um aðgerðir til að gera iðnaðinum kleift að búa sig undir samkeppni við toll- frjálsan innfiutning og einnig hvernig iðnaðurinn gæti hagnýtt sér hina tollfrjálsu markaði EFTA-landanna. Hinn 22. okt. 1969 lagði stjórn Félags ísl. iðn- rekenda fyrir iðnaðarráðherra tillögur í 35 liðum um aðgerð- ir sem hún taldi nauðsynlegar til eflingar iðnþróun á Islandi með hliðsjón af hugsanlegri að- ild Islands að Fríverzlunarsam- tökum Evrópu. Þessar tillögur eða ábending- ár fjölluðu um skattamál, tolla- mál, fjármál, tæknimál og ýmis önnur atriði. Niðurstöður af við ræðum, sem frám fóru á undan og eftir að bréfið var sent töldu iðnrekendur jákvæðar og stað- festi iðnaðarráðherra niðurstöð- urnar með bréfum dagsettum 3. og 21. nóvember 1969. Ég ætla nú að reifa nokkuð hvern þessara málafiokka og hvernig máiin standa í dag, þeg ar á 4. ár er liðið af aðlögunar timanum. Svo er þó málum hátt- að að ég verð að byrja á máli, sem alls ekki bar á góma, þeg- ar viðræður milli iðnrekenda og ráðherranna stóðu yfir, en það eru verðlagsmálin. VERÐLAGNINGARFRELSI I 8 MÁNUBI Það er óþarfi að fjölyrða um það, að við íslendingar höfum búið við meira eða minna strangar verðlagshömlur allt frá stríðsárum. í marz 1968 var gerð samþykkt í verðlagsnefnd, þar sem iðnaður, sem talið var að byggi við íuHa samkeppni er lendis frá, var leystur undan verðlagshömlum að öðru leyti en því, að honum bar að senda verð lagsstjóra verðskrá áður en nýtt verð tæki gildi. Verðlagsnefnd var heimilt að endurskoða þess ar reglur ef i ljós kæmi að þær væru misnotaðar en til þess kom aldrei. Málin stóðu því þannig, þegar umræður um inngöngu í EFTA stóðu, að sá iðnaður, sem mundi verða fyrir hvað harðastri samkeppni við inngöngu i EFTA, bjó við veru- legt frelsi í verðlagsmálum og var að sjálfsögðu gengið út frá því, að annar iðnaður, sem l'íkt yrði ástatt um myndi njóta sama frelsis. Var þetta af hálfu iðn- rekenda talið svo sjálfsagt, að ekki var á það minnst, enda til lítils að tala um aðlögunartíma með minnkandi tollvemd, ef iðn aðinum væri meinað, með verð- lagshömlum, að hagnýta aðlög- unartimann. Var af hálfu iðn- rekenda lögð á það megin áherzla, að iðnrekendur fengju þegar við upphaf aðlögunartim- ans, sem jafnasta samkeppnisað- stöðu við sína erlendu keppi- nauta. Með verðstöðvunarlögun um 1970 féll þessi sam- þykfct verðlagsnefndar úr gildi og hefur allur iðnaður síð- an búið við verðstöðvanir eða strangar verðlagshömlur, þar sem efckert tillit er tekið til þess, að þessi timi er einmitt þýðingarmesti hluti aðlögunar- iíímans. Frá upphafi var litið svo á, að fyrstu 4 ár aðlögunartimans væri sá tími, sem mest riði á, að íslenzk iðnfyrirtæki notfærðu sér vel til uppbyggingar, og til þess að ná upp þvi, sem þau stæðu að baki iðnfyrirtækjum í Evrópu hvað þróun snertir, meðal annars vegna hafta og verðskömmtunartímabilsins. Á þessum árum skyldi þvi ekki verða frekari lækkun tolla á inn fluttum iðnaðarvörum. Nú eru þessi fyrstu 4 ár senn liðin og af þeim tíma hefur iðnaðurinn aðeins notið einhvers frelsis til verðlagningar í 8 mánuði. Rétt er að benda á, að mestan hluta þessa tímabils og alveg sérstak- lega árið 1972 voru mjög almenn- ar hækkanir á innfluttum hrá- efnum og öðrum rekstrarvörum auk vinnutímastyttingar og kaupgjaldshækkana. Hefur þetta valdið iðnaðinum sér- stökum erfiðleikum. Nú kann einhver að benda á, að samið hafi verið um 10 ára aðlögunartímabil og sé þess vegna ennþá nógur timi fyrir iðn aðinn að búa sig undir hina toll frjálsu samkeppni. I reyndinni er þessu ekki þannig farið. Ég tel að, í flestum tilfellum, séu ekki nema 3 ár eftir af raun- verulegum aðlögunartíma. Að þeim tima liðnum verða innflutn ingstollar á iðnaðarvörum orðn- ir mjög lágir. Þeir erlend- ir keppinautar okkar, sem á ann að borð hafa hug á að hasla sér völl á íslenzkum markaði, munu því ekki telja það frágangssök að taka á sig þá innflutnings- fcolla, sem þá eru eftir þann stutta tíma sem eftir er þar til þeir falla alveg burtu. Þessa skoðun mína byggi ég á stað- reyndum úr inn- og útflutnings- verzlun. Sú staðreynd blasir því við, að með framkvæmd verð- lagshafta gagnvart iðnaðin- um eins og átt hefur sér stað eru að verulegu leyti ónýtt ar aðrar jákvæðar aðgerðir, sem þegar eru komnar til fram- kvæmda eða lofað hefur verið. Hér er framtíð heillar atvinnu- greinar i veði og verður að bregða skjótt við ef ekki á illa að fara. ENDIJR.SKOÐUN SKATTLAGNINGAR Eitt af þvi sem iðnaðinum var heitið við inngöngu í EFTA var að hann þyrfti ekki að búa við lakari aðstæður hvað skattlagn ingu snertir en erlendir keppi- nautar hans. Voru þessi fyrir- heit efnd þegar sett voru ný skattalög í júní 1971. Iðnrekend ur töldu þau mjög til bóta og að þau mundu stuðla að traust- ari uppbyggingu atvinnufyrir- litió fram í tímann. Búift i haginn fyrír ykkur eða ættingja ykkar og vini. Hækkandi meöalaldur eykur enn meir á þegar brýna þörf fyrír fleiri ellivistarpláss. Styðjið okkur við að byggja nýtt dvalarheimili, í mörgum deildum, til að sjá fyrir hinum ýmsu þörfum aldraða fólksins. Jafnframt er miði möguleiki til happs og kannske stór-happs. tækja. Ári síðar voní þessi lög numin úr gildi og i staðinn sett lög sem fólu í sér, að tekið var aftur mest af því, sem áunnizt hafði. Þar eð þau lög voru látin gilda aftur fyrir sig, fékk at- vinnureksturinn aldrei að njóta hinna hagstæðari skattalaga. Með hinum síðustu skattalögum var algjörlega brugðizt fyrir- heitinu um jafna aðstöðu ís- lenzkra iðnfyrirtækja við er- lenda keppinauta Sina. Þá hafa verðlagshömlur og verðbólga lagzt á sveif með skattalögun- um til þess að gera fyrirtækin ósjálfstæðari og háðari lána stofnunum. Skortur á lánsfé lam ar alla framþróun. Nú er því brýn nauðsyn, að skatt- lagning iðnaðarins verði tekin til endurskoðunar og að hann fái að búa við kjör, sem gera honum kleift að byggja upp fyr irtækin að eðlilegu hlutfalli eig- in fjármagns. SÖLUSKATTtTR AI VÉLUM Einn er sá skattur, sem við iðnrekendur gerðum kröfu um við inngönguna í EFTA að yrði afnuminn í samræmi við það sem tíðkast meðal samkeppnisþjóða ofckar, og það var söiuskattur af vélum. Við inngöngu í EFTA voru toUar af vélum lækkaðir verulega eða niður í 7% en sölu- skattur var látinn haida sér og reyndar hækkaður. Þetta þýðir, að í reynd er yfir 20% tollur á vélum til iðnaðar, sem er skatt- ur, sem íslenzk iðnfyrir- tæki verða að bera, umfram hina erlendu keppinauta sina. VIRÐISAUKASKATTUR? Flest öll nágrannalönd okkar hafa tekið upp svonefndan virð- isaukaskatt. Framkvæmd hans er þannig, að hann er lagður á nær aUar vörur og þjónustu en þegar fyrirtæki gerir upp sinn virðisaukaskatt fær það frá dreginn allan þann viðisauka- skatt sem það hefur greitt öðr- um. Fyrir iðnfyrirtæki þýð- ir það, að virðisaukaskattur, sem greiddur hefur verið af fjárfest- ingarvörum eða öðrum aðföng- um, hvort heldur það eru hrá- efni eða rekstrarvörur, er dreg- inn frá, þegar iðnfyrirtælk- ið skilar rikissjóði þeim virðis- aukaskatti sem það á að greiða. Þá er útflutningur alls staðar Loittjnkkoi Eigum á lager loft- tjakka með tilheyrandi stjómlokum, sérlega hentuga til fjarstýringa á kúpr’ingum, lokun og opnun vörubílspalla og ýmsan stjórnbúnað fisk- vinnsluvéla og annarra tækja í fiskiðnaði. Vestur-þýzk gæðavara. Mjög hagstætt verð. VÉLAR OG SPIL SF. Öldugötu 15 Reykjavík Sími 26755.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.