Morgunblaðið - 28.04.1973, Side 16
16
MORÖUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1973
Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk.
Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjórl Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80.
Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
¥ gær var tekin ákvörðun
* um að hækka stofngengi
íslenzku krónunnar um sex
af hundraði. í desember sl.
tók ríkisstjómin ákvörðun
um að lækka gengi krónunn-
ar um 10,7 af hundraði. Um
miðjan febrúar sl. var gengi
krónunnar enn fellt um 10 af
hundraði vegna gengisfalls
Bandaríkj adollars.
Nú gerist það hins vegar,
aðeins nokkrum dögum eftir
áð ríkisstjómin sendir Al-
þingi heim, að tekin er
ákvörðun um gengishækkun.
Sú spurning hlýtur óhjá-
kvæmilega að vakna, hvaða
aéórfelldu breytingar hafa
átt sér stað á þessum skamma
tíma, sem liðinn er frá síð-
ustu gengisfellingu. Fyrir
rúmum tveimur mánuðum
var ríkisstjómin gagnrýnd
fyrir að fella í annað skipti
gengi krónunnar til jafns við
Bandaríkjadollar, enda hef-
ur gjaldeyrisöflunin að
nokkru leýti vérið í öðrum
gjaldmiðli.
í áætlunum þeim, sem rík-
isstjómin studdist við, var
þó reiknað með metveiði á
loðnuvertíðinni og hækkandi
útflutningsverðlagi. Engu að
síður var gengið fellt til
jafns við dollarann og nú,
rúmum tveimur mánuðum
síðar, er gengið hækkað með
þeim rökstuðningi, að út-
flutningsverðlagið hafi hækk
að að meðaltali um 10 af
hundraði frá því að fiskverð
var ákveðið við upphaf vetr-
arvertíðar.
Þessi síðasta ákvörðun rík-
isstjórnarinnar sýnir því
einkar vel þá ringulreið, sem
nú ríkir við stjórn efnahags-
málanna. Ríkisstjórninni hef-
ur ekki enn tekizt að ná tök-
um á efnahags- og verðlags-
málunum. Hver bráðabirgða-
ráðstöfunin er gerð á fætur
annarri, án þess að nokkur
árangur náist. Þvert á móti
virðist sá vandi, sem við er
að glíma í þessum efnum,
stöðugt fara vaxandi.
Ljóst er, að hér er um til-
raun að ræða, sem miðar að
því að hægja á verðbólgu-
skrúfunni, sem snúizt hefur
með meiri hraða að undan-
förnu en fyrr. Eins og nú
standa sakir er vitaskuld
ógerning r að segia til um,
hvort þessi tilraun tekst eða
að hve mik - leyti. En víst
er, að gengishækkunin mur
hafa mjög iítil áhrif til lækk
unar á kaupgjaldsvísitöluna,
eða aðeins um 2VÉ stig. Tii
samanburðar má geta þess, að
gert er ráð fyrir, að kaup-
gjaldsvísitalan muni hækka
um a.m.k. 16 til 17% fyrstu
sex mánuði þessa árs.
Þegar gengishækkunin var
tilkynnt í gærdag sagði Jó-
hannes Nordal, bankastjóri
Seðlabankans, að hér vær:
ekki um að ræða neina end-
aíilega lausn á efnahagsvand-
anum, þó að hún væri tií bóta
á því ástandi, sem verið
hefði. Ekki er því ólíklegt,
að búast megi við enn frekari
bráðabirgðaráðstöfunum á
næstunni.
Samhliða gengishækkun-
inni hefur verið ákveðin 2 tii
3% hækkun sparifjárvaxta
og 2% hækkun útlánsvaxta.
Útlánsvextir verða því allt
að 12%. Þessi ákvörðun er að
ýmsu leyti eftirtektarverð
með hliðsjón af því, að nú-
verandi stjórnarflokkar börð-
ust mjög harkalega gegn
svipaðri vaxtahæð á fyrstu
árum viðreisnarstjórnarinn-
ar, Þetta varpar því enn skýr-
ara Ijósi á þá staðreynd, að
ríkisstjórnin og stjórnar-
flokkarnir eru stefnulausir
og reikandi varðandi flest
aðsteðjandi vandamál.
Jóhann Hafstein, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir í
viðtali við Morgunblaðið í
dag: „Ráðstafanir þær í pen-
ingamálum, sem nú eru gerð-
ar, fela í sér tilraun tií þess
að lagfæra lítillega það, sem
úrskeiðis hefur farið að und-
anförnu. Við sjálfstæðismenn
gagnrýndum, að króhan hef-
ur tvisvar verið felld í fullu
samræmi við gengisfellingu
dollaranis. Gjaldeyrisöflunin
hefur ekki verið nema 6% í
dollurum, en 40% í öðrum
gjaldeyri ög innfluttar vörur
allt að 75% í öðrum gjaldeyri
keyptar en dollurum. Sér-
staklega hefði átt að gæta
þessa við gengisfellinguna
15. febrúar sl., þegar vöru-
verð í innflutningi fór hækk-
andi.“
Þá segir Jóhann Hafstein
í þessu viðtali: „Ekki er hægt
að þakka ríkisstjórninni, þótt
aflabrögð, sérstaklega á
loðnu, hafi verið með ágæt-
um. Heldur ekki hitt, að verð-
lag útflutningsafurða sjávar-
útvegsins hafi hækkað gífur-
lega á erlendum mörkuðum."
Sérstaklega er athyglis-
vert, að þessar ráðstafanir
eru gerðar fáeinum dögum
eftir að Alþingi er sent heim.
Þegar á það er litið, hversu
mikið kapp ríkisstjórnin lagði
á að ljúka störfum Alþingis
fyrir páska, hljóta að vakna
grunsemdir um, að hún hafi
viljað losna við þingið til
þess að hafa frjálsari hendur
til ýmiss konar aðgerða í
efnahagsmálunum en hún
ella hefði haft vegna innfi
sundrungar. Eða ætlast ríkis-
stjórnin til, að menn trúi þvi,
að gengishækkunin og vaxta-
hækkunin sé hugdetta, sem
ráðherrarnir hafa fengið jrfir
páskana?
HUGDETTA UM PASKANA?
Ingólfur Jónsson:
Sinnuleysi í landhelgismálinu
leiðir til vansæmdar og tjóns
Landhelgisdeilan er að
harðna og veldur það mörg-
um ahyggjum. t>að verður að
teljast heppni, að ekki hef-
ur orðið slys á mönn-
um í átökum milli varðskips-
manna og lögbrjótanna. Land-
helgisgæzlan er að mörgu
leyti vanbúin til þess að
verja landhelgina gegn þeim
yfirgangi, sem nú fer fram á
miðunum. Þegar landhelgin
var færð út bar brýna nauð-
syn til þess að efla gæzluna,
auka varðskipaflotann og
búa hann nauðsynlegum
tækjum. Rikisstjórnin hefur
ekki haft nægilegan skilning
á málinu.
Sjálfstæðismenn hafa flutt
frv. og tillögur á Alþingi um
eflingu landhelgisgæzlunnar.
En ríkisstjórnin hefur ekki
sinnt því, eins og skylt var
að gera. Varðskípsmenn hafa
gert það, sem í þeirra valdi
stendur, miðað við aðstæður.
Það má vissulega teljast vel
af sér vikið, þegar skipshöfn
in á Árvakri hrellir lögbrjót-
ana með því að klippa á báða
togvírana, Árvakur uppfyll-
ir ekki þær kröfur, sem gerð-
ar eru til varðskipa. Gang-
hraði Árvakurs mun ekki
vera meiri en á togurunum,
og engin fallbyssa er á skip-
inu. Lögbrjótamir gerðu sér
fulla grein fyrir útbúnaði
Árvakurs og ganghraða og
gerðu ítrekaðar tilraunir til
þess að sigla á skipið, með
það í huga að sökkva þvi.
Þannig má ekki búa að
gæzlumönnunum og setja þá
í augljósa ættu við skyldu-
störfin. Hinum varðskipunum
hefur oftast tekizt að forð-
ast ásiglingu lögbrjótanna,
vegna þess að þau eru vopn-
uð og haía mikinn gang
hraða. Landhelgisgæzlan hef
ur klippt á togvlrana á mörg
um togurum, siðan landhelg-
in var færð út 1. september
1972. En útgerðarfélögin fá
skaðann bættan af opinberu
fé, og hafa þvi engar
áhyggjur af fjárhagslegu
tjóni. Togaramir hafa með
sér veiðarfæri til vara
og geta því haldið veiðum
áfram eftir stuttan tíma. Eigi
að síður ber að halda klipp-
ingum á togvíra áfram, þótt
áhrifin af þvi séu minni en
margir hafa haldið. Marg
ir gera og kröfur til þess, að
landhelgisbrjótamir verði
færðir til hafnar og lög lát-
in yfir þá ganga. Þetta eru
eðlileg viðhorf, þegar málið
er skoðað frá einni hlið. En
spumingin er aðeins sú,
hvort krafan getur tal-
izt raunhæf, þegar aðbúnað-
ur og aðstæður varð-
skipsmanna eru hafðar 1
huga.
Þegar margir togarar eru
saman í þeim tilgangi að
verja hver annan er erfið-
ara en margur hyggur að
taka togara og færa hann til
hafnar. Til þess að það mætti
takast yrði að beita meiri
hörku, en hingað til hefur
verið leyft að hafa 1 frammi.
Þá væri ekki um annað að
ræða en að skjóta föst-
um skotum og reka í burtu
þá togara, sem reyndu að verja
lögbrjótana. Ennfremur væri
óhjákvæmilegt að fjölga
mönnum á hverju varðskipi
verulega, þvi búast mætti við
átökum milli togaraskipshafn
ar og varðskipsmanna við
töku togarans.
Þessi atriði þarf að hug-
leiða og yfirvega vei, áður
en svo örlagarík ákvörðun
væri fcekin, að beita fyllstu
hörku hlífðarlaust.
Islendingum gremst, hvem
ig sjómenn frá voldug-
um grannþjóðum haga sér á
heimamiðum Islands. Athuga
ber í alvöru, hvað unnt er að
gera til þess . að út-
færsla landhelginnar sé ann-
að og meira en aðeins að nafn
inu til.
Ríkisstjómin er tómlát og
aðgerðalitil. Laragt er síðan
bent var á nauðsyn þess að
þjálfa aukaáhafnir á varð-
skipin, til þess að skip-
in þyrftu ekki að vera 1 höfn,
þótt skipsmennimir fái eðli-
leg frí. En það hefur ekki
enn verið gert, eins og brýn
þörf er á.
Bréf frá 18 togaraskipstjór
um um ástandið á fiskimið-
unum hefur vakið mikla at-
hygli. Þá vekur það einn-
ig afhygli, hvernig æstustu
stuðningsmenn ríkisstjómar-
innar skrifa um ástandið á
miðunum og aðgerðir ríkis-
stjómarinnar í landhelgis-
málinu. Nýlega birtist grein
i Þjóðviljanum, þar sem full-
yrt var, að útfærsla land-
helginnar væri enn sem kom-
ið væri, aðeins brezkum og v-
þýzkum togurum í hag.
Ingólfur Jónsson.
Sinnuleysi eða aðgerða-
leysi má ekki vera lengur
ráðandi í landhelgismál-
inu. Málið verður að taka föst
um og skynsamlegum tök-
um. Reyna verður á það,
hvort unnt er að ná bráða-
birgðasamkomulagi, sem Is-
lendingar þurfa ekki að bera
kinnroða fyrir við Breta og
V-Þjóðverja. Ef bráðabirgða-
samkomulag yrði gert við
Breta og V-Þjóðverja yrðu
þeir að falla frá málarekstri
fyrir Alþjóðadómstólnum. En
verði ekkert samkomulag
gert, ber ríkisstjórninni að
hafa samráð við landhelgis-
nefnd og Alþingi, m.a. um
sókn og vörn fyrir Alþjóða-
dómstólnum um efnisatriði
fiskveiðideilunnar.
Á það hefu-r verið bent, að
með því að hafa málsYÖm í
Haag, megi draga dómsupp-
kvaðningu fram yfir Hafrétt-
arráðstefnuna. Með þvi væri
málstaður íslands vel tryggð
ur. Um leið og Islendingar
ákveða, að senda málflytj-
anda til Haag, ber að krefj-
ast þess, að Bretar og V-
Þjóðverjar virði 50 milna lín
una, meðan máiið er fyrir
Alþjóðadómstólnum. Oft hef-
ur verið vitnað til þjóðarein-
ingar í landhelgismálinu.
Vissulega er nauðsynlegt, að
þjóðin standi samhuga í svo
mikilsverðu máli. En eining-
in getur ekki til lengdar
byggzt eingöngu á þegnskap
stjórnarandstöðunnar, hvern
ig sem ríkisstjórnin stendur
að málinu. Þá kröfu verður
að gera til valdhafanna, að
Landhelgisgæzlan verði efid
eftir því sem nauðsyn-
legt þykir. Einnig ber rikis-
stjórninni skylda til, að hafa
náið samráð um, hvernig
bregðast eigi við og hvað
gera skuli, til þess að fá
skjóta og heppilega iausn í
málinu.
Ætlast verður til, að sam-
komulag megi verða um að
senda málsvara til Haag, ef
bráðabirgðasamkomulag við
Breta og V-Þjóðverja fæst
ekki innan skamms. Þjóðar-
eining þarf að verða um, að
halda uppi sókin og vörn íyr-
ir Alþjóðadómstólnum og
fylgja fast eftir kröfunni um,
að Bretar og V-Þjóðverjar
haldi sig utan 50 milna lin-
unnar, meðan málið er fyrir
dómstólnum, eins og sam-
komulagið frá 1961 gerir ráð
fyrir. Ef Bretar og V-Þjóð-
verjar brytu samkomulag-
ið frá 1961 og héidu áfram
tilraunum til veiða innan 50
míina linunnar, meðan mál-
ið væri fyrir Haag, fengju
þeir andúð flestra, einnig
þeirra, sem fram að þessu
hafa talað þeirra máii. fslend
ingar standa þá enn betur að
Vígi til sóknar og varnar, til
þess að vinna málið með
fuilri sæmd.