Morgunblaðið - 28.04.1973, Page 17

Morgunblaðið - 28.04.1973, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1973 X7 Geir Hallgrimsson; RÉTTLÆTIS MÁL VIÐ MEÐ RÖKUM VINNUM OG FESTU TILGANGUR okkar með útfærslu fiskveiðilögsögunn- ar er annars vegar að vernda fiskstofnana og hins vegar að tryggja íslendingum stærri hluta fiskaflans, sem upp úr sjó kemur. Undir for- ystu núverandi ríkisstjórn- ar og Lúðvíks Jósepssonar, sjávarútvegsráðherra, hefur hvort tveggja þetta gersam- lega mistekizt hingað til. Sjávarútvegisráðherra gafst upp á því á þinigi í vetur að fá samþykkt sérstök lög um nýt- ingu hiinnar nýju fiskveiðilög- sögu, er trygigja átti friðwn fisk- stofnanna. Svo illa var það mái uindirbúið af hans hálfu, að tvö ár frá valdatöku núverandi stjómar hafa ekki nægt til þess að marka raumhæfa og fram- kvæmanlega stefnu í friðunar- málum ininan 50 málnia fiskveiði- log.sög'U, þótt þingnefnd hafi að síaiu leyti unnið ötullega að lausn málsins í vetur. En vita- skuld skiptir höfuðmájd til þess að vinna málstað okkar fylgi, er- lendis, að vemdunarsjómarmið ið sé af okkar hálfu meira en nafnið tómt. HÖFUM VI» TRYGGT OKKUR AUKNA HLUTDEILD? En höfum við þá tryggt okkur aukinn hiut í fiskafla af fslands- miiðuim eftir útfærsluna? 1 for- siðufragn í Þjóðviljanum fimmtudiaginn 26. apríl 1973, er vitnað i tölur Breba, sem segja, að afli Breta fyrstu 6 mámuði eftir útfærsluna sé 9—10% minni en hann var á sama tíma>- b’ili ári fyrr. Þetta telur f>jóð- viljinn bersýnilega viðuinandi ár- anigur, hælist um vegna þessa og telur m.a„ að þessar tölur bendi tffl þess, að tilgangi út- færslunnar sé náð. Hér er þó að ems hálfsögð sagan og ekki einu sinni það. Heildar bolfiskafli okkar var á sama tíma, amnars vegar frá 1. sept. 1971 til 1. marz 1972, 120.881 tocnn og hiins veigar frá 1. sept. 1972 til 1. marz 1973 107.219 tonn. Minmkum okkar eigin afla- magns er þvi rúmlega 13.500 tonn eða 11%, þagar aflamimnk- un Breta er 9—10%. Hlutdeild Breta miðað við okkar hlutdeild hefur þess vegna fremur aukizt en mlnnkað eftir útíærsluna. Til gangi útfærsdunniar er að þessu leyti gagnvart Bretum engan veginn náð. Ef litið er einigötmgu á afla íslenzku togaranma á sama tima og reiknað mieð sama togaraafla í janúar og febrúar bæði árin þrátt fyrir togara- verkfallið i ár, þá hefur okkar afli miinmkað um 30%, en togara afllnn er auðvi'tað sambærilegur v*:ð afla Breta, sem hér taka sirnn fisk á togurum. Geir Hallgrímsson. X umræddri forsíðugrein Þjóð- viljans er fundið að fyrri umimæl um mínum varðandi afila Breta. Ég vil í því sambandi gjatrmam taka upp það sem ég sagði um þetta í eldhúsda,gsumræðunum á þinigi hinn 12. apríl sl., en það var á þessa teið: „Við eigum t.d. að geta borið saman bækur okkar, hvaða álykt anir beri að draga af aflaskýrsl um Breta eftir útfærsluna. Þær sýna, að afli Breta á Islandsmið- um sl. ár hefur miimmkað um 10% frá árinu áður, en síðustu 4 mán uðina eða eftir útfærsluna aðeina um 4%, meðan afli okkar skipa miinnkaði uim 6% sömu 4 mánuði, svo að hlutfailllslega hafa Bretar bætt hlut sinn frá 1. sept._ sl. til áramóta. Það fer ekki á milli mála, að siíkar tölur eru okkur vonbrigði. Við getum huiggað okkur við, að ekki sé um langan tíma að ræða og veiðamar mumi mdnnka, þeg ar til lenigdar láti. En þó er rétt að hafa kjark til að horfast i auigu við staðreyndir eins og þær eru á hverjum tíma og marka stefnu okkar samkvæmt því.“ ÚTFÆRSLAN ER EKKI VIRK GAGNVART BRETUM Sú staðreynd, að afli Breta á ísiandsmiðum hefur minnkað minna en okkar eigin afli efitir útfærslu f ■ s kvei ð i 1 ögsögunn ar 1. sept. 1972 sýnir okkur, að út- færsla fiskveiðilögsögunnar er ekki virk gagnvart þeim. Útgerðarkostnaður Breta og þar á rrneðal gæzluikostnaður þeirra og kostnaður vegua víra- klippiniga íslenzku landhel.gis- gæzlunnar er auðvitað mifcill, en sá kostnaiður er borinn uppi af brezka rikinu og kemur ekki við kaun brezkra togaraeigenda og verður ekki þess valdandi, að af koma togaranna sé verri eftir út færsttuna en áður. Þá er og til þess að taka, að brezku togaram ir hafa fenigið mun hærra verð fyrir afla sinn í Bretlandi eftir útfærsluina en áður, m.a. vegm hækkandi verðlags á fiskafurð- um almennt, og vegna þess, að islenzkir togarar landa þar ekkí nú. Við skulum eimnig hafa það l huiga, að kostnaður okkar fsliend intga við gæzlu f'skveiðilögsög- unnar mýju, hefur aukizt mjög frá því, sem áður var og þyrfti að aukast enm meir, ef viðunandi lag ætti að vem á gæzlunni. Að V’isu greiðir rikissjóður þann kostnað, en islenzkir skattþegnar verða þó að lokum. unid'.r hannm að standa. ísiienzk fiskiskip, haifia sem betur fer, eins og hin brezku notið betri afkomu vegina hætok andi verðlags, en þó mun aðstaða Breta miðað við íslendiniga sízt vera verri að þvi leyti. Sannleikurinn er sá, að út- færsla fiskve'.ðilögsög'Uninar hef ur því miður ekki verið virk. Og það er til vansæmdar, að tiettja fiólki trú um, að allt sé í stakasfca tegi. Hinir 18 islenzku toganaskip stjórar, sem skr'fuðu bréf till rik isstjórna'r Islands, tóku fram, að bæði brezkir og v-þýzkir togarar fis’kuðiu að viid simni eftir sem. áður innan 50 mílna fiskveiðilög- sögunnar. Hér þarf því að verða gaignger sfceínubreyt ng. ■, SLÆLEGA STAÐIÐ AÐ SAMNINGAUMLEITUNUM Alþingi samþykkti samhljóða 15. febrúar 1972, að leita skyldi samninga við Breta og Vestúr- Þjóðverja til lausnar þeim vanda málum, sem risu vegna útfærsl- uinnar. íslenzka ríkisstjórnin hef ur staðið slælega að þeim samn- in'gaumileituinium meðan mann»lií um er stofnað í hættu á miðuih- um. Meðan það ástand varir, að hvenær sem er geti þar slegið í þá brýnu, að mienn hljóti bana af, hefur ísleinzka rikisstjórnin ekkí náð meinum áramgri. Það er ástæða til að ætla, að Fraimhald á bls. 31 KFTIR EIJNU FÁLMADÓTTlfR. Þá erum við farin að skjóta. Svo má brýna deigt járn að bíti — veit ég það. Samt finnst mér þetta ákaf- lega dapurleg staðreynd. Líklega er þessi tilfimnimg af eigingjörnum hvöt um. Nú er ég í áratugi búin að fara um heimimn og segja við aðrar þjóð- ir: íslendmgar eru svo afskaplega merkileg þjóð. Þeir hafa aldrei haft her á sínum þúsund ára ferli og ís- lendingar hafa aldrei skotið á nokk- urn mann. tætta hefur jafnan hlotið aðdáun allra, sem á hlusta — meiri aðdáun en allt annað, sem ég hefi getað sagt þessari merku þjóð okk- ar til hróss. Og eru þá ekki undan- skildar fornar bækur, fossar og ijöll, hitaveita eða einstök lestrarkunnátta okkar í margar aldir. Raunar er það ekki að furða. Varla fimnst svo frið söm þjóð um gjörvalla heimskringl- una, að hún ekki hafi einhverm tíma gripið til vopna, og fýrað á óvininn — auðvitað í fuilum rétti. Ég minni'St þess t.d., þegar við tók- um í samvinnu við Norðurlöndin þátt í heimssýningu i Montreal, þar sem þjóðirnar voru allar að reyna að sanna, að þær væru I raun- inni merkari en allar hinar, sem þátt tóku í þessari hátíðarsýnimgu. Þar kom að Norðurlöndin áttu sinn há- tíðisdag og var ðllu til tjaldað. 1 því tilefni sendu hinar Norðurlanda- þjóðirnar m.a. herskip eða skólaskip sin í kurteisisheimsókn. Við hátiðar- athöfnina á Þjóðatorginu skyldu fánaberar þeirra ganga fram með sinn fána og heiLsa höfðingjunum, og síðan dragá fána sinn að stöng á svæðinu. Þetta áttu þjálfaðir fána- berar úr sjóhernum að gera. En hvað átti að gera við íslenzka fánann? Framkvæmdastjórar hinna Norður- landanna vildu endilega lána okkur fánabera og láta þá gegna hinu vandasamá starfi að draga okkar fána að húni. Við þverneituðum auð- vitað að láta damska dáta bera ís- lenzkan fána. Ja, hvað ætlið þið að gera? Þetta er mikið vandaverk, sögðu vinir okkar á Norðurlöndum. Og þið eigið enga þjálfaða menn í slikt. Bg stríddi þeim ofurlítið og sagði þeim, að á blaðamannafundin- um, sem við aetluðum að halda til að segja frá okkar hátíð, mundi ég bara útskýra að íslendingar hefðu aldrei haft her eða flota og aidrei nokk- um tíma hleypt af skoti — og við mundum áreiðanlega hljóta stærstu fyrirsagnir dagsins og retsna þeim frá vinum okkar á Norðurlöndum. Málið teystist mjög vel. íslenzku glímumennirnir sem komu, höfðu í sinum hópi þjálfaða fánabera. Tveir þeirra báru islenzka fánann yfir torgið, heiisuðu með honum, og drógu svo okkar fána að stöng. Allt fallega og vel og á sérstaklega virðu legan hátt og — þó þeir væru bara í dökku jakkafötunum sínum og hvorki borðalagðir eða prýddir emkennishúfum. Við vorum reglu- lega stolt af þeim. Ég held meira áð segja að það hafi ekki verið islenzka stærilætið, sem gerði það að verk- um að okkur fanns't þeir lang glæsi legastir af fánábérunum og bera sig bezt. Það sögðu dönsku stelpurnar lika! Hvar 1 ósköpunum grófuð þið upp svona glsesilega menn? spurðu þær íslenzkar starfssystur sínar. Eru þeir aílir svona á Islandi ? En svona fór það! Við erum far- in að skjóta líka. Og hvernig á að útskýra fyrir heiminum, að þetta gerist bara af þvi að við séum svo góð og réttlát og hinir svo vondir. Eða að við skjótum nú bara af riffl- um, af þvi okkar skip séu bara „rifflaskip" ekki fallbyssubát- ar — nema sum. Nei, maður verður víst bara að laumast frá þessu, láta eins og maður hafi aldrei sagt annað eins. Gleyma öllu saman, rétt eins og sögunni um að enginn morðingi sé til á fslandi, sem lengi var vinsæl meðal úttendinga eða að eiini morð- inginn hefði verið í frii heiima, þeg- ar erlendur blaðamaður ætlaði að heimsækjá hann. Svona fer jafnvel um beztu dyggðir hjá bezta fólki. En úr því farið var að skjóta, þá hefði mér þótt betra að hægt hefði verið að útskýra okkar málstað ástæðurnar og tildrögin — af ein- hverjum öðrum en „talsmanni land- helgisgæzlunnar“ eða „blaðafulltrúa íslenzku ríkisstjómarinnar“. Það er nefnilega þannig úti i heimi, að af langri reynslu taka menn var- lega „fréttum" frá opinberum tals- mönnum annars áðilans. Það er venjulega sá aðilinn, sem er að gera það bezta úr sínum málstað og af- saka það sem miður hefur farið — jafnvel sverja fyrir það. Ég tek þaS fram, að þetta heíur ekkert með að gem sannsögli eða fréttaflutning ís- tenzku land'helgisgæzlunnar eða ráðu neytanna — við íslendingar erum bara þeir einu, sem vitum að þetta er allt saman sannsögult sómafólk, sem þar starfar. Aðrar þjóðir daema fréttir slíkra aðila eftir því sem þeir til þekkja. Sjálf vitum við islenzk- ir fréttamenn, að fréttir og frásagn- ir, sem okkur berast úr fjarlægum löndum, hafa allt annað sönnunar- gildi, ef óháður fréttamaður á staðn- um lýsir þvi sem hann sér eða þeg- ar koma opinberar fréttatilkynning- ar firá aðila málsins. Hugsið ykkur hve mikill munur það hefði verið, ef við hefðum haft þama um borð í ís- lenzka varðskipinu fréttamann. Ég tala nú ekki urn, ef það hefði verið brezkur blaðamaður einhvers stór- blaðsins að kynna sér deiluna. Is- lenzkir blaðamenn senda líka^erlend um fréttastofum frásagnir sínar og fréttir blaðamanna í íslenzkum blöð- um eru þýddar og teknar upp. Frá- sögn, sem byrjar á því, að skv. upp- lýsingum talsmann islenzku landhelg isgæzlunnár hafi þetta og hitt gerzt, er að sjálfsögðu fremur tortryggð. fætta virðast ráðamenn nú loks- ins að byrja að sjá — nokkuð seint að visu — en slíkt er víst aldrei of seint. Þvt eftir þennan atburð er is- lenzkum blaðamönnum nú loks leyft að fara urn borð í varðskipum út á miðin. Að visu mörgum í sama skipt- ið, til frásagnar og myndunar á sömu atburðum, sem ber að visu nokkurn keim af sviðssetningu, og svo kannski engum þegar á ríður. Við sáum vel hve heppilegt það var, í þetta eina skipti sem frétta- maður sjónvarpsins fékk að vera um borð í varðskipi, sem States- man reyndi að sigla á. Þá fékkst svart á hvitu á filmu sönnun fyrir því hve nærri Statesman kom varð- skipinu, þó skipverjar særu og sárt við legðu að þeir hefðu aldrei nærri komið. Sú lexía hefði átt að sýna fram á, hve nauðsynlegt slíkt er. En nú eru sem sagt loks komnir blaða- menn um borð í skipin — guð látl gott á vita. Varla finnst mér það þó fullkom- in sárabót fyrir horfnar hugsjónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.