Morgunblaðið - 25.05.1973, Side 16

Morgunblaðið - 25.05.1973, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1973 Útgefandl hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltriii Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. ¥ gær gekkst Alþýðusamband * íslands fyrir geysifjöl- mennum útifundi á Lækjar- torgi, þar sem ofbeldisaðgerð- um Breta í íslenzkri fiskveiði- lögsögu var kröftuglega mót- mælt. Þessi fundur var skýrt dæmi um þann einhug, sem nú ríkir með þjóðinni í bar- áttunni fyrir viðurkenningu á augljósum rétti okkar til yfirráða yfir fiskimiðum landgrunnsins. heiminum og er algerlega einstætt í samskiptum þjóða varðandi fiskveiðilögsögu. Fundurinn skorar á ríkis- stjóm íslands, að hún hlut- ist til um að lögð verði þegar gerðir Breta og fyrirskipi þeim að afturkalla flota sinn. Með árás Breta hafa þeir lokað öllum samningaleiðum. Aðeins með afturköllun flot- ans getur skapazt grundvöll- ur til framhaldsviðræðna um bráðabirgðasamkomulag. ís- lenzka þjóðin mun aldrei semja undir valdbeitingu.“ Á fundinum kom greini- lega fram, að flestir eru nú á einu máli um að nýta sem bezt aðstöðu okkar á erlend- um vettvangi til þess að fylgja málstað okkar eftir og tryggja endanlegan sigur. Um þetta efni sagði Geir Hall- grímsson, varaformaður Sjálf stæðisflokksins: „Við eigum að nýta allar þær alþjóða- stofnanir, sem við erum aðil- ar að, til þess að gera heim- koma í veg fyrir útfærslu fiskveiðilögsögu, þótt yfir 30 aðrar þjóðir hafi tekið sér stærri fiskveiðilögsögu en 12 mílur. Til þess erum við og aðr- ir aðilar að alþjóðlegum sam- tökum að fegra og bæta mannlífið, að treysta frið um gjörvallan heim. Ef við vær- um ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbanda- laginu, Norðurlandaráði og öðrum samtökum, værum við einangraðir og ofurseldir valdi hins sterka. En vegna þátttöku okkar í alþjóðlegu samstarfi mun rödd okkar heyrast. Önnur aðildarríki hinna margháttuðu alþjóða- stofnana verða að gera upp hug sinn, svara samvizku- spurningum. Við þeim, sem Þ'úsundirnar, er stóðu á Lækjartorgi í gærdag, sam- þykktu í lok fundarins svo- hljóðandi ályktun: „Útifund- ur haldinn í Reykjavík á veg- um Alþýðusambands íslands þann 24. maí 1973 mótmælir harðlega flotainnrás Breta í íslenzka fiskveiðilögsögu, sem fyrirskipuð var af brezku rík- isstjórninni 19. maí sl. Þótt yfir 30 ríki hafi fært út fisk- veiðilögsögu sína í meira en 12 mílur hefur engin þeirra þjóða, sem hafa talið sig eiga hagsmuna að gæta, gripið til vopnaðrar íhlutunar. Hern- aðarofbeldi Breta nú gegn ís- lendingum, vopnlausri smá- þjóð, á sér enga hliðstæðu í M0TMÆLI GEGN BREZKU HERNAÐAROFBELDI í stað tillaga fyrir Allsherjar- þing og öryggisráð Samein- uðu þjóðanna um fordæm- ingu á þessari ofbeldisárás Breta. Vér krefjumst þess, að fastaráð NATO fordæmi að- inum ljost, hversu alvariegt framferði Breta er; ekki ein- göngu gagnvart Íslendingum einum, heldur vegna sam- skipta þjóða á milli alls stað- ar á hnettinum. í fyrsta skipti er nú beitt ofbeldi til að vilja frið í heiminum, blasir þetta ofbeldi, ofbeldi, sem á ekki að þolast. Og við skulum sérstaklega taka mál þetta til meðferðar í þeim stofnunum, sem fjalla um viðskipti og efnahagssam- vinnu. Eða hvaða vit er í því, að Bretar og Vestur-Þjóð- verjar fiska í íslenzkri land- helgi með því að greiða hundruð milljóna af al- mannafé þessara þjóða til styrkja og uppbóta, meðan við og okkar sjómenn geta stundað þessar veiðar og vinnslu á langtum hagkvæm- ari hátt? Hvaða vit er í því að bæta nú gráu ofan á svart með því að auka þessi út- gjöld stórkostlega með geysi- miklum herkostnaði? Útgjöld Breta mundu að sjálfsögðu nægja og meira en það til að halda öllum brezkum og þýzkum togarasj ómönnum, sem nú stunda veiðar hér við land, á launum árið um kring án þess að þeir gerðu nokk- um skapaðan hlut.“ Þó að flotaaðgerðir Breta í fiskveiðilandhelginni nú marki ugglaust upphafið að ósigri þeirra í þessari þrætu, er víst, að Íslendingar verða að heyja harða baráttu á er- lendum vettvangi til þess að tryggja endanlegan sigur. Þess vegna ber að fagna hverju skynsamlegu skrefi, sem stigið er í þá átt. íslendingar mótmæla nú allir sem einn maður væri ofbeldisverkum Breta. En í einhuga baráttu mega íslend- ingar ekki falla í þá freistni að gerast sjálfir ofbeldisins menn. Af þeim sökum ber að fordæma skrílslæti þau og ofbeldisaðgerðir, sem ákveð- inn hópur manna stóð að við bústað brezka sendiherrans í Reykjavík í gærdag að lokn- um útifundinum. Sá atburður er svartur blettur á baráttu íslendinga og getur aðeins orðið okkur fjötur um fót í langri og erfiðri viðureign. Ep>. , v ■■ ; ' § yt J ||' Wm II Íá1| {- gk 1 K;:| Ijjósmynd þessa af útifnndiiumi á Lmkjartorgt tók

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.