Morgunblaðið - 25.05.1973, Side 17

Morgunblaðið - 25.05.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1973 17 Velgjum Bretum undir u gg- um, stofnum eyjabandalag Samtal við Gunnar Gunnarsson ÞEGAR fréttist um þá ákvörSun Breta að senda brezka flotann inn fyrir íslenzka fiskveiðilög-sögu, átti ég tail við Gunnar Gunnarsson, skáld, sem í ágúst sl. skrifaði grein um landhelgiismálið í Morgunblaðið und- ir nafninu: „Bolabragð undir yfir- skini alþjóðaréttar“. í greininni segir skáldið m.a.: „Hagsmunir Islands á landgrunninu eru augljóslega hags- munir mannkynisins í heild; mann- kyns, sem að visu í voveiflegri skammsýni hefur urið með ofveiði hvert hafið af öðru, að ekki sé nefnd eitrun fljóta og úthafs — annað, en raunar ekki óskylt atriði. En hvað ofveiði snertir og mengun er mál tll komið að spyrna við fæti, sé það ekki um seinan.“ x x Helztu atriði samtalsins við Gunn- ar Gunnarsson fara hór á eftir. Hann sagði: „Maður þoilir önn fyrir Bretonn þessa stundina. Það eru skelfileg ör- lög, að hinn frægi herskipafloti Henn ar hátignar skuli enda sem varðseppi sjóræningja á miðum dvengþjóðar, sem aldrei hefur hvorki viljað né gert Bretanum annað en gott. Eftir að flotinn sigldi inn fyrir mörkin fyrra laugardag verður hann aldrei sá sami. Saga Breta og Islendiniga er ekki fögur af Bretanna hálfu. Ætli þeir láti sér nægja minna en drepa ein- hvern Islending. Það hafa þeir reynt nú. Og þeir hafa einnig reynt það fyrr á minni ævi, a. m. k. tvisvar, í annað skipti slapp Hannes Hafstein naumlega úr klóm þeirra. Þá horfðu Bretarnir á þrjá íslendinga drukkna. Auk þess hafa þeir rænt islenzkum varðskipsmönnum, oftar en einu sinni. Okkar þáttur er hins vegar sá, að við höfum lagt okkur alla fram um að bjarga brezkum sjómönnum úr sjávarháska. Stundum hafa þeir, sem þar hafa lagt l'íf og heilsu í hættu, fengið eitthvert þakkarskjal, en a. m. k. einn þeirra mun nú ski'la sínu aftur. Jafnvel sonur minn, Olfur, læknir á ísafiirði (tengdasonur hahis er lækn- ir í brezka flotanium) bjargaði lífi eina mannsins, sem komst af, þegar breZkur togari sökk í fárviðri á ísafjarðardjúpi í hitteð- fyrra. Skipbrotsmaðurinn, Harry Eddom að nafni, er nú einn frekasti landhelgisbrjóturinn, það eru þakk- irnar. Annar maður var syni minum færður nýlega, svo dauðvona að Bret ar tilkynntu konu hans, að hann væri látinn. Þegar ég hringdi til sonar míns u-m kvöldið og spurði, hvort maðurinn væri allur, svaraði hann: „Hann situr hérna upp við dogg og er að reykja sígarettu.“ Nokkru síð- ar sendi hann „hinn látna" alheilan heim til fjölskyldunnar í Bretlandi. x x Það góða sem gerzt hefur,“ hélt Gunnar Gunnarsson áfram, „er þetta: að brezkum herflugvélum hefur loks- ins verið neitað um að lenda hér á landi og íislenzki sendiherrann í Lon- don hefur verið kallaður heiim. Von- andi verður hann ekki sendur út aft- ur, fyrr en herskipin og veiðiflotiinn eru farin út fyrir fiskveiðilandhelg- ina og samið hefur verið eða sigur unninn — og semja er ekki hægt, meðan herskip og veiðiþjófar eru inn a-n landhelgi. Ástæða væri til að hugleiða, hvaða þörf er á að hafa brezkan sendi- herra hér. Ég minnist þess þegar lafði Tweedsmuir hafði blaðamanna- fur.d eftir síðuistu samningaumleitan ir í Reykjavík og hún var spurð um árásartilrauniir Breta, sem reyndu að sigla islenzk varðskip niður, þá greip brezki sendiherrann hér á liandi fram í fyrir ráðherranum og sagði: „Það er ósatt“ — og lafðin lét sig hafa það að endurtaka skreytnina. x x Annars eigum við sem betur fer einnig ágæta vini méðal Englendinga og þeir eru fleiri í Bretlandi en marg an grunar, sem eru okkur algjörlega sammála. Nú er svo komið, að menn með vit í kolli hafa séð að fslending- ar hafa sigrað, eiras og blaðamenn Times, Speetator og Observer. En það skelíilega hefur gerzt, að stjórn in, sem vafalauist vill betur, hefur lát ið kúgast af einkahagsmunum, þ. e. atkvæðatölum. Jafnveil stjórnarand- stæðingar í Verkamannaflökknum fylgja henni að málum — Verka- mannaflokkurinn verður einnig að taka tUiit til atkvæðafjöldans. Þetta er kallað „vestrænt lýðræði"! x x Þegar ég frétti að brezki fiotinn væri kominn, varð mér hugsað til Guðmundar Frið j önssonar, skálds, og ljóðs eftir hann, sem margir kann aist við og mér er ógieymanlegt frá þvi ég las það um ferminigu. Þar kall ar hann Bretonn — „níðiniginn sem Búa bítur, Búddha lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu Jítur?“ Við Islendingar megum vera for- sjóninni þakklátir fyrir að við enduð- uim ekki undir verndarvæng Bretans. Væri Bretinn ekki búinn að langkúga og mergsjúga ibúa Hjaltlands, Orkn- eyja og Suðureyja, mundu þeir nú standa með ökkur sem einn maður. Og við væirum áreiðanlega ekki sú þjóð, sem við erum í diag, ef við hefð um verið í flokki- þesisara frænda okk ar. En nú er eiitt: við höfum norrænt félag, sem er að viissu leyti dáffitil fordild, því að það hefur sýnt sig í landhelgisdeil'unni að skilningur Norð urlanda hefur ékki verið ýikjamikill — en veil mætti nú hugisa sér að velgja Bretum undir uggum með þvi að mynda eyjasamfélag ásamt þeim eylöndum sem ég nefndi og eiiga með okkur sameiginileg hagsmunamál, auk Skota, íra og kannski Færeyinga. Gunnar Gunnarsson. Nú er mál til komið að mynda slíikt eyjafélag, setja sig i samband við þá frændur okkar sem enn lifa í þess um löndum, sýna þeim fram á að við einir berjumst þessari baráttu við Bretonn — fyrir þá, Bretann sjálf an og allt mannkyn. Þetta væri a. m. k. athugandi. Bret inn er enn við sama heygarðshornið og þegar Guðmundur Friðjónsson orti siitt eftirminnilega Ijóð. Þegar varðiákipin urðu öll að sinúa sér að Vestmannaeyjum vegna þess hri'ka- lega áfails, sem eldgosið í Heimaey hafði i för með sér, var ég að vona að veiðiflotinn breZki héldi út úr fisk- veiðilögsögunni. Bn þá notuðu Bret- arniir tækifærið til að fiska upp i landsteina. x x Athyglisvert er,“ sagði Gunnar Gunnarsson að lokum, „að það skuli geta gerzt, að eitt af aðiildarríkjum Atlantshafsbandalagsiins ræðist svo hrottalega á annan aðila imnan bæida lagsins án þess að önnur riki pess hafi svo mikið sem reynt að koma vit inu fyrir áiráisaraðilann, eftir þvi sem okkur er kuimnugt. Vonandi ber At- lantshafsbandalagið gæfu til að koma vitinu fyrir Bretann, þótt það sé ekki á allra færi úr þvi sem komið er. Og auðviteð er sjálfsagður hlutur að kæra Breto fyrir Atiantshafsbanda- lagimu og Öryggiisráðinu.“ M. 1 llfilfM: * , ' I Élll ■ Ipll' *W< SEIhI ljósmyndari Mbl. Kristinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.