Morgunblaðið - 27.05.1973, Síða 10
10
MORGUNHLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1973
Saklaust
að eig a
ljóð í bók
Vona aö það móðgi engan,
segir Indriði G. Þorsteinsson,
sem er að ganga frá sinni
fyrstu ljóðabók
INDRIÐI G. Þorsteinsson sat
við vinnu sína í skrifstofu
t,jóðhátíðarnefndar við Lauga
veg. Við vorum þó ekki til
hans komin til að ræða við
hann um þjóðhátið 1974 eða
plaga hann með jafn nauðsyn-
legu en lítt aðlaðandi um-
ræðuefni ogr kömrum á Þingr-
völlum, sem mönnum er nú
svo tíðrætt um. Við höfðum
heyrt að Indriði fengist við
mun skemmtilegra viðfangs-
efni ii m þessar mundir —
ljóðagerð. Og væri hann að
undirbúa útgáfu sinnar fyrstu
ljóðabókar. Það þótti okkur
tíðindum sæta.
Indriði staðfesti að þetta
væri rétt. Ljóðabóldn mundi
sennilega koma út hjá Al-
menna bókaféiaginu, sem hef-
ur gefið út síðustu skáldsög-
ur hans, og hann væri að
ganga frá henni. Það væri
ákaflega notalegt að geta
snúið sér að því á kvöldin að
fága ljóð, einkum þegar und-
irbúningsstarfið fyrir þjóðhá-
tíðina væri ekki sérlega
skemmtilegt.
Það kom á daginn, að Indr-
iði hefu.r raunar ort frá bam-
æsku, eins og aðrir Skagfirð-
ingar. — En ég hefi al'ltaf litið
á þetta sem sérstakan heim-
iiisiðnað, sem ekki væri
ástæða til að flíka, segir
hann.
— En hvernig stendur þá á
ljóðabók núna?
— Á tímabili var ég svo oft
á ferðalögum í blaðaimennisku-
erindum, útskýrir Indriði. —
Að aöoknu dagsins jagi, sat
ég þá stundum uppi i hótel-
herbergi og fór að setja eitt-
hvað saman i ijóð, iðulega í
sambandi við það, sem ég
hafði upplifað yfir daginn. Á
ferð í París er kannski siglt
undir brýmar á Signu og það
leiðir hugann að sögunni, eða
að manni er í Kína sýndur af-
tökustaður fjöida manna og
hugurinn reikar, eða þegar
'ber fyrir mynd af manni að
róta í rusliaitunnu í vertshúsi i
Idaho og það kemiur á dag-
inn að þetta eru sérstök for-
réttindi i lífi hans. Svona at-
vik eru ekki þess eðlis að
maður noti- þau i sögu. Þá
verða þau fremur að ljóði. Ég
hefi þann vana að lesa áður
en óg fer að sofa. Og hefði ég
ekki svo mikið sem Gideon-
biiblíu að lesa, þá tók ég
stundum að krassa á þennan
pappír, sem alltaf er þarna
viið höndina. Þesis vegna bera
þessir miðar mínir nöfn
Missiionshótela og Grand-
hótela. Ekki hafði óg þó í
huga að gera mér neinn mat
úr þessu efni. Sneplamir
höfðu svo legið hjá mér og
viljað týnast. Þess vegna
ákvað ég að setja þetta sam-
an í bók og bjarga því frá að
glatast alveg.
— Ég hefi svo verið að
ganga frá þessuim ljóðum síð-
an í febrúar. Það er nokkuð
mikið verk. Margt af því er
ekki sem bezt gert. Ekki þó
svo að skilja að ijóðin séu öll
af þessu tagi. Um helmingur-
inn er héðan að heiman. Og
eitt ljóðið orti ég til dæmis
um það leyti, sem þeir voru
að bardúsa með Stalín, flytja
lík hans ýmist inn eða út fyr-
ir Kreml. Út af þessum erfið-
leikum þeirra gerði ég nokk-
urs konar erfiljóð. Ég hefi
haft mjög gaman af að ganga
frá þessu að undanförnu. Það
er nokkurs konar hjástunda-
gaman.
— Svo þú gefur ekki út
ljóðabók þér til frægðar eða
til að hreppa listamannaverð-
laun?
— Ég hefi aldrei sótzt eftir
neinu slíku og raunar aldrei
sótt um styrki — jú, einu
sinni sótti ég um starfsstyrk
og fékk hann. Þá varð „Norð-
an við stríð“ til. Og ljóðagerð-
ina tek ég ekki svo hátíðlega.
Ég hefi verið að leika mér að
hienni. Hjá mér eru ljóðin
meára epískrar gerðar en að
ég sé að reyna að fara með
heimspeki. Þar skilur á milli
mín og ljóðskáldanna. Ljóð-
skálldin sækja djúpt i við-
fanigsefnin. Sé maður að leika
sér, er ekki mikið verið að
huigsa um slíkt. Ástæðan til
þess að ég tek þessi ljóð mín
saman í bók er sú, eins og ég
sagði áðan, að óg vil ekki týna
þeim. Ég týni yfirleitt öllium
pappírum. Allt slíkt fer í
ruslakörfuna hjá mér, nema
það sem ég er að nota.
Og þá spyrjum við hefð-
bundinna spurninga: — Eru
þetta löng Ijóð? Verður þetta
stór og mikil bók? Hvað á hún
að beita?
— I bókinni verða um 40
'ljóð. Það er sæmileg fyrir-
ferð. Og ljóðin eru allt upp í
10 erindi. Ekki veit ég hvaða
nafn verður á þessu ljóða-
safni. Ég er í hreinustu vand-
ræðum með það. Ég stoil mæta
vel menn, sem kaliia bækur
sín-ar bara Kvæði, Kvæða-
safn eða Ljóð. Ætli það verði
ekki endirinn á hjá mér.
Kannski eru þetta bara vand-
ræðakvæði
— Þá er það formið. Yrk-
irðu í heföbundnum stíl eða
nútímastíl?
— Mest eru þessi ljóð í
hefðbundinum stíl. En ég er þó
alveig laus við að hengja mig
í form. Þetta er mæölt fram
og formið er ekki látið þvinga
það.
— Nú ert þú alinn upp við
hefðbundna ljóðagerð og
stöfcur, ef ég þekki Skagfirð-
inga rétt.
— Já, já. Sannleikurinn er
sá, að faðir minn þótti sæmii-
legur hagyrðingur og tölu-
vert mikið Itjóðskáld í simu
umhverfi. Þeir Gilhagabræð-
ur voru þekktir að því að
setja allan fjárann í rim. Það
er alveg vandalaust fyrir mig
að setja orð í rim. Faðir minn
var mikill rétttrúarstefnu-
maður í þessum efnum. Þeg-
air ég var að basla við að setja
saman stöku, þá vandaði
hann mjög um við mig, svo ég
hætti aiiveg á tímabili. Hljóð-
fall, atkvæðafjöldi og allt
sllikt þurfti að vera mjög ná-
kvæmt. Og svo þurfti meim-
ingu. Hún varð að vera Ijós
og einföld. Það var mikið
um skáldskap í ætt þeirra Gil-
hagabræðra. Þorgrím-ur, fað-
ir Grims Thomsen, var i föð-
urætt þe'rra. Þeir höfðu mi'k-
ið dálæti á Grími. En töldu
hann ekki nógu kórréttan í
hljóðfallinu. Köliluðu hann
gott en stirt skáld.
— Þú segist hafa hætt að
yrkja á tímabili. Hvenær
byrjaðirðu þá aftur.
— Áður fyrr var þetta
þanniig að þeir, sem voru að
hugsa um að skrifa, byrjuðu
á að gefa út ljóðabók og urðu
svo kainmskii sagnaskáld síðar.
Hj á mér og fleirum á mímum
aHdri snerist þetta við. Þeir
sem ekki ætluðu að verða
Ijóðskáld, lögðu ekki út í það.
E.t.v. af þvi að ljóðagierðin
stóð þá á svo mikliuim tíma-
mótum. Við byrjiuðum á smá-
sögum. Það var eðlilegt.
Menn byrja oft smátt, ráðast
ektói í stór verkefni í upphafi.
Og þá eru bæði smásögur og
ijóð góð, effla máJikenndina og
menn finna farveg fyrir það
sem þarf að segjast.
Annars átti óg fleiri að
með ljóðin en föður minn,
heldur Indriði áfram. Við
Kristján frá Djúpalæk áttum
sálluféiiag á Ak uneyri. Hann
las yfir þessi ljóð, sem óg var
að setja sarnan, og tók þeim
af mikli. En ég fainm að hainm
stökk ekkert upp úr sætinu
a,f hrifniingu yfir þeim. Og
það dró úr mér kjarkinn.
— Og nú hefiurðu fen-gið
kjarkinn aftur og gefur út
ljóðabók?
— Já, það er saklaust að
eiga þessi ljóð í bók. Ég voma
að það móðgi engan. Ég hefi
nefnt það við ljóðskáld, sem
eru vinir min'r, að ég æffli að
gefa út ijóð. Þeir taká þvi
kurteislega, og svara því til
að þeir ætli að fara að gefa út
smásögur.
Talið berst nú að stökunná,
hliutverki hennar í dagliegu
Mfi fólksins í landinu og að
ljóðagerð ailimenmit. Og Tndriði
segir: — Sannleikurinn er sá,
að við Islendingar eiigum
slíka hefð í Ijóðaigerð, að við
erurn raunar útortir. Það eru
ekki svo margir fletir eftir á
þe-ssu. Sé gefin út ljóðabók,
er eins ag þurfi að gera það
öllium mögulegum fyrirvör-
um. Þessi nýja ljóðagerð er
stórkostlega heiðarleg tilraun
tii að brjótast inn á nýjam
vettvamig með Ijóðið.
— Þú segir tilraum. Held-
urðu að það verði bara til-
raun?
— Ég held að rétta matið á
ljóðiunum hljóti að koma eft-
ir á. Og ég er ekki í vafa um
að það mat á eftir að koma
mjög á óvart þeim sem sitainda
gegn nýrri ljóðagerð. Hvað
sögðu menm ekki um Jónas
Hal'lgrímsson. Jú, hanm Jónas
gerði lagiieg ljóð. Ef einhverj-
um mönnum, eins og Gai-
mard, var haldin veizla, þá
var Jónas fenginn til að yrkja
um hann. Engimn hefði vaðið
að stórskáldi og beðið hann
um að suUa saman einhverju
fyrir veialiu. Það er svo
mangt þess háttar, sem bend-
ir til þessa viðhorfs til hans.
Maður á að bíða rólegur að
leyfa timanum að myíja þetta
og sigta.
Svo þú hefur ekki
áhyggjur, þegar þú situr á
kvöldim og býrð fyrstu ljóðin
þin á markað?
— Nei, þau íþyn'gja mér
ekki. Þau eru heldur ekki svo
djúp, aið maður sé lengi að
koma úr kafimu. — E. Pá.
Finnland —
Sovétríkin —
A-Þýzkaland
ÁKVEÐIÐ hefur verið að dag-
ana 15. og 16. september n.k.
fari fram þriggja landa lands-
fc$ppni í frjálsum iþróttum á
Olýmpiuleikvanginum i Helsinki.
Mætast þar Finnar, Sovétmenn
og Austur-Þjóðverjar. Vakti frétt
in um að samningar um keppni
þesisa hefðu tekizt mikla gleði í
Finnlandi, og gera Finnar sér vom
ir um að eiga sigurmöguleika í
keppninni. Þrír menn frá hverju
landi keppa í öllum greinum og
eimnig verður keppt í maraþon-
hlaupi og tugþraut. Finnskir
frjálsíþróttamenn hafa náð frá-
baerum árangri það sem af er
sumrinu og gífurlegur áhugi er
á frjálsíþróttamótunum þarlend-
1».
Lærið ensku i Englandi í sumarfríinu
Enn er möguleiki að komast á hin vinsælu sumarnámskeið
SCANBRIT er sótt er um strax.
Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson i síma 14029.
LÓUBÚÐ
BANKASTRÆTI 14, II. HÆÐ.
Nýkomið! Finnskir unglingajakkar, smekkbuxur,
stærðir 1—18, dömublússur, verð frá 545,00, dömu-
peysur, verð frá 540,00.
LÓUBÚÐ, Bankastræti 14, II. hæð.
Sími13670.
Sérhœð til leigu
Á góðum stað í Vesturbænum nú þegar. Ibúðin er
2 svefnherbergi. 2 samliggjandi stofur. eldhús, bað
og stór skáli. Sérhiti. Vönduð íbúð.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. júní, merkt:
„Reglusemi — 8366“.
ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD
(|f MELAVÖLIUR
BreiBablik — Í.B.A.
í DAG KL. 4.
BREIÐABLIK.