Morgunblaðið - 27.05.1973, Page 14
14 MORGÖNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1973
Ásmundur Sveinsson áttræður
Fljúgandi diskar eftir Ásmund Sveinsson.
DAGINN eftir að Bernhöftstorf-
an var máluð og snyrt, varð
Ásmundur Sveinsson áttræður,
eða á sunnudaginn var.
Það væri efni í lamghunda
marga að taka feril Ásmundar
Sveinssonar fyrir,' skoða hann
oig meta, setja Ásmund á rétt
an stað í listasögu íslands og
gera upp ævistarf hans ásamt
þeirri þýðingu, er list hans hef-
ur haft í íslenzkri menningu.
Ekki ætla ég mér þann vanda,
enda ekki tímabært. Eitt má þó
fullyrða, Ásmundur Sveinsson
hefur skapað tímamót í íslenzkri
listasögu á tuttugustu öld.
Þegar ég, sem þessar linur
riita, kynntist Ásmundi Sveins-
syni, mun hann hafa verið orð-
inn rúmlega fimmtugur. Þá man
ég, hve hann var sjálfur viss
um, að hann væri algerlega bú-
inn að slíta sér út við mynd-
gerð og húsasmiðar. Ég er
hræddur um, að ég hafi ekki
reiknað með því þá, að Ásmund-
ur Sveinsson ætti eftir að verða
áttræður, og hver veit nema
hann eigi eftir að ná tiu tug-
um. Ásmundur Sveinsson er
nefnilega einn þeirra manna,
sem eiga sér engan aldur, en
það á aðeins við um sérstætt og
fágætt fólk. Því er það, að ég
fer ekki út í að skrifa nein eft-
irmæli á þessum timamótum,
eins og oft er venja, sný mér
heldur að afmælisgjöf er fyrr-
verandi nemendur Ásmundar
hafa fært honum með þvi að
setja saman sýningu á verkum
hans og þeirra í einu af þeim
húsum, sem Ásmundur kom
upp í fátækt og basli hér fyrr
á árum.
Það er auðvitað í ÁSMUND-
ARSAL við FREYJUGÖTU, sem
þessi sýning er til húsa. Hér áð-
ur fyrr voru ekki margir er
fengust við höggmyndagerð hér
á landi, enda sama og engin
skilyrði fyrir hendi. Nú er öld-
in önnur, og guð má vita, hvað
margir fást við skúlptúr hérlend
is. Það hefur líka færzt nýtt og
ómengað blóð i þessa listgrein
að undanförnu, og ég held, að
óhætt sé að segja, að ekki hafi
áður fyrr verið eins mikið um
að vera í skúlptúr í veröldinni.
Þessi sýning er bæði í sjálf-
um Ásmundarsal og utan dyra
á því svæði, sem notað hefur
verið undanfarin ár fyrir sýn-
ingar á skúlptúr og haft hefur
mikla þýðingu. Hér held ég, að
segja megi, að gæti áhrifa
af ævistarfi Ásmundar. Hann
hefur vakið áhuga fjölda fólks,
er gefið hefur sig að skúlptúr
að undanförnu, og kenusla hans
hefur vissulega haft sitt að
segja. Það eru rúmlega þrjátiu
verk eftir tíu listamenn á þess-
ari sýningu. Eins og gefur að
skilja, þá eru þetta nokkuð mis-
jöfn verk, en samt er viss þráð-
ur finnanlegur, sem tengir þessi
verk einis og einu og sama upp-
hafi. Það skyldi þó aldrei vera,
að þetta upphaf, er ég þykist
finna, sé sjálfur Ásmundur
Sveinsson.
í Ásmundarsal er því miður
nokkuð þröngt á þingi, og ég er
ekki frá því, að það hefði ver-
ið betra fyrir sýninguna í heild
að rýrnra hefði verið um verk-
in. Utan dyra er aftur á móti
nægilegt pláss, og þar njóta verk
in sín til fuils. „Fljúgandi disk-
ar“ heitir eitt af listaverkum
Ásmundar á þessari sýningu, og
ég held, að það hljóti að vera
nýlegt. Sá skúlptúr í jámi finnst
mér bera af á þessari sýningu
og sýna greinilega, hver er
meistarinn og hverjir lærisvein-
arnir. Það er líka ánægjulegt,
að einmitt sá af yngstu lista-
mönnunum, sem mér finnst
einna athyglisverðastur, skuli
vera bróðursonur Ásmundar,
Hallsteinn Sigurðsson. Það er
sérstaklega annað listaverk Hall
steins, sem vekur aðdáun mína
vegna rökréttrar hugsunax og
einfaldleika í útfærslu. Hreyfi-
myndin eftir Halistein finnist
mér ekki eins vei heppnað verk.
Þessi ungi listamaður hefur á
undanförnum árum látið þó
nokkuð til sín taka, en ekki vak-
ið þá eftirtekt, sem hann á skil-
ið að miínum dómi.
Björgvin Sigurður Haraldsson
á þama eitt verk, sem gert er
í við. Bkki man ég eftir að hafa
séð skúlptúr eftir hann fyrr, en
hann mun ekki vera hér á ferð
með frumnaun sina. Guðmund-
ur Benediktsson sýnir ágæt og
örugg verk, sem gerð eru af
mikilli kunnáttu og hagleik. Jón
Gunnar setur spegla og bláma
saman í veggmyndum, sem mér
finnst ekki nógu frumlegar frá
hendi framúrstefnumanns. Sig-
rún Guðmundsdóttir sýnir í verk
um sinum, að hún hefur feng-
ið hefðbundna skólun og kann
að notfæra sér hana. Ragnar
Kjartansson á þama misjöfn
verk, og ég held, að kvinna sú,
er stendur utan dyra, sé bezt.
Þorbjörg Pálsdóttir á einnig eitt
verk á lóðinni. Ekki get ég fellt
mig við það efni, er Þorbjörg
notar, en ekki er ég svo vel að
mér um efnivið til myndgerðar
á skúlptúrsviðinu,, að ég viti
hvað efni þetta heitir.
Þessi sýning er um margt
skemmtileg, og það er fróðlegt
að sjá hana. Myndlistarskólinn
í Reykjavík stendur fyrir þessu
fyrirtæki, og finnist mér það sér
lega vel til fundið. Ekki held ég,
að fyrrverandi nemendur Ás-
mundar Sveinssonar hefðu get-
að gert honum áttræðum meiri
greiða. Sýningu þessari verður
íram haldið til sunnudagskvölds
þann 27. mai.
Valtýr Pétursson.
Þaroa hittir þú naglann á höf-
uðið. Hér er á ferð ævagömul
spurning, sem svarað hefur ver-
ið af ótal mönnum á öllum tím-
um, án þess að fullnægjandi svar
hafi nokkru sinmi fundizt. Eitt
er víst, að ekki eru allir sam-
mála um svarið við þessari spurn
ingu, og verða sjálfsagt aldrei.
Hin bókin fjallar um meng-
un, en það er vissulega anmað
vinsælt umræðuefni, ef svo
mætti að orði kveða, og er því
vart hægt að telja það efni frum
legt fremur en hið fyrra.
Myndlistar gætir ekki mikið
á þessari sýningu, sem miklu
fremur snýst um l'ífisskoðanir og
viðhorf þeirra manna, er í hlut
eiga, til umhverfis og stjóm-
mála. Ég verð að játa, að ég
hafði heldur takmarkaðan áhuga
á öllum þessum vísdómi og fór
því ekki eftir ábendingu forráða
manna sýningarinnar að skoða
vel og koma aftur og aftur.
Bernhöftstorfan nýmáluð.
Torfumenn og ...
ISLENDINGAR vöknuðu við ó-
venjulega hressandi fregn í morg
unútvarpi síðastliðinn laugar-
dagsmorgun. Fréttamaður til-
kynnti, að margmenni hefði haf-
ið vinnu snemma um morgun-
inn við að snyrta og mála hina
umdeildu rikiseign, Bemhöfts-
torfuna í Reykjavik. Sáðan var
brugðið ættj arðarsöng á fóninn
— Fram, fram, aldrei að vikja!
— og færðist þá svolitið morg-
uniíf í hlustendur. Veður var
fagurt, og það var engu líkara
en sjáltfur a’lvaldur vildi taka
þátt í þessum þrifastörfum, sem
unnin voru af áhugasömu og ó-
lötu fólki við hlið aðseturs þess
fulltrúa þjóðarinnar, sem ráðið
getur öriögum þeirra verðmæta,
sem þama voru færð í sumar-
Skrúða án leyfis eða afskipta
yfirvalda.
Það er blindur maður, sem
ekki verður heillaður af breyt-
ingunni, sem orðið hefur á þess-
um húsum, sem lengi hafa blas-
að hrjáð við augum vegfarenda.
Loksins hefur miðbær Reykja-
vílkur fengið þann svip, er hon-
um ber, og vonandi hefur nú öli-
um orðið það Ijóst, hversu frá-
leitt það væri að láta þessa bæj-
airprýði víkja fyrir einum stein-
kumbaldanum enn. Hafi Torfu-
fólk ævarandi þakkir fyrir fram
tak sitt og jákvæðar mótmada-
aðgerðir. Ég segi mótmælaað-
gerðir, því að vissulega fólust
um finnist það framhleypni og
tómt mál að setja þessar hug-
leiðingar í grein um myndlist.
Þeim, er þannig hugsa, svara ég
því til, að það er stundum meira
listgildi í þeim hlutum, er við
umgöngumst daglega en þvi,
sem er rammað inn eða sett á
fótstall.
1 Galderí SÚM eru til sýnis
tvær ljósritaðar lausblaðabækur,
sem þýzkur listamaður hefur
saman sett í samvinnu við fjölda
listamanna um Víða veröld.
Fyrri bókin heitir „HVAÐ ER
LIST?", og er þar að finna, að
þvi er mér skilsf, álit þeirra
listamanna, er hinn þýzki bók-
arútgefandi leitaði til, á þeirri
spumingu, er felst i heiti bók-
arinnar. Já, það er nú það.
í þessum framkvæmdum mót-
mæli, en af þeirri tegund, sem
sjaldgæf eru í nútímaþjóðfélagi,
þar sem al.gengara er við mót-
mælaaðgerðir, að unnin séu
spjöll á verðmætum en að reynt
sé að vemda þau frá tortímingu.
Ég veit ekki, hvort fólk hefur
tekið eftir þvi, að raunverulega
var þennan laugardagsmorgun
brotið blað í sögu Reykjavi’kur
og jafnvel Islandssögunni. Von-
andi verður árangur af þessu
framtaki Torfufólks eins jákvæð
ur og mótmæli þeirra.
Þeir, sem ekki hafa séð Bem-
höftstorfuma, síðan hún var mál-
uð, ættu ekki að láta langt um
líða að sjá þá bæjarprýði, enda
viðrar vel þessa daga.
Það má vel vera, að einhverj-
HANS WERNER KALMANN
heitir hinn framtakssami Þjóð-
verji.
Það eru liðin allmörg ár, frá
því er ég reit uim sýnimgu hjá
Kára Eirikssyni, og ég held, að
engum hafi þá blandazt hugur
um, að ég var ekki sérlega hrif-
inn af framleiðslu hans. Það er
gömul synd, sem ég rifja hér
upp í tilefni af þvi, að nú hefur
Kári Eiriksson efnt fyrstur lif-
andi manna til umfangsmikillar
sýningar í hinu nýja myndlist-
arhúsi á Miklatúni. Því miður,
ekki batnar Bimi enn. Ég hrifst
engu meir en áður. Það væri
aðeinis að erta gott fólk að elta
ólar við Kára, og þvi segi ég
eins og Jóhannes Sveinsson
Kjarval, er hann sá listaverk
eftir einn samtíðarmann sinn:
„Þetta er sjálfsagt stórkostlegt,
en þvi miður skil ég hvorki upp
né niður.“ Þetta er ef til vill
ekki orðrétt eftir haft, en inn-
takið er það sama.
Það rignir nú yfir okkur hér
í Reykjavik einhverjum ósköp-
um af sýningum, sem auðvitað
eru misjafnar að gæðum og
eðli. Það er engu líkara en að
myndlistin vaxi árlega að magni
til að minnsta kosti. Um það er
ekiki nema gott eitt að segja.
Samt verð ég að játa það hér,
að skelfing er ég orðinn þreytt-
ur á mörgu þvi dóti, sem sett
er saman undir þvi yfirskini, að
um myndlist sé að ræða. Ég
held nefnilega, að allir ættu að
gera myndir í fristuindum sín-
um og hafa af því gaman, en
hins vegar trúi ég þvi ekki, að
aliir séu Skáld, sem komið geta
saman vísu. Ég hnýti þessu hér
aftan við, þar eð ég undrast
þá tilhneigingu, sem gætir svo
mjög nú á dögum hjá mörgum,
að vilja kallast skáld, þótt þeir
yrki ekki. Þama hafið þið aftur-
haldið í honum Valtý, segja ef
tii vill einhverjir. Þeir, sem
þannig tala, hafa ef til vfll rétt
fyrir sér, um það ætla ég ekki
að dæma, en ég vaari fjáiri falisk
ur við sjálfan mig og lesendur,
ef ég skrifaði ekki eins og ég
hugsa.
Valtýr Pétursson.