Morgunblaðið - 27.05.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 27.05.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1973 litrgiitíilílalrilr Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. au furðulegu tíðindi hafa nú gerzt, að ríkisstjórnin hefur neitað boði Norðmanna um að miðla málum í átökum þeim, sem orðið hafa út af landhelgisdeilu íslendinga og Breta, án þess svo mikið sem ræða við norska ráðamenn um það, hvað fyrir þeim vekti. Ríkisstjómin hefur ekkert samráð haft við stjórnarandstöðuna um þessa ákvörðun, né heldur utanrík- ismálanefnd, þótt hér sé svo sannarlega um mikilvæga ákvörðun í utanríkismálum að ræða, sem skylt hefði ver- ið að leggja fyrir nefndina, enda auðvelt, því að fundur hefur verið boðaður þar á morgun. Þessi ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er auðvitað sízt til þess fallin að vinna okkur samúð meðal frændþjóða og annarra. Allir vita, að Norð- menn eru velviljaðri okkur en nokkur önnur þjóð. Og þeir hafa lýst yfir samúð með málstað okkar og stuðn- ingi við okkur. Engu að síð- ur ákveður ríkisstjórnin á eindæmi sitt að virða þá ekki viðlits, þegar þeir bjóð- ast til að gera tilraun til að aðstoða okkur við að koma brezka herskipaflotanum út fyrir fiskveiðitakmörkin. Þjóðviljinn er kampakátur af þessu tilefni og segir í fyrir- sögn á frétt um málið: „Nei, takk, Norðmenn.“ Ekki leikur á tveimur tung- um, að þessi ákvörðun er runnin undan rifjum komm- únista. í ræðu sinni á úti- fundinum á Lækjartorgi sagði Lúðvík Jósepsson: „Það er hér heima sem sigur verð- ur unninn, en ekki erlendis í neinum nefndum eða ráðum eða á fundum.“ Ljóst er af þessum ummæl- um, að Lúðvík Jósepsson vill reyna að koma í veg fyrir, að við ræðum mál okkar við vini og samherja. Og raunar er líka ljóst, að hann stefnir vísvitandi að því að reyna að spilla fyrir þeirri vináttu okkar við aðrar þjóðir, sem okkur er nú nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Fyrstu orð- in, sem hann mælti, er hann kom heim frá viðræðum við vini sína og skoðanabræður í Moskvu, voru á þá leið, að við íslendingar ættum með 24 stunda fyrirvara eða kannski 48 stunda, að banna allar lendingar erlendra her- flugvéla á Keflavíkurflug- velli. Við áttum með öðrum orðum í augsýn allra að brjóta vamarsamninginn, lög- legan samning við Banda- ríkjamenn, og skapa okkur þannig óvináttu þeirra og annarra samherja okkar í At- lantshafsbandalaginu, jafn- framt því sem við lýstum því yfir í augsýn alheims, að við virtum ekki gerða samninga. Þegar Vísir spyr Lúðvík Jósepsson í gær að því, hvað hann vilji segja um nálægð rússneska flotans við ísland svarar hann: „Nú, það er auðvitað farið að tengja þetta beint við dvöl mína í Moskvu um daginn, og ég er náttúrlega talinn hafa pantað skipin?“ Enginn hefur fram að þessu brigzlað Lúðvík Jósepssyni um að hafa pantað þessi skip, nema hann sjálfur. En kannski hefur hann einhverja samvizku eftir allt, og kannski hefur dulvitundin sagt honum, að íslendingar væru farnir að sjá í gegnum þann vef, sem hann hefur verið að spinna til þess að reyna að afla íslendingum óvina sem víðast, á þeirri stundu, sem okkur ríður mest á samúð, skilningi og vináttu þjóðanna. En meðal annarra orða, hvernig væri að Lúðvík Jós- epsson skýrði íslenzku þjóð- inni frá, hvað honum og ráða- mönnum í Moskvu fór á milli. Til hvers var för hans farin? Og hver varð árang- urinn? Ekki hafa þjóðirnar austan járntjalds lýst yfir neinum stuðningi við okkur, heldur þvert á móti notað op- inbera heimsókn Einars Ágústssonar til Póllands til þess að lýsa yfir fyllstu and- stöðu við málstað okkar. En mitt í hringavitleysunni, sem umlykur vinstri stjórn- ina ætíð, er á hana reynir og kommúnistaráðherramir taka völdin, gerast þau ánægjulegu tíðindi, að Einar Ágústsson snýst með ein- beitni gegn Lúðvík Jóseps- syni. Hann lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali, að ríkis- stjórnin hefði enga ákvörðun tekið um að afturkalla þau samningstilboð, sem gerð hafa verið í viðræðum við Breta og sagði það ákveðna skoðun sína, að við þau til- boð bæri að standa, er her- skipin hefðu farið út fyrir fiskveiðitakmörkin. En eins og allir vita, hafði Lúðvík Jósepsson lýst yfir hinu gagn- stæða. Lausn deilunnar við Breta heyrir stjómskipulega undir utanríkisráðherra og eftir atvikum forsætisráðherra, en með engum hætti undir sjávarútvegsráðherra. Einar Ágústsson hefur nú tekið af skarið og sagzt ætla að stjóma þessu máli héðan í frá. Hvað sem líður afstöðu manna til samninga eða ekki samninga, er vissulega ánægjulegt að utanríkisráð- herra skuli nú hafa tekið rögg á sig og gefið afdráttar- lausar yfirlýsingar, þftert of- an í ummæli Lúðvíks Jóseps- sonar. Að vísu er það grátlegt, að mitt í öllu umtalinu um þjóð- areiningu skuli ríkisstjórnin sjálf vera sundruð nú eins og venjulega. En aUir góðir menn treysta Einatri Ágústs- syni og Ólafi Jóhannessyni betur til að ráða landhelgis- málinu til lykta en Lúðvík Jósepssyni, sem lætur stjórn- ast af annarlegum hvötum. Nú reynir á ráðherra Fram- sóknarflokksins. Ef Einar Ágústsson beygir enn einu sinni af fyrir Lúðvík Jóseps- syni eftir þá yfirlýsingu, sem hann hefur gefið, er pólitísk- ur heiður hans að engu orð- inn. Það hlýtur hann að vita, og þess vegna ætti að mega treysta því, að Lúðvík Jóseps- son verði nú loks settur ut- angarðs, þar sem hann líka á heima. EIGA K0MMUNISTAR AÐ RÁÐA FERÐINNI ? Reykjavíkurbréf *---" Laugardagur 26. maí- Loftleiðir færa út kvíarnar Fyrir skömmu hófu Loftleiðir flug til Chioagoborgar í Banda- ríkjunum, og er það ný flugleið, sem ástæða er til að ætla, að geti orðið félaginu veruleg lyfti stöng. Umsvif Loftleiða í Banda ríkjunum eru mjög mikil og meiri en menn gera sér al- mennt grein fyrir. Þar í landi þurfa menn bæðí að sýna mik- inn dugnað og útsjónarsemi til að standast hina gifurlegu sam- keppni úr öllum áttum, en það hefur Loftleiðum fram að þessu tekizt, þótt oft hafi verið við ramma.n reip að draga og hagn- aður minni en menn hefðu von- að. Flugfélag fslands hefur einn- ig verið í vexti að undanfömu- en hörð samkeppni íslenzku fiug félaganna hefur verið þeim báð- um fjötur um fót á ákveðnum flugleiðum, og hagur þeirra því lakari en ella væri. Sumir virðast álíta, að ís- lenzku flugfélögin hafi not- ið styrkja af almannafé. Því fer víðs fjarri. Hvorugt félagið hef- ur nokkru sinni fengið styrki frá ríkisvaldinu. Þetta er óllkt því, sem gerist víða annars stað- ar, þar sem ríkisvald ýmist styrk ir flugfélögin eða þau eru rek- in af ríkinu, oft með miklum halla, sem skattborgarar verða að greiða. Þrátt fyrir smæð ís- lenzku flugfélaganna hefur stjórnendum þeirra tekizt að halda svo vel á málum, að fé- lögin hafa geta staðið á eigin fótum, þótt hagnaður hafi raun- ar orðið minni en æskilegt hefði verið — og minni en segja má, að eðlilegt sé miðað við mikla veltu. Nú hafa islenzku flugfélögin uppi áform um sameiningu eða nána samvinnu með einhverjum hætti. Væntanlega verða ákvarð anir í þessu efni teknar á aðal- fundum félaganna, sem boðaðir eru sama daginn hjá þeim báð- um eftir mánuð. Er óskandi, að þær fyrirætlanir beri þann árangur, sem að er stefnt, og í öllu falli ætti að mega treysta þvi, að komið verði í veg fyrir óeðlilega samkeppni, sem bæði félögin hlýtur að skaða. W atergate-málið Undanfamar vikur hafa Bandaríkjamenn naumast rætt um annað né skrifað um ann- að en Watergate-málið svo- nefnda, sem allir hér þekkja. Stundum halda menn, að póli- tískar deilur og stjórnmálaárás- ir séu hatrammlegri hérlendis en annars staðar þekkist, en þeir sem séð hafa bandarísk blöð að undanfömu og fylgzt með frétta skýringum í fjölmiðlum, komast að þeirri niðurstöðu, að í Banda ríkjunum sé stjómmálabarátta miklu opnari en hér og raunar líka mun harðskeyttari, þegar eitthvað ber út af eða hneyksli gerast á borð við Watergatemál- ið. Athyglisvert er, að það voru bandarísku blöðin, hin óháða pressa, sem tókst að fletta ofan af Watergatehneykslinu. Her- skari blaðamanna vann að upp- lýsingasöfnun, og hver þráður var rakinn til enda, þar til nýj- ar og nýjar hliðar málsins komu í ljós. Auðvitað er þetta mál mikill hnekkir fyriir bandarískt stjóm arfar, en á þvi er þó lika önn- uf hlið. I Bandaríkjunum hef- ur blöðunum tekizt að upplýsa þetta mái, þrátt fyrir harðsnún ar tiiraunir stjómvalda til að halda því leyndu, og hver vaida maðurinn af öðrum hefur orðið að láta af embætti vegna tilrauna til að hylma yfir það. Sú staðreynd, að engu að síður hefur tekizt að upplýsa máiið, sýnir þrátt fyrir allt styrkleika bandarísks þjóðfé- lags, svo og viðbrögð almennings við uppljóstrununum. Og þegar þetta er skoðað, mættum við Islendingar gjaman Mta í eigin barm og hugleiða, hvemig gengur að fá hér upp- lýsingar um ýmislegt það, sem stjómvöld aðhafast, og hve fjarri þvl er enn, að við höfum jafn öfluga fjölmiðla, sem leyfi fá til að starfa óháð, og Banda- rfkjamenn hafa. Þróunin hefur þó verið hér í rétta átt, og von- andi tekst engum að snúg henni við, þótt tilraunir tiil þess hafi óneitanlega verið gerðar. Vandi Nixons Watergate-málið er auðvitað mikið áfall fyrir Nixon Banda- ríkjaforseta og forsetaembavtti ð í heild. Aliir virðast um það sammála, að áhrifavald hans geti aldrei orðið jafn mikið og það var, áður en þessir atburð ir gerðust. Og háværar raddir hafa jafnvel um það heyrzt, að hann yrði að hætta í forseta- stairfi, þótt heldur verði að telja ólíklegt, að framvindan verði á þann veg. Aðrir benda á, að nokkuð gott geti lei'tt af þesisu hneykslismáli. Þeir segja, að i tíð þriggja for- seta, Kennedys, Johnsons, og Nixons, hafi áhrifavald for- setaembættisins stöðugt farið vaxandi. Afflr þessir menn hafi reynt að taka til sin síaukin völd, þótt /ólíkir hafi verið að öðru leyti. Menn benda á, að Eisenhower forseti hafi gef- ið sér tíma til að spila Sína golf- leiki og ekki talið, að afflr þræð ir þyrftu nauðsynlega að vera í hans hendi. Þá hafi verið jafn ræði milli bandarísks fram- kvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds, en þvi jafnræði hafi verið raskað af þrem síðustu for setum Bandarfkjanna. Eftir reynslu þá, sem menn hafa feng ið af atburðum síðustu mánaða munu þeir verða betur á verði gagnvajrt ofurvaldi Bandarikja- forseta og starfsliðs hans. Það muni leiða til þess, að áhrifa vald annarra stofnana, einkum Bandaríkjaþings, muni fara vax andi á kostnað forsetaembættis- ins, og þannig muni stoðir lýð- ræðis styrkjast og valddreifing aubast. Um allt þetta rita menn og ræða vestan hafs öllurn stund- um, hvar í stétt sem þeir standa, og óhætt er a.m.k. að segja, að umræður þessar séu frjóar og Bandarikjamenn hafi um þessar mundir mikinn áhuga á stjórin- málunum. Útifundur ASÍ Otifundurinn á Lækjartorgi s.i. fimmtudag var svo sannar- lega hinn ánægjulegasti. Hann hófst með frábærri ræðu Geíirs Hallgrimsisonar, varaformanns Sjálfstæðisflokbsinis, og lauk með einróma samþykkt álykfcun ar, sem í senn var skorinorð og skynsamleg. Með þeirri ályktun var staðfest sú stefna, sem hef- ur verið í mótun undanfarnar víkur, eftir að Bretar gerðu al- vöru úr hótun sinni um að beita okkur vopnavaldi. Eftir einróma samþykkt þeirrar áiyktunar ætti ekki að þurfa að óttast, að nein- um takist að spffla þeirri einingu, sem þjóðamauðsyn er að haldist. 1 upphafi tfflögunn- ar voru Bretar að sjálfsögðu for dæmdir fyrir árás sina, en síð- ar segir: „Fundurinn skorar á rík-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.