Morgunblaðið - 27.05.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1973 Eliszahet Ferrars: Safníaróa i daurisran haíði nú samt verið nærgætinn í sambandi við hana og hlíft henni eftir þvx sem hann gat. í>að brakaði í grein, skammt frá henni. Hún hrökk við. Hún var nú ekki alveg viss um, að það hefði verið þetta hljóð. Hún hafði verið svo niðursokkin í hugsan ir sínar, og varla vitað hvar hxin var stödd, enda þótt hún gæti nú séð móta fyrir kyrrlát- um trjánum. Þetta hljóð hafði sennilega verið frá einhverju, sem hafði dottið niður af brotn- um greinunum, eða kannski fugl að klóra i fallið laufið. En hvað sem því leið fannst henni nú ráð legna að flýta sér. Hún gekk nokkur skref áfram en stanzaðl svo aftur Hún þóttist alveg viss um að hafa heyrt eitthvert ann- að fótatak en sitt eigið. En þegar hún staðnæmdist, var samt ekkert að heyra nema skrjáfið í laufinu. Hún ýtti ein- hverjum greinum frá sér og hélt áfram. En nú heyrði hún fótatakið, alveg greinilega. Það nálgaðist óðum. Sem snöggvast varð hún alveg máttlaus af skelfingu, en svo tók hún til fótamna. Hún kom að skarðinu í girðingunni, þaut gegnum það og hljóp svo áfram, eftir jaðrinum á akrin- um, sneri á sér öklann í ein- hverri holunni og fann sáran verk. . . Hann náði henni rétt strax. Hann sneri upp á handlegg hennar og greip fyrir munninn á henni. Hún reyndi að æpa upp og snúa sér undan andar- drættinum, sem hún fann á á kinm sinni og sterkum líkam- anum að baká henni, svo reyndi hún að bíta en fékk í staðinn vel útilátinn löðrung. — Haltu þér saman! Reyndu þetta aftur, og þá skal fara í verra, sagði mefmælt rödd Kev- ins Applin. — Þegiðu og þá skal ég ekkert gera þér. Hvað var hann að segja þér? Hann var dáiitla stund að átta sig á því, að hún gat ekki svarað honum. Þá sleppti hann fingrunum af munninum á henni en greip í staðinn i arm hennar, fyrir ofan oinboga, svo að fing urnir sukku í handleggsvöðv ann. — Ég var að gá að ykkur, og heyrði nokkuð af því, sem sagt var. Þið voxruð að tala um mig. Hvað sagði hann þér? — Slepptu mér! snökti hún í ofsa. — Hann sagði mér ekki neitt. Slepptu mér! — Það er lygi. Þið voruð að tala um mig sagði hann. — Hvar hefurðu verið? sagði hún. — Lögreglan er að leita að þér. Hann bölvaði gremjulega, þeg- ar minnzt var á lögregluna, og eins að heimsku hennar, ef hún héldi að lögreglan hefði auga- stað á nokkrum öðrum en hon- um. Hann herti takið. — Hvað sagði hann þér? Eitthvað um þetta bréf, var það ekki? Ég heyrði til hans. — Ef þú hefur heyrt til hans, til hvers ertu þá að spyrja mig? — Þetta bréf hefur ekkert að segja — ég fór aldrei. — Það sagði hann mér ein- mitt, sagði hún. — Það er lygi hann sagði þér, að ég hefði farið, var það ekki? — Nei, það gerði hann ekki, en hvaða máli skiptir það, hvað hann kann að hafa sagt mér? — Creed er inni hjá honum núna. Segir hann Creed, að ég hafi farið? — Það veit ég ekki. Það ætti ekki að gera þér mikið til, ef þú hefur ekki gert það. Þú hefð ir átt að segja Creed frá því öllu saman strax. — Ég fór þangað aldrei og ég hef aldrei iagt hönd á Bernice. Ég! Röddin var allt í einu far- in að skjálfa og slaknaði á tak- imu á hamdleggnu'm á Rakel. — Ég að fara að leggja hendur á barnið! Rakel veik eitt skref frá hon- um. — Mér hefur aldrei dottið í hug, að þú hafir gert það, sagðá hún. — Ég fór til að líta eftir at- vinnu i Portsmouth, sagði hann, — en ég kom aftur undir etos og ég heyrði um þetta. Ég kom heim og talaði við pabba. Hann sagði mér frá pabba þínum og krökkunum. Fólk trúir þvi aldrei, sagði hann, — en ég veiit, hvað hann hefur gert, þvi að krakkarnir sögðu mér það. Og ég veit það líka. Hann reyndi alltaf að komast að krökkunum, en af því hvernig þau eru upp- alim, hafa þau vit á að hlusta ekki á hann. En Bernice var öðruvísi. Hún þóttist vita alLt, sem hægt var að vita. Hún hefðd fartið með hverjum sem var. í þýóingu Páls Skúlasonar. — Kevin! æpti Rakel. Það var of dimmt til þess að hún sæi framan í hamm nema í móðu, en hún sá hreyfinguna á höfðinu á honum tid beggja hliða likasta hieyfingum nauts, sem ætlar að fara að stanga. — Hvað ertu að tala um? Það var eims og hann heyrðd ekki til hennar. Þessi þrjózku- legi ákafi í rödd hans, er hann bar æ óðar á, olli henni svo miklum hjartslætti, að hún náði varla andanum. — Ég skal gera upp sakirnar við hann, sagði hann. — Það sagði ég við pabba. Þá trúir fólk því kannski. En þá sá ég, að þú fórst yfir til Burdens, svo ég hleraði og heyrði, að hann var að segja þér af bréfinu. Og það gerði mig svo bálvondan, að ég var næstum búinn að gieyma til hvers ég hafði komið út. En bréfið skiptir engu máli. Hann getur sagt þeim, hvað hann viil. Þú ferð nú ton með miig núna og ég ætla að ganga frá hlutun- um, eins og á að vera. Þig skal ekki saka neitt ef þú gerir eins og ég segi. Jónsmessumót Sjóstangveiðimanna verður haldið í Grindavík föstudaginn 22. júní n.k. Farið frá Umferðarmið- stöðinni kl. 19.00. Róið kl. 22.00 og komið að landi kl. 06 á laugardagsmorgun. Verðlaunaafhending verður á laugardagskvöld. Keppt verður um hinn fagra Morgunblaðsbikar og fjölda verðlauna. Látið skrá ykkur til leiks fyrir 8. júní hjá Verzl. Sport, Laugavegi 13. Það er óviðjafnanlegt að fiska í merlandi sólskini á Jónsmessu- nótt. SJÓSTANGVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. § Hvers vegna NATO? Sigurður Gunnarsson skrifar: „Undanfarin tuttugu ár höf- um við Islendingar verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera þátt takendur í vestrænu varnar- bandalagi, þ.e.a.s. NATO. Sam- tök þessi voru upphaflega stofn uð vegna síaukinnar útþenslu- stefnu Ráðstjómarrikjanna i lýðræðisrikjum. Margar þjóðir höfðu þá þegar orðið fyrir barð inu á herrunum í Kreml, svo sem Ftonland og hluti Þýzka- lands. Hér skal aðeins, til dæm is, minnt á Berlínarmúrinn ill- ræmda, sem reistur var árið 1961. Meðal þess, sem þetta ó- fremdarástand leiddi af sér var vamarsamningur okkar við Bandaríkin. 0 „Anauð auðvaldsins“ Landfræðileg lega Islands gerir það að verkum að landið er vel til þess falið að fylgjast megi vel með ferðum rússn- eskra skipa og flugvéla á Norður-Atlantshafi. Með tilliti tii þess hvemig háttað var í öryggismálum Evrópu þegar Atlantshafsbanda lagið var stofnað, var komu vamarliðsins fagnað af lands- mönnum, utan nokkurra komm únista og annarra tækifæris- sinna. Þeir vældu um, að nú væri þjóðin komin í ánauð hjá kapitalistum! 0 Mannalæti og efndir Sá, sem hæst hafði var harð- línukommúnistinn Lúðvík Jósepsson. Talaði hann af of- stæki um Bandarikin sem of- beldisþjóð og kallaði þáverandi rikisstjóm Islands leppa heims valdasinna. Þess vegna er hjá- kátlegt að minnast þess, að er kommúnistar áttu sæti í rík- isstjórn 1958, og brottför vam- ariiðsins var til umræðu voru þessir sömu herrar svo hræddir við almennlngsálitið í landinu, að þeir þorðu ekki að láta varnarliðið fara. Þannig voru þær „sósíalísku hetjur.“ Það er almenn skoðun þjóð- artonar, að síðastliðin tuttugu ár hafi öryggi landstos verið vel borgið og hætta á kömmún- ísku einræði bafi minnkað að mun. Megi íslendingar lifa sem lengst í landinu við frelsi og lýðræði. Sigurður Gunnarsson." £ Meðferð á köttum Velvakanda hefur borizt eftir farandi pistill frá Dýravemdun arsambandinu, en þvi munu hafa borizt margar kvartanir um slæma meðferð á köttum. Kettir eru sennilega algeng- asta heimilSsdýrið, bæði í bæ og sveit. Tiltölulega auðvelt er að hafa kött á heimill — sé rétt með hann farið, en þar skortir viða mikið á. Kettlingum þarf að kenna hreinlæti og góða siði, en virðingarleysið fyrir lífi katt arins og kunnáttuleysið í með- ferð hans er oft með fádæmum. Skulu hér nefnd tvö örstutt dæmi: Kona hér í borg gaf syni sin- um kettling í einn mánuð „til þess að hann fengi að kynnast köttum“, eins og hún tók sjálf til orða. Eftir mánuðinn var lífi kettiingsins lokið. Fjölskylda fiuttist ton í hálf- karað hús, sem ekki er óalgengt hér. Bömunum var gefinn ketti ingur, sem þau höfðu meðan húsið var ekki fuliklárað. Þeg- ar allt var orðið fínt var kettin- um ekið í annan borgarhluta og skilinn þar eftir. Þetta hét á máli þessa skilningssljóa fólks „að gefa hornirn tækifæri til að bjanga sér“. Á þennan hátt verður mikið af flækingsköttum til. 0 Ekki leikfang Margir fá sér kött vegna barnanna og vist er það í sjálfu sér ágætt. Það kallar á alHt hlð bezta í börnum að strjúka þessu loðna dýri. En kötturinn er ekki leikfang fyrir böm, held ur leikfélagi. Á þessu er regin- munur. Köttur er ekki tístu- dúkka eða væludýr, sem kreist er til að fá fram hljóð. Hann er lifandi vera og bann á að meðhöndlast samkvæmt því. Kettir eru mjög frjósamir og læðurnar eignast yfirleitt kettl- inga tvisvar á ári. Þessa kettl- inga er fóik svo í vandræðum með og er að gefa út um hvipp ton og hvappinn, án þess að hafa raunverulega hugmynd um hver öriög þeirra verða. Allt þetta kettlingafargan er hreinn óþarfi. Ef dýralæknir er fenginn til að gefa læðunum hormóna- sprautur á fimm mánaða fresti er máliið leyst á einfaldan og þægilegan hátt. % Fressin Nú svo eru það fressin, sem vilja vera á látiausu flakki, eink um um nætur, og syngja þá fagra söngva stani heittelskuðu til dýrðar en nágrönnum tiil hrellingar. Einnlg hafa fxressin það fyrir sið að merkja hurðir, og reyndar hvað sem fyrir er, með miður góðri lykt, allt i þeim tiilgangi að heilla sínar út- völdu. Ekkert er auðveldara að laga. Látið gelda fresskettina. Það er gert hjá dýraiækni þegar kettl- ingurton er 4—5 mái.aða. Kött- urinn heldur sig þá heima og verður þar að auki mikin hænd ari að heimilisfólíkinu. Ekki er óalgengt að hann haldd þá á- fram að leika sér langt fram á elliár. Þvi meiri rækt, sem lögð er við uppeldi kettiings, þvi betri köttur verður hann. Og kennlð börnum að umgangast köttinn með ástúð, það verður þeim ómetanlegt.“ # í SCHAUMAN BIRKIKROSSVIÐUR BIRKI - GABON WISAPAN-spónaplötur Hannes Þorsteinsson & Co hf Skúlatúni 4 simi 25150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.