Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmai 1973næsti mánaðurin
    mifrlesu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.05.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 27.05.1973, Síða 31
MORGUNRLAEMÐ, SUNNUDAGUR 27. MAl 1973 31 1 Á flótta undan eldgosi, Kötlnhlaup. Myndin máluð 1945. Sumarsýning í Ásgrímssafni Á sunnudag verður hin ár lega sumarsýning Ásgríms safns opnuð. Fyrirkomu- lag hennar er með svipuðum haetti og áður, eru þá m.a. hafðir í huga erlendir gest- ir sem safnið skoða á sumr- in. í>vi er leitazt við að sýna sem margþættust viðfangs efni og listþróun Ásgríms Jónssonar frá aldamótum og fram á siðustu æviár hans. 1 heimiili listamannsins eru sýndar vatnslitamyndir, þar á meðal myndir málaðar i Mý vatnssveit, Sldðadal og á bernskuslóðum Ásgríms. Einn ig nokkrar þjóðsagnateikn- ingar, og ein teikning úr Njálu, — Sæunn gamla og arfasátan. 1 vinnustofu Ásgrims Jóns sonar eru nær eingöngu sýnd oliumálverk. Meðal þeirra er Flótti undan eldgosi, sem er ein af siðustu myndum hans. Einnig aldamótamynd af sama viðfangsefni. Nú er sýnt i fyrsta sinn I húsi Ásgríms olíumálverklð Hafnarfjarðarvegurinn (óveð ur í aðsigi), málað árið 1931, og hefur sú mynd verið á sýningum erlendis. Ennfrem ur verk úr Borgarfirði, frá Fljótsdalshéraði og Reykja- vík. Ásgrímssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýzku um Ásgrím Jónsson og safn hans. Einn- ig kort í litum af nokkrum landslagsmyndum í eigu safnsins, ásamt þjóðsagna- teikningum. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74, verður opið aila daga í júní, júlí og ágúst, nema laugardaga, frá kl. 1,30—4. Aðgangur ókeypis. Campora skipar gamla peronista í stjórnina Buenos Aires, 26. maí AP HECTOR Campora, sem tók við embætti forseta Argentínu í gær hefur nú skipað stjórn sína og virðist hún einkum saman- standa af gömlum fylgismönn- um Juans Peron, fyrrum ein- ræðisherra landsins. Hann hef- ur þó forðazt að velja þá öfga- menn úr röðum peronista sem eru lengst til vinstri. Til þess að halda einnig góðu sambandi við þá ákvað hann hins vegar að náða þegar alla pólitíska fanga í landinu, en þeir eru taldir vera um 500. Þessi ákvörðun hefur þegar verið fram kvæmd og tugþúsundir manna Framhald af bls. 1. áleit skipherra varðskipsins nauðsynlegt að skjóta á skipið sjáilft og var þá skotið fjórum skotum fyrir framan togarann og einu skoti í netalest hans. Við það kom leki í framskip tog- arans. Að sögn skipstjóra tog- arans voru þá allir skipverjar aftur á skipinu en aðeins tveir menn i brú. Nokkru síðar var skotið einu skoti til viðbótar og fór það í fiskilest togarans. Togarinn hélt áfram ferð sinni með 12 sjómílna hraða austur á bóginn, en var orðinn nokk- uð siginn að framan. Um kl. 15.30 voru skipin stödd skammt norðnorðvestur af Grimsey og voru þá aðrir brezkir togarar að koma á staðinn. hafa fagnað föngunum þegar þeir hafa komið út fyrir fang- elsismúrana. Campora kynnti nokkur atriði stefnuskrár sinnar á föstudags- kvöld. Hann hefur m.a. fyrirskip að að allir einkabankar í Argen- tínu, erlendir jafnt sem argen- tínskir afhendi landsbankan- um allt sitt fé en hann mun síð- an dreifa því aftur til útlána eft- ir eigin mati. , Hann lýsti því yfir að Samtök Amerikurikja, sem Bandaríkin styðja, þjóni ekki málstað Suð- ur-Ameríkurikja og loks til- kynnti hann að lagður yrði sér- stakur jarðaskattur á bændur til Everton GY-58 er 884 lestir og í eigu Consolidated Fisheries Ltd. um 21 manns áhöfn er á togaranum og auk þess er einn blaðamaður frá London um borð. Skipstjóri er George Muss- el og er hann 40 ára að aldri. Að því er segir I AP-skeyti sagði McKenzie, sendiherra að samkvæmt fyrstu fréttum sem hann hefði fengið um atburðinn þá hefði Ægir skotið „visvitandi í þeim tilgangi að sökkva Ever- ton.“ McKenzie vildi ekkert segja um 3 freigátur sem voru á næstu grösum. Atburðurinn hafði greinilega fengið mikið á sendi- herrann, að sögn fréttaritara A.P. að neyða þá til að gera bú sin arðbær. I»yrla skotin niður Saigon, 26. maí — AP ÓVOPNUÐ suður-víetnömsk þyrla var skotin niður um 45 km fyrir norðan Saigon seint á föstudagskvöid og fórust 12 manns sem með henni voru. Þyrlan var í fólksflutningum og talið er að henni hafi verið grandað með „Steria" eldflaug af rússneskri gerð. S-Vietnamska stjómin hef ur mótmælt þessu broti á vopnahléssáttmálanum og til- kynnt að hún muni leggja mál ið fyrir friðareftnrtiitissveitirn- ar til rannsóknar. • • — Olvun Framhald af bls. 32. að handsamia hann, en honum tóksit að komast undan. Þá var farið inn í Blómavai við Sigtún og spjöll uiwiin þar á blómum, en ekki var sjáanlegt að neinu hefði verið stolið. Loks var brot- izt inn í afgreiðslu Laugardals- sundtaugarinnar og þar fann þjófurien gamlan peningaskáp, sem sprengdur var upp. Ekkert hafði þjófurinn upp úr krafsinu, þar eð peniingiakassinn var ekki í notkun lenguir. - SKOTHRÍÐ Deilt um söluskatt Reglugerð og lög stangast á Á SÍÐASTLIÐNU ári var gerð sú breyting á innheimtu sölu- skaitts, að ákveðið var að inn- heimta hann mánaðarlega, í stað tveggja mánaða áður. Jafn- framt var sú breyting gerð, að skil voru gerð um leið og menn skiila imn skýrsiuim til innheimtu skattsskylda velt-u. Áður var þessum skýrslum skilað tii skatt stofunnar áður en skatturinn var fallinn í gjalddaga. Þessi breyting var túlkuð á þann hátt, að óheimilt var að skiila inn skýrslum til innheimtu manna án þess að greiðsla fylgdi. Þetta leiddi aftur til þess að skattstofan varð að áætla sölu skattisgreiðsiur aUra þeirra, sem ekki stóðu skil á skattinum á réttum gjalddögum. I söluskattslögunum er gert ráð fyrir þvi, að skili menn ekki skýrsium um söluskattsskylda starfsemi skuli skattstjórar áætia söiuskatt af starfseminni og skal ekki breyta þeirri álagn- ingu nema söluskatturinn nemi meira en 10% minna en áætlun- in en þó svo að söluskatturinn verði 10% hærri en hann raun- verulega var. Þýðir þetta í reynd 10% viðurlög. Þessum við urlögum var beitt gagnvart þeim, sem ekki stóðu skil áskatt inum á réttum tíma og þar af leiðandi skiluðu ekki skýrslu eða gátu það eklci. Mbl. hafði samband við Har- ald Blöndal, fulltrúa hjá toll- stjóraembættinu, sem sagði að málið hefði komið upp vegnia þess að eitt fyrirtæki hefði rieit- að að greiða viðurlög, þar sem það hefð'i ekki getað skilað inn skýrslum, þrátt fyrir tilraunir til þess. Talsmaður fyrirtækisins taldi þetta brjóta í bága við lög um söluskatt. Málið lægi nú fyr- ir fógetarétti Reykjavíkur og hefði verið frestað um sinn. Þróun tvítölu í persónu- og eignarfornöfnum 2. bindi í bókaflokknum „University of Iceland Publications in ÚT ER komið ritið The Pronom- inal Dual in Icelandic eftir Helga Guðmundsson, lektor. Er þetta rannsókn á þróun tvítölu í per- sónu- og eignarfomöfnum í ís- lenzku, en ásamt færeysku varð veitti íslenzka tvítölumerkingu (í við og þið o.s.frv.) lengur en önnur norræn mál. Rannsóknin skiptist í tvo meg inþætti. Annars vegar er staða tvítölunnar í fomafnabeygingu í íslenzku á elzta stigi. Hins veg- ar er svo þróun þessa beyginga- kerfis fram eftir öldum, sem leiddi loks til þess, að tvítalan sem slík hvarf, þó að tvítölu- myndimar upphaflegu varðveitt- ust (með fleirtölumerkingu). Rannsóknin er reist bæði á is- lenzkum málheimildum frá ýms- um tímum og á samanburði við hlutaðeigandi þætti í fomafna- LinguisticsÉ6 beygingu fjölmargra tungumála, bæði indóevrópskra og annarra. En sérstaklega er þó fjallað um sams konar viðfangsefni í fær- eysku, norsku, sænsku og þýzk- um mállýzkum. Þá er stuttur kafli um lærða notkun tvitölunin- ar á 19. og 20. öld. Loks eru rita- og atriðaskrár. Bókin, sem er 140 bls., er prent uð í Fr. Bagges Kgl. Hofbog- trykkeri í Kaupmannahöfn. Rit þetta er annað bindi í bóka flokknum University of Iceland Publications in Linguistics, sem gefinn er út af Rannsóknastofn- un í norrænum málvísindum við Háskóla Islands. Fyrsta ritið í þessum flokki, The First Gramm atical Treatise eftir Hrein Bene- diktsson prófessor, kom út í nóv, Sl. — Þjóðverjar Framliald af bls. 32. ár hefðu átt sér stað regluleg skipti á sendimefndum milli Alþingis og Sambandsþingsins í Bonin. íslenzka nefndin fór utan á máinudaginn var og átti við- ræður við vestur-þýzka starfs- bræður á þriðjudag og miðviku- dag, en heim komu þingmenn- irnir á fimimtudagiinin. „Við áttum fyrsit og frenmst viðræður við nefmd þingmanna úr öllum flokkum þinigsms, en formaður þýzku nefndarinnar var Erwin Lange, sem. er einn af áhrifamestu þingmönnum þýzka Jafnaðarmianinafloldcsdns,“ sagði Gylfi. „Það var mikil þátt taka af hál'fu áhrifamikilla þing mianinia úr öllum flokkum í við- ræðunum, og leyndi sér ekki að það var fyrst og fremst vegna 'landhelgismálsins. Við gerðum að sjálflsögðu grein fyrir mál- stað íslendiniga almenn.t, og þá ekki sízt fyrir því að hagsmun- ir Þjóðverja í þessum efnum væri ólíkir hagsimunium Breta, og þess vegna algjörlega óeðli- legt að um jafn mikla samstöðu væri að ræða milli Þjóðverja og Breta í þeim viðræðum, sem átt hefðu sér stað undanfarið.“ Gylfi sagði eninfremur, að ís- lenzku þingmeranimir hefðu ver ið spurðir margs um þetta efni, og að þýzku þingmennirnir hafi virzt gera sér ljóst meginiatriði þessa máls, ekki hvað sízt eftir að Bretar hafa serat herskip imn, fyrir 50 mílurnar. „Eraginn þýzk ur þiragmaður varði þá ráðstöf- un heldur taldi málinu stefnt í fastari hnút með þessum hætti,“ sagði Gylfi. „Af hálfu þeirra var látin í ljós áhugi á því að viðræður milli íslenzku og þýzku ríkisstjórnarinnar, sem rætt hefur verið um að fram- færu í júní, gætu farið fram, sem fyrat og borið árangur á grundvelli þeirra viðræðna, er fram fóru í Reykjavík miMi fulltrúa ríkisstjórnanna 3. og 4. apríl, en þar var rætt um hug- mynd að annars koraar bráða- birgðasamniragi en áður hafði verið rætt um við Breta. Við gerðum Ijóst að meðan brezik herskip væru í íslenzki land- helgi væru viðræður við þá úti- lokaðar en ekkert ætti hins veg- ar að vera til fyrirstöðu viðraéð- um við Þjóðverja, enda væru samningaviðræðumar við Þjóð- verja komnar inm á anna-n far- veg en viðræðurnar við Breta. Við áttum einniig viðræður við errabættismenn í utanríkisráðu- neytirau og efnahagsráðuraeytirau og var þar aðallega rætt um ýmiis aitrlði í sambandi við við- skiptmál landanna, og þáð á- kvæði í samningi okkar við EBE að mikilvægar tollalækk- anir á sjávarafurðum sfkyldu ekki koma tiil framkvæmda með an við eigum í landhelgisdeil- unni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 120. tölublað (27.05.1973)
https://timarit.is/issue/115550

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

120. tölublað (27.05.1973)

Gongd: