Morgunblaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNl 1973
31
Morgunblaðsmcnn flug-u yfir Árvakur í gær og skoðuðu skemmdirnar.
— Árvakur
Framhald af bls. 32.
var þá á mjög lítilli ferð vegna
þrengsla af fyrrtöldum skipum.
Nokkru siðar eða um kl. 8.10
skar Árvakur á stjórnborðstog-
vír brezka skuttogarans Gavina
Ft) 126, sem var á þesisum slóð-
um. Sigldu þá togararnir Belga-
um GY 218 og Vivaria GY 648
og dráttarbáturinn Irishman sam
tímis á Árvakur. Irishman og
Belgaum á bakborðssiðuna, en Vi-
varia kom á stjórnborðssíðuna,
sveigði fyrir framan stefni varð
skipsins og dældaði sitefni þess.
Ekki kom leki að varðskipinu en
leki kom að skuthylki. Engin
slys urðu á mönnum við þessar
ásiglingar. Varðskipið Árvakur
er ekki búið falllbyssu.
Samkvæmt fréttatiikynningu
Landhelgisgæzliunnar hefur bráða
birgðaathugun leitt í ljós eftir-
talidar skemmdir á Árvakri:
Stefnisbogi fyrir ofan dekk hef-
ur lagzt inn, stj ómborðshom á
bakka fyrir ofan dakk hefur
lagzt inn, dæld á stjómborðs-
siðu framan við kýrauga á her-
bergi annars vélstjóra, ifjórar
alllverulegar dældir á bakborðs-
rennusteini frá brimibrjót aftur
fyrir eldhús, stór dæld á eldhús-
þili og afiturþili eldhúss, dælid og
gat irm í bakborðsréttihyllki að
aftan og þiil réttihylkis gengið
iinn í stýrisvélarrúm. Dæld á bak
borðshomi að aftan og gat á
efra skutlhyliki.
SCYIXA SIGLDI Á MILLI
LUCIDA OG I>ÓRS
Blaðamaður og ljósmyndari
Morguniblaðsins filugu yfir mlðin
ausfcur af landinu i gær, þar sem
brezku togaramir voru á veið-
urn. Fyrst var komið að varð-
Skipinu í>ór, er sigldi í norð-
austurátt 25 sjómiilur austur af
Kambainesi. Um klukkan 14.30
var flogið yfir vifcaskipið Árvak-
ur, sem þá var á sigiingu rétt
austur af Kamibain'esi. Sikemmd-
imar á .skipimu sáust mjög
greinilega. Stetfni Skipsins var
veruilega laskað og eins sást
dæld á bakborðshorni skipsims.
Að öðru leyti virtist aillt vera í
lagi með skipið, og skipverjar
veifuðu óspart til flugvélarinnar,
er hún sveimaði yfir skipinu.
Um klukkain þrjú flugum við
svo á nýjan leik yfir varðs'kipið
Þór, þar sem það stefndi i átt
til brezku fcogarainna, er voru 20
til 25 isjómilur inmain við fisk-
veiðitakmörkin austur af land-
inu. Um svipað leyti kom
freigátan Scýlla nð I»ór og
fylgdi honum eftir. Þór stefndi
þá í átt að þremur brezkum
toguruim, er voru þarna i hnapp.
Meðal þeirra var fcogarinn
Vívaría GY 648, er tók þátt í
ásiglingumni á Árvakur.
Herskipdð fylgdi Þór fiast eftir
og sigldi þvi sem næst samhliða
hamiim. Laiuist fyrir (klukikan
fjögur, þegar Þór átti skammt
eftir að togaran'um Vívaría GY
648 saraeri hann við og hélit í átt
að togaranum Lucida H 403, er
var í öðrum hópi brezkra tog-
ara þar í náind. Scylia ifylgdi Þór
emn faist eftir og sigldi á milM
hians og Lucida. Er við flugum
yfir, var Lucida að toga inn
vörpuna.
Um fjögurleytið flaug brezk
Nimrod-þota yfir svæðið, þar
sem togairarmir voru .að veiðum.
Hún fliaug mjög lágt og hvanf
fljótt. 1 hvent si5rm, er Þór
reymdi að nálgast Lucida, sigldi
hersikipið á máilli, og um kiiukik-
an hálffimm kom dráttarbátur-
inn Irishman herskipinu til að-
stoðar og stefndi belnt á Þór.
Skömmu síðar sntari Þór enn við
og í átt að Lucida, en Scylla
kom enm á milli þeirra. Varð-
skiipið sigl'di síðan í norðaustur-
átt og herskipið fylgdi því fast
eftir.
Laust fyrir kiuikíkan fimm
komuim við að brezka eftirlits-
skipinu Ranger Briises og togair-
anum Gavina FD 116, en Árvak-
ur Skar á togvlra hanis um kl. 9
í gærmorgun.
Bliíðskaparveður var á miðun-
um austur af landiniu í gærdag
og slétfcur sjór.
UMMÆLI EINARS
ÁGÚSTSSONAR
Einar Ágústsson, utanríkis-
ráðherra fcallaði í morgun á
sinn fund John MacKenzie, sendi
herra Bretlands og bar fram við
hann harðorð mótmæli ís-lenzku
ríkisstjómarinnar vegna ásigl-
inga dráfctarbátsins Irishman og
brezfcra togara á varðskipið Ár-
vakur.
Morgunblaðið hafði samband
við utanrikisráðherra og spurði
hann hvað hann vildi segja um
þennan síðasta atburð í land-
heigisdeilunni: ,,Ég er mjög
hneykslaður,“ sagði ráðherra,
„á þessum ásiglinguim, bæði
brezku dráttarbátanna og ann-
arra brezka skipa á óvopnað
varðskip. Ég tel þennan atburð
mjög a’- arlegan."
IIMMÆLI MAC KENZIES
Morgun.blaðið hafði samband
við sendiherra Breta á íslandi,
John MacKenzie, og spurði
hann um álit hans á siðustu
atburðum.
Hann sagðist í fyrsta lagi
ekfci vera tilbúinn að ræða um
það hvar Árvakur væri staddur,
en hins vegar kvað hann þá
hafa allt aðrar upplýsingar um
þennan atburð en þær sem
Hannes Jónsson blaðafulltrúi
ríkisstjórnarinnar hefði gefið
erlienduim fréttamönn'um í Kjar-
valsstöðum í gær, en þar sagði
Hannes að Árvakur væri að
sökkva.
Mac Kenzie sagði að hvorki
dráttarbátamir né brezku tog-
ararnir hefðu sigiit á Árvakur,
en hins vegar hefðu skipin
rekizt saman þegar dráttarbát-
urinn var að reyna að hindra
það að Árvafcur klippti á togvíra
brezfcs togara og hefði verið
orðið mjög þröngt um skipin
þarna þar sem fleiri togara bar
að.
YFIRLÝSING ÍSLENZKU
SENDINEFNDARINNAR
HJÁ S. Þ.
1 New York tilkynnti íslenzka
sendinefndin hjá Sameinuðu
þjóðunum að brezka freigáitan
Scylla hefði „aðstoðað við að
sigla á“ Árvakur við suðaustur
strönd íslands, segir í frétt frá
AP.
Sendineíndin sagði að sam-
kvæmt upplýsingum frá Reykja-
vik hefði freigátan verið tij
taks og aðstoðað við að koma
i veg fyrir flófcta óvopnaðs ís-
lenzfcs dráttarbáts meðan drátt-
arbáturinn Irishman og togar-
arnir Gamina, Belgaum og
Vivaria hefðu sig'it á hann hvað
eftir annað.
Taismaður sendinefndarinnar
tófc fram að brezku togararnir
hefðu verið 11 í hnapp, að Ár-
vakur hefði sigið en ekki sokk-
ið, og að Einar Ágústsson utan-
ríkisráðherra hefði móbmælt við
Jóbn MacKenzie sendiherra.
FRÁSÖGN BRETA
Fréttir Breta af atburðunum
eru mjög ósamhljóða fréfct land-
helgisgæzlunnar af atburðinum.
Brezka togarasambandið til-
kynnti þannig að íslenzkuir fall-
byssubátur hefði siglt á tvo
brezka togara og brezka utan-
ríkisráðuneytið sagði í yfirlýs-
ingu að til þessara atburða hefði
einigörugu komið vegna áráisarað
gerða íslenzfca varðskipsins.
Talsmaður brezka togarasam-
bandsinis sagði að gat hefði kom
ið á annan togarann sem Árvak
ur hefði siglt á, Belgaum. Sagt
er að Irishman haifi reynt að
koma i veg fyrir áreitni Árvak-
urs, eins og það cr orðað, siglt
milli hans og Vivaria og siðan
lient i árekstri við Árvakur. Hins
vegar hafi skemmdir orðið litl
air á skipunum. Síðan hafi Irish
man afstýrt annarri tilraun Ár-
vafcuirs til að nálgast togarana.
Talsmaðurinn segir að freigát
an Scylla hafi verið í grenndinni
en efcki lent í áreksfcrinum þótt
það hafi reynt að sfcía fallbyssu
bátnum og togurunum í sundur.
Talsmaður flotans í London
sagði að Árvakur hefði haft i
frammi „alls konar áreitni".
Talsmaður togarasambandsins
sagði að staðbæfingar stjórnar-
inniar i Reykjavík virtust úr
lausu lofti gripnar. Hins vegar
sagði hanh: „Ég held að dráttar-
báturinn hafi í raun og veru
siglt á fallbyssubátmn í fyrsta
tilvikiniu, en fallbyssubáturinn
skemmdist ekki alvarlega og því
fór fjarri að hann væri að
sökfcva. Árvakur hélt áfram að
klippa á vira tveggja togara og
sigldi á þá og það sýnir að hann
var ekki að sökkva. Þetta virðist
alger'lega úr lausu lofti gripið.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins viðurfcenndi að
dæld hefði komið á stefini Árvak
urs i áreksbrinum. Hann sagði að
engum Skotum hefði verið skot-
ið „eins og í fyrri svipuðum at-
burðum," en sagt var að brezka
stjómin væri að semja mótmæli
vegna aðgerða Árvakurs er yrðu
send islenzfcu stjóminni.
Yfirlýsing brezka utanrí'kis-
ráðuneytisins um málið fer hér
á eftir.
YFIRLÝSING BREZKA
UT ANRÍKISRÁÐUNE Y1ISINS 1
„Frásögn talsmanns islenzku
stjórnarlnnar af atburðunum í
dag er illgirnislega villandi. Til
þessara atburða kom eingöngu
vegna árásaraðgerða íslenzka
varðskipsins er það reyndi að
trufla löglegar veiðar brezku tog
arainna á úthafinu. Lýsing ís-
lenzka talsmannsins á skemmd
um á islenzka varðskipinu eru
gróflega ýktar. Hér fara á eftir
staðreynd r málsins samkvæmt
þeim upplýsingum, er okkur hafa
borizt:
Þegar Grimsbytogarinn Viv-
aria var að taka inn vörpu sína
snemma í morgum nálgaðist ís-
lenzka varðskipið Árvakur togar
ann til að trufla hann, en drátt-
arbátu.rlnn Irishman vék varð-
skipinu frá, og straukst þá við
bakborðshlið Árvakurs. Eftir
þetta reyndi varðskipið á ný að
ónáða togaranm. Dráttarbáturinn
kom í veg fyrir að þessi síðari til
raun tækist, og hélt svo varðskip
inu burtu frá togaranum. Sam-
kvæmt könnun frá brezkum
skipum og þyrlu brezka flotans
dældaðist aðeins bakborðshlið
Árvakurs. Seinna, klukkan 8 ár-
degis, reyndi dráttarbáturinn Ir-
ishman að veiða upp togvínaw
klippur Árvakurs, sem varðskip-
ið dró á eftir Sér til þess að
klippa á víra brezka togararus.
Við það skul’u Irishman og Ár-
vakur saman og smávegis dæld
kom í skammdekk varðsk'psins.
Kiukkan 9 árd-gis hé!t Árvakuir
áfram tilraunum sínum til vira-
kl'ppinga og tókst að klippa á
yira togarans Gaviina. Nokkrum
minútum síðar olli varðskipið
með hættu’.egri s'glinigu etniti
einni ásiglingu á brezka dráttar-
bátinn og tagarann Vivaria, og
við það urðu skemmdir á stefni
Árvakurs og á brú Vivaria. Ár-
vakur sigldi einnig á Grimsby-
togarann Belgaum oig laskaði
skut hans.
Ef nokkurn tíma hefur verið
hætta á að Árvakur sykki —
sem ekki virðist vera samkvæmt
þe'm fréttum, er við höfum hér
í London — er það eingöngu sök
varðskipsins og íslenzkra yfir-
valda, sem halda fast við að beita
valdi gegn brezkum togurum við
löglegar veiðar á opnu hafi.“
— Ávinningur
Framhald af bls. 32.
Þá spurði fréttamaður Einar
hvort hann teldi ekki að Banda-
ríkjastjórn væri búin að taka af
stöðu í landhelgisdeilunni önd-
vert við það sem hún vi'ldi með
yfirlýsingum, ef hún léti fslend-
ingum varðskip í té. Einar taildl
að Bandarikjastjóm þyrfti ekkl
endilega að álíta það, en það
hefði hins vegar komið skýrt
fram að þeir vildu ekki trúa
öðru en þessar tvær vinaþjóðir
gætu af eigin rammleik leyst
þetta vandamál.
Utanrikisráðherra taldl að
heimisókn forsefcanna hefði heppti
azt mjög vel og þeim, sem stóðu
að undirbúniriigi hennar, lögreglu
og öðrum til sóma, enda þeir
aðilar staðið slg með miktlli
prýði.
Harður
árekstur
Akureyri, 1. júni.
MJÖG harður bílárekstur varð
kl. 17.15 i dag á mótum Tryg,gva-
götu og Glerárgötu, sem er aðál-
braut. Tveir fólfcsbílar skullu sam
an af miklu afli og eru þeir af-
ar i'l'la famir, sennilega ónýtir.
Tveir menn voru í öðrum bíln-
um og þrír í hinium og voru allir
fluttir í sjúkrahús vegna meiðsla.
Ökumaður annars bilsins er þó
mest slasaður, er meðal annars
lærbrotinn.
Annar bíllinn hafði verið stöðv
aður á Tryggvabraut vegna bið-
skyldu, en var siðan ekið út á
götuna aftur og hefur ökumað-
ur hans senmlega ekki séð til
ferða hins bílsins, sem í þessu
ók fram úr stórum flutningabil
og því hefur fjarlægðin verið
misreiknuð. — Sv. P.
— Borgar-
spítalinn
Framhald af bls. 14
ann úr slökkvistöð til slysa-
deildar og um skiptiborð spit-
alans. Sá sem tæki við til-
kynningunni átti síðan að
hafa samband við þann lækni,
sem var milligöngumaður,
sem mundi síðan láta kalla út
strax alla þá, sem voru á bak
vakt. Hann átti slðan að fara
að þeim dyrum, þar sem fyrir
fram hafði verið ákveðið að
komið yrði með hinm sserða
eða sjúka, og sérfræðingur-
inn skyldi þar ákveða, hvert
fara ætti með sjúklinginn, i
gjörga'ziudeild, skurðlækn-
ingadeild eða hjartasjúkdóma
deild. Þess má geta í þessu
sambandi, að um 100 starfs-
mervn spítalans höfðu sérstök
vegabréf undir höndum, sem
áttu að gefca tryggt þeim ó-
hindrað fierðafrelsi til að kom
ast tiJI vininu sinmar í spifcalan-
um, enda þótt lögreglan setti
upp umferðartálmanir eða um
ferðarfcafir yrðu af öðrum
ástæðum.
— Fyrir utan þessa sér-
stöku vakt átti spítalinn þessa
vi'ku vakt vegna bráðra sjúk-
dómstillvika og við vorum svo
heppnir, að þessa viku komu
miklu færri slikir sjúklingar
til okkar en venju'lega; síð-
ast, þegar við áttum slíka
vakt, komu 45 sjúklingar, en
þessa viku hafa aðeirvs komið
35 (þegar % sólarhringur er
eftir af vaktinni). Þrjáir skurð
stofur voru tilbúnar vegna
þessarar vaktar. Annars er
deildin yfirfull af sjúklimgum
núna. Okkur hafði verið sagt
af sérfróðum mamni, að við
því mætti búast, að af hinum
mifcia fjölda Maðamanna
kynnu 2—4 að slasast, e. t. v.
alvarlega. Ef slikt hefði kom
ið tfl, hefðu hinir spítalarnir
sjálfsagt getað lagt okkur lið.
— Eins og ég sagði áðan,
voru þessar tvær skurðstofur
ekki eingöngu fyrir forsetana,
heldur einnig fylgdarlið
þeirra, og að sjálfsögðu hefði
aldrei verið meðhöndlað fót-
brot hjá forseta á undan al-
varlegri meiðslum eða sjúk-
dómum hjá öðrum úr fylgdar
liðinu. Við ilitum á sjúkdóm-
inn á undan manninum.
Að lokum spurði blm. dr.
Friðrik, hvört hann teldi, að
þörf hefði verið á öllum þess-
um viðbúnaði:
— Já, tvímælalaust. Ef mað
ur tekur að sér eitthvert verk
efni, verður maður að vera
undir það búinn að mæta öll-
um þáttum þess. Það er
kannski hægt að segja núna,
að þessa hefði aildrei verið
þörf, en ég hefði ekki viljað
þurfa að standa upp og afsaka
undirbúningsleysi, ef eitthvað
hefði komið fyrir.