Morgunblaðið - 02.06.1973, Blaðsíða 32
nucLvsmcnR
^-«22480
tftagtitilirlafrife
LAUGARDAGUR 2. JUnI 1973
HLAÐNAR
ORKU
Æ
Arvakur mikið skemmdur
eftir ásiglingu Breta
— Að verki menn, truflaðir á
taugum og nánast geðveikir,
segir forsætisráðherra
• LAUSX fyrir kl. 7.30 í gær-
morgiin sigldi brezki dráttarbát-
urinn Irishman á bakborðsldið
varðskipsins Árvakurs, þar sem
það var statt 24 sjómílur suð-suð
austur af Hvalbak. Irishman
reyndi einnig að festa dráttarvír
i skrúfu Árvakurs með aðstoð
brezka togarans Vivaria og frei-
gátunni Scylla. Um kl. 3 í gær-
morgun skar Árvakur síðan á
togvír brezka togarans Gavina
FX) 126. Eftir það sigldu þá tog-
ararnir Beigaum og Vivaria á-
samt Irishman samtimis á Árvak
ut. Við þessar ásigiingar skemmd
l*t Árvakur talsvert, en engin
slys urðu á mönnum.
• Einar Ágústsson, utanrikis-
ráðherra, bar í gærmorgun fram
harðorð mótmæli við John Mc
Kenzie, sendiherra Bretiands,
vegna þessa atburðar. f yfirlýs-
ingu brezka utanríkisráðuneytis-
ins í gær segir, að Árvakur hafi
átt sök á ásiglingu á brezka
dráttarbátinn og togarana með
hættulegri siglingu.
C Ólafur Jóhannesson, forsæt-
isráðheiTa, sagði i útvarpi í gær,
að þessi árás á óvopnað björg-
unar- og vitaskip væri svivirði-
leg. Hér væri um sjóræningjaað-
gerðir að ræða, er sýndu, að i
raun og veru væru þarna að
verki menn, sem virtust vera
orðnir algjörlega truflaðir á taug
um og nánast væri unnt að
segja, að þeir væru geðveiklaðir.
En á sama tíma þvældi NATO-
ráðið málinu, án þess að verða
við kröfu íslendinga um, að her-
skipin verði kölluð úr landhelg-
inni.
• Er blaðamenn Morgunblaðs-
ins flugu yfir veiðisvæði brezku
togarana austur af landinu í gær,
var varðskipið hór komið á vett-
vang og freigátan Scylla F 71
sigldi á milli varðskipsins og tog
arans Uucida H 403, er varðskip-
ið reyndi að nálgast togarann, er
var að veiðum.
SIGLT Á ÁRVAKUR
Brezki dráttarbáturdnn Irísh-
matn siigldi í gærmorgun kl. 6.21
á bakborðshlið varðskipsins Ár-
vakurs, er það var staitt 24 sjó-
milur suð-suðaustur af Hval-
bak. Á þessu svæði voru þá, sam
kvæmt frásögn Landheigisgæzl-
unnar, 11 brezkir togarar auk
dráttarbátsins Irishman og frei-
gátunnar Scylia F 71.
1 fréttatiikynningu Landhelgis-
gæzlunnar segir, að við árekstur
inn hafi komið dæld i eldhús og
gat á bakborðshorn varðskipsins.
Þá segir ennfremur, að varðskip
ið hafi gætt fyilstu siigidngar-
regina.
Nokkru síðar reyndl Irishman
með aðstoð freigátunnar Scyila
að koma dráttarvír í skrúfu varð
skipsins. Klukkan rúmlega átta í
gærmorgun hafði Irishman tek-
iö dráttarvírinn inn og hóf eftir
það ásiglingartiiraunir að nýju.
Irishman sigldi aftur á bakborðs-
siðu Árvakurs ki. 8.19 með þvi
að bakka á varðskipið. Árvakur
Framhald á bls. 31
Arvakur á siglingu í gær eftir ásiglingarnar. Skemmdirnar
Mbl.: Valdís.
sjást bæði á sknt og stefni. Ljósm.
V arnarsamningurinn:
Ríkisstj órnin hefur
endurskoðun skv.7.gr,
sem getur leitt til brottfarar
varnarliðsins eftir 18 mánuði
EINAR Ágústsson, utanríkisráð-
herra, skýrði frá því í viðtali
við sjónvarpið í gærkvöldi, að
í þessum mánnði (júní) rnundi
ríkisstjómin senda umsókn til
Atlantshafsbandalagsins um end-
urskoðun á þörf fyrir vamarlið
hér á landi. Þessi yfirlýsing
u tan ri ki sráðher ra þýðir, að í
þessum mánuði hefst 6 mánaða
frestur til endurskoðunar á
vamarsamningnum, seim gert
er ráð fyrir í 7. gr. hans, en
leiði sú endurskoðun ekki til
samkomulags að 6 mánuðum
liðnum, getur rikisstjómin, hve-
nær, sem er, sagt vamarsamn-
ingnum upp með 12 mánaða
fyrirvara og verður vamarliðið
þá að hverfa úr landi að þdm
„Áviimingur fyrir Is-
lendinga að heimsókn
forsetanna66
— segir Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra
MORGUNBLAÐIfi spnrði Einar
Ágnstsson utanríkisráðherra að
þvi í gærkvöldi hvað hann viidi
segja um viðræður íslenzkra
ráðamanna við bandaríska og
franska ráðamenn. Einar kvað
forsetana hafa viljað ræða hér
heimsmálin, friðarhorfurnar og
þýðingu Atlantshafsbandalagsins
og mikilvægi Isiands fyrir það.
„Við reyndum hins vegar,“
sagði Einar, „að ræða sem mest
um landhelgismálið og þýðingu
þess fyrir Istlendinga og þýðingu
þess fyrir samskipti íslands við
aðrair þjóðir.
Niðurstöður urðu esngar, en
það er bjargföst trú mín að þess
um mönnum öllum séu þessi mál
miklu ljósari hvað okkur snertir
og þvi tel ég að nokkur árangur
hafi beinlinis orðið af fundum
þeirra fyrir okkur.“
Þá spurðum við hvort nokkuð
hefði komið fram vegna umsókn
ar íslenzku ríkisstjómarinnar að
fá bandariskt varðskip leigt til
íslands, en utanrikisráðherra
sagði að ekkert hefði komið út
úr því. Framh. á bls. 31.
tima liðnum. Kvaðst mtanríkis-
ráðherBa hafa gert Rogers, ut-
anríkisráðherrsi Bandaríkjanna,
greln fyrir þessu. Virðist því
ljóst af þessari yfirlýsingu utan-
ríldsráðherra, að ríkisstjómin
byggst nú hefjast handa um
framkv'æmd þess ákva-ðis mál-
efnasamningsins, sem if jallar um
endurskoðun og/eða uppsögn
vamarsamningsins.
Sú grein vamiarsamninigsins
við Bandaríkin, sem hér er um
að ræða, 7. grein, er .wohljóð-
andi: „Hvor ríkisstjómin, getur
ihyeinœir, sem er, að ’undanifarinni
tiikynmiin'gu til hinnar rikis-
stjómarinnar, Æarið þess á leit
við ráð Norður-Atlantshafs-
bandalagsáns, að það end'urstoði,
iivort letngur þurfi á að halda
fratmangreindri aðstöðu og geri
tiliögu til beggja ríkisstjómanna
uim iþað, hvort ®amningur þeiirra
sikuii igilda áfrarn. Ef slik mála-
leitan um endurskoðun, Mðir
ekki til þess, að ríkisstjómim.ar
verði ásáttar iinean 6 mánaða,
frá því að málaleitunin var bor-
in fram getur hvor rífcisStjórndn,
hvenær, sem er, eftir það, sagt
samningnum upp, og sikal hann
þá falia úr gildi 12 mánuðum
siíðar."
Það hefur aðeins einu simini
áður gerzt, að leitað hafi verið
tii ráðs Norður-Atlantshafs-
bandalagsin's um endursikoðun á
varnarsamninignum. Var það í
tið fyrri vinstri stjómar á áríniu
1956. Hintn 28. <marz það ár
stóðu Framsöknarflótokur, Al-
þýðufiotókiur og Allþýðubandaiag
að samþytókt tiMögu á Alþingi
um éndurskoðun og uppsögn
vamarsamninigsin's. 1 kjölfar
kosninga þá um vorið im.ynduðu
þessir fiokkar fyrri vinstri
stjóm og óskaði hún eftir end-
urskoðun vamarsaimnmgsins
Skv. 7. gr. Um hausitið var inin-
rás gerð í Ungverjaland og til
átaka kom við Súezsikurð. Eftir
þá atburði iagði fyrri vinstri
stjórn áform sím um brottlför
vamarliðsins á hillun'a. ,
Fram til þessa hefur núver-
andi ríkisstjóm sagt, að hún
mundi láta landhelgismálið
njóta algers forgangs fram yfir
framkvæmid á yfiríýsrtri stefnu
um endurskoðun og/eða upp-
sögn varnarsamningsms, en
skv. yfirlýsingu utamríkisráð-
herra í gærkvöidi, virðist sú af-
staða ekfki iengur eiga við.
Bensínið
hækkar enn
BENSÍNLÍTRINN hækkaði
um 1 kr. í gær eða úr 20 kr.
í 21 kr. Er hér um 5% hækk-
un að ræða, en nokkrir mán-
uðk eru síðan siðasta hækk
un varð.