Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 4
4
■‘'1r. !'! M, I ;| / f? ! : A í!11'!' J '!' ( 'V! ( ! * * , A H 1 r ‘ ' 'H I'.í'i
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1973
Fa
iiAim c-i KC1 r o Kl IA R
& O 1 l#% TVO 1 1 o ■ V
22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
ÍT 21190 21188
1« 25555
\mam
BILALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTIIN 29
BítALEIGA JÓNASAR & KARLS
Ármúla 28 — Sími 81315
SKJK“ trausti
ÞVERHOLT 15ATEL. 25780
BÍLALEIGA
Kveldúlfsgötu 19,
sími 93-7298.
I
ÁLFNAÐ ER VERK
ÞÁHAFIÐER
KSAMVINNU8ANKÍNN
SKODA EYÐIR MINNA.
Skodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
‘ > SÍMI 42600.
NYKOMIÐ
frá LIMCO, MOBIL, FOMOCO
og MOPAR
BÍLALAKK, GRUNNUR,
SPARSL, ÞYNNIR og fleira.
H. Jónsson, & Co.,
Brautarhofti 22, sími 22255.
ÓLafur bendir
á ágreining
við Björn
Höfuðeinkenni á núverandi
ríkisstjórn hefur frá öndverðu
verið innbyrðis sundurlyndi
og ágreiningur milli ráðherr-
anna. Siðastliðinn laugardag
voru tvö ár liðin frá myndun
ríkisstjórnarinnar. f viðtali,
sem Þjóðviljinn birti af því
tilefni við Ólaf Jóhannesson,
forsætisráðherra, ketnur m.a.
fram, að ráðherrann ieggur
mikla áherziu á, að ríkisstjórn
inni muni takast að efna fyir
heit sitt um 20% kaupmáttar
aukningu á tveimur árum.
Um þetta fyrirheit ríkis-
stjórnarinnar segir forsætis-
ráðherra orðrétt: „Það er mín
skoðun, að þessn marki hafi
verið náð. Ég veit að visu, að
lengi má deila um kaupmáttar
aukningu, og hægara er að
mæla kauphækkanirnar beint,
en ég tel, að þetta standist og
hygg, að útreiknigar hlut-
lausra aðila muni staðfesta
það. Hitt er svo annað mál,
að það gerðist, sem við höfð
um ekki reiknað með, að þessi
kauphækkun fór í gegnum
allt kerfið, sem ekki var nó
meiningin/ ‘
En hvers vegna ætli forsæt
isráðherrann noti einmitt
þetta tækifæri til þess að
halda því fram fullum fetum,
að ríkisstjórnin hafi þegar
efnt þetta fyrirheit. Með hlið-
sjón af því, að ráðherrarnir
hafa öllu öðru fremur lagt
kapp á að sýna fram á ágrein
ing sín á milli, mætti jafnvel
ætla, að forsætisráðherra
hafi með þessu verið að bjóða
Björn -íónsson velkominn í
ríkisstjórnina. Björn Jónsson
sagði nefnilega fyrir skömmu
að engar horfur væru á, að
stjórninni tækist að efna
þetta fyrirheit.
Nýja ráðherranum fórust
svo orð um þetta atriði stjóm
arsáttmálans: „Hitt má svo
um deila, að margt hefur far-
ið á annan veg en ætlað var,
þegar þessi yfirlýsing var gef
in. Þessi yfirlýsing var ekkerí
loforð, sem verkalýðshreyfing
in getur gengið að sem vísu
og krafizt efnda á. Þessi yfir-
lýsing olli ánægju á sínum
tíma og hafði áhrif á seinustu
kjarasamninga. Hins vegar
verða það vonbrigði, ef þetta
álit ríkisstjórnarinnar stenzt
ekbi ,sem ég tel ekki neinar
horfur á.“
Forsætisráðherrann leggiir
áherzlu á ágreining við nýja
ráðherrann á fleiri sviðum. í
viðtaii við dagblaðið Tímann
segir hann: „Verðbólguþróim-
in hefur verið hér meiri en
við hefðum viljað. Það hefur
heldur alls ekki verið á valdi
ríkisstjórnarinuar að ráða við
vissa þætti sem stuðlað hafa
að verðbólgu hér á landi. Er-
lendar gengisbreytingar og
verðbólga og stórkostiegar
verðhækkanir á heimsmarkaði
á mörgum helztu innflutnings
vörum okkar hafa dunið yfir.“
Björn Jónsson sakaði á hinn
bóginn rikisstjórnina um að
bera ábyrgð á efnahags- og
verðbólguvandanum, er hann
sagði fyrir skömmu: „Vinnu-
timastyttingin hefur verið at-
vinnuvegunum dýr; þetta var
stórfeild aðgerð og dró mjög
ór möguleikum til kjarabóta,
Grunnkaupshækkanir hafa
orðið miklar, en þjóðartekj-
urnar hafa ekki vaxið eiiw
mikið og sérfræðingar ríkis-
stjórnarinnar gizkuðu á . . .
Ýmiskonar ráðstafanir hafa
leitt af sér stórkostlegar verð
hækkanir. Þær hafa t.d. orðið
miklar í þeim geira sem stjórn
völd ráða yfir. Heildamiður-
staðan er því só, að ekki er
unnt að eygja grundvöll fyrir
verulegum almennum kaup-
hækkunum."
Þannig telur forsætisráð-
herra að rætur verðbólgu-
vandans megi ailar rekja til
erlendra verðhækkana, en nýi
félagsmálaráðherrann kennir
aðgerðum ríkisstjórnarinnar
um. Forsætisráðherra hefur
gTeinilega þótt rétt og skylt
að benda þjóðinni á þennan á
greining, enda væri það harla
kynlegt, ef einhverjir tveir
ráðherrar í þessari rikisstjóm
yrðu sammála um eitthvert
atriði.
spurt og svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hringið i síma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um
Lesendaþjónustu Morg-
unblaðsins.
AKVEGIB FYRIR
REIÐHJÓL
Kristín Ágústsdóttir, Safa-
mýri 43 Reykjavík, spyr:
Hvers vegna eru ekki gerð-
iir hjölreiðavegir meðfram
gangstéttum eða akbrautum
og varna með því fjölmörg-
um umferðarslysum á börn-
um?
Guttormur Þormar, hjá
gatnamálastjóra, svarar:
Skv. skipulagi Reykjavíkur
er ekki gert ráð fyrir sérstök
um hjólreiðastígum. Hjólreið
ar eru ekki stundaðar hér í
það rikum mæli, að nauðsvn
sé talin til að gera sérstaka
stíga fyrir þær, enda yrði
slíkt kerfi mjög dýrt. Hins
vegar er gert ráð fyrir, að
gangstígakerfið verði jafn-
framt notað til hjólreiða, enda
eiga gangandi menn og reið
hjól mun betur saman í um-
ferð en reiðhjól og bifreiðar.
Gangandi umferð á þessum
stígum er yfirleitt mjög lítil,
en verið getur, að skipta ætti
stígunum í miðju með mál-
aðri línu mil'li gangandi og
hjólandi manna. Nú þegar eru
ganigstéttir meðfram aðalum-
ferðargötunum, t.d. Miklu-
braut, notaðar til hjólreiða.
Það samræmist að vísu ekki
umferðarlögum, sem banna
hjólreiðar á gangstéttum, en
þau munu aðallega miðast
við fjölíamar gangstéttir í
þéttbýli. Líklega þarf því að
koma til lagabreyting og þeir
gangstígar, sem jafnframt
eru ætlaðiir til hjólreiða þurfa
að merkjast sérstaklega sem
slíkir. Eru mál þessi nú í at-
hugun.
SÉRMENNTUN
TRYGGINGALÆKNA
Svanlaug Uöve, Reynimel
86, spyr:
1. Hvaða sérmenntun þurfa
þeir læknar að hafa, sem
mæla og meta orkutap fólks,
hvort heldur er af völdum
slysa eða sjúkdóma?
2. Hafa þeir læknar, sem
starfa á vegum Trygginga-
stofnunar ríkisms, slika
menntun?
3. Hvers vegna rannsaka
ekki læknar Tryggingastofn-
unarinnar fólk, sem lei'tar til
þeirra, í stað þess að láta það
gera grein fyrir efnahag sín-
um, þó einhliða, þannig að
aðeins er spurt um eignir en
ekki skuldir?
Örn Eiðsson, Trygginga-
stofnun ríkisins, svarar:
1. Engin ákvæði eru í lög-
um um sérmenntun trygg-
ingalækna.
2. Sjá svar við 1. spurn-
ingu.
3. Yfirleitt rannsaka trygg
ingalaeknar fólk, sem tii
þeirra leitar og ævinlega, ef
um það er beðið, en fyrir kem
ur að umsögn heimilislæknis
eða sérfræðinga er látin
neegja, þegar örorka er met-
in.
Varðandi síðari hluta spurn
ingarinnar er það að segja,
að tryggingalæknar kanna
ekki efnahag að öðru leyti en
því, að þeir spyrja um vinnu
getu sjúklings. Hins vegar
kannar Lífeyrisdeild Trygg-
ingastofnunar ríkisins efna-
hag og félagslegar aðstæður
sjúkiings, þegar bótaupphæð
er úrskurðuð, ef örorka er
metin undir 75%.
• Cream í augum
Jack Bruce
JACK BRUCE, einn albezti
bassaieikari, sem fram hefur
komið í poppheiminum, ræddi
fyrir nokkru um feril sinn og
tónlist í viðtali við Melody
Maker, og hér verður birtur
sá kafli úr því, sem fjallar um
Cream:
„Cream fór aldrei af stað
með því hugarfari að verða
sigursæl. Við ætluðum okkur
bara að skapa tónlist og svo
hittist á, að við urðum vin-
sælir. Það skrítna með Cream,
hvað England snerti, var, að
við slógum ekki í gegn fyrr
en með siðustu hljómleikun-
um í Albert Hall (London). I
Bandarikjunum slógum við í
gegn í annað skiptið, sem við
fórum þangað. Ég held, að
Cream hafi aldrei fyllt hljóm-
leikasal í Bretlandi fyrr en
með Alliert Hall hljómleikun-
um.
Það var leiðinlegt, því að
sennilega hefði hljómsveitin
haldið áfram, ef hún hefði
hlotið meiri hvatningu frá að-
dáendunum. Þetta var allt á
brattann fyrir okkur. Ég býst
við, að einhverjir gamlir
Cream-aðdáendur komi að sjá
okkur núna (nýju hljómsveit-
ina hans, West, Bruce og
Laing), en ég held, að við fá-
u m aðallega nýrri áhorfenda
hóp, sem er frábært. Við leik-
um fyrir mikiu yngri áheyr-
endur, skólakrakka, og sumir
þeirra, sem ég hef talað við,
vissu ekki einu sinni, að ég
hefði verið í Cream.
Cream er nafn, sem þeir
hafa heyrt einhvern tíma fyr-
ir löngu. Ég sá kvikmyndina
um Alliert Hall hljómleikana
í sjónvarpi um daginn og
þetta var í fyrsta skipti, sem
ég sá hana. Það sló mig þá,
að Cream var raunverulega
mjög góð hijómsveit. Um
skeið hafði mér fundizt, að
hún væri ekki eins góð og
fólkið hélt að hún væri, en
ég hef upp á síðkastið verið
að hlusta á verk hennar upp
á nýtt og nú finnst mér, að
hún hafi verið betri hljóm-
sveit en nokkrum okkar i
hljómsveitinni fannst á þeim
thna. Ef við hefðum virkilega
vitað hvað góðir við vorum og
gátum síðar orðið, þá er ég
viss um, að við hefðum gefið
hljómsveitinni meiri mögu-
leika á að þróast.
Ég held, að beztu verkin
okkar, fyrir utan sólóin í hita
augnabliksins, hafi verið á síð
ustu plötunni, lög eins og
„Badge“ og fleiri. Við vorum
virkilega að komast í viðkunn
anlegan stíl, en við héldum
ekki áfram. Á sinn hátt var
það líka gott, en það var
skömm að því, að verk Erics
og Gingers, og í minna mæli
mín, hliitu ekki þá viðurkenn
ingu sem þau áttu skilið. Mér
finnst meira að segja, að
Blind Faith hafi verið stórkost
leg hljómsveit, en allir hnýttu
í hana þá. Að mínum dómi
var hún bezta hljómsveitin á
þeim tíma.
Mér fannst, að síðari verk
Erics væru stórkostleg Hka og
hefðu átt að vera meðtekin
sem slík. Airforce Gingers var
einstæð tilraun til að gera eitt
hvað öðru vísi, en fólkið gerði
lítið úr henni. Ég hef komizt
að raun um, varðandi aUt
það sem ég hef gert, síðan ég
var í Cream, að fóikið hefur
gert lítið úr því, áður en það
heyrði það, því að í huganum
hefur það haldið, að þetta
gæti ómögulega verið eins
gott og það, sem Cream
gerðu.
I raun og veru liefur allt,
sem ég hef gert síðan í Cream
verið skref fram á við, bæði
hljómsveitin Uifetime og þessi
hljómsveit.“
Jaek Bruce.