Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLl 1973 23 Minnings Björn Kristjánsson fyrrv. alþingis maður og kaupfélagsstjóri Bjöm Kristjánsson, fyrrvemndi alþingismaður og kaupfélags- stjóri á Kópaskeri, andaðist himn 10. þ. m. á Landakotsspítalanum, 93 ára að aldri. Hann hafði jafn- an verið heilsuhraustur, en verið rúmfastur síðustu áriin og hélt fram undir ævilok ágætu minni, en var á efstu árum orðinn bliind- ur. Hann verður jarðsettur að Vikiingavatni í dag, en 16. þ. m. hafði farið fram minningarat- höfn um hann í Dómkirkjunni. Með Birni Kristjánssyni er fall inn frá þjóðkunnur maður eftir langa og viðhurðarí'ka ævi. Hann var fæddur að Vikinga- vatni í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu hinn 22. febrúar 1880. Voru foreldrar hans Krist- ján Kristjánsson, bóndi að Vík- ingavatni, fæddur 13. nóv. 1861, d. 2. janúar 1951, 89 ára að aldri, og kona hans Jónína Aðalbjörg Þórarinsdóttir, bónda að Víkinga vatni, Bjömssonar, Þórarinsson- ar, Pálssonar, Arngrímssonar. Voru þessir forfeður Björns bændur að Víkingavatni hver fmm af öðrum frá því í byrjun 18. aldar. Rekja þeir ætt sína til Arngríms Hrólfssonar, sýsdu- manns að Laugum í Reykjadal. Kristján Kristjánsson frá Ær- lækjarseli, faðir Bjöms, var þriðji maður frá hinum kynsæla Sveini hreppstjóra Guðmunds- syni að Hallbjamarstöðum á Tjör nesi, en hann og kona hans, Mar grét Jónsdóttir, eignuðust 10 börn, 2 syni og 8 dætur, sem þau ólu upp og komu til manns á hinum mestu harðindaárum, sem yfir Island hafa gengið, Móðu- harðindunum. öll giftust börn þeirra hjóna og þóttu í sumu tilliti vera af- bragðs gáfum gædd. Meðal afkomenda þeirra hjóna að Hallbjarnarstöðum er fjöldi nafnkunnra manna, sem flestir eiga lengra að rekja ætt sína til þeirra en Bjöm Kristjánsson, sem var fjórði ættliður frá Sveini, þannig: Ólöf Sveinsdótt- ir — Sigurveig — Kristján — Björn. Faðir minn, Benedikt Svedns- son, yngri, alþingisforseti, sá Ólöfu Sveinsdóttur að Víkinga- vatni í frumbernsku siinnd rétt fyrir 1880, þá orðna blinda. Sá hann á ævi sinni afkomendur þeirra Hallbjarnarstaðahjóna í 6 ættliði. Mun það vera fátítt að sami maður sjáii svo marga ætt- liði sömu ættar. Guðný, móðir Kristjáns FjaUaskálds, var dóttir Sveins á Hallbjarnarstöðum. Sveinn Þórarinsson, amtsskrifari, faðir riithöfundarins heimsfræga, Jóns Sveinssonar, Nonna, var fæddur í Kilarkoti, næsta bæ við Víkingavatn, hinn 17. marz 1821, d. 16. júlí 1869. Andaðist hann á Akureyri af harðrétti, svo sem ráða má af frásögn í ritinu Amma, 2. hefti, bls. 40—53, sem Finnur Sigmundsson, landsbóka- vörður, gaf út. Móðir Sveins Þór- arinssonar var Björg Sveinsdótt ir frá Hallbjarnarstöðum. Á ní- tjándu öldinni var oft neyðar- ástand víða um land, þótt furðu mörgum Islendingum sé það nú ókunnugt. Víkingavatnsættin og ætt Gott. skálks Pálssonar á Fjöllum koma saman á margvíslegan hátt, þótt það verði ekki rakið hér. Móðir Björns Kristjánssonar var eins og áður segir Jónína Að- albjörg Þórarinsdóttir, Björnsson ar, bónda að Víkingavatni. Systir Þórarins var Ólöf Björnsdóttir, gift Magnúsi trésmið Gottskálks- syni Pálssonar og voru þau for- eldrar þeirra Sveins Magnússon- ar, gestgjafa og söðlasmiðs á Húsavík, föður Benedikts Sveins sonar yngra og bræðra hans, Baldurs ritstjóra og Þórðar aðal- bókara Búnaðarbankans og Björns bónda, föður Benedikts skóiastjóra og rithöfundar á Húsavík, föður Guðmundar Benediktssonar, ráðuneytisstjóra og þeirra systkina. Bróðir Jón- ínu, móður Björns Kristjáns- sonar, var Björn bóndi að Víkingavatni, mikill gáfumað- ur, kvæntur Guðrúnu Hallgríms- dóttur og voru þau foreldrar Þór arins skólameistara, Sveins bónda að Víkingavatni og þeirra systkina. Móðursystur Björns Kristjánssonar vofu Ásta, síðari kona séra Benedikts Kristjáns- sonar að Grenjaðarstað og Siig- ríður, gift Jóhannesi Sæmunds- syni, bónda í Krossdal í Keldu- hverfi, bróður Friðriks óðals- bónda að Efrihólum í Núpasveit. Björn Kristjánsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Gunnþórunn Þorbergsdóttir, hreppstjóra að Sandhólum á Tjör nesi, Þórarinssonar og konu hans Guðrúnar Þorláksdóttur af Reykjahlíðarætt. Sonur þeirra er Þórhallur, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri á Kópaskeri, kvæntur Margréti Friðiiksdóttur frá Efri- hólum, og nú aðalféhirðir Sam- bands ísl. samvinnufélaga i Reykjavík. Seinni kona Björns er Rann- veig Gunnarsdóttir, Árnasonar, bónda í Skógum í Öxarfirði son- ar Björns bónda í Keldunesi, og li'fir hún mann sinn. Móðir Rann- veigar var Kristveig Björnsdótt- ir Gunnlaugssonar bónda í Skóg- um, en sjálf var Rannveig elzt níu systkina. Er grein um þau Skógahjón eftir Benedikt Krist- jánsson frá Þverá í Öxarfirði á- samt mjög ítarlegum ættartöl- um þeirra í Nýjum kvöldvökum LV. áir, er út komu 1962. Börn þeirra eru: Gunnþórunn, síðari kona Bjarna Guðbjörnsson ar bankastjóra og alþingismanns á ísafiirði, Gunnar Kristján, verk fræðingur, kvæntur Lovísu fóst- urdóttur Sigurjóns Jónssonar hér aðslæknis á Dalvik, Guðmundur, verkfræðingur, kvæntur Guð- laugu LoVísu Ólafsdóttur Sveins sonar í Firðd og fyrri konu ha/ns Kristbjargar Sigurðardóttur af Illugastaðaætt, Kriistveig gift Halldóri Sigurðssyni bónda á Val þjófsstað í Núpasveit og Ásta gift Birni Benediktssyni bónda í Sandfeilshaga í Öxarfirði. Á æskuárum Bjöms Kristjáns sonar fyrir aldamótin síðustu var harðæri í landi og Ameríkuferðir í algleymingi. Foreldrar hans voru þó vel bjargálna og bjuggu góðu búi á hinu forna höfuðböíi, Víkingavatni. Var þar jafnan margt manna í heimili og oft glatt á hjalla, ekki sízt þegar ungt frændfólk úr nágrenninu kom í heimsókn. Lýsti Björn sönggáfum Stefáns frænda sins, í Ólafsgerði, síðar í Grásiðu, smiðs og kvæðamanns Erlends- sonar, skálds í Ási, Gottskálks- sonar, Pálssonar, svo fyrir mér fyrir nokkrum árum. „Kvæðalögin alkunnu, „Nú er hlátur nývakinn" og „Komir þú á Grænlandsgrund" voru oft sungin í Kelduhverfi á æskuár- um minum með sama kveðandl Framh. á bls. 25 AUGLYSING FRÁ BIFREIÐUM OG LANDBÚNAÐARVÉLUM HF. SENDIFERÐABILAR TIL AFGREIÐSLU STRAX ÞETTA VAR AUGLÝSING FRÁ BIFREIÐUM OG LAN DRÚNAÐARVÉLUM HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.