Alþýðublaðið - 21.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1958, Blaðsíða 4
AlþýSublaSiS Fimmtudagur 21 ágúst 1958 ( ifrróftir X Gautaborg 16. ágúst 1958. LAGT var af stað frá Reykj a vík með leiguflugvél Loftleiða kl. 10 f. h. og lent í Gautaborg eftir rúmdega 6 klukkustunda flug, fór mjög vel um mann- skapinn á leiðinni og a’dir voru í góðu skapi. Eftir ca. hálftíma viðávöl á flugstöðinni var haldið til járn brautarstöðvarínnar, en síðan snæddi flokkurinn og lá eng- inn á liði sínu. Ég keypti sænska flþróttalaðið á járn- brautarstöðinni og þar sá ég frétt, sem . sló alla strákana mjög. Blaðið sagði frá því að Vilhjálmuj. hefði meiðzt í keppni í Vásterás og myndi varla geta keppt á EM. Þessu vill nú enginn trúa og bíða allir á ofvæni eftir því að sjá Vil- hjálm, til að fá öruggar fréttir af meiðslum hans. Þessar línur eru skrifaðar í svefnvagninum ■— en áætlað er að lestin haldi af stað til Stokkhólms eftir nokkrar mínútur. Allir eru á- kveðnir að reyna að sofa vel og fast og er ekki hægt að segja annað, en að skapið sé mjög gott. STOKKHÓLMI, 17. ág. Ræst kl. 6,10, því lestin er væntanleg á aðaljárnrautarsiöð ina eftir 18 mínúÆur, Strákarn ir vorú misjafnlega fljótir að hafa sig fram új- eins og geng- ur, en fyrstur var Husefoy. Kl. Var nákvæmlega 6,30 þegar lest in stanzaði og á brautarstöðinni tók Birgir Möller og Svíinn Er- iksson á móti Islendingunum. en þeir sjá um að landana van hagaði ekki um neitt, meðan á EM stendur. Allt var mjög vel skipulagt og eftir nokkurra mínútna dvöl á brautarstöðinni hélt flokkurinn af stað til „Vástertorpskolan11, en þar búa íslendingarnir ásamt Dönum, Belgíumönnum, írum og Aust- urríkismönnum, allt úrvalsþjóð ir. Ekki er hægt að segja annað, en að vel fari um íþróttamenn- ina, þeir eru fimm saman í her foergi og Svavar og Vilhjálm- ur, sem. fluttu í skólann í gær, létu vel y.fir rúmunum og öll- um aðfoúnaði. Um Vilhjálm er það að segja, að hann er sem betur fer ekki eins illa farinn og sænska íþróttablaðið hélt fram, en samt er um tognun í lærvöðva að ræða. Hann býst samt við að geta tekið þátt í mótinu og getur æft að vissu marki, við skulum vona hað foezta. Það er allt mjög gott af Svavari að frétta, hann hefur sett tvö met, 3:47,8 í 1500 m. í Vásterás, eins og sagt hefur verið frá, og 2:23,6 í 1000 m. hlaupi í Karlstad, en hann varð þriðji, fyrstur varð heimsmet- hafinn Boysen. Sænsku blöðin ræða mikið um EM og væntanleg úrslit. Það er mest rætt um Vilhjálm, sumir spá honum öðru sæti, en flestir þriðja, mörg blöðin segja, að Vilhjálmur sé mikill keppnis- maður og geti komið á óvart. Það sama er sagt um Valbjörn, hann er álitinn „outsider“, ~ sum blöðin tala um hann sem ,,Islands stora överraskning“. Svíarnir treysta Pettersen í hástökkinu, Trollás í 400 m. grind, Fredriksson í spjótinu og Waem í 1500 m., en hann er aftur að ná sér á strik, setti sænskt met í 1000 m. hlaupi í Vásterás, 2:19,3 mín. Örn. Stokkhólmi 18. ágúst 1958. I GÆR æfði íslenzka frjáls- íþróttaliðið á „Málarhöjdens Idrottsplats" og fylgdist fjölda áhugasamra unglinga með æf- ingunum. Þarna voru einnig írar, Belgíumenn og Austur- ríkismenn, en Danirnir koma ekki fyrr en í dag. íslenzku piltarnir voru í nýjum glæsi- legum landsliðsbúningum, blá- um buxum, hvítum treyjum, með stöfunum ,,Island“ á brjóst inu. Vakti búningur þessi mikla athygli. Þýzkir kvikmyndatökumenn sem staddir voru á vellinum, snerust í kringum Huseby, Valbjörn og Vilhjálm. Blaða- maður frá Stockholmstidning- en hafði viðtöi við þessa þrjá Og Hilmar og hélt því fram, að ísland gæti orðið stighærra en Svíþjóð ef ekkert óhapp kæmi fyrir. Útlitið virðist samt ekki gott, því hvorki Vilhjálmur eða Hilmar ganga heilir til leiks- Á æfingunni var Olympíu- meistarinn Delany frá írlandi og sneurst blaðamennirnir mik ið í kringum hann. Delany er mjög bjartsýnn, kvaðst vera í mun betri æfingu en 1956, er hann sigraði í 1500 m. hlaupinu í Melbourne. Hann væri kom- inn hingað til að sigra. Delany er mjög viðkunnanlegur og blátt áfram og hleypur fallega og áreynslulaust að því er virð- ist. Blöðin hér í Stokkhólmi segja að EM verði barátta milli hinna þriggja stórvelda á frjáls vþróttasviðinu, þ. e. Rússlands, Þýzkalands og Póllands. en í samanlögðum karla- og kvenna greinum munu Rússar samt sigra. Pólverjar eru mjög sterk ir og sama má segja um Þjóð- verTVAAtetin mgs/as AFMÆLI Reykjavíkur er af- staðið. Strætisvagnarnir voru fánum skreyttir og sjálfsagt er að bæjarbúar fagni afmæli borg arinnar með fánum. En á þessu hefur verið misbrestur. Fánar voru mjög óvíða uppi í bænum, hvernig svo sem á; því stendur. Við flöggum við öll möguleg tæikfæri, en satt bezt að segja finnst mér, að borgin ætti að vera fánum skreytt á afmælis- degi sínum. FEGRUNARFÉLAGIÐ hefur nú úthlutað verðlaunum fyrir fegurstu garðana í bænum. Ekki sakl ég leggja dóm á úrslitin, en ég sé í bréfi, sem dómnefndin hefur ritað Fegrunarfélaginu af þessu tilefni, að hún gerir að umtalsefni almenna umgengni í bænum. Ég hef nú í tvo ára- tugi litið á það sem hlutverk mitt að ræða um þetta — og margt hefur áunnizt, enda er nú umgengni sífellt að batna og er orðin allt önnur en var fyrrum. ÞAÐ ER RÉTT hjá nefndinni, að umgengni lóða við fjölbýlis- hús er mjög til vanvirðu, fyrir bæinn, fyrir íbúana í húsunum og fyrir borgarana almennt. — Margar lóðir eru í stökustu van- hirðu, en au kþess er svo illa hugsað um einstök hús, jafnvel steinhús, sem eru aðeins nokk- urra ára gömul, að undrum sætir. Menn ættu að taka sér göngutúr upp í Hlíðar. Þar gef- ur á að líta. Þar er til dæmis steinhús upp á nokkrar hæðir, sem er að grotna í sundur vegna vanhirðu, gluggárnir að fúna, — ekki verið „afpússaðir", allt að grotna niður. verja. Vinur okkar Manfred Germar er bjartsýnn og álítur, að hann muni sigra bæði í 100 og 200 m. hlaupi, hann álítur að Delecour og Hary séu hættu legustu andstæðingarnir. Germ ar segir einnig að rússneska boðhlaupssveitin muni veita þeirri þýzku harða keppni. Nú á morgun hefst mótið og úr því er tilgangslaust að spá, töl- urnar munu tala. Örn. íslandsmótið: HafnarfjörSur - Keflavík 1:1 LEIKUR Hafnfirðinga og Keflvíkinga í íslandsmótinu, í 1 fyrrakvöld, lauk þannig að keppinautarnir skyldu jafnir. Skoruðu sitt markið hvor, eft- ir allharða viðureign. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Keflvíkingar skoruðu fyrst og kom mark þeirra á 7. mín. Hægri innherjinn, Hólmbert Friðjónsson, gerði markið með góðu skoti frá vítateigi. Karl Jónsson markvörður Hafnfirð- inga, sem annars stóð sig vei í leiknum, hafði næsta litia möguleika á að verja. Hafnfirðiingar jöfnuði.i átta mínútum síðar eftir góða sókn, þá beztu, sem sást í leinkum. - Hún hófst frá vítateigi og gekk knötturinn öruggt mann frá manni og lauk með þrumu- skoti Ragnars Sigtryggssonar, h. útherja, úr ágætri sendingu frá v. útherja. Var skot Ragn- ars viðstöðulaust og lá knöttur inn í netinu, án þess að nokkr- um vörnum yrði við komið. Mikið var um fastar og óná- kvæmar langspyrnUr í leiknum, sem höfnuðu hjá mótherjum.á víxl, en minna um samleik og samvinnu. Þó áttu bæði liðin marktækifæri sem ekki nýttust. Þegar í upþhafi leiks var Ragn- ar Sigtryggsson í hinu ágæt- asta skotfæri, en skaut í hlioar- netið og tvívegis fékk iiann aft ur tækifæri en misnotaði bæði. Eftir að Hafnfirðingar kvitt- uðu jókst hraðinn og harka leiksins á báða bóga og hélzt svo út til loka. Dómarinn, Ingi Eyvinds, sem hljóp í skarðið fyrir þann sem auglýstur hafði verið, beitti hvergi nærri hús- bóndavaldi sínu af þeirri rögg semi eða ákveðni, sem nauð- synlegt var en lét leikmönnum haldast uppi ýmisskonar rassa- köst hvor í annan, olnbogaskot, hindranir og jafnvel krækjur, óhegnt. En eitt brotið bauð öðru heim. Þó kom að því að dómaranum fannst fulllangt gengið, og vaknaði sem af vond um draumi, en það var þegar einn leikmanna Hafnfirðinga, Albert Guðmundsson, kippti honum á loft, að því er hann aðspurður skýrðj frá að leik loknum, en hann vísaði Albert úr leik fyrir vlkið. Þetta skeði Ekki flaggað á afmæli Revkjavíkur Bréf nefndarinnar um útlit lóða og húsa. Farið í gönguferð upp í Hlíðar. Hekla á ekki að liggja í Kaupmannahöfn þar sem hún liggur. Áskorun á Skipaút- gerðina HÉR ER EKKI um stórt fjöl- býlishús að ræða. Ég veit ekki hvort nokkrar reglur eru í gildi um útlit húsa. En þær þyrftu að vera til. Það þarf líka að setja reglur um réttindi og skyld ur fólks í fjölbýlishúsum. Tveir lögfræðingar sitja í nefnd til að gera tillögur um þetta, en hún var skrpuð eftir að þingsályktun artillaga Eggerts Þorsteinssonar hafðj verið samþykkt. Enn hef ur ekkert heyrzt frá nefndinni. FERÐALANGUR skrifar: — ,,Eins og kunnugt er siglir m.s. Hekla um sumarmánuðina til Svíþjóð - Finnland 7-1 SVÍAR unnu Finna með 7 mörkum gegn 1 í ltmdskeppni þeirra er fræn fór £ dag í Hels ingfoi's. Fyrra hálfleik lauk með 3—ö og þeim síðai'a með 4—1. Svíar unnu einnig B-lands leik meS 3—0 og æskuleik- inn meí 5—3 eftir að hafa haft 4—0 í hálfleik. Auglýsið t Alþýðublaðáa Norðurlandanna, •— þ. e. ar s. þegar ekki er verkfall, en þau eru nú svo tíð á íslenzka sigl- ingaflotanum að nálgast algildri reglu einu sinni eða tvisvar á ári. En sleppum því. ÞAÐ SEM ég vildi gera hér að umtalsefni.er að mér finnst stað ur sá, sem skipið landar sig við í Kaupmannahöfn, vera á ein- hýerjum allra óhentugasta stað, sem hugsazt getur. Hekla liggur nefnilega við stað sem heitír Nordre Toldbod. Er staðurinn utan spor- og strætisvagnakerfi borgarinnar. Þar sem flestir þeir íslenzku ferðalangar, sem með Heklu fara í þessar ferðir, fara aðeins ef til vill einu sinni á ævinni út, og því alls ókunnir leiðum þarna þá fá sér margir bíl upp í borgina og borga 5—7 kr. danskar aðra leiðina og svipað hina. Margir kaupa eitt- hvað og eru yfirleitt nauð- beygðir til að akupa sér ,,Taxa“ þarna úteftir. ÉG SKIL EKKI í að nokkur nauðsyn sé á að láta skipið liggja svona langt úr alfaraleið og valda þannig farþegum ó- þarfa útgjöldum í dýrmætum gjaldeyri. Ég veit að fjöldi far- þega kvartar undan þessu, um leið og þeir prísa hina einstak- iega prúðu og lipru afgreiðslu allra — bæði undir- og yfir- manna um borð í skipinu. ÉG SKORA á útgerðina að gera hér á breytingu næsta ár, að láta skipið liggja á betrj stað í höfninni í kóngsins Kaup- mannahöfn." Hannes á horninu. 5 mínútum fyrir leikslok. Al- bert sagðist hins vegar hafa ýtt við honum er hann stóð í vegi fyrir honum til að sækja að mótherja, sem var að komast í skotfæri. Báðir þessir flokkar, sem þarna léku, eru skipaðir rösk- um og þróttmiklum leikmönn- um, sem kunna það mikið fyr- ir sér í knattspyrnu og hafa sýnt það áður í leikjum sín- um að þeir geta leikið miklu betur en þarna kom fram. Hér átti dómurinn sína sök á, og svo að hvorugt liðanna virtist þora að leika eins og þau gátu bezt, heldur bolast og berjast stundum tveir en oftar margir í hóp um knöttinn. En þá sjald an gerð var tilraun til sóknar og samleiks brá fyrir þeirr; knattspyrnu, sem vitað er að þessi ungu félög eiga til og geta Ieikið. Næst leika Keflvíkingar við Fram, en bæði þessi lið hafa hlotið eitt sig í keppninni. E.B. SKIPAUTGÉRÐ RÍKISINS Esja vestur um land í hringferð 26 þ. m. Vörumóttaka til áætlunar- hafna vestan Þórshafnar á morgun og árdegis- á laugar- dag. Farseðlar seldir á mánudag. Baldur til Gilsfjarðarhafna. Vörumót- taka í dag Ferðaféíag ísfands ’aiV} Frá Ferðafélagi íslands. Þrjár 1Vz dags ferðir um næstu helgi: í Þórsniörk, í land- marnnalaugar. Um Kjalveg til Hveravalla og Kerlingarfjalla. Upplýsingar í skrifstofu félags ins sími 19533. S Station bifreiðar \ S Chevrolet ‘55 ^ S Chevrolet ‘53 * S Forcl Taunus ‘58 ^ S Opel Karavan ‘54 og ‘55 ^ S Volvo ‘55 s $ Skoda ‘55 og ‘56 s S BÍLASALAN ^ ^ Klapparstíg 37. Sími 19032. S 1 tii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.