Morgunblaðið - 04.08.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1973
„VIÐ erum rétt að fara af
stað. Flugleiðir tóku form-
lega til starfa í gær, 1.
ágúst, og það tekur tíma
að. sameiningin fari að
grípa inn í starfsemi flug-
félaganna tveggja. Það er
varla tímabært að ræða
(Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)
Alfreð Elíasson og Öm Johnson ræða við blaðamann Mbl.
in eru undir einni stjóm, en
sittt í hvoru lagi til að nýta
viðsikiptaviJd og viðskipta-
sambönid beggja tii heilla íyr
ir félögin bæði og íslenzkt
þjóðfélag."
Alfreð kvað það líklegt að
samband félaganna myndi
verða nánara og nánara eftir
Flugleiðir h.f. a5 fara á loft:
flugsamgöngum ekki
innbyrðis samkeppni66
„íslenzkum
þjónað með
Rætt við Alfreð Elíasson og Örn
Johnson forstjóra Flugleiða
breytingar á starfsemi í
smáatriðum nú, því þetta
er að verulegu leyti á um-
ræðu- og undirbúnings-
stigi.“
Þetta var það fyrsta,
sem þeir Alfreð Elíasson
og Örn Johnson tóku fram,
er Morgunblaðið ræddi við
þá sL finuntudag, daginn
eftir að Flugleiðir hf. tóku
formlega við öllum eign-
um og hlutabréfum í Loft-
leiðum og Flugfélagi ís-
lands. En þeir létu þó til-
leiðast að ræða svolítið
frekar um nokkuð af því
sem í bígerð er, og þær
vonir sem bundnar eru við
þessa sögulegu sameiningu
tveggja af stærstu fyrir-
tækjum landsins.
„Það fyrsta, sem vi8 bein-
um athygli okkar aS, er öll
óeðlileg eyðsla. Að kanna
hvaða þætti starfseminnar
væri hagkvæmara að reka
sameiginlega, — og hefur
þar helzt komið til greina
t. d. rekstur farþegaaf-
greiðslna, eldhúss, flugstöðv-
arinnar á Keflavikurflug-
velli og flelra. Einnig að
koma á samræmingu á þeim
flugleiðum þar sem er óþarf
lega mikið flogið. Það þarf
að samræma áætlanir og
ferðafjölda. Þetta er mjög
viðamikið og erfitt verk, en
unnið er að þessu nú þessa
dagana í undimefnd, sem
skipuð er tveimur mönnmn
frá hvoru félagi. — Sumir
liðir þessarar hagræðingar
komast af stað strax i haust,
en annað mun taka langan
tíma, — mánuði, jafnvel ár.“
Færri ferðir til
Norðurlanda
Varðandi breytingar á flug
áætluniuim fyrir veturinn,
sagðd Alfreð, að síðastliðiinn
vetur hefðu Loftleiðir verið
með 12 ferðir á viku frá Evr
ópu til Bandaríkjanná. Nú í
vetur yrðu þær færri. Gert
er ráð fyrir um 3 ferðum til
Chicago og um 7 til New
York.
Á Norðurlandaleiðum ætla
félögin að fljúga sameigin-
lega. „Ferðimar voru of
margar til Norðurlanda, sl.
vetur og það er nauðsyn
að fækka þeim,“ sagði Öm
Johnson.
„Þetta hefur meðal annars
þau áhrif,“ sagði Alfreð, „að
Loftleiðir ætla ekki að taka
tvær vélar á leigu eins og
ráð var fyrir gert, heldur fer
örmur þeirra til Cargolux, til
þess að ferðir Flugfélagsins
standi befur að vígi,“ Flug-
áætl-uniin til Norðurlanda í
vetur liggur ekki fyrir nú,
en verið er að vinna að und-
irbúningi hennar.
Hundruð milljóna
sparnaður
Ætkmin er að reyna að
fella þá liði starfsemin.nar
saman, sem betur eru reknir
í einu lagi en tvennu, og
kemur þar t. d. til afgreiðsl-
ur erlendis, eldhús og fleira,
eins og áður segir. Þessi mál
eru þó erun á frumstigi. „En
óhætt er að segja að sá
spamaður, sem mun nást
við slíkar samræmingar nemi
hundruðum mölljóna, þótt
ekki liggi meinar ákveðnar
tölulegar áætlanir fyrir nú,“
sagði Öm.
Þeir félagar kváðu þó ekki
þurfa endilega að koma til
þess, að starfsfóTki verði
fækkað, alla vega ekki í
bráð. „Sá tími er nú að
koma, þegar fjöldi sumar-
fóiks fer að hætta. Og
kannski mua sameiningin
kioma þvi tifl ledðar, að ráðn-
img suimárfólks verði ónauð-
synleg,“ sagði Alfreð. „Stefn-
an er því sú, að segja ekki
upp fólki, en ráða heldur
ekki nýtt. Þetta er eðlileg
hagræðingaraðferð.“
Örn kvað breytingar ekki
verða verulegar fyrir starfs-
fólk félaganna; það myndi
vinna eftir sem áður að
sömu verkefnum og ekki
verða vart við sameininguna
að ráði fyrst í stað.
Til góðs fyrir
farþega
Og fyrir farþegana ætti
sameiníingin að vera til hags-
bóta. „Það er síður en svo
ætlun okkar að rýra þjónustu
við farþega okkar. Hún ætti
þvert á móti að batna, t. d.
með því að færa á einn stað
afgreiðslur, upplýsingamið-
stöðvar o. s. frv. Það verða
að vísu engar gagngerar
breytingar, sem farþegar
munu verða varir við nú
alveg á næstunini. Þeir kunna
kannski að fara að sjá ný
skiliti eða því um líkt. En
þær breytimgar sem verða,
eiga tvimælalaust að vera til
bóta.“
Varðandi mat á eignaskipt-
ingu fiugfélaganna í Flug-
leiðum hf. mun nýskipuð
matsnefnd fljótJega hefja
störf, en starf hemnar er mik
ið og kann að taka mánuði.
í henni eru Guðlaugur Þor-
valdsson prófessor, Guð-
mundur Bjömsson prófessor
og Ragnar Ólafsson, hæsta-
réttarlögmaður, og er nefnd-
in ski.puð af Landsbamkainum.
Styrkari staða
út á við
Við spurðum þá forsitjór-
ana hvort staða flugfélag-
amna út á við myncK breytast
að ráði við sarmeiítímguna.
„Hún ætti ekki að breytasit,“
sagði öm. „Þau munu halda
sínum viðskiptasamböndum,
og nýta þá uppbyggingu og
vinBældir, sem þau hafa á-
unnið sér.“
„Þetta ætti að styrkja fé-
lögin í margs konar samn-
ingum,“ sagði Alfreð Elíás-
son. „Til dæmis samningar
varðandi tryggingar og inn-
kaup ýmiss konar ættu að
geta orðið hagstæðari.“
Um Júmbó og
Fokker
í sambandi við hugsanleg-
ar breytingar á flugflota fé-
laganna, sagðí Alfreð: „Loft-
leiðir hafa látið athuga
hvaða, flugvélategund henti
bezit á þeim leiðum, sem við
fljúgum á núna. Þetta; hefur
verið gerit bæði af verksmiðj
unum og utanaðkomandi að-
ilum, og það hefur komið í.
ljós að Boeing 747 þota
(Júmbó) sé heppiliegust. En
hvenær og hvprt af kaup-
um verður er enn óvist.“
AðSpurður sagði Alfreð að
það væri ékki endilega
tregða á rikisábyrgð, sem
kærni í veg fyrtir sMk kaup.
„Við erum eimfaldlega ekki
tilbúnir til að taka ákvörð-
un um þetta nú. Þetta þarf
allt að jaftia sig.“
örn Johnson kvað allt ó-
víst iwn flugvélakaup hjá
Flugfélagi Islands. „En það
er útíliit fyrir að við verðum
að bæta við okkur Fokker
Friendsihip. Innanlandsflugið
hefur verið í miklum vexti.
Við bættum við okkur tveim
ur vélum í fyrra, en í sum-
ar hefur flugvélakosturinn
verið fullnýttur, og við verð-
um að gera eitthvað í því
máli fyrir næsta sumar.“
Stefnt að algerri
sameiningu
Þeir Öm og Alfreð kváðu
það mikinn miskilning að
sameingmgin sé i raun og
veru engin sameining, að úr
tveimur félögum hafi orðið
þrjú en ekki eitt, eins og
haldið hefur verið fram.
„Sameiningin íelat í því að
hluithafar eiga nú hluta í
báðum félögunua,\ sem rek-
því sem tímar ltðu fram. Og
kannski kæmi að því, að
alger sameLniing yrði hag-
kvæm, — það gæti tekið tvö
ár og það gæti lífca tekið tíu
ár. „Við verðum að haga
seglum eftir vindi, fara var-
lega og fyrirgera ekki nein-
um rétti. En það er steftit
að algerum samruna."
„Ég er sammála þessu,"
sagði Örn, „Allt getur
breytzt af ástæðum sem við
sjáum' efcki fyrir í; dag. Á
stofnfundi Flugleiða var á-
kveðið að félagið myndi
ekki annast rekstur flugvéla
félaganna tveggja, nema því
aðeins að samþykki % fé-
lagsstjórnar komi til. En það
er sem sagt gert ráð fyrir
þessum mögulei'ka, að félag-
ið yfirtaki lika flugrekstur-
inn.“
MHyggjum gott til
samstarfsins11
„Við Örn eigum eftir að
starfa mjög náið saman,"
sagði Alfreð Elíasson, er við
spurðum þá að lokum,
hvemig samvinnan leggðist í
þá. „Og ég get fullyrt að ég
kvíði ekki samstarfinu."
„Ég hef litlu við þetta að
bæta,“ sagði Örn Johnson.
„Við höfum uninið að þessu
saman með augun opin og
vituim að þetta er það eina
rétta. Það er oft sagt að
lenigi lifi í gömlum glæðum.
En hitt ber svo að athuga,
að það keimur að því að nýir
menn taka við með ný við-
horf. Aðalatriðið er að ís-
lendingar hafi sem b eztar
fiugsamigöngur við umheim-
inn. Og það hefur sýnt sig
í gegnium aldimar, að sam-
gönigum okikar er ekki vel
borgið ef við eigum þær und
ir öðrum. Islerwku flugfélög-
in eiga i æ meiri samkeppni
við stór, erlend flugfélög, og
við munum ekki halda velli
ef við erum að berjast inn-
byrðis."
Á. Þ.