Morgunblaðið - 02.09.1973, Page 16

Morgunblaðið - 02.09.1973, Page 16
16 MORGirNBLAÐíÐ — SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1973 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson, Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. CJ.jaldan hafa menn orðið furðu lostnari en þegar þeir lásu þau ummæli Ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra, sem birtust í fréttum á laugardag, að Nimrodþot- urnar brezku hefðu eftirlits- flug NATO að yfirskini fyr- ir njósnaflug sitt hér við land. Af þeim sökum hefði krafa um stöðvun þessa f-lugs verið send til Atlantshafs- bandalagsins. Þótti engum mikið. Raunar er furðulegt, að slík krafa skuli ekki hafa og hafi enga hugmynd um þau mál, sem efst eru á baugi. Áreiðanlega koma þessar upplýsingar forsætisráðherra eins og reiðarslag yfir þjóð- ina. Allur almenningur hef- ur litið svo á, að þetta ögr- andi njósnaflug Breta hér við land hafi ekki verið í annarra þágu en brezku rík- ingunni. Það þarf því ekki frekari vitna við. Þar með er flug þetta ekki aðeins brezkt hneyksli, heldur er það einn- ig alvarlegt íslenzkt hneyksl- ismál. Hvernig hefur íslenzka ríkisstjómin getað látið það viðgangast án þess að haf- ast neitt að fyrr en nú? Hverjum hefði getað dottið í hug, að slíkir atburðir gætu gerzt í skjóli hennar? Menn töldu að íslending- ar gætu ekki komið í veg fyrir njósnaflug Breta vegna þess að flugvélarnar væru ut- an íslenzkrar lofthelgi og samkvæmt alþjóða loftferða- samningum væri íslenzkri flugumferðarstjórn skylt að veita öllum flugvélum á svæði okkar flugleiðsögu- upplýsingar, ella fengju okk- ar flugvélar ekki samsvar- andi þjónustu annars staðar í heiminum. En nú hefur verið upplýst, ef marka lagsríkjanna misnoti Bretar bandalagið til að reka ögr- andi njósnastarfsemi á ís- lenzkum miðum fyrir sig og sinn slæma málstað. Hvers konar sambands- leysi er þetta við yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins? Get ur verið að á sama tíma og Luns, framkvæmdastjóri bandalagsins, er að vinna að lausn landhelgismálsins á bak við tjöldin, noti Bretar eftirlitsstörf á vegum At- lantshafsbandalagsins til njósna um íslenzk varðskip? Um þetta hljóta allir að spyrja eftir yfirlýsingu for- sætisráðherra. Sjálfur hefur hann svarað þessari spurn- ingu játandi, svo að ekki þarf frekari vitna við. Hér er því um hið versta hneyksli að ræða. íslendingar vita að brezki flotinn er ekki hér á miðunum fyrir áeggjan eða tilstuðlan Atlantshafs- að HNEYKSLISMÁL verið send NATO fyrir löngu og er engin afsökun fyrir sof- andahætti ráðamanna. Ef þeir hafa ekki vitað um þetta „yfírskin“ geta þeir tæpast verið starfi sínu vaxnir. Al- menningur gerir þær sjálf- sögðu kröfur til þeirra, sem taka að sér forystuhlutverk þjóðfélagsins, að þeir séu ekki eins og álfar út úr hól isstjórarinnar eða brezkra togaraeigenda, a.m.k. kemur sú frétt flatt upp á flesta, ef ekki. alla, að yfirskinið séu eftirlitsstörf fyrir NATO. Og nú spyrja allir þrumu lostn- ir: Getur verið að njósnavél- ar þessar séu hér öðrum þræði í venjulegu flugi fyrir Atlantshafsbandalagið? En forsætisráðherra hefur tekið af skarið og svarað spurn- má orð forsætisráðherra, að jafnframt því, sem flug- vélarnar reka erindi algjör- lega andstætt hagsmunum okkar, eigi svo að heita, að þær hafi störfum að gegna fyrir okkur sjálfa sem aðila að NATO. Við hljótum að neita því strax og sterklega innan Atlantshafsbandalags- ins, að í skjóli sameiginlegra hagsmuna Atlantshafsbanda- bandalagsins, heldur þvert á móti vilja þess. Aftur á móti er nú komið í Ijós, að njósna- flugvélarnar eru hér undir yfirskini eftirlitsflugs fyrir bandalagið. Það hlýtur að vera krafa allra góðra Is- lendinga, að þeir innlendu aðilar sem ábyrgðina bera, annaðhvort vegna sofanda- háttar eða af kæruleysi, geri þegar í stað hreint fyr- ir sínum dyrum og axli þá ábyrgð, sem þeir komast ekki undan. Forsætisráðherra sagði, að varna.rliðið á Keflavíkurflug- velli hlyti að vera einfært um að annast það eftirlitsflug, sem brezku þoturnar hefðu að yfirskini njósnum sínum hér við land og er ánægju- legt, að hann og ríkisstjórn- in hafa nú loks áttað sig á hneykslinu. Morgunblaðið tekur ákveðið undir ósk Ól- afs Jóhannessonar um að varnarliðið taki þessi störf að sér, þó að það sé nokk- uð seint. En betra seint, en aldrei. Allir vita að flugsveitin á Keflavíkurflugvelli getur annazt þessi störf og það verð ur hún að gera strax. Og Atlantshafsbandalagið verð- ur þegar í stað að verða við óskum íslendinga þess efnis, að Nimrod-þotumar hætti strax að sjá um slík eftirlits- störf fyrir NATO. Varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli er réttur aðili til að sjá um að öryggi íslands sé ekki ógnað. Það er skylda þess að bregða nú skjótt við og leysa hinar óvelkomnu brezku njósnaþotur af hólmi. Það mundi vera mannsæm- andi fyrir íslendinga og At- lantshafsbandalagið, en það mundi ekki draga úr hneyksl- inu, sem orðið er og íslenzk stjórnvöld bera að sínu leyti ábyrgð á. Reykjavíkurbréf ----~ Laugardagur 1. sept.- mættu eignast hafsbotninn sunn an þessa áls, þó að hann sé raun- verulega á landgrunni Bretlands, en einmitt þar eru hinar auðugu olíulindir. Þannig hafa landgrunnskenn- ingin og 200 mílurnar runnið saman í eitt, og nú er einungis rætt um 200 mílur á undirbún- ingsfundum Hafréttarráðstefn- unnar, og raunar vilja ýmis riki afla sér sérréttinda utan 200 mílnanna. Lokaskrefið Árið 1948, eða fyrir réttum aldarfjórðungi, markaði Sj&lf- stæðisflokkurinn þá stefnu i land helgismálum, að Islendingar ættu að hafa yfirráð yfir landgrunn- inu öllu. Hinir mikiihæfu for- ustumenn flokksins, Ólafur Thors og Bjami Benediktsson, mörkuðu þjóðinni stefnu í því máli eins og á svo mörgum svið- um öðrum. Lokamarkið vár íriðun allra Islandsmiða og end- urheimt þess réttar, sem íslend- ingar höfðu á fyrstu öldum Is- landsbyggðar, einkaréttar til yfir ráða yfir hafsvæðinu umhverfis landið eins og iandinu sjálfu. Við íslendingar höfum beðið i óþreyju eftir því að ná réttind- um okkar. Okkur hefur fundizt timinn lengi að líða, en þó má kannski segja, að aldarfjórðung ur sé ekki langur tími í lífi einn- ar þjóðar. Og þess er líka að gæta, að á þessu tlmabili hafa margir og stórir sigrar verið unn ir. Má þar nefna friðunaraðgerð- irnar fyrir Norðurlandi 1950, út- færsluna í 4 sjómílur 1952 og lokasigurinn i 12 mílna barátt- unni árið 1961. Og nú stendur yfir enn einn þátturinn í land- helgisbaráttunni. Við gerðum til- raun til að ná 5Ö sjómílm fisk- veiðilandhelgi fyrir einu ári. Þvi miður hefur sú tilraun enn ekki borið tiiætlaðan árangur, en engu að síður sýnir hún, hvert mark- mið okkar er. Svo kann raunar að fara, að 50 miiurnar verði aidrei raun- veruleg fiskveiðitakmörk, því að mestar líkur benda nú til þess, að við getum náð 200 sjómiina Landhelgi, áður en 50 mílurnar verða friðaðar fyrir þeirri gegnd- arlausu rányrkju, sem nú á sér stað af Breta hálfu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn sem fyrr forustuna i land- helgismáliinu. Miðstjórn og þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins haía markað þá stefnu, að íslendingar helgi sér 200 sjómílna landhelgi eigi síðar en fyrir árslok 1974. Hin öra þróun Vorið 1970 taldi Bjarni Bene- diktsson, að tíml vseri til þess kominn, að Islendingar hæfu að- gerðir til að afla sér viðáttu- meiri fiskveiðiUindhel gi. Hann skipaði þá landhelgisnefndina, en í henni áttu sæti einn full- trúi fyrir hvem þingflokk. Land- helgisnefndinni var ætiað það hlutverk að samræma sjónarmið manná og leggja á ráðin um næstu aðgerðir í friðunarmál- um. Á þinginu 1970—'71 var síð- an rætt ítarlega um landhelgis- málin undir forustu Sjálfstæðis- flokksins. Því miður fór svo, er líða tók að kosningum, að nú- verandi stjórnarflokkar töldu sér sæma að rjúfa eininguna í landhelgismálinu og gera það að bitbeini í Alþingiskosningunum. Þá var fundin upp talan 50, sem ekkert riki hafði áður talið hæfi lega landhelgi, og aðeins 2 smá- riki, Gambia og Oman síðan tek- ið upp. Sjálfstæðisflokkurinn vildi, að endanleg ákvörðun um útfærslu landhelginnar yrði ekki tekin fyrr en að loknum undir- búningsfundi Hafréttarráðstefn- unnar, sem haldinn var í júií- mánuði árið 1971. Á þeim fundi kom i ljós, að stuðningur við 200 sjómílna landhelgi fór ört vaxandi. Á Hafréttarráðstefnunni 1958 hafði verið ákveðið að strand- riki ættu hafsbotninn á land- grunninu. Síðan hafði þróunin orðið sú, að 200 mílur unnu stöð ugt á. Menn tóku að miða mörk landgrunnsins við þá vegalengd, þó að landgrunnið sjálft væri mjög misjafnt undan ströndum hinna einstöku ríkja. Þá tóku þjóðirnar einnig að skipta á milii sín hafsvæðum með miðlínum. Þannig var Norðursjónum t.d. skipt upp og miðlína látin ráða, t.d. á milii Noregs og Bretlands, enda þótt djúpur áll sé nálægt Noregsströndum, sem gerir það að verkum, að landgrunnið fyrir suðvesturströnd Noregs er lítið. Bretar féllust á, að Norðmenn Þjóðareining Sjálfstæðisílokkurinn leggur á það rika áherzlu, að allsherjar- samstaða geti tekizt um 200 milna landhelgi, og að þvi ber að vinna á næstu vikum, þar til þing kemur saman. Ritstjóri Timans, Þórarinn Þórarinsson, hefur ritað greinar um landhelg- ism&lið, sem benda til þess, að hann sé búinn að gera sér grein fyrir því, að 200 mílurnar eru mál dagsins, en engar 50 mílur. Vonir standa þess vegna til þess, að Framsóknarflokkurinn muni fús til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn um stefnumörkun í þessu efni. Allt annað er hins vegar að segja um kommúnista. 50 mílurnar eru þeirra ær og kýr, og slðast á fimmtudaginn var, leggur Þjóðviljinn á þetta ríka áherzlu. Þá segir i ritstjórn- argrein þess blaðs: „Það hefur áreiðanlega verið fróðlegt fyrir þjóðina, að fá að fylgjast með málefnaiegri ein- angrun ritstjóra Morgunblaðsins á sjónvarpsskerminum í fyrra- kvöld, þegar hann var að reyna að útlista „framtíðar“-kenningar sínar. Morgunblaðið hefur undir forystu þessa manns að undan- förnu reynt að gera Sjálfstæðis- flokkinn dýrlegan með mikilli umræðu um 200 mílumar, en það er gert til þess að breiða yfir deyfð og sljóleika íhaldsins í landhelgismáWnu frá uppha.fi.“ Þessi mynd var tekin um borð dráttarbáturinn voru að reyna ti) Og í niðurlagi þessarar rit- stjórnargreinar segir: „En ísiendingar vita fullvel, að undanhaldssiónarmiðin, sem hald ið er fram í stærsta dagblaði landsins, eru bundin við einangr aða klíku valdamanna í Sjálf- stæðisflokknum. Þau sjönarmið eiga ekkert fylgi utan þessarar klíku. Einangrun Morgunblaðs- ritstjórans I sjónvarpsþættinum var að vísu eftirtektarverð, en skoðað í samanbu rði við viðhorf allrar þjóðarinnar í landhelgis- máliinu í dag, er einangrunin al- ger. 50 mílurnar eru dagsverkefn ið. Þær heyra ekki fortíðinni til, nema í gerviheimi ritstjóra Morg unblaðsins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.