Morgunblaðið - 02.09.1973, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.09.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 19T3 Gunnar Thoroddsen: Hver s vegna útf ær sla f yrir árslok 1974? 1 grein mdnini í gær var rak in hiin öra þróun i átt til tvö hundruð mílna. Stuðningur við þá stefnu hefiur vaxið dag frá degi, og nú nýtur hún fyligis meiri hluta þjóða. 1 lok undirbúningsfunda hafréttarráðstefnuninar í vor er leið lagði íslenzka sendi- nefndin fram í 2. undirnefnd ,,vinnu:skjal“ um að strand- ríki væri heimilt að ákveða lögsögu yfir auðlindum á hafsvæðum utan hinnar al- mennu landhelgi og skyldu ytri mörk svæðisins ákveðin innan sanngjamrar fjarlægð- ar með hliðsjósn af aðstæðutm, og skyldu þau ekki ná lengra en 200 mílur. SAMÞYKKT LANDS- FUNDAR Landsfundur Sj átó stæðis- manna í maimánuði sl. lagði til, að fullti'úum íslands á haf réttarráðstefnunni yrði falið að vinna ötullega að viður- kenningu á rétti strandríkja til auðæfia landgrunns-hafsins allt að 200 mílum. ÁSKORUN 50 MENNINGA 1 júlímánuði tók sig til hóp ur 50 íslendinga og skoraði á þing og stjórn að lýsa nú þeg- ar yfir, að við mundum krefj- ast 200 mílna fiskveiði'lög- sögu á hafréttarráðstefnunni. 1 þessum hópi voru margiir þjóðbunnir forystuménn ög sérfræðingar á sviði sjávarút vegs og landhelgisgæzlu. Þeg- ar slíkir menn birta svo ein- dregna hvatningu, hlýtur þjóð in að leggja við hlustdr. TÍMAMARK NAUÐSYNLEGT Alþingi þarf i haust að gera ályktun um 200 míiur. En ekki nægir, að það sé á- lyktun um útfærslu i 200 míl- ur einhverntíma á ókomnum árum. Það þarf ákveðið tíina- mark. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanfömu rætt rækilega og skoðað vandlega þessi meg inatriði bæði: útfærslu í 200 mílur og ákveðna timasetn- ingu. Þingflokkurimn hélt tveggja daga fund i Borgar- nesi 23. og 24. ágúst, þar sem þetta var aðalumræðuefnið. 30. ágúst hélt þingflokkurinn enn fund um málið. Síðar sama dag var sameiginlegur fundur þingmanna og mið- stjónnar. Þar var afgreidd ályktun um útfærslu í 200 mílur eigi siðar en fyrir árs- lok 1974. GILD RÖK Mörg gild rök liggja til þessarar niðurstöðu. Utan núgildandi 50 núlna marka eru mikilvæg fiskimið. Þar eru ýmsir nytjafiskar, bæði uppsjávarfiskar og djúp fiskar. Sumir þessara fiski- stofna eru í bráðri hættu, og mörg dæmi eru því miður um stórkostlega ofveiði af háifu erlendra fiskiflota á hafsvæð- um milli 50 og 200 mílna. Þessi ógn, sem yfir vofir, knýr okk nr til aðgerða. Lífshagsmunir þjóðarinnar veita okkur rétt til þess. En það er einnig skylda okkar gagnvart fram- tíð islenzku þjóðarinnar. Og hverjum stendur það nær en strandríkimi, sem aS öllum réttum rökum á þessi mið, að reyna að hindra rányrkju skammsýnna stórþjóða? Og gera það áðnr en það er um seinan. LAGALEGUR OG PÓLI- TÍSKUR GRUNDVÖLLUR Hinn lagalegi og pólltiski grundvöl'ltur til útfærslu í 200 mílur á næsta ári er orðdnn traustard en áður og á emn eftir að styrkjast á næstu mén uðum. Alisherjarþing Sameimuðu þjóðanna samþykkti i desem ber 1972 merka stefmuyfirlýs- imgu um rétt strandríkja til auðlinda í hafinu yfir land- grunniniu. Örugg vitneskja ligigur nú fyrir um stuðning meirihluta rikj a heims við 200 mílur. Víst er talið, að hafréttar- ráðstefnan samþykki á næsta Ounnar Thoroddsen ári stefnuyfirlýsingu um stuðning við 200 míliur. Ef Islendimgar taka rögig á sig og ákveða, að útfærslan komi til framkvæmda á næsta ári og skipa sér bæði í orði og verki á bekk með 200 mílna þjóðumum, mundi sam- herjum okkar vera það stuðn- inigur, málstaðurinn styrkj- ast, en okkur öllum vaxa ás- magin. MÁLID ÞOLIR EKKI BIÐ Þær raddir heyrast, að við eiigum að bíða með ákvöröun uxn útfærsiu þangað til haf- réttarráðstefnunni er lokdð, I von um að niðurstaða, okkur hagstæð, nái 2/3 atkvæða, og nógiu mörg ríki fulgildi þann alþ j óðasamning. Framhald á bis. 24. i varðskipinu Ægi á miðvikudaginn, þegar freigátan Apollo og að sigla varðskipið niður, og allir vita hvernig þessar ásglingar- Iraunir brezku skipanna endnðu. Eins og þessi ummæli ritstjórn argreinarinnar bera með sér, hyggjast kommúnistar ríghalda í 50 mílurnar og forðast að fylgj- ast með tímanum. Raunar má segja, að ekkert aðalatriði sé hver sjónarmið kommúnista eru, þau hafa lengst af verið fram- andi, hvort sem er. Hitt er aðal- atriðið að unnt reynist að sam- eina lýðræðissinna um þá stefnu, sem nú ber að fylgja fram tii sigurs. Nú er lag Það er sameigiinlegt álit allra þeirra, sem fylgzt hafa með und- irbúningsfundunum undir Haf- réttarráðstefr.una, að nú sé iag til að koma landhelgismálinu heilu í höfn. Þess vegna ber að róa lífróður. Örugglega styðja 80—90 ríki af þeim tæplega 150, sem Hafréttarráðstefnuna sækja, 200 mílurnar, og sumir telja jafn vel, að um 100 ríki séu þegar orðin fylgjandi 200 sjómílna fisk veiðitakmörkum. Hafréttarráð- stefnan verður haldin á næsta ári. Að visu er ekki öruggt að henni ljúki þá, en víst má þó telja, að gefin verði út yfirlýs- ing, sem m.a. feli í sér stuðning við 200 sjómílna landhelgi, jafn- vel þótt ráðstefnumni ljúki ekki fyrr en á árinu 1975. Slík yfir- lýsing er okkur íslendingum nægileg tii þess að framfylgja 200 sjómilna fiskveiðitakmörkun um, og á þvi byggist ályktun S j álf stæðisf lokksins. Mikilsvert er, að Alþýðuflokk- urinn fáist til samstarfs um 200 sjómíina landhelgina, en ekki verður komizt hjá þvi að vekja athygli á því, að Alþýðublaðið ritar s.l. fimmtudag óvirðulega um 200 mílumar til þess að þær raddir verði þegar í stað niður kveðnar. 1 blaðinu segir: „Það finnst á, að þeir sjálf- stæðismenn hafa hugsað sér að reka eins konar 200 mílna fleyg í landhelgismáliið. Útfærslan í 200 mílur er góð og gild og um hana mun verða samstaða, þegar fært þykir að leggja út í hana og þá væntanlega eftir að al- þjóðasamþykki liggur fyrir. Al- þingi eða ríkisstjórn hefur ekki bundnar hendur í því atriði. Hins vegar er eðlilegt, að á meðan ekki liggur fyrir nein samþykkt alþjóðlegra stofnana um slíka landhelgi, þá gæti orðið erfitt fyrir Islendinga að fylgja slikri útfærslu eftir, einkum þegar haft er í huga, að við getum elcki einu sinni varið 50 mílur vegna ónógs skipakosts. Það er engin ný uppfinning að óska sér 200 milna landhelgi. Hún lítur stórkostlega út á korti, og hún kemur með tímanum. En á meðan ekki hefur náðst sam- komulag um hana sem megin- reglu, er mikill ávinningur að þvi fyrir Islendinga að færa þó út eins langt og þeir treysta sér í bili, enda skal þá haft í huga, að 50 mílma útfærsla er fyrst og fremst áfangi, en ekki hin end- anlega niðurstaða. Það er því nokkuð hjákátlegt, þegar reynt er á ársafmæli út- færslunnar í 50 mílur að gera lítið úr þeirri aðgerð með því að benda á ennþá stórkostlegri lausn, vitandi vits um, að slík lausn er óraunveruleg í dag, svo óraunveruleg, að fulltrúi 200 mílnanna hafði rétt sleppt orð- inu um að við gætum ekki nóg- samlega varið 50 mílurnar, þeg- ar hann hóf 200 mílna ræðu síma.“ Þessi orð Alþýðublaðsims eru því til lítils sóma, en vonandi eru þau siðustu undansláttarorð þess biaðs. Að verja 200 mílur Bæði i þessum tilvitnuðu orð- um Alþýðublaðsins og víðar er því haldið fram, að vlð Islending- ar höfum ekki mátt til þess að verja 200 sjómílna liandhelgi. Sannleikurinn er þó sá, að auð- veldara er að verja hina væntan- legu landhelgi en þá, sem við nú búum við. Ef þróumin verður sú, sem allt bendir nú til, að haf- svæðunum á Norður-Atlantshafi verði skipt milli íslands, Græn- lands, Færeyja og Noregs, ligg- ur i hlutarins eðli, að miklu auð- veldara verður að verja fiski- miðin. Sérhvert fiskiskip, sem nálgast þetta hafsvæði, er grun- samlegt, þvi að það getur ekki átt anmað erindi en að leitast við að fremja lögbrot. Eirns og nú háttar geta siglingar fiskiskipa rétt utan 50 mílmanna verið al- veg eðldlegar. Þau eru þar að lögmætum veiðum, og þá hafa þau ætíð tækifærf til að skjót- ast inn fyrir mörkin til þess að veiða i landhelgi. En þegar haf- svæðið allt er friðað, hlýtur að vérða fylgzt með sérhverju skipi, ýmist úr flugvélum eða með ratsjám. Venjulega verða skipin þá að sigla langan veg, áður en þau geta hafið veiðar, og þá hefur landhelgisgæzlan getað fyigzt með ferðum þeirra og tekið þau, þegar er lögbrotin hef jast. Það tjóar því ekki fyrir undan- sláttarmenn aó halda þvi fram, að 200 sjómílna landhelgin sé of stór, vegna þess að við getum ekki varið hama. Afstaða stórveldanna Þótt mikill meirihluti þjóð- anina styðji nú 200 sjómílma efna hagslögsögu, er hinu ekki að leyna, að sum stórveldanna eru treg til að fallast á þessa lausn málsins. Að visu hafa Bandarík- in nálgast 200 milumar óðfluga, og vel kann svo að fara að þau styðji þá lausn um það er lýk- ur. Á sama hátt heyrast um það raddir, jafnvel í Bretlandi sjálfu, að Bretar ættu að styðja 200 sjó- mílna landhelgi. Sannleikurimm er sá, að þeir fengju geysivíðáttu- mikil hafsvæði tll einkaafnota og mundu líklega hagnast meira á 200 sjómilum en flestir aðrlr. Vafasamt kann þó að vera, að þeir geri sér grein fyrir þróun- iinni, afturhaldssjónarmið hafa löngum rikt þar í lamdi. En eiin er sú þjóð, sem mun berjast með hnúum og hnefum gegn víðáttumikilli landhelgi, og það eru Rússar. Þeir hafa byggt upp gifurlega mikinn fiskiskipa- flota, sem æðir um heimshöfin öld, og hefur flota þeirra raunar verið líkt við ryksugur, því að þeir þurrka upp allt sem kvikt er. Rússar munu beita öllum ráð- um tii þess að hindra víðáttu- mikla landhelgi. Þeir munu vafa- laust kúga önnur kommúnista- ríki til fylgis við sig, og þeir munu beita áhrifum sinum við vini sína, hvar sem þá er að finna. Markmið þeirra er að fiska hvorki meira né minna en 10 miiljón tonn árið 1975, en það geta þeir auðvitað ekki, ef land- grunnskenningin sigrar og 200 milur verða viðurkenndar um víða veröld. Þá er „úthafsfloti" þeirra orðinn ónýtanlegur, og það mikla átak, sem þeir hafa gert til að byggja hann upp, unnið fyrir gýg. Við vitum þess vegna, hvar fyrst og fremst verð ur að vænta andstöðunnar gegn 200 mílunúm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.