Morgunblaðið - 05.09.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1973 ® 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 V______________/ BÍLALEIGA CAR RENTAL TZ 21190 21188 BILALEIGA CAR RENTAL SORGARTÚN 29 LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. I ÁLFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER SAMVINNUBANKINN STAKSTEINAR Kvörtun Alþýðublaðsins Alþýðublaðið kvartar und- an því í forystugrein í gær, að Morgunblaðinu hafi orðið það á í Reykjavikurbréfi sl. stinnudag að nota aðferðir Þjóðviljans, þ. e. að vitna í höfundagrein — i þessu til- viki í Aiþýðublaðinu — og halda því fram að skoðun greinarinnar sé jafnframt skoðun Alþýðublaðsins. Morg- unblaðið fagnar því, að Al- þýðublaðið skuli taka und- ir gagnrýni Morgunhlaðsins þess efnis, að siðleysi sé að vitna í höfundagreinar í dag- blöðum og fullyrða í öllum tilvikum, að þær hljóti að flytja skoðanir blaðsins. Slíkt siðleysi stundar Þjóðviljinn öðrum blöðum fremur, enda þjáist hann af siðferðlsbresti, sem varla á sinn líka, eins og kunnugt er. Því má skjóta hér inn, að ágætur maður kom að máli við Morgunblaðið í gær, og sagði, að hann hefði átt í nokkrum erfiðleikum með son sinn, hann hefði verið farinn að tala eins og Mao- istar. Faðirinn hafði þá ekki annað ráð til að lækna son sinn en gerast áskrifandi að Þjóðviljanum. Það gerði hann, og nú, nokkrum vikum eftir að sonurinn er orðinn fastur lesandi Þjóðviljans, hefur hon- um snúizt hugur svo gersam- lega, að faðiiinn hefur ekki við að hlusta á gagnrýni unga mannsins á talsmönn- um knmmtinismans á fslandi. En þetta var útúrdúr. Enda þótt Morgunblaðið játist und- ir gagnrýni Alþýðublaðsins og viðurkenni fúslega, að þær reglur, sem það ætlar öðrum að lialda, verði það einnig sjálft að halda, sést Alþýðublaðinu yfir eitt mikil- vægt atriði. Það er, að greinin í Alþýðublaðinu, sem Mbl. vitnaði í, var ekki undir nafni, heldur dulnefni. Meðan enginn veit, eða einungis fáir vita, hver er höfundur dul- málsins, verður að skrifa greinina á reikning blaðsins. Morgunblaðið hafði því að þessu leyti fullan rétt á að gera ráð fyrir, að skoðun, sem birtist í dulniálsgrein í Alþýðublaðinu, væri þess eðl- is, að blaðið sjálft hlyti að vilja bera ábyrgð á henni. Svohljóðandi fréttir birtust á forsíðu Alþýðublaðsins í gær: Formaður SUFt hrakinn burt f rá Tímanum... Átök vinstri framsóknar- manna við hægra liðið í Reykjavik undir forystu Krist ins Finnbogasonar, fram- kvæmdastjóra Tímans, og fleiri, hafa nú leitt til þess, að formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Elías Snæ- land Jónsson, hefur sagt lausu starfi sínu á Timanum. Hægri klíkan hugðist útiloka hann frá öllum skrifum i Tímann og sá Elías þá ekki annað ráð vænna, en að segja umsvifa- laust upp störfum. Elias Snæland Jónsson tók við formennsku SUF af Baldri Óskarssyni og hefur verið í fylkingarbrjósti þeirra fram- sóknarmanna, sem skorið hafa upp herör gegn yfirgangi hægri klíkunnar í kringum Ólaf Jóhannesson. Hefur Elías ásamt þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Baldri Óskars- syni leitt SUF í þeirri baráttu og var hann einn af frum- kvöðlum Möðruvallahreyfing- arinnar svonefndu og á sæti í stjórn hennar. Elías hefur auk þess sem formaður SUF séð um marg- ar æskiilýðssíður í Timanum — m.a. síðu þá, sem út kom i s.l. viku, þar sem undan- bragðalaust var ráðizt að Ólafi Jóhannessyni og Kristni Finnbogasyni fyrir að hafa á bak við tjöldin skipulagt að- farirnar að vinstri framsókn- armönniun i Félagi ungra framsóknarmanna í Reykja- vík og var þar stuðzt við frá- sagnir fyrrum þingfréttarit- ara Tímans í Alþýðublaðinu. Elías S. Jónsson hefur lengi verið starfandi við Tímann og er einn af reyndustu blaða- mönmun þess blaðs — m.a. gegndi hann formennsku í Blaðamannafélagi fslands s.I. starfsár og var til- nefndur til þess embættis af starfsfélögum sínum á blað- inu. 1 fyrra vetur starfaði hann sem þingfréttaritari blaðsins, en Elías hefur eink- um skrifað um félagsmál og stjórnmál í blaðið. Nú nýverið gerðist svo það, að Kristinn Finnlægason, sem er orðinn alger einvaldur uppi á Tima og segir ritstjórum blaðsins algerlega fyrir verk- um, tók sig til og tilkynnti, að hér eftir ætti Elias Jóns- son ekki að sjá um fréttaskrif i þinginu eða önnur slik skrif, heldur skyldi honum lagt við stjóra uppi í prentsmiðju Blað prents, þar sem hann ætti að hafa eftirlit með umbroti, telja út fyrirsagnir o.þ.h. — sem sagt ekki að skrifa staf í Tím ann. Um leið barst sú fyrir- skiptin frá Kristni Finnboga- syni, að eftirleiðis skyldi Tómas Karlsson, annar af stjórnmálaritstjórum Tímans, annast þingfréttaskrifin og mun Tómas því sitja á þing- fréttaritarabekk í vetur. Elías Jónsson niun hafa snú ið sér til aðalritstjóra og ábyrgðarmanns Tímans, Þór- arins Þórarinssonar, og kvart að yfir því hlutskipti, sem framkvæmdastjórinn ætlaði honum. Þórarinn, sem sjálfur á nú í vök að verjast, svaraði því til, að hér hefði hann eng- in völd lengur og gæti engu um það ráðið, hvernig fram- kvæmdastjórinn ráðskaðist með starfsfólk ritstjórnar. Að þeim málalokum fengnum sendi Elías Tímanum uppsögn sína. ... og Þórarinn verður að stimpla sig inn og út Eins og Alþýðublaðið hefur áður greint frá aukast nú um- svif Kristins Finnbogasonar á Tímanum með degi hverjum. Hann er ekki aðeins búinn að sölsa undir sig ÖU þau völd, sem ritstjórar blaðsins eiga að hafa — þ. á m. alla verkstjórn yfir blaðamönnum Tímans — heldur er hann einnig farinn að skipa ritstjórum fyrir verk um um þeirra eigin starfs- hætti. Eins og greint er frá í ann- arri frétt í Alþýðublaðinu í dag hefur Kristinn skipað Tómasi Karlssyni að gerast þingfréttaritari á Tímanum á komandi vetri, en í það starf hafa yfirleitt verið ráðnir ung- ir upprennandi blaðamenn á Tímanum þar til í fyrra, að Elías Jónsson, sem nú hefur verið hrakinn frá blaðinu, gekk til þess starfs. Þá framfylgdi Kristinn einn ig ströngu eftirliti með störf- um aðalritstjóra Tímans, Þór- arins Þórarinssonar. Hefur Kristinn skipað honum að fá sér stimpilkort og stimpla sig út af blaðinu í hvert skipti, sem ritstjórinn þarf að bregða sér frá. Það liggur því við, að sjálfur formaður utanríkis- málanefndar Alþingis og for- maður þingflokks framsókn- arflokksins þurfi að fá Ieyfi Kristins Finnbogasonar til til þess að halda fundi. Þá hefur Kristinn einnig tekið upp þann sið að mæla afköst blaðamanna og rit- stjóra Timans í dálksentimetr um og munu þeir fá orð i eyra, sem ekki tekst að gina yfir nægilegu pappírsmagni dag hvern. Hefur þetta m.a. orðið til þess, að fréttastjóri Tímans, Jón Helgason — sem hefur yfrið nóg að gera við almenna fréttastjórn — hefur orðið að leggja það á sig að þýða erlendar langlokur í belg og biðu til þess að geta sýnt fram á afköst í dálksenti metrum. Furðulegt ástand rík ir því á ritstjórn Tímans. FEREABlLAR HF. Bilaleiga. - Síml 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). CAK *E •ÍLAIEH j ^ NTAL 5A <fr\ TRAUSTI ►VEKHO IT 15/ jtb. 25780 nucLVsincnR ^L»22480 „Stefnir“ ÞAÐ er kunnara en frá því þurfi að segja, að unigt fólk hefur á síðari árum haldið uppi meiri gagnrýni á samfélagið en áður eru dæmi til. Stjómmálafiokkarn ir hafa öðru fremur orðð fyrir óánægju og aðfimins'lium. Við öðru var varla að búast, svo mikil- vægu hlutverki sem flokkarnir gegna í þjóðfélaginu. Sjátfstæð- isflokkurimn hefur ekki farið var hluta af þes9u, enda er hópur un'gra manna og kvenma stærri innan vébanda hans en anmarra flokka. Þetta unga sjálfstæðisfólk hef- ur haft ýmislegt við flokk siun að athuga. Það hefur fundið að og gagnrýnt, en mest er um vert, að það hefur bent á fjölmargt, sem betur mátti faira Gagnrýn- in hefur á ýmsan veg verið það, sem kailað er jákvæð. Imman Sjálfstæðiisflokksims hefur unga fólkið ekki talað fyrir daufum eyrum, og ég veit ekki betur en ful’lt tillit hafi verið tekið till þess: má þar t.d. nefna kosnimgu Jóns Magmússonar í miðstjóm á síð- asta landsfundi flokksims. Meðal mála, sem urnga fólikið ber fyrir brjósti, er aukið lýð- ræði' á öílum sviðuim. Rætt er um að „opna stjórnmáliaflokk- S.U.S. og ama“, auðvelda „óbreyttum" liðs mömnum að hafa áhrif á gang mála iminan flokksims, o.s.frv. Allt vald, sem kemur „að ofan“ er eitur í beimum þessara ungu manina, og er ég þeim hjartan- lega sammáia í þeim efnum, eins og reyndar svo mörgu öðru, sem þeir hafa rætt og ri.tað um á und anfömum árum, Em þeir, sem leggja öðrum lífsreglur, verða að vera við því búnir að hlíta þeirn sjálfir. Mörgum hefur reynzt það erfitt. Nú stemdur fyrir dyrum þing Sambands ungra sjálfstæðis- rnarmia, og þar á að kjósa nýjan formanin Tveir em nefndir í því sambandi Bjöm Bjarnasom og Friðrik Sophussom, báðir úr Reykjavík. Mikiil áróðursherferð er hafin til að afla þessum mönn um fylgis, og eru helzt horfur á, að aðrir komi ekki til greima. 1 ,,Stefni“, tlmariti S.U.S., sem nýlega er komið út, birtist við- tal við „kandidatana" og þar tal- að um þá, sem „frambjóðendur i formannskjöri“. — Ég spyr: Hef ur verið auiglýst eftiir frámbjóð- endum í þetta mikilvæga srtarf? Og er framboðsfrestur þá útrumm' imn? Reyndar kemur fram í for- máisoröum að viðtalmu, að. svo lýðræðið er ekki, því að hægt er að stinga upp á mönnum, unz till kosrnimg- ar kemur á þiing'mu. Þar eð ekki er um framboðs- frest að ræða, sem renmur út á ákveðnum tíma, er viðtalið í „Stefni“ vægast sagt óviðeiigamdi. Með birtimgu þesis er verið að reyna að stuðla að því, að aðrir komd ekki til greirna í formanns- sæti S.U.S. 1 fréttabréfi, sem stjóm S.U. S. gefur út (VI. fréttabréf, ágúst 1973) segir m.a.: „Viðtallið var samt tekið í trausti þess, að ekki væri gengið á hlut neinna ann- arra væntanlegra frambjóðenda, þar sem athugun víðs vegar uni landið leiddi í ljós, að ekki var kunnugt um, að aðrir formanns- kandldatar væru í uppsigliimgu" (leturbr. mín). Það dylst ekki, að eimhver hefur fengið bak- þanka. Og nú er spurt: Hver ákvað þessa „athugun?" Hver framkvæmdi hana — og hvern- iig? Eimhver kann að segja, að mér komi þetta hariia litið við, þar eð ég er ekki lengur féliagi í S.U.S. Satt er það, að ég á þar ekki lenigur heitria sökum aldurs. Ég er líka þeirrar skoðunar, að ungt Kári Jónsson. sjálfstæðiisfólik eiigi að starfa sem óháðast eldri mönnum, a.m.k. að Sínum sérmálum. En á sama hátt og ungu menn- irnir telj a sig hafa rétt tffl að setja út á starfsaðferðiir okkar „af gamlia skólianium“, eins tel ég mig hafa leyfi t.il að finna að starfsháttum þeirra ekki hvað sízt, er þeiir þverhrjóta sjálfir þau boðorð, seim þeir hafa verið að reyna að kenina okkur, sem eldri erum. Sauðárkróki, 2/9 1973. KáriJáttáSöJL • <» •■xrm -mrf ■ 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.