Alþýðublaðið - 21.09.1930, Side 2
sr
AEÞÝÐBBLAÐIB
5 daga vikan
1 flestum iðngreinum menning-
arlandanna er vinnutíminn um 48
stundir á viku, f>. e. að meðaltali
8 stundir á dag; í 6 daga, og 7.
dagurinn pá hvíldardagur. Pað
á hann líka að heita hér hjá
okkur, pö verkamenn verði lítið
varir við það hér við höfnina
æði-langan tíma ársins (að ekki
séu nefndir sjómenn).
Það hefir mjög lengi verið sið-
ur viða erlendis, að verkamenn
ynnu ekki nema hálfan laugar-
daginn, og er nokkuð farið að
tiðka pað hér. Hér er það þó
engin stytting á vinnuvikunni,
því hjá þeim atvinnurekendum,
þar sem ekki er unnið seinni
hluta laugardags, er byrjað þeim
mun fyr á morgnana. En erlend-
is er þessi hálfi laugardagur viða
að verða að heilum frídegi, það
er, að fimm virkra daga vikan
er að ryðja sér til rúms. Um
áramótin 1928 og 29 er talið, að
400 þús. verkamenn í Bandaríkj-
unum hafi unnið við þetta fyr-
irkomuiag, þ. e. fimm daga vinnu
og tveggja daga frí í viku og
fult vikukaup. En síðan í árs-
byrjun 1929 hefir tala þeirra fyr-
irtækja, sem tekið hafa upp þetta
vinnulag, stórum aukist, og er
talið að um miljón verkamanna
í Bandaríkjunum vinni nú á
þenna hátt. Nýlega sagði einn af
helztu iðnrekendum Bandaríkj-
anna, John K. Roskob, að það
gæti ekki hjá því farið, að fimm
Bátarnlr komn báðir heilu
os hölðnu.
Síðdegis á sunnudaginn var
réri héðan úr Reykjavík vélbát-
urinn „Sigurfari“ frá Innri-Njarð-
vik. Fréttist ekkert til hans í
nokkra daga, og voru menn
farnir að óttast um hann. Hafði
hann fyrst verið í fiskiróðri, en
síðan farið vestur á Sand. Þar
beittu bátverjar lóðirnar á ný.
Á fimtudagskvöldið kom báturinn
aftur hingað til Reykjavíkur og
sama dag „Ingólfur" frá Vest-
mannaeyjum, á leið frá Siglufirði,
en um hann var einnig tekið að
qttast. Hafði sjór komist í olíuna
Og það tafið ferð hans. Bátamir
komust báðir heilu og höldnu
leiðar sinnar, ' ,
Sraokkfisknr á fsafirði.
Frá fsafirði er FB. simað 19.
sept.: Lítils háttar hefir veiðst
hér af smokkfiski síðustu daga.
25 ára hjúskaparafmœli eiga á
morgun hjónin Sigurlaug Sig-
valdadóttir og Eggert Theódórs-
son kaupmaður á Njálsgötu 12.
Pelr flngn f 27 sólarhrlnga*
Bandankinnum.
daga vikan myndi á næstu árum
verða almenna venjan í iðnaði
Bandarikjanna.
í bók, sem er nýútkomin í
Bandaríkjunum og heitir „The
Five-Day Week in Manufacturing
Industries", gefin út af National
Industrial Conference Board Lnc.,
New York, er ítarleg skýrsla um
5 daga vikuna í Bandaríkjunum.
Er hún bygð á því hvað at-
vinnufyrirtækin sjálf hafa látið
uppi. Hafa 86 af 100 af þeim jafn-
framt fækkað vinnutímunum yfir
vikuna, en 14 af 100 hafa ekki
gert það, heldur bætt laugardags-
tímunum við hina dagana.
Af þeim atvinnufyrirtækjum,
sem styttu vinnutímann um leið
og þau tóku upp 5 daga viku,
segja 6, að afrakstur vinnunnar
hafi minkað nokkuð, 24 að vinn-
an hafi rninkað í samræmi við
styttinguna, 46 að unnið sé jafn-
mikið og áður þrátt fyrir fækk-
un vinnustundanna, og 18 aegja
að afrakstur vinnunnar hafi auk-
ist.
Auðvitað er, að stærð fyrir-
tækjanna, tegund vinnunnar, mis-
munandi aðstaða og hollusta á
vinnustöðvunum hefir nokkur á-
hrif á útkomuna. En alt um það
eru þessar tölur afar-eftirtektar-
verðar. Það hefir reynst kleyft
að láta nálega helming fyrirtækj-
anna afkasta jafn-miklu þó slept
sé laugardeginum.
ffiapp daffsisas
felst áreiðanlega í þvi að fara
á hlutaveltu verkakvenna, sem
hefst kl. 4 í dag. í Góðtemplara-
húsinu við Templarasund. Þessi
hlutavelta er, skrumlaust sagt,
einhver langbezta hlutavelta, sem
hér hefir verið haldin. Munimir
eru svo fjölda margir og góðir.
Verkakonurnar hafa miðað hluta-
veltu sina við það að gera sem
allra flesta ánægða, en síður við
það, að margir yrðu óánægðir en
örfáir ánægðir, eins og títt hefir
verið um þær hlutaveltur, sem
haldnar hafa verið hingað til.
Þess er vænst, að sem allra
flestir sæki hlutaveltuna, því að
þáð borgar sig. Vegna mikilla
breytinga í alþýðuhúsinu Iðnó
verður hlutaveltan í Góðtempl-
arahúsinu.
Togararnir. „Gulltoppur" fór á
veiðar í gær og „Baldur" kom
frá Englandi.
Skipafréttfr. Búist er við, að
„Alexandrína drottning" komi
ekki að norðan og vestan fyrri
fen í fyrsta lagi annað kvöld. —
Kolaskipið, sem kom til „KoLa
og salts“, fór héðan í gær á-
leiöis til Spitsbergen.
í vor gerðu bræður tveir, er
Hunter heita, alla veröldina hissa
með því að fljúga samfleytt í
24 sólarhringa. Sldftust þeir til
þess að sofa, en benzín, smurn-
ingsoiíu og vistir fengu þeir úr
annari flugvél, er tveir aðrir
Huntersbræður stýrðu — þeir eru
fjórir alls. Fór sú flugvél upp við
og við og flaug yfir hinni, og
lét eldsneyti og vistir renna eftir
slöngu niður í vélina, sem lang-
flugið þreytti. Á myndinni, sem
tekin er úr efri flugvélinni, sézt
gúmmíslangan, sem gengur niður
í neðri vélina. Það var í Banda-
ríkjuíium, í nánd við Chicago, að
þeir Huntersbræður unnu afrek
þetta. Mun vegalengdin, er 'þeir
þannig flugu stanzlaust, hafa ver-
ið viðlíka og tvisvar sinnum
kringum jörðina um miðjarðar-
linu.
En það var ekki lengi að þeir
bræður hefðu heimsmetið í þol-
„Ný|a lsiand,“
Lundúnum (UP.), 20. sept., FB.
Frá Stokkhólmi er símað:
Stjórnin hefír birt skýrslu, sem
byggist á dagbók Andrée, frá því
flugið hófst 11. júlí 1897 til 2.
október sama ár. I dagbókinni
segir, að loftfarið hafi lent á ísn-
Um þ. 14. júlí, eftir að kviknaðt
hafði lítilsháttar í belgnum. Þeir
lentu á 83. gr. öl. br. og 30. gr.
austl. 1., héldu því næst í áttilna
til Franz Jósefs-lands, en hættu
síðar við að komast þangað,
vegna matvælaskorts. Þ. 4. ágúst
voru þeir staddir á 82.17 gr. nl.
br. og 29.43 gr. austl. 1. Síðiar
komust þeir loks til Hvíteyjar
og bygðu sér þar kofa, sem þeir
köllúðu „Nýja Island". — Sein-
ustu orðin, seam Andrée skrifaði í
dágbók ,sína, voru á þá leið, að
með jafn-góðum og dugandi fé-
lögum ætti að vera kleift að
vinna sigur á öllum erfiðleikum.
I flugi. 1 júlímánuði lyftu tveir
aðrir Bandaríkja-flugmenn sér
upp til þess að þneyta þolflug;
heita þeir Jackson og O’Brien.
Flugu þeir stanzlaust dag eftir-
dag og nótt eftir nótt út júlí og
fram í ágústmánuð; fengu þeir
eldsneyti, vistir og hreina
ílibba(!) á sama hátt og Hunters-
bræður. Nálguðust þeir nú mjög
þetta 24 sólarhringa met bræðr-
anna, og 14. ágúst fóru þeir fram
úr því. En þrem sólarhringum
síðar bilaði vélin lítilsháttar, svo
þeir urðu að hætta fluginu og
lenda. Höfðu þeir þá flogið
Stanzlaust í 647 klukkustundir, þ.;
e. það vantaði eina klukkustund
uppá 27 sólarhringa.
Þegar vinir þeirra Jacksons og"
O’Brien óskuðu þeim til hamingju
tóku þéir því dauflega. Þeir sögð-
ust hafa ætlað að fljúga í 1000
klukkustundir.
Ræninnlar á Englanði.
Lundúnum (UP.), 20. sept., FB.;
Frá Lundúnum er simað: Bar-
átta lögreglunnar við bifreiðabóf-
ana, sem hafa upp á síðkastið
tekið „stéttarbræður" sína í Vest-
urheimi til fyrirmyndar, fer
harðnandi. í dag réðust þrír bóf-
ar inn í Barkinstöðina í Essex,
nálægt Lundúnum, kl. I2V2, bundu
og kefluðu stöðvarþjónana, létu
greipar sópa um peningahirzluna
og náðu um hundrað sterlings-
pundum. Því næst héldu þeir á
brott í bifreið, sem þeir höfðu
stolið. Fanst hún hálfa aðra mílu
vegar frá stöðinni nokkru síðar..
— Lögreglunni hefir ekki enn;
tekist að ná í bófana.
Á. Einarsson & Eunk hafa fengið
300 fermetra lóð leigða við höfn-
ina undir vörugeymsluhús, með
sömu skilmálum og Samb. ísl.
samvinnufélaga.