Morgunblaðið - 19.09.1973, Side 28

Morgunblaðið - 19.09.1973, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1973 velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags K'. 14—15. £ Þvermóðskufullur eiginmaður „Bóndadóttir með blæ,ju“ skrifar: „Velvakandi sæll. Mig langar til að skrifa þér um dálítið, sem er mér allhug- stætt. Eins og áberandi er í auglýsingum, þá er sí og æ ver ið að hvetja „dömur" til að stunda likamsrækt. Auglýst er frúarleikfimi, megrunaræfingar fyrir dömur, gufuböð og nudd, og ég veit ekki hvað og hvað. Fram að þessu hef ég ekki orð- ið þess vör, að nokkur hafi fundið hjá sér hvöt til að hafa á boðstólum „herraleikfimi". Þannig er mál með vexti, að ég er gift manni, sem er nú mjög tekinn að þykkna undir belti. Að sjálfsögðu læt ég ekk ert tækifæri ónotað tii að minna harnn á það, auk þess sem ég er orðin ákaflega matsár þegar hann á í hlut. Þegar ég er að reyna að leiða honum fyrir sjón ir að nú geti þetta ekki gengið lengur, heldur verði hann að fara í megrun, þá gerir hann sig bara hreiðan og sendir mér tóninn, þannig að ég er alveg að gefast upp á að tjónka við hann. Samt hugsa ég nú, að karigreyið skammist sín, því að hann þorir ekki lengur að láta sjá sig í laugunum. Hann heldur áfram að fitna og fitna, en sarnt hef ég getað þvælt hon um með mér í dansskóia, þann- ig að ekki er honum alls varn- að, Ég er margbúln að reyna að hræða hann með hjartveiki og kransó, og öðrum ósköpum, sem geta dunið yfir feitt fólk, en það væri nú ekkert gaman- mál, að maðurinn færi á taug- um. Nóg er nú samt. Það væri nú áldeilis munúr ef hægt væri að senda svona menn í meðhöndlun hjá ein- hverri stofnun. Ég væri meira að segja tii i að kosta hann sjálf í megrunina. Vonandi tek- ur sig nú tii einhver snöfur- mannlegur iþróttakennari, og gerir það að hugsjón sinni að taka svona „herra“ í gegn. Með þakklæti fyrir birtinguna og von um stuðning í málinu. „Bóndadóttir með fclæju“.“ — Aumingja maðurinn. 0 Um stafsetningu og málfar Þórunn Guðmundsdóttir skrif ar á þessa ieið: ,,Góði Velvakandi. Hér bið ég þig fyrir nötókur orð um stafsetningu og málfar. Á 70 ára ævi hef ég kynnzt ýmiiss konar réttritun. Verð ég að játa, að á mangan hátt hefur mér faiidð bezt sú, sem nú hafur verið löggilt langa hríð. Mér finnst mest sam- ræm'i í henni, og sú skírskot- un til uppruna orða, sem ein- kenndr hana þótti mér aiitaf skemmtlleg. Að þesisu ieyt'i salkna ég hennar. Hins vegar er stafsetning ekkert annað en búningur, sem að vísu skiptir talsverðu máli, en ekki tiil Mka eins milklu og það, sem í hann er fært. Að mínu áliti hefur réttritun, og þá ennfremur setningafræði og kommuþvæla, setið í allt of miklu fyrirrúmi fyrir öðr- um og mikilivægari atriðum tungunnar. 0 Forsetningar Árangurinn hefur komið í ljós. Hann kemur daglega fram í málfari fjöikniðlara, þótt háskólagengnir séu og sjálfsagt fjölmenntaðir á öðr- um sviðum, en allls ekki nógu færir í móðurmáli sínu. Ég hef oft liðið önn fyrir íslenzkuna, háskólann og þessa ungu menn, fiytjandi fróðleiik og gott efni á dauðans orðfáu og atfbökuðu máli. Hér ætla ég að minnast lítillega á tvö atriði, sem hafa orðið iililega útundan í kennsiu. Annað er notkun forsietninga. Þessi saklausu smáorð hafa verið á óverðskulduðum hrakn- ingi. Þegar kennd eru erlend mál þykár rétt notkun forsetn- inga miklvæg, og er vandlega innrætt niemendum. Útkoman sýnir, að við þær hefur of litil rækt verið lögð í islenztoum skóium. Unglingar hafa sagt mér, að þeir hafi lítið heyrt á þær minnzt, nema sem „for- setnmgarliiði". Virðast ýmsir halda, að þeim megi sá úr hnefa, og gildi einu hver iendi hvar, bara að nógu sé sáð, em samfara ruglingnum er ofnotto- un þeirra algeng. Einlkum virð- ist fyrir vera að gleypa hinar. Annað atriði, sem ég ætla að mirmast á, eru fornöfnin srn*1 og hvor eða hver. Þau virðast næstum hafa orðið úti í staf- setningarhryðju eða setninga- fræðibyl, og heyrist nú svo sjaldan rétt með þau farið, að mér breigður þegar það kemur fyrir. Jafnvel sæmiiiega fserir þýðendur sjónvarpsbexta °% útvarpsleilkrita, að ég nefm ektoi mælendur á umræðufund- um, segja: Þeir töluðu við hvern annan, þeir stóðu sitt hvoru megin, o.s.frv. Mig úef- ur sannarlega liangað til að gefa þeim sinn undir hvorn. 0 Uppvakningar Nú eru þessi fornöfn þjúi- og auðlærð notkun þeirra, laJi'' ist hún í tætoa tíð, eða áður en ambögumar verða rótgrón- air i vitundinni. Álít ég að nser væri að þjálfa barnfóstrur bet- ur í þessum og öðrum atriðurn ísienzkrar tungu en heimta af þeim stúdentspróf. Slíkir hluf' ir skipta miifelu meira máli en réttritunin. Hvað stoðar sá bún; ingur, sem klaufalegt „ómál er fært 1? Ég býst við að b*n" anden og each other hafi spúlf fyrir sinn og hvor. Ég myndi gjarnan vilja fórna stafnum yp.silon á altari ann- anra, mætari hiuta, þó að mer þætti sjónarsviptiir að honum- Gæfist þannig meiri tíimi tn „lifandi málkennslu", maett1 hann hverfa að mínuorn dóm1- Vona ég að fræðarar geti siniit slíkri kennslu betur nú þegar zeta er horfiin. Ég vona, að þeir vakni til betri afreka, þútt þeir vakni ekki upp, eirns og Grindvíkingar við jarðskjálft- ann, samkvæmt frétt í sjon- varpinu. Áður komu uppvaton- ingar úr kirkjugörðum. Vænú ég þess, að látnir Grindviking- ar hvíli í friðá þrátt fyrir jarð- hrærinigamar. Sem sagt, ég vona og treysti. að einföldun stafsetninigaf styðji að betri íslenzkukenmslu. Þórunn Guðmundsdóttir. Aukið viðskiptin — Auglýsið — Bezta auglýsingablaðið DANSSKÓLI INNRITUN í SÍMA KL. 10-12 OG 1-7. KENNSLA HEFST í REYKJAVÍK 4. OKTÖBER. BARNADANSAR TANINGADANSAR STEPP JAZZDANS SAMKVÆMISDANSAR FYRIR HJÖN OG EINSTAKLINGA JAZZDANS FYRIR 7 ARATIL 11 ARA. óóó LANDSHJtLAFÉLAGII VðRÐUR ND Almennur félagsfundur verður haldinn í Landsmálafé laginu Verði múnudaginn 24. september í Átthagasal Hótel Sögu. - Fundurinn hefst klukkan 20:30. DAGSKRA: 1. Kosning uppstillingarnefndar. 2. Formaður félagsins, Valgarð Briem, hrl., kynnir tillögur um breytingar á skipulagi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 3. Barði Friðriksson, hrl., formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, flytur erindi, sem hann kallar: Á að svipta jarðeigendum eignarétti á lax- og silungsveiði? Frjálsar umræður verða bæði um skipulag sjálfstæðisfélaganna og erindi Barða Friðrikssonar. Varðarfélagar! - Fjölmennið á þennan fyrsta fund félagsins á haustinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.