Alþýðublaðið - 21.09.1930, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.09.1930, Síða 3
ALÞ7ÐUBLAÐIÐ 3 Útvegsbanki íslands h. f. Ávaxtið sparifé yðar í Útvegsbanka íslands h.f. Vextir í innlánsbók 4% % p. a. Vextir gegn ö mán. viðtökuskirteini 5 % p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og pess vegna raunverulega hærri en annarstaðar. Tilkynning. Hér með tilkynnist. að ég hefi selt hr. kaupmanni Gnnnlangi Stefánssyni, Hafnarfirði, Kaffibrensln Reykjavífenr og kaffi- bœtisgerðina Sóley, og rekur hann fyrirtækið frá deginum í dag. Jafnframt pví, sem ég pakka heiðruðum viðskiftavinum fyrir und- anfarin viðskifti, vænti ég, að þeir látí hinn nýja eiganda njóta viðskifta sinna framvegis, Reykjavik 19, september 1930. Jón Ðjarnason. Samkvæmt ofanrituðu hefi ég keypt Kaffibrenslu Reykjavikur og Kaffibætisgerðina Sóley, er ég mun framvégis reka undir firmanafninu Kaffiverbsmiðjan Sóley og mun gera mér sérstakt far um að framleiða vandaðar og samkeppnisfærar vörur. Verksmiðjan starfar á- fram á sama stað og áður og vænti ég að heiðraðir viðskiftamenn snúi sér þangað með pantanir sinar. Sími 1290. Gunnlaugnr Stefánsson, Hafnarfirði, sími 189. Sðllux-lamparnir eru beztu lamparnir fyrir skrifstotur og verzlunarhús. Ýmsar stærðir fyrirliggjandi hjá Elriki Hjartarsynl, Laugavegi 20 B. K&istÍEa fræHL Kristin fræði handa fenningar- börnum, bók, sem séra Friðrik Hallgrímssion hefir samið, er ný- komin út. Hefir höf. 'sent Alþýðu- hlaðinu hana til umsagnar. Bók þessari er ætlað að koma í stað „kveranna", og ef hún er borin saman við þau, einkum þau „kverin“, er flest börn hafa verið látin læra, þá er um mikla fram- för að ræða, bæði um framsetn- ingu efnisins, — hve það er auð- skildara börnum og unglingum í bók sr. F. H. heldur en í „kver- unum“, — og um efnisval. Um efnið sker það miest úr, að í þessari bók eru ekki árásir á önnur trúarbrögð eða trúflokka og engar útmálanir á eilífri út- skúfun. Þetta ber að viðurkenna, hvort sem lesendur eru samþykk- ir öllum einstökum atriðum í bókinni eða ekki; og um fram- 6etninguna er sama að segja, líka þótt litið sé á frá þeirra sjónar- miði, sem telja, að um enn meiri framför hefði þó verið að ræða, ef sögur og dæmi væru oftar höfð til útskýringar efninu. Svo er um nám bama í krifctn- um fræðum eins og öðrum náms- greinum, að söguiegt nám er yf- irleitt bezt við þeirra hæfi. Þess er þó að gæta um þessa bók, að höf. ætlast til, að sögulega námið sé komið á undan og sé einnig iðkað jafnhliða lestri hennar. Hygg ég, að söguleg námsbók eða lesbók í kristnum fræðum handa stálpuðum bömum sé Barnabiblían bezt slíkra bóka ís- lenzkra. Yfirleitt er réttará, svo í þeirri grein eins og öörum námsgreinum, aö meiri áherzla sé lögð á, að börnin lesi taisvert af efni, sem er við þeirra hæfi, heldur en að þau læri mikið ut- ani að í sundurlausu máli. Mikill hluti þessarar bókar er lika ætl- aður til lesturs og samtals um efnið, en ekki tii utanaðnáms. (Sbr. formálann.) — Ágæt lífsregla er á 63.—64. bls. í bókinni, og hafa allir gott af aö festa hana sér í minni. Hún er þessi: „Við eigum að láta hvem mann njóta sannmælis, viðurkenna það, sem hann kann að hafa til síns ágætis, en ekki smjaðra fyrir neinum, því að þá segjum við ósatt. Ósannsögull, ó- orðheldinn og óeinlægur maður vekur vantraust á sér hjá þeim, sem þekkja hann; það gerir líka sá, sem þykist vera meiri og betri maðírr en hann er.“ Gudm. R. Ólafsson úr Grindavík. Flngmenn gera verkíall. Skamt er síðan reglubundnar flugferðir hófust. En þó er svo komið, að viða em þær komnar í jafnrfast horf og skipa feröir og lesta. Flugmennirnir þar eru ekki lengur „sigurvegarar loftsins". Þeir eru orðnir óbreyttir verka- menn fiugfélaganna, sem vilja græða sem mest, hafa sem mest upp úr ferðunum. Nú er farið að telja eftir kaupið til flugmann- anna eins og til annara verka- manna. Fyrir skömmu varð hollenzkt flugfélag, sem heldur uppi ferð- um milli Málmeyjar og Amister- dam, að fella niður nokkrar á- ætlunarferðir. Astæðan var sú, að kaupdeila varð rnilli félagsins og flugmanna þess, og gerðu þeir allir verkfall. Félagið reyndi að fá sænska flugmenn og flugvélar og tókst það í byrjun. Gert er ráð fyrir, að það leiði til þess, að flugmenn allra landa stofni sin stéttarfé- lög, er síðan myndi eitt allsherj- arsamband. Atvinnuleysið og stytting vinnutímans. Alþjóðasamband máhniðnaðar- verkamanna hélt þing í Kaup- mannahöfn í sumar. Meðal ann- ars var þar rætt um atvinnuleys- ið, sem nú þjakar verkalýð allra landa, og ráð gegn því. Var ein- róma samþykt að taka upp bar- áttu fyrir 44 stunda vinnuviku, í stað 48 stunda vinnuviku, sem nú er víðast komin á. Með því móti gætu yfir 100 þús. atvinnu- lausir málmiðnaðarverkamenn fengið atvinnu. — íhaldsmenn halda því fram, sem kunnugt er, að bezta ráðið gegn atvinnuleysi sé það, að lengja vinnutímann. Um daiiisD ®g vegiam. St. DRÖFN nr. 55 fellir niður fund í kvöld vegna stigstúku- fundar. Æ. T. Næturlæknir er í nótt Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, sími 2263. Rannsóknarskipið , Quest“ kom hingað í gær frá Græn- landi. Er það að sækja varahluti í flugvél o. fl. fyrir leiðangurs- mennina, sem blaðið „Tinaes'* gerði út til Grænlandsfarar. Fer það aftur til Grænlands í þessari viku. Sýning Eggerts Guðmundssonar er opin i dag í húsi „K. F. U. M.“ Þetta er síðasti sýningar- dagurinn, og hér er listamaður að verki, sem verðskuldar, að sýning hans sé vel sótt. Það veitir hverjxim athugulum manni góða ánægjustund að skoða myndirnar hans. Sjómannafélag Hafn *rfjarðar heldur fund á morgun kl. 8 e. m. í gamla barnaskólanum. Rætt verður um kjör háseta á línubátum og togurum, um verk- lýðssambandsmálið, verkfallssjóð og slysatryggingarsjóð. Hlutaveltur verða tvær í dag. Aðra heldur verkakvennafélagið „Framsókn".

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.