Alþýðublaðið - 27.08.1958, Page 3

Alþýðublaðið - 27.08.1958, Page 3
MiSvikudagur 27. ágúst 1958. i, Iþ#8nbla8i* TTFP'frn'iwr, Alþýöubtaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstj ómarsím ar: Auglýsingasínai: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Greinm úr Finanstiden de um iandheigismáiið: , ] Ny Gróa á Leiti p, ÞAÐ ER ákaflega mtargt skemmtilegt, sem Morgunblað- Jð getur um frá hallelújasamkomum Sjálfstæðismanna úti á landsbyggðinni þetta sumarið. Konni er að vísu ekki aug- lýstur lengur, en ýmislegt broslegt tekst þeim þó að setja á svið í sveitum landsins, ef dæma má eftir frásögn Morg- unblaðsins. Biaðið segir, að um síðustu helgi hafi ein herjans r.iikil samkoma verið haldin að Ölver undir Hafnarf jalli. Þar hafi bróðir aðálritstjórans verið meginskemmti- krafturinn, og einkum og sér í lagi hafi honum tekizt vel upp í Gróusagnagerð. Ein sagan, sem eftir honum er höfð, er svona: „Sú saga gekk í Reykjavík, að Eysteinn Jónsson hefði kallað foringja Alþýðuflokksins fyrir sig og tjáð þeim, að ef til kosninga kæmi út af þessari deilu (þ. e. landhelgismálinu) þyrftu þeir einskis stuðnings að vænta heldur fulls fjandskapar frá Framsókn og SÍS.“ Svo kemur framhaldið. og er auðséð, hvert ræðumaður sækir fyrirmyndina. „Ólyginn sagði mér, en berðu mig samt ekki fyrir því, blessuð“, sagði Gróa á Leiti. En Pétur Benediktsson segir að sögn Morgunblaðsins: „Ég var ekki viðstaddur þetta samtai og veit ekki sönnur á því“. Það er svo sem ekki um að villast, Gróa er lifandi ja enn í landi hér. Sögusagnir Gróu voru brauðstrit hennar og lífsfram-| færi að nokkru. Hún notaði veikleika meðbræðra sinna til að afla sér og sínum þeirra gæða, er hún þráði og þurfti með, og því sagði hún hæpnar sögur. Undirrótin er enn sú sama: Ósannar sögur skulu komja Sjálfstæðismönnum til valda á ný, Gróusögur utan lands og innan. Hin nýja Gróa tekur það aðeins ekki með í reikninginn, að menn brosa orðið að þess háttar valdabaráttu. Enda er sögumað- Ur sjálfur svo ruglaður í ríminu, að hann skýtur óvart yfir markið. Hann stendur því gömlu Gróu að baki. Hann seg- ir að lokum: „Það er heldur ekki aðalatriðið, hvort Eysteinn Jónsson hafði þetta form á“. M. ö o. það skiptir ekki máíi, hvort sagan er sönn eða login. Aldrei var Gróa gamla svona berskjölduð. . : . Mjóir þvengir MORGUNBLAÐIÐ heldur því fram dags daglega, að mikil óeining sé innan ríkisstjórnarinnar umi landhelgis- málið. Vitnar það í blöð stjórnarflokkanna á viþq og reyn- ir að teygja þvengi saman í þessum málatilbúnaði sínum, en heldur vill togna um of á þeim þvengjum annað veifið. TJndanfarna daga hefur blaðið vitnað ákaft í fregn, sem birtist í Alþýðublaðinu fyrir helgina um leynifund í París út af landhelgismálinu. Telur Morgunblaðið, að hér sé um að ræða fund, semi utanríksráðherra eigi hlut að, fyrst frétt- in um hann birtist í Alþýðublaðinu, en önnur stjórnarblöð neiti að vita af slíkum fundi. Um þetfa nægir að segja það eitt, að það er vitað mál, að ráðamenn í Atlantshafsbandalaginu hafa mikinn áhuga á landhelgismálinu íslenzka. Engan þarf að undra það. Það er líka vitað mál, að fundir hafa verið haldnir um þetta mál, bæði opinberir og leynilegir eins og geng- ur, og geta íslendingar hvorki hannað né fordæmt slíka fundi. Þótt fastafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalag- inu fylgist með málum er það engin goðgá, þar sem Is- Iand er aðildarríki í bandalaginu. En eins og áður hefur verið tekið fram hér í blaðinu, er langur végur frá á- heyrn og málstúikun til samninga. Það eru því harla veikar forsendur fyrir þeirri staðhæf- ingu, að utanríkisráðherra standi í einhverjum samningum ytra, þótt Alþýðublaðið flytji erienda frétt uffl fund innan Atlantshafsbandalagsins. Er hverjum sanngjörnum manni sýniiegt, að þeir þvengir Morgunblaðsins eru næsta veiga- litlir, eins og margir aðrir strengir, semj það notar í áróð- ursvef sinn og við sitt neikvæða skæklatog. Auglýsið í Alþýðuhlaðinu Á ÁRINU 1957, er Rússar færðu fyrirvaralaust út land- helgi sína í flóa Péturs mikla í rúmlega 100 sjómílur, mót- mæltu Bretar. En þeir sendu enga stríðsyfirlýsingu til Moskva. Mörg önnur ríki eiga 12 mílna landhelgi eða rýmri. Bretar hafa ekki heldur sagt þeim stríð á hendur. Þetta má teljast lofsverð hóf- semi á sviði stjórnmála að Því leyti, að án hennar værum vér líklega búin að lífa bæðf 3., 4. og 5. heimsstyrjöldina. Þeir möguleikar, sem Bretar og önn ur stórveldi hafa át+ á því að reka stjórnmáiaerindi sín með fallbyssubátum eftir styrjöld- ina eru fjölmörg. En byggind- in hafa þó borið hærri hlut. Og auðvitað ekki sízt vitund þess, að í heimi, þar sem hagsmunirn ir loða saman sem lyppur tvær, gætu þeir átt á hættu að þurfa að láta í minni pokann. En sá, sem leitar mun einnig finna. Bretar hafa fundið þjóð, sem er í þeirri aðstöðu, að telja má, að hún hafi sýnt þeim móðg- andi framkomu, en sem jafn- framt hefur ekkert verulegt vald til stuðnings rétti sínum. Afleiðingin er eldmóður í ut- anríkisráðuneyti Breta, í.flota- málaráðuneytinu og í blöðun- um. Ekki síðan í Súezdeilunni hefur gefizt jafn augljóst tæki- færi til að sýna, hve langt Bret- ar geta farið, ef þeir vilja sækja rétt sinn. í Súez entist Þrekið þeim ekki (sama mun gilda um’ réttinn), en telja má, að jafn hættuleg afstaða og sú, er gerði þá heiðarlegu tilraun að engu, sé ekki fyrir hendi á Norðuratlantshafi. íslendingar eiga ekki nema sjö lítil strand- gæzluskip til að mæta „the Royal Navy“ ásamt brunasiöng um þeim og krókstjökum, sem mun eiga að hafa til taks á brezku veiðiskipunum sam- kvæmt skipun frá æðri stað. Hinn 1. september gangi í gildi íslenzku reglurnar urn 12 miina landhelgina. í dögun munu brezkir togarar sam- kvæmt áætluninni fylkjast um þrjú herskip við nýju landhelg- islínuna og skipin halda inn á hafsvæði þau, sem íslendingar telja sig eiga. Hvað mttn þá I gerast? Enginn getur séð það fyrir ; nú, hver endirinn verður. Það sem vér vitum, og sem hægt er að segja skýrt af Dana há'ifu er, að hér er um að ræða til- ræði Breta við réttarvitund þá, sem er arfleifð hins vestræna heims og lýðræðis, og sem sátt- | máli sá, sem kenndur er við ! Atlantshafið, er stofnaður til verndar. Um rétt Islendinga á að eígna ! sér hafið allt að 12 míium frá strondinni má deila. Á hinni nýafstöðnu ráðstefnu um réttar i reglur á sjónum í Genéve náð- j ist ekki samkomuxag um víð- áttu landhelginnar. Frumregl- an mun eftir sem áður verða, að hlutaðeigandi ríki fær sjálf- dærni í máli þessu, en hliðsjón höfð af 12 mílna mörkum. Ennfremur.þetta: Þjóðarréít- arvenjur skera úr um það, að við ákvörðun landhelginnar ber að hafa hliðsjón af þýðingu hennar fyrir efnahagsofkomu hlutaðeigandi ríkja. Þeí:a við urkenndi alþjóðadómstóiiinn í Haag fyrir sjö árum í úrskurði J sínum varðandi déilu Norð-' manna og Breta um norsku landhelgina. Fiskveiðar Islend- j inga mynda undirstöðuna að efahagsafkomu þeirra; 90% af | útflutníngnum er fiskafurðir. j Fremstu menn á sviði alþjóð- j legra hafrannsókna hafa stað- \ fest, að rányrkja á miðunum j utan 4 mílna markanna hefur eyðandi áhrif á fiskistoininn. Þess vegna er nauðsynlegt að veita íslenzkum fiskimönnum aukin sérréttindi, en jafnframt verður að friða hrygningastöðv arnar að nokkru gegn ágangi hinna stóru togara. Með öftrum orðum: Nauðsyn er á 12 mílna landhelgi. Bretum skjátlast ehki ein- un-gis í matinu á gildi þessarar lögfræðilegu og málefnalegu röksemdafærslu, heldur er framkoma þeirra í máli þessu, sem varðar réttindi að logum, svipuð og um væri að ræða uppreisnina í Kína á því Herr- ans ári 1900, og Norður-Atlants hafið væri Yangtsekiang, hent- ugt æfingasvæði fyrir brezka fallbyssubáta ög brezka valda- fíkn. Bretum hafa verið opnar margar leiðir í máli þessu. —- Þeir hafa ekki kosið neina, sem réttarríki væri eðlilegt að kjósa. Til Sameinuðu þjóðanna virð- ast Þeir í Lundúnum aðein:; vilja leita til þess að láta bjarga sér úr kröggum. Eins og eftir Suezævintýrið. Eklri áður en þeir flækja sér í mál- in. Fram að þvl geta þeir sjélf- ir. Að þvf er varðar Haag1- dómstólinn, sem væri sjálfsagt • eðlilegasti vettvangur til afii láta greina í sundur rétt og ó- réu, virðast Bretar heldur hjé,- drægir og byggist afstaðaþeirra. á þeirri lofsamlegu rólegu rök- semdafærslu, að vegna þess, ac* rétturinn er ekki þeirra megin, munti"■þeir ekki geta sótt hapni. eftir Þeim leiðum, sem merjn- ingarríki eru venjulega opnar- Hinar vestrænu þjóðir eru. þannig með gagnkvæmu sam- komulagi farnar að gera út um .deilumál með púðri og skoium, þogar dómstólar og lagaregvur henta. þeim ekki lengur, eöa. heimurinn almennt sýnir þeim mótlæti. Af Breta hálfu hefur e'kki orðið vart Við svo mikið stm eina atrennu að samkomulaga- tillögu, er byggist á tilliti tit hinnar íslenzku 12 mílna helgi,' en' þó er viðurkennt ó- beint, að ekki muni vera hægt að véfengja hana lagalega. Eng in tillaga um undanþáguá- kvæði, sem hafa inni að haida. sérréttindi til handa Bretum á takmörkuðum svæðum vegna hinna hefðbundnu veiða þeirra. Engin leit að miðhlutfa'Jli miili samþykkis og skothríðar. Aðeins kröfur um, að íslending- ar falli algjörlega frá kröfum sínum, áður en samningaum- ræður koma til greina, fcótt Bretar ætli ekki að gera tér Það ómak að leita til Haag i því tilefni. Slíkri meðferð sætir rík’, sem. vegna legu sinnar er lífsnauð- synlegur hlekkur í vörnum At- lantshafsbandalagsins og Bön- um um leið ómissandi, ef þeir vilja fá vistir með skipalestumi. um Norður-Atlantshafið, þegar að sverfir. íslendingar eru þeg;, ar mjög óánægðir með Jierstötl Bandaríkjanna í Keflavík, og Franahald á 2. siðn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.