Alþýðublaðið - 27.08.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.08.1958, Blaðsíða 5
MiðviKudagur 27. ágúst 1958. AlþýSublaðifl 5 Fréftabréf írá Portoroz: i Portoroz, 18. ágúst 1958. FIMMTA UMFERÐ. ALDREl hefur á stórmeist- aramótumi verið tefld önnur eins umferð og þessi. Níu skák um var lokið án friðarsamninga þegar sú tíunda fór í bið í ann að skipti. Þetta var skák þeirra Bronsteins og Benkö. Hafði sá síðarnefndi lengi átt í vök að verjast en nú þótti mörgum sem hann myndi lafa í jafn- tefli. I þessari umferð te_fldi Frið- rik við Cardoso. Tefldi Asíubú- inn hættulegt afbrigði af Sikil- eyjarvörn og fór engan veginn varhluta af hættunum. í 12. leik fórnaði Friðrik peði en Cardoso þorði ekki að taka það. Nokkrum leikjum síðar er Frið rik orðinn einvaldur á mið- borðinu og víðast hvar annars staðar, og f 28. leik skákar hann Cardoso í fyrsta og síð- asta skipti en Asíubúinn gafst. upp tii að forðast m.áti. . ÖRSLIT: Averbach-Rosetto 1-0 Larsen -Fúster l-ö Sanguinetti-Neikirch 1-0 Panno-Gligoric 0-1 Friðrik-Cardoso 1-0 Tal-Filip 1-0 Petrosjan-Matanovic 1-0 iS'herwin-Pachman 0-1 De Greiff-Scabo 0-1 Bronstein-Benkö V2.-V2. SJÖTTA UMFERÐ: í sjöttu umferð bar það helzt til tíðinda að Friðrik vann Gligoric, erfiðasta andstæðing til þessa, Filip og Petrosjan sömdu stórmei staraj afntef li, Cardofeo náði þriðja jafntefli sínu gegn stórmeistara, Benkö vann Averbach og Bronstein varð að sætta sig við jafntefli gegn undrabarninu. Áður en umferðin hófst hafði Bobby sagt að Bronstein væri fiskur í skák, en það er vænt anlega eitthvað svipað fyrir- brigði og kallað er flóðhestur eða flóði í Taflfélagi Reykja- víkur. ** Annars á Bobby enn öflugra brð um slík fyrirbrigði, nefni- lega kjúklingur en til Þess að öðlast þá nafnbót verða menn sjálfsagt að vera á svolítið ann arri bvlgjulengd en Bronstein. Skák þeirra Gligoric og Frið riks. Rosetto og Larsen vöktu langmesta athygli þennan dag. Bent Larsen segir mér að þeg- ar hann tefli hollenzka vörn þá sé ekki um neina vörn að ræða heldur hollenzka sókn, — sama máli gegnir auðvitað um Caro Can, Sikileyjarvörn o. s. frv. Þennan dag var samt ekki um neina Sikileyjarsókn að ræða hjá Bent. Daginn áður hafði hann borðað það sem stór meistararnir hér kalla Biff a la Panno og tefldi nú sannkallaða vörn. Rosetto fórnaði á hann riddara í 10. leik og fékk af- bragðs gott tafl en skömmu síðar fórnaði hann hrók og skildu fáir neitt en sumir höfðu við orð að hann hefði sjálfsagt í hyggju að fórna skyrtunni sinni líka. Hann fékk samt meiri sókr, en flesta grunáði en varð að lúta í lægra haldi fyrir hraustri vörn Larsens Ftriðrik tefldi gamalj af- brigði af spanverja gegn Glig- oric. Virtist Friðrik vera bú- inn að jafna taflið þegar hann missteig sig lítillega á drottn- ingarvæng en það varð til þess að Gligoric náði aftur undir- tökunum. Á meðan lánaðist Friðrik að eyða svo til öllum tíma sínum og stóð nú uppi tímalaus með tapað tafl. Gli- goric sem ekki átti of mikinn tíma heldur fór nú að reyna að snúa á Friðrik í tímahrak- inu og lék ólíklega leiki, en Friðrik svaraði alltaf samstund is með bezta leiknum á borðinu og þegar tímahrakinu var lok. ið átti hann gjörunnið tafl. ÚRSLIT: Pachman-De Greiff 1-0 Matanovic-Sherwin 1-0 Filip-Petrosjan V2-V2 Cardoso-Tal V2-V2 Gligoric-Friðrik 0-1 Neikirch-Panno V2-V2 Fuster-Sanguinetti V2-V2 Rosetto-Larsen 0-1 Benkö-Averabch 1-0 Fiseher-Bronstein Vz-Vi^ SJÖUNDA UMFERÐ: AUt stuðlaði að því að gera þessa umferð sem alira leiðin- legasta. Stórmeistarajafnteflin voru nú aftur í fullu fjöri en auk þess tapaði Friðrik sinni fyrstu skák á mótinu. Hafði hann hvítt gegn Neikirch og náði á hann talsverðri sókn, fórnaði peði í 25. leik og átti Frá Poríoroz litl-í HUrí-H+rF* þá yfirburðarstöðu en brá út af eina rétta framhaldinu. — Tefldi Neikirch vörnnia mjög vel en Friðrik var auðvitað í glæfralegu tímahraki eins og venjulega, missti tök á taflmu, tapaði tveim peðmn og þar með skákinni. ÚRSLIT: Averbach-Fischer V2-V2 Larsen-Benkö V2-V2 Sanguinetti-Rosetto 1-0 Panno-Fúster V2-V2 Friðrik-Neikirch 0-1 Tal-Gligoric V2-V2 Pert.ro'sjan-lCardoso 1-0 Sherwin-FIlip V2-V2 De Griff-Matanovic 'V2-V2 Szabo-Pachman V2-V2 ÁTTUNDA UMFERÐ. Það var greinilegt að hvorki undrabarninu Fischer né stór- meistaranum Larsen var sér- lega rótt þegar þeir settust hvor gegn öðrum. Þeir höfðu heldur ekki setið lengi þegar þeir tóku að standa upp til skiptis Og ganga um gólf viðutan cg þung ir á brún. Það er því ólíklegt að Bent hafi verið alveg viss um að fyrirheitin sem hann gaf um hádegið yrðu að áhríns- orðum með kvöldinu. I dag skal krakkinri fá vérðuga ráðningu, sagði stórmeistarinn, þegar hann vaknaði og endurtók það | hátt og skýrt yfir súpudiskin- | um nokkrum míniútum síðar. - Þessari skörulegu yfirlýsingu. 1 var augljóslega ætlað að ber- ast til eyrna undrabarnsins áð- ur en blásið yrði til bardaga. Nú skyldu vísindin notuð í þágu listarinnar, barnasálfræð- in í þágu skáklistarinnar. En Bobby Fisoher er enginn venju legur krakki. Hann skyldi það mæta vel að yfirlýsing stór- meistarans var tvíeggjað vopn. Strax í 15. leik gefur undra- barnið andstæðingi sínum erf- itt val, jafntefli eða glæfralegt tafl og stórmeistarinn með sína erfiðu yfirlýsingu á bakinu get ur auðvitað ekki verið þekktur fyrir jafntefli í örfáum leikj- um. Hann neyðist til að velja hina leiðina þótt hún sé allt ann að en falleg. En þá fær krakk inn að tefla til vinnings og eir- ir engu, fórnar fyrst peði en síðan skiptamun og linnir ekki látum fyrr en Larsen gefst upp. Þetta var sannarlega sársauka- full ráðning fyrir stórmeistar- ann og er óííklegt að hann nái sér í bráð. Eftir beiðni frá okkur Frey- steini tefldi Friðrik Hollenzka i vörn gegn Fúster, fékk snemma betra tafl, hóf sókn á kóngs- væng og vann skiptamun þá um kvöldið en skákina daginn eftir. ÚRSLIT: Matanovic-Szabo 1-0 Filip-De Griff 1-0 Cardoso-Sherwin 1-0 Gligoric-Petrosjan V2-V2 Neikirch-Tal V2-V2 Fúster-Friðrik 0-1 Rosetto-Panno V2-V2 Benkö-Sanguinetti 1-0 Fischer-Larsen 1-0 Bfonstein-Averbadi V?.-Vi r Sparið peningana og kaupið ódýran nærfatnað á börnin, sem er seldur fyrir ótrú- lega lágt verð. Síir»i 1-75-85 AusítiTstrætí 12. ÍÞrótfir Stokkhólmi, 25. ágúst. KEPPNIN í þrístökki á EM s. I. laugardag var glæsileg, þrátt fyrir slæmt veður og þungar og blautar brautir. — Scmidt, Póllandi, sigraði í 16,4.) m. stökki. Annar varð Rússinn Riakovski, sem stökk 16,02 m., þriðji Vlhjálmur Einarsson,! 16,00 m., fjórði Pólvcrjinn Malcherzyk, 15,83 m., fimmti Battista, Frakklandi, er stökk! 15,48 m. og sjötti Rahkamv), Finnlandi, 15,18 m. Sería Scmidts var þannig: 15,94, 15,98, ógilt, ógilt, 16,43, sleppti. Sería Vilhjálms: ógilt, 15,22, 15,35, 15,14, ógilt, 16,00. Það var ánægjuleg sjón fyr- ir hina fáu íslendinga í Slokk- hólmi að sjá íslenzka fánann dreginn að hún á einni af sigur stöngunum. og fallegur var hann í golunni. — Scmidt er glæsilegur stökkvari, sem get- i ur stokkið 17 m. einn góðan veðurdag. Vilhjál:mur var að- ; eins 2 sentimetrum á eftir ; heimsmethafanum nýbakaða, Riakovski. Var Vilhjálmi fagn. j að mest af sænsku áhoríendun- um við verðlaunaafhendinguna ' eftir þrístökkið. Af 26 þátttökuþjóðum hluíu 17 stig Rússar langflest eða 117. íslendingar urðu nr. 15.— 16. í röðinni með 4 stig, ásamt írum. 17 þjóðir hlutu verðlaun. Rússar langflest eða 11 gull, 15 silfur og 9 brons. Þjóðverjar hlutu 6 gull, Englendingar 7, Pólverjar 8 og Svíar, Tékkar, Finnar Og Rúmenar 1 hver. — Með þessum tölum er aðeins farið eftir karlagreinum, en verðlaun voru að sjáifsögðu einnig veitt í kvennagreinum. — Milljónaþjóð eins og Frakk- ar hlutu aðeins ein bronsverð- laun, sem og ísleodingar. Minningarorð: Arni P í DAG er til moldar borinn einn af frumbyggjum Kópavogs kaupstaðar, Árni Pálsson, bif- reiðastjóri, Kópavogsbraut 61. Árni heitinn fæddist 6. febr- Rangárvöllum, sonur hjónanna úar árið 1893 að Reynifelli á Páls Jónssonar og Salvarar Jensdóttur. Árni ólst upp hjá foreldruro sínum í ihópi 13 systkina og byrjaði. snemjbia að vinna eins og títt var um unglinga í sveit á þeim; tímum. Fjórtán ára gerðist Árni vinnumaður, réðist hann í vinnumennsku og stund'aði öll algeng sveitarstörf næstu árin. Arið 1927 giftist Arni eftir- lifandi konu sinni Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Felli í Biskups tungum, dóttir hjónanna Sveins Erlendssonar og Sigrúnar Vig- fúsdóttur sem þar bjuggu. — Tvjeimuir árumí síðár fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu þar, unz þau fluttust 1944 í Kópavog, sem þá var að byggjast. Árni og Ingibjörg eignuðust fjórar dætur, sem all- ar eru á lífi. Árni stundaði lengst 'af bif- reiðaakstur og var farsæll í því starfi sem öðrurn. Síðustu árin var Árni mjög farinn að heilsu og mun ekki hafa treyst sér tii þess að stunda hið er- ilsama starf bifreiðastjórans, en réðist þá vökumaður við Kópa vogshælið og gegndi því starfi til dauðadágs af þeirri alúð og trúmennsku sem honum var eiginleg. Enda roun það saim- áfsson Arni Pólsson. ast orða að Árni naut virðingar samstarfsmanna sinna og ástar sjúklinganna, sem hann um- gekkst mgð sinni meðfæddri ljúfmennsku og stillingu. Eg sem þe .ta skrifa áttí bví láni að fagna að kynnast Árna og starfa með honum að félags- málum síðustu árin sem hann liiði og betri samherja en Árna var ekki hægt að kjósa sér, — Árni Pálsson var einlægur Al- þýðuflokksmaður, greindur vel og ágætlega máli farinn, enda naut hann óskoraðs trausts flokkssystkina sinna. Við munum því ætíð minnast Árna Pálssonar með dýpstu virðirigu og þakklæti og biðjum Guð að styrkja ástvini hans í 'þeirra sáru sorg. Fl&fcksfélagi. _,j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.