Alþýðublaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kanpiö .AJIiýðiiMaðiO. Undirrit__________ óskar að gerast kaupandi Alþýðublaðsins frá___________________________að telja. ...._____________________ þ.,______________mán. 1920 1 (Fult nafn og heimili). A.'V. Miða þennan eru menn beðnir að klippa úr blaðinu 'og senda hann á afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavik. Eftir Upton Sinclair, Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konunqs. (Frh.) Hallur hafði aldrei séð bróður sinn svo reiðan. Hann var líka eitthvað undarlegur í klæðaburði. Honum fanst það meðan hann var að tala við hann, en hann sá það ekki fyr e.n Edward sagði honunn hvernig hann hefði komið. Hann var í miðdegisveizlu, þar sem dansað var á' eftir, þegar Percy Harrigan hringdi til hans kl. 11 um kvöldið Percy hafði fengið tilkynningu frá Cartwright um það, að Hallur gengist fyrir upphlaupi í Norðurdalnum. Og hann uppmálaði ástandið fyrir E-iward með svo sterkum litum, að hann þaut af stað og náði næturlestinni dansklæddur, án þess að hafa með sér svo mikið sem tannbursta. Hallur fór að skeilihlægja. Að sjá hinn uppstrokna og hátíðlega bróður sinn hendast út úr svefn- vagninum kl. 7 að morgni dags klæddan kjól með pípuhatt á höfði! Og það, sem hann sá nú fyrir sér, var nærri skringilegra — Edward Warner, unga, sem ætíð var snyrtilegur, sem aldrei borgaði minna en tvö hundruð dali fyrir utanyfirföt, klæddan til- búnum íötum, sem kostuðu tólf dali og fjörutíu og átta skildinga í gyðingabúð í kolahéraðil XI. En Edward var ekki hlátur í hug. Hann var gagntekinn af þeirri hugsun, að reyna að fá bróður sinn burt frá þessu öliu saman Hallur var staddur í bæ, sem viðskiftavinir Edwards höfðu umráð yfir, og þar hafði hann „kássast unp á þeirra jússu", eggjað verkamennina til dáðá og komið eignum vinanna í hættu. Að G. F. C. átti Norðurdalinn — ekki að eins námurnar og húsin, heldur líka fólkið sem bjó þar — þótti Edward sjálfsagt. Hann mundi að eins hafa látið í Ijósi gremju sína, ef Hallur hefði haldið öðru fram. Eins og það hefði verið nokkur bær héfna, ef G. F. C. hefði ekki lagt fram fé og starfskraftf Ef menn voru ekki á- nægðir með þau kjör, sem G. F. C. bauð, þá gátu þeir blátt áfram leitað sér atvinnu annars staðar. En þeir fóru hvergi. Þeir grófu kol G. F. C. upp úr jörðinni og tóku sín laun fyrir hjá því. „Þeir taka þau ekki lengur", skaut Hallur inn í. „Jæja þá, þeir um það", svar- aði Edward. „Látum þá hætta, af því þeir vilja það sjálfir — en ekki vegna þess að hvatninga- menn, komnir að, kæmu þeim tii þess. Sjáðu að minsta kosti um það, að einn af hvatamönnunum sé ekki úr fjölskyldu Warners!" Og hann uppmálaði það geisi- lega reiðiflog, sem Harrigan gamli mundi fá, þegar hann kæmi; rok- ið sem hann mundi vekja f hópi verzlunarmanna í Western City. Þetta var líka eins dæmi, enginn hafði nokkurntíman heyrt annað eins! „Og það núna, rétt þegar við erum að opna nýja námu og þurfum á hverjum einasta dal að halda og öllu því lánstrausti sem við höfum!" Yeðrið í morgun. Vestm.eyjar . . . logn, hiti 8,8 Reykjavfk .... SA, hiti 8,7. ísafjörður .... Vantar. Akureyri .... logn, hiti 85. Grímsstaðir . . . s, hiti 9 5- Seyðistjörður . . logn, hiti 7.9- Þórsh., Færeyjar NA, hiti 9,2. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvog einna Iægst fyrir norð- an Iand; stöðug hér en hægt stígandi í Færeyjum. Útlit fyrir hæga suðaustlæga átt. Ford-bifreið næstum ný til sölu. Góð- ir borgunarskilmálar. — : : Afgreiðsla vísar á. : : kaupendur blaðsins, sem hafa bú- staðaskifti eru beðnir að tilkynna afgreiðslunni það. Sömuleiðis eru menn ámintir um að gera að- vart, ef vanskil eru á blaðinu. Lítil auglýsing, sem látin er í litið blað er oft mikið * betri og áhrifameiri heldur en auglýsing sem látin er í stórt blað- þó hún sé stör*. Þess vegna borgar það að sig auglýsa í Alþýðublaðinu. er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað iamlsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Ritstjóii og ábyrgðarmaður Ólafur Friðríksson Preuisniíðjan Gutenber*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.