Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGXJR 20. NÓVEMBER 1973
5
/íkingur, veður gegnum galopna Haukavörnina og skorar.
iim baráttuleik
afntefli 15:15
Mátti þar í mörgu greina hand-
bragð Sigurðar Einarssonar,
þjálfara liðsins, sem lengi var
einn bezti varnarleikmaður lands-
ins. Aðalmennirnir í varnar-
leiknum voru þeir Sigurbergur
Sigsteinsson og Arnar Guðlaugs-
son, sem átti þarna sérlega góðan
leik — það góðan að hann verð-
skuldar að landsliðsnefnd veiti
honum athvgli.
' Til að byrja með var leikurinn i
miklu jafnvægi og iiðin skiptust á
að skora með nokkru miilibili, en
upp úr miðjum fyrri hálfleik
tökst Frarn að ná tveggja marka
forystu og halda henni nokkra
stund. Þegar svo Fram náði
þriggja marka forystu í síðari
hálfleik, 13:10, hélt maður að
leikurinn væri þeirn unninn. En
ÍR-ingar voru greinilega ekki á
sama máli. Á urslitastundu barð-
ist liðið betur en nokkru sinni
fyri' í leiknum, og tókst því að
vinna upp forskot Framara og
meira að segja að ná forystunni.
Munaði mestu um árvekni í vörn-
inni, en þar fengu Framarar
aklrei frið, og lentu oft í vandræð-
um með að koma knettinum frá
sér.
Þegar ÍR-liðið var einu marki
yfir undir lok leiksins, fékk það
tvívegis dæmda á sig töf, 'eftir að
hafa verið nijög skamman tfma
nteð knöttinn. Virðist vera mikið
ösamræmi í túlkun á handknatt-
leiksreglunum um töf hjá
islenzkum dómurum, og þeir
langt frá þvf að vera það sjálfum
sér samkvæmir. Þegar litið er til
gómgæzlunnar í þeim leikjum,
sem fram hafa farið í Islandsntót-
inu til þessa, verður að segjast,
Guðjón Marteinsson 2, Asgeir
Þórarinn Tyrfingsson 1, Agúst
2, (iunnlaugur Iljálniarsson 3,
Einarsson 3, Bjarni Hákonarson
3, Jón Sigurðsson 1, Axel Axels-
mundur Sveinsson 2, Björgvin
n 2, Sigurbergur Sigsteinsson 3,
ifsson 1, Pálnti Pálmason 2.
að hún er engan veginn nógu góð.
Virðast dómararnir okkar ekki í
sem beztri æfingu um þessar
mundir.
Ekkert vafamál er, að bæði
Fram og ÍR eiga göða möguleika á
því að berjast á toppnum i vetur.
og niá teljast fullvíst. að Fram
verði i þeirri baráttu. þar sem
liðið á sjaldan lélega leiki, og er
skipað tiltölulega jöfnum og góð-
um mönnum. ÍR-liðið er hins
vegar og verður spurningarmerki.
Enn einu sinni virðist vanta þá
festu í það, sem Iið verður að hafa
til þess að geta unnið mót. Þegar
bezt lætur. geta ÍR-ingar sýnt af-
bragðsleiki, eins og á sunnudags-
kvöldið, en síðan dettur liðið
niður í algjöra meðalmennsku og
jafnvel niður fyrir hana. Má vera,
að úrslitin í leiknum á sunnudags-
kvöldið verði nú tii þess, að ÍR-
ingar öðlist það sjálfstraust. sem
hlýtur að hafa beðið hnekki eftir
tvo fyrstu leikina f mötinu.
HANDBOLTA-
KÖRFUBOLTA- OG
ÆFINGA-
SKÓR
I STUTTU MALI:
Laugardalshöl! 18. nóvember.
Islandsmótið 1. deild.
ÚRSLIT: IR — FRAM 15-15 (8-9)
Gangur leiksins:
Mfn. ÍH
1. (i uðjún 1:0
3. 1:1 Stefán
5. 1:2 Vxc-I (v)
(i. Hörður 2:2
9. \ ilhjálniur <\) 3:2
10. \KÚsl 4:2
14. 4:3 Axt‘l
15. \ íOÍst 5:3
1«. 5:4 Axcl (v)
18. 5:5 Axt*l (v)
20. 5:0 Pálmi
21. 5:7 BjörKVÍn
24. ÁKÚsl 0:7
Framhald á bls. 6.
Hörður Sigmarsson — stóð sig
bezt Haukanna f skotkeppninni.
Mistök!
r
Þór — Armann 13:11
„ÞAÐ gerir ekki svo mikiö til, þó
að við gerum nokkrar vitleysur,
meðan andstæðiirgarnir gera
helmini fleiri mistök."
Þetta sagði sigri hrósandi
Akureyringur á leið út úr íþrótta-
skemmunni á .Akureyri á laugar-
daginn að loknum leik
Þórs og Armanns í 1.
deildinni í handknattleik. Ar-
menningar höfðu leikið eins og
þriðju deildar lið og aldrei var
heil brú í sóknarleik liðsins, þeir
höfðu gloprað hverju tækifærinu
iiðru betra eins og algjörir byrj-
endur í íþróttinni. Þór hlaut að
sigra þrátt fyrir aö liðið léki ekki
vel í sókninni, lokatölur iæðu
13:11, Akureyringum í vil. Eru
Armenningar nú eina liðið í 1.
deild, sem ekkert hefur hlotið
stigið, og ef liðið leikur ekki bet-
ur í vetur en á laugardaginn, er
útséð um, hvaða liö fellur niður í
2. deild.
Það eina skynsamlega, sem sást
f þessum leik, vai" varnarleikur
beggja liða, hann var yfirleitt
ágætur. Þá var sóknarleikur Þórs
á stundum sæmilegur. en þó
vantar meiri ógnun og hreyfan-
leika f sóknaraðgerðir liðsins. I
marki Þórsara stóð mestan
timann Tryggvi Gunnarsson, sem
sýndi f fyrravetur að hann er einn
af okkar beztu markvörðum.
Ilann sýndi þó ekki fyrr en i lok
Amiannsleiksins. hvers hann er
megnugur, þá virtist hann gleyma
taugaóstyrknum i hamagangnum
og varði þá eins og berserkur.
Pétur Bjarnason tók við
Armannsliðinu nú i haust eftir að
hafa þjálfað Vfkinga í nokkur ár.
Er það ekki svo lítil breyting fyrir
Pétur að hætta með eitt bezta
sóknarliði landsins og taka við
liði. sem ekki skorar nema þrjú
mörk í heilum hálfleik eins og
Armann á laugardaginn. Það. sem
fyrst og fremst háir Ánnannslið-
inu í sókninni, er skyttuleysið, en
liðið á í rauninni enga góða
skyttu. Þá er það alveg maka-
laust. að liðið skuli niu sinnum
klúðra knettinum í hendur and-
stæðinga sinna, og alls 20 sinniim
í leiknum við Þór enduðu sóknar-
lotur Ánnanns með feilsending-
um. ruðningi og mörgum skrefuin
eða töf.
Sagt hefur verið um Þórsliðið.
að það taki sin stig á heimavelli. í
þröngum salnum í Iþróttaskemm-
unni. í fyrravetur sýndu Þórsarar
þö ekki lakari leiki i stærri hús-
unum, Hafnarfirði og Reykjavik.
Þótt liðið sé ekki sérstakt getur
ekkert lið bökað sér sigur gegn
því fyrir frain. Varnarleikur liðs-
ins er góður. Benedikt er iðinn
við að fiska knöttinn frá andstæð-
ingunúm og Tryggvi á eftir að
spjara sig. Sóknarleikur liðsins er
að vísu nokkurð einhæfur, þar
sem liðið hefur aðeins yfir tveim-
ur skyttum að ráða, Sigtryggi og
Þorbirni. Hinir leikntenn liðsins
eru þó allir sæmilegir, t.d. línu-
maðurinn Ami Gunnarsson sem
er hverri vörn hættulegur með
snerpu sinni.
Ef vikið er að leiknum sjálfum,
er ekki mikið um hann að segja.
Þór tók góðá forystu i byrjun,
Armann jafnaði og komst yfir. I
síðari hálfleiknum sigu Þörsarar
svo frant úr og sigruðu. Þann
sigur geta þeir ekki sízt þakkað
hverjandi áhorfendum, sem
studdi þádyggilega.
íslandsmötað 1. deild íþrótta-
skemman Akureyri 18. nóv. Þör
— Ármann 13:11 (7:8)
í stuttu máli:
Gangur leiksins:
\Ifn. Þór
3. 0: 1 Jón
5. Þorbjörn 1: 1
0. SÍKtryKKur 2: 1
7. SiKtryKKur 3: 1
8. Bont'dikt 4: 1
10. 4: 2 Ilöróur
12. 1: 3 VallHTK
13. 4: 4 HaKnar
13.14. Arni 1: 5 Höröur
15. 17. 5: (> Hannar
24. Aöalstt'inn 5: 7 Hfiröur
20. Arni (>: 7
30. 7: 7
Ix‘ ikh lc* 7: 8 Bjiirn >1.
33. Þorhjörn Lc-ikh lt*
38. Þorhjörn 8: 8
30. 0: 8
42. Vrni 0: 0 Rajínar
40. SÍKurtryKKur (\) 10: 0
51. 11: 011:10 Björn .1 ó
58. Arni 12:10
50. 12:11 flörchtr (\)
(»0. SÍKtryKKur (v) 13:11
Mörk Þórs: Ami 4, Sigtryggur 4
(3 víti). Þorbjörn 3. Benedikt og
Aðalsteinn 1 hvor.
Mörk Armanns: Hörður 4, Ragnar
3, Vilberg, Jön, Björn .J<>h. og
Björn M. 1 hver.
BrotÞ ísanir af leikvelli: Birni Jó-
hannessyni. Armanni. var \ísað
af leikvelli í 4 mínútur. Olfert
Naaby Annanni og Benedikt Guð-
mundssyni. Þór. í 2 mínútur hvor-
um.
Misheppíiuð vítaköst: Engin
Dómarar: Ingvar Viktorsson og
Eysteinn Guðmundsson höfðu
lítil tök á leiknum. en þótt þeir
gerðu ýntsar vitleysur. voru þær
þö færri en leikmannanna
—áij
Ólafur Sverrisson, Þör í baráttu á
I Inunni.
LIÐ ÞÖRS: Tryggvi Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson 2,
Sigtryggur Guðlaugsson 2, Páll Sigurgeirsson 1, Gunnar Gunnars-
son I, Ólafur Sverrisson 2, Ami Gunnarsson 2. Þorbjörn Jensson
2, Benedikt Guðmundsson 3, Þorsteinn Amason 1, Ragnar
Sverrisson I,
LIÐ ARMANNS: Ragnar Gunnarsson 3, Olfert Náby 1, Björn
Magnússon I, Björn Jóhannesson 1, Ragnar Jónsson 2, Vilberg
Sigtryggsson 1, Jón Astvaldsson 1. Kristinn Ingólfsson 1, Hörður
Kristinsson 2, Þorsteinn Ingólfsson 2, Guðjón Sigurðsson 1.