Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1973 Hvidovre meistari — og Aabech markahæstur Dave Mackay — Skotinn, sem aldrei gefst upp ÞETTA byrjaði allt saman með þvf að ég var f Northampton tii að fylgjast með leik hjá ungiingaliði féiagsins. Allt í einu settist Sam Longson, eigandi Derby County, við hiiðina á mér og sagði: — Ég má ekki tala við þig, nema þú hafir leyfi frá félagi þfnu, útveg- aðu þér leyfið. Ég varð mér úti um þau leyfi, sem til þurfti, og hitti Longson aftur að máli. Hálftfma og nokkrum glösum 'seinna var ég orðinn framkvæmdastjóri hjá Derby, einu bezta liði á Bret- landseyjum. Þannig er sagan um það, hvernig Dave Mackay varð fram- kvæmdastjóri hjá Derby, liðinu sem hann hafði svo lengi leikið með. Hann byrjaði að leika í Hearts í Edinborg, en varð fyrst frægur sem leikmaður hjá Totten- ham Hotspur. Þegar hann varð eldri, var hann seldur frá „Spor- unum“ til Derby. Hann átti stóran þátt í því að lyfta Derby frá neðri hluta 2. deildar til sigurs í þeirri fyrstu. Tvívegis fótbrotnaði hann, en í bæði skiptin kom hann aftur og var dáður sem Skotinn, er aldrei gæfist upp. Nú er hann orðinn fram- kvæmdastjóri hjá sínu gamla fé- lagi, hefur tekið við sæti hins málglaða og snjalla Brians Cloughs. Hann hefur þegar orðið að glima við ýmis vandamál, og — Fram — ÍR Framhatd af bls. 5. (»:S (•iiúiiiuihI ■>- Amíst 7:S 2H. 7:0 A\H (\) 2í». A «ií%| 8:0 llálflrikur ::i H: 10 A\H \ ilh.jálimn (\) 0:10 7. \ ilh.jálimii 10:10 38. 10:11 A\H ( \) ::í». 10:12 Hjiiri’ \ in 10. 10:13 Strfán It. A víúsl 11:13 1«. Vilhjúlmur (\ ) 12:13 10. 12:1 1 Armir 30. Amíst 13:1 I 31. A iníst 1 1:1 1 3.1. \ iIhjálmur (\) 13:1 1 00. 13:13 SÍKnrlHTy Mörk ÍR: Agúst Svavarsson 8. ekki er útséð hvernig honum reið- ir af. — Ég sé vandamálin ekki síður frá sjónarhóli leikmannsins en framkvæmdastjórans, segir Dave Mackay. Hann er ekki ný- fræðingur sem framkvæmda- stjóri; eftir að hann hætti aðleika sjálfur, tók ahnn við stjórn hjá Swindon og síðan hjá Nottingham Forest. — Nú verða leikmenn- irnir að gera sér grein fyrir, að Brian er hættur og ég tekinn við. Ég geri mér grein fyrir, að Brian var mjög góður framkvæmda- stjóri, ég þekkti hann vel, lék undir hans stjórn í þrjú ár og aldrei varð okkur sundurorða —Ég hef sjálfsagt verið mjög "viðkvæmur, meðan ég var leik- maður, ég leit á knattspyrnuna sem hvert annað starf, sem ég yrði að inna vel af hendi; og víst er, að ég dáði Brian Clough mjög mikið. Hann hafði einstaka hæfi- leika til að fá það mesta út úr hverjum leikmanni, og þess vegna var hann dáður af öllum. Fyrir Mackay verða komandi vikur mjög spennandi og verða án efa sömuleiðis lærdómsríkar. Hann hefur lengi Ieikið með sumum leikmönnum Derby, en nú er hann allt í einu orðinn sá, sem segir fyrir verkum. — Ég óttast ekki verkefnið, sem ég hef tekið að mér, segir hann. — Ég Vilhjálmur Sigurgeirsson 5, Guð- j<>n Marteinsson 1. Ilörður Amason 1. Alörk Fram: Axel Axelsson 7. Bjöfgvih Björgvinsson 2. Stefán Þórðarson 2. Guðmundur Sveins- son 1. Pálmi Pálmason 1. Arnar Guðlaugsson 1 og Sigurbergur Sigsteinsson 1. Mörk IK Agúst Svavarsson 8. Vilhjálmur Sigurgeirsson ö, Hörður Arnason 1 og Guðjón Marteinsson 1. Brotlvísun af velli: Ilannes Leifsson. Fram Í2 mín. Misheppnað vítakast: Axel Axelsson skaut yfir markið úr vítakasti á 38. mínútu. viðurkenni, að ég hef ekki náð sérlega góðum árangri sem fram- kvæmdastjóri hjá Swindon og Forest, en það þýðir ekki það sama og að ég geti ekki staðið mig hjá Derby. Og nái ég góðum ár- angri, er það mér og leikmönnun- um að þakka, ekki Clough. Gangi illa, stend ég og fell með liði mínu. Skinfaxi kominn út SKINFAXI, TlMARIT Ung- mennafélags Islands, 3. hefti 64. árgangs, er komið út. I ritinu er m.a. eftirtalið efni: Forystugrein er nefnist „Ungmennafélagar, standið vörð um samtök ykkar“, eftir Sigurð Geirdal, 18. sam- bandsþing UMFl, Undirbúningur 15. landsmóts UMFl er hafinn, Hrinda þarf gömlum fordómum, Vor i dal, Dönsk íþróttaheimsókn tilUMFl, Blómlegt íþróttastarf í Eiðaskóla, og Frá starfi ung- mennafélaganna. TVÖ aldursflokkamet voru sett f 800 metra hlaupi á innanhúsmóti FH, sem fram fór 1. nóvember s.I. f íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þar voru að verki ungmenni, sem settu mörg aldursflokkamet úti s.I. sumar. Sigurður P. Sigmundsson setti sveinamet með því að hlaupa á 2:16,2 mfn. Sjálfur átti hann eldra metið sem var 2:19,9 mín. Er þetta fjórða sveinametið hans á árinu, auk þess sem hann hefur sett Hafnarfjarðarmet bæði í 3000 og 5000 metra hlaupum. Hitt aldursflokkametið setti Anna Haraldsdóttir, sem hljóp 800 metra á 2:40,4 mín. Er það nýtt telpnamet, en sjálf átti hún eldra metið, sem var 2:43,6 mín. Er þetta tíunda telpnametið, sem Anna setur á árinu, einnig hefur hún sett 2 meyjamet og 2 stúlkna- DÖNSKU 1. deildar keppninni i knattspyrnu lauk með sigri liðs- ins Hvidovre, sem hlaut 27 stig úr 22 leikjum sínum í deildinni. Liðin, sem féllu f 2. deild, voru AB og AGF, en liðin, sem komust upp úr 2. deild voru Holbæk og Slagelse. Lokastaðan f dönsku 1. deildar keppninni, sem er sú jafn- asta og tvísýnasta, sem sögur fara af þarlendis, varð þessi: Hvidov. 22 10 7 5 52-33 27 R. Freja 22 10 6 6 35-26 26 KB 22 10 6 6 43-43 26 Vejle 22 10 3 9 40-31 23 Köge 22 10 3 9 29-28 23 Aab 22 6 9 7 31-29 21 Næstved22 8 5 9 36-40 21 B 1901 22 8 5 9 45-54 21 B 1903 22 6 8 8 25-28 20 Frem 22 6 8 8 38-45 20 AB 22 7 5 10 33-39 19 AGF 22 5 7 10 25-26 17 Markahæsti leikmaður deildar- kepninnar var Hans Aabeck, leik- maður hjá Hvidovre, en enginn leikmaður í dönsku knattspyrn- unni hefur komið jafnmikið á ó- vart í sumar og hann. Aabech skoraði 28 mörk í 22 leikjum og setti þar með met í markaskorun í met, sem er elsti aldursflokkur kvenna. Öll met Önnu eru jafn- framt Hafnarfjarðarmet. Þá hef- ur 13 ára piltur úr FH, Gunnar Þór Sigurðsson, sett 6 piltamet á árinu. Hann varð fyrstur íslenzkra pilta til þess að hlaupa 400 metra á betri tíma en 60 sek., og þríbætti hann piltametið í þeirri grein í sumar, náði bezt 58,2 sek, Auk þess setti hann piltamet í 400 metra grinda- hlaupi, 800 metra og 2000 metra hlaupi. A innanhúsmótinu 1. nóvember s.l. urðu úrslitin í 800 metra hlaupinu þessi: Sveinaf lokkur: mín. Sigurður P. Sigmundsson 2:16,2 Einar P. Guðmundsson 2:27,3 Ágúst Ágústsson 2:45,2 Jóhann Gunnarsson 2:55,5 deildinni. Eldra metið átti góður kunningi okkar Islendinga, Henn- ing Enoksen, sem skoraði á sínum tíma 27 mörk á einu keppnistíma- bili. Hans Aabech byrjaði ekki að leika knattspyrnu fyrr en hann var 19 ára og þykir hafa mjög sérstæðan stíl og hlaupalag, sem ber þess glögg merki, hversu gam- all hann var orðinn, er hann byrjaði af æfa. I fyrra lék hann með 3. deildar liðinu Skovshoved og skoraði þá 27 mörk. Var það nóg til þess, að 1. deildar félögin veittu honum athygli og buðu gull og græna skóga — Hvidovre þó mest. En nú hafa aðrir boðið betur. Bæði þýzk og frönsk knatt- spyrnufélög hafa sýnt mikinn áhuga á að fá þennan 26 ára Kaupmannahafnarbúa til liðs við sig. Pólland vann Pólland sigraði HoIIand 20 — 13 f leik liðanna f undankeppni heimsmeistarakeppninnar f handknattleik. Staðan í hálf- leik var 8 — 4 fyrir Póiland. Leikurinn fór fram f Póllandi. Piltaflokkur: mfn: Gunnar Þór Sigurðsson 2:27,4 Guðjón Guðmundsson 2:35,4 Guðmundur R. Guðmundsson 2:39,2 Jón Þorkelsson 2:43,8 Strákaflokkur: mfn. Magnús Haraldsson 2:41,9 Björgvin Guðmundsson 2:55,0 Björn Sigurðsson 2:58,3 Einar Sigurðsson 3:02,2 Telpnaflokkur: mfn. Anna Haraldsdóttir 2:40,4 Lára Halldórsdóttir 2:44,5 Margrét Theodórsdóttir 3:02,0 Stelpnaflokkur mfn. Lilja Baldursdóttir 2:58,7 Linda Baldursdóttir 3:05,9 I innanhúsakeppni í hástökki kvenna hefur Lára Halldórsdóttir nýlega sett Hafnarfjarðarmet með þvf að stökkva 1,45 metra, og f kringlukastskeppni á vegum FH, sem haldin var nýlega, kastaði Victor Sturlaugsson 35,75 metra og Einar Sturlaugsson 37,71 metra. Tvö met Hefur trimmher- ferðin mistekizt? r Á FUNDI, sem Iþróttakennara- félag Islands efndi nýlega til um trimm hér á landi, komu fram margar athyglisverðar upplýsingar. Því miður verða ekki dregnar aðrar niðurstöður af flestum þeirra en þær, að trimmherferðin hafi mistekizt. Virðist sem skipulag þessarar herferðar hafi ekki verið rétt og þær undirstöður, sem byggja Stti á, hafi verið fúnar frá upp- hafi. Á fyrrnefndum fundi mættu ekki nema 12 manns og segir það sína sögu um áhugann fyrir trimminu. Þau, sem mætt voru á þessum fundi, eru öll vel þekkt úr íslenzku iþróttalífi, ekki þurfti trimmherferðina til að fá þetta fólk til að hefja íþróttaiðkun. Þeir, sem trimm- herférðin átti í upphafí að höfða til, kyrrsetufólkið, lét ekki sjá sig á þessum fundi og einhvern veginn finnst manni sem herferðin hafi aldrei náð til þessa fólks. Hins vegar hef- ur verið gert mikið af því að reka áróður meðal skólafólks og þá einkum þeirra, sem ekki eru í æðri skólum. Þarna kemur eitt dæmið um röng vinnubrögð í 'ljós, sá aldurs- flokkur, sem mest hreyfir sig, verður fyrir valinu þegar fá á fólk til að hætta kyrrsetu, en taka upp íþróttir og útilíf. 1 upphafi trimmherferðar voru skipaðar fjölmargar trimmnefndir út um allt land og verkefni þeirra átti að vera að fá fleira fólk til íþróttaiðk- ana. Því miður var valið í þess- ar nefndir fólk, sem þegar hafði nóg á sinni könnu við almennt íþróttastarf í héruðum sínum. Því fór svo, að nefndir þessar, sem vera áttu fram- kvæmdaraðilar í héruðunum, hafa flestar verið gjörsamlega óstarfandi frá upphafi. Á fyrrnefndum fundi kom fram, að aðaláherzla trimmfor ystumanna hingað til, hefði verið Iögð á áróður og auglýs- ingastarfsemi um gildi og gagn semi trimmsins. Einnig hefði verið lögð áherzla á að kynna fólki orðið trimm. Kom þessi yfirlýsing fundarmönnum ein- kennilega fyrir sjónir, því hald manna var, samkvæmt fyrri orðum forystumanna í trimm- málum, um það að stöðugt fleiri og fleiri verðu frftíma sinum í æfingar og útivist, að trimm- herferðin hefði í flesta staði tekist mjög vel. Víst er, að einhver eftirtekja hefur orðið af trimmstarfsem- inni og má nefna aukna þátt- töku í víðavangshlaupum. Þá hefur verið rætt um, að glæsi- legan sigur í síðustu Norrænu sundkeppni getum við þakkað auknu trimmi almennings. Tæplega á þessi staðhæfing við rök að styðjast. Islendingar höfðu löngu áður en trimmher- ferðin hófst sýnt 200 metra sundkeppninni mikinn áhuga og náð glæstum árangri þar. Eftir að Norrænu sundkeppn- inni svo lauk í fyrrahaust minnkaði aðsókn að sundstöð- um mjög, þannig að greinilegt er, að „trimmáhuginn" var ein- ungis bundinn við Norrænu sundkeppnina. Síðastliðið sumar bauð kaup- staður f Norður-Noregi Reyk- víkingum til trimmkeppni, kaupstaðurinn heitir Kristianssund og þar búa um 20 þúsund manns. Markmiðið með keppninni var að fá sem flesta bæjarbúa til að hreyfa sig, keppnin tókst nokkuð vel hjá Norðmönnum, tæplega 1/3 hluti bæjarbúa kom til keppn- innar. Ekki var þessi keppni erfið í framkvæmd fyrir Norð- mennina, að minnsta kosti létu þeir hana ekki vaxa sér f augum. Iþróttafélagið, sem sá um skipulagninguna, fékk bæjarbúa til að skokka í kring- um lítið fjall f útjaðri bæjarins. Er Reykvíkingum var boðin þátttaka í þessari keppni sendu þeir afsvar og sögðust ekki vera tilbúnir til að fara út f slíka keppni enn þá. Þar er einmitt komið að aðalatriðinu. Svo virð- ist sem trimmforystumönnum hafi enn ekki tekizt að virkja nægan mannafla til að sjá um framkvæmd trimmsins og for- ingjar trimmmálefna sýnast vera bangnir við aðstöðuna, sem einnig hefur verið kölluð aðstöðuleysi. Undirritaður er svo bjart- sýnn að eðlisfari, að hann er sannfærður um, að hægt sé að fá menn til að sjá um trimm fyrir almenning og vilji hlýtur að vera fyrir hendi þjá trimm- herforingjum til að skipu- leggja trimmkeppnir. Það er vitað mál, að ekki er nóg að segja við fólk; „Farið á skíði í Bláfjöllin" eða „trimmið í Heið- mörkinni". Slíkar „leiðbeining- ar“ eru ekki nægilegt vegar- nesti fyrir meginþorra fólks. Ef hins vegar væri hægt að ef na til fjöldatrimms í Bláfjöllum eða Heiðmörk undir forystu félags- hóps eða einstaklinga er ekki nokkur vafi á, að fólk myndi mæta. Þátttakan í Bláskóga- skokkinu sannar þetta. Þá er einnig víst, að ef komið væri á trimmkeppnum t.d. á milli sýslna og kaupstaða yrði áhuginn meiri en hann er, það sýnir þátttakan í Norrænu sundkeppninni hvað bezt. Þá má einnig nefna „Norrænu trimmkeppnina", sem Islend- ingar hafa ekki enn séð sér fært að taka þátt í, en farið hefur fram á hinum Norður- löndunum undanfarin ár. Þessi pistill var alls ekki skrifaður til að gera lítið úr starfsemi skipuleggjenda trimmsins hér á landi. Heldur til að benda á ýmislegt, sem miður hefur farið og hvernig bæta má úr því. Trimmherferð- in hefur nú staðið í tæp þrjú ár og í hana hefur verið varið tals- verðu fjármagni. Nú vita örugg- lega allir hvað orðið trimm þýðir og næsta skref ætti því að vera að fá fólk til að trimma. — áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.