Morgunblaðið - 27.11.1973, Síða 7

Morgunblaðið - 27.11.1973, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973 7 ísraelar hafa hertekið fjöldann allan af sovézkum skriðdrekum, sem þeir gera nú við og bæta síðan við skriðdrekasveitir sínar. Með Rússa í vasanum EGYPTAR skulda Sovét- ríkjunum nú eitthvaS um tvo milljarða sterlingspunda (um 400 milljarða krðna), eða því sem næst andvirði 8—9 mánaða heildarframleiðslu þjóðarinnar, eða sex ára út- f lutningstekna landsins. Ef þú skuldar bankanum þínum þúsund pund, ert þú á hans valdi. Ef þú skuldar honum milljón pund, er hann á þínu valdi. Egyptar hafa Rússa I vasanum. Á undanförnu hálfu öðru ári hefur það komið berlega f ljós, hve áhrif Sovétríkjanna eru takmörkuð í Egyptalandi. í fyrra voru foringjar í egypzka hernum orðnir mjög óánægðir með það, sem þeir nefndu bandalag við djöfulinn. Var þetta um það leyti, er sovézkir sérfræðingar í Kaíró voru opinberlega aðandmæla þeirri stefnu egypzku stjórnarinnar að ýta undir einkaframtak, leita eftir einkafjármagni og semja um stórframkvæmdir við peningamenn, eins og gert var varðandi Su med-olíu- leiðsluna. Varð þetta til þess, að 15 þúsund sovézkir ráðgjaf- ar fóru heim frá Egyptalandi í júlí í fyrra. Ýktar skuldir Getgátur um það, hve mikið Egyptar skulda Sovétríkjun- um eru ekki samhljóða. Flestar eru þær byggðar á upp- lýsingum Kaíró-blaðsins A1 Ahram snemma á árinu 1972, þar sem þær voru þá taldar nema tveimur milljörðum punda, eða andvirði alls ræktaðs lands í Egyptalandi, og þá var talið, að upphæðin hækkaði að jafnaði um tvær milljónir punda á dag. Um það leyti, sem sovézku ráðgjafarnir voru að snúa heim, var svo haft eftir egypzkum heimild- um, að skuldimar nálguðust þrjá milljarða punda, og þá bersýnilega reiknað með efna- hagsaðstoð Rússa. Ekki er þó talið, að síðari upphæðin sé rétt, heldur að hún hafi verið notuð í þágu Sadats forseta til að draga úr vinsældum Sovét- ríkjanna. Bandaríska utanríkisráðu- neytið telur skuld Egypta við Sovétríkin hafa verið mun lægri en að ofan greinir. Tel ur ráðuneytið Egypta hafa skuldað Sovétríkjunum rúman milljarð punda í fyrra (fyrir hernaðaraðstoð), og öðrum kommúnistaríkjum, að Kína meðtöldu, um 320 milljónir punda. Ef svo efnahagsaðstoð- in er reiknuð með, og vopna- sendingar á þessu ári, telur ráðuneytið, að heildarskuldin nemi nú um 2'/í milljarða punda. Ólíklegt er, að Egyptar greiði fyrir síðustu vopna- sendingarnar frá Sovétríkjun- um. öðru máli skiptir efna- hagsaðstoðin, enda þar um mun lægri upphæðir að ræða. Á árunum 1954—72 buðu kommúnistaríkin Egyptumalls 800 milljónir punda í efna- hagsaðstoð, þar af 500 milljón- ir frá Sovétríkjunum. Sam- kvæmt egypzkum heimildum hafa Egyptar ekki notað nema 200 milljónir af þessari upp- hæð. Er álitið, að endurgreiðsl- ur vegna efnahagsaðstoðarinn- ar nemi svipaðri upphæð og andvirði áframhaldandi að- stoðar. Lán Sovétríkjanna vegna efnahagsaðstoðar eru venjulega til 12 ára með 2H prósent vöxtum, en kínversku lánin er vaxtalaus og til lengri tima. Rússar sitja á hakanum Venjulega hafa Egyptar greitt afborganir sínar með baðmull, en uppskeran er tak- mörkuð, og hefur útflutnings- verðmætið numið um 100 milljónum punda á ári. Áður fengu Sovétríkin og Kína um 58% þessa útflutnings, en á siðasta ári lækkaði hlutur þeirra niður fyrir 50%. Vilja Egyptar láta þau ríki ganga fyrir kaupunum, sem greiða í alþjóða gjaldmiðli, jókst hlutur þeirra ríkja á fyrra ári á kostnað hinna. Kommúnista- rikin þurfa einnig að greiða hærra verð fyrir baðmullar- uppskeruna en ríkin, sem greiða f peningum. Vegna slæmrar reynslu af efnahagsaðstoð við önnur ríki hafa Sovétríkin verið að gera breytingar á aðstoðinni, þann- ig að hún færist i form vöru- skipta. Flytja þá Sovétríkin út verksmiðjuhluta og vélar, og fá í staðinn framleiðslu verk- smiðjanna. Meðan Súezskurðurinn helzt lokaður fá Egyptar greiðslur, sem nema 130 milljónum punda á ári, frá Kuwait, Lýbfu og Saudi-Arabíu, auk ótil- greindrar aðstoðar frá öðrum Arabarikjum. Ekki er að efa, að þessar greiðslur komu til umræðu á fundum Sadats með Feisal konungi Saudi-Arabíu og Gaddafi forseta Lýbfu rétt áður en stríðið hófst. Vfst er, að þrálátur orðrómur gekk í Beirut um, að Arabaríkin væru að kosta 500 milljön punda vopnakaup fyrir Egypta. Þessi upphæð átti alls ekki að ganga upp í skuldina til Rússa, þeir gátu beðið. Biðja samt um mei r En hvers vegna fara Rússar svona fáum orðum um skulda- söfnun Egypta? Því er þannig varið, að fátt kemur verr við almenning í Sovétríkjunum en upplýsingar um, að fjármun- um hans sé deilt út til van- þakklátra útlendinga til að sóa, útlendinga, sem f þokkabót fangelsi svo kommúnista í heimalöndunum. Ileima fyrir verða Rússar því að láta sem efnahagsaðstoðin komi að til- ætluðum notum. Egyptar, hins vegar, geta séð sér hag í að básúna það, hve háar skuldir þeirra eru við Sovétríkin. Það hefur samt aldrei hindrað þá í að biðja um meir. (UrThe Economist). BROTAMÁLNIAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla Nóatún 27, sími 25891 HEIÐRUÐU LESENDUR Tökum að okkur úrbeiningu á öllu kjöti og göngum frá því i neyt- endapakningar bæði fyrir heimili ög verzlanir. Sækjum og sendum Uppl. isimum 32496 — 72475. FRÁ HOFI Við gefum-20% af allri jólahanda- vinnu. Hof, Þmgholtsstræti 1 BÍLAVIÐGERÐIR Bilaverkstæðið Biaro Biarqi við Sundlaugaveg, simi 38060 Tökum að okkur allar almennar bilaviðgerðir Bilaverkst Bjarg Bjargi, s. 38060 TOYOTA COROLLA árg. 1973 til sýnis og sölu að Gautlandi 19. Er á nýjum nagladekkjum og ný teppalagður. Uppl. i sima 81994 eftir kl. 8 á kvöldin. HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl 7, nema laugard til kl. 2 Helgidaga frá kl 2—4 STÚLKUR — KONUR óskast i borðsal og eldhús Hrafmstu. Hálfan eða allan dag- inn, Upplýsingar hjá bryta. simi 35133 URVALS SÚRMATUR Súrsaðir lundabaggar, hrútspung- ar, sviðasulta, svinasulta Úrvals- hákarl, síld og reyktur rauðmagi. Harðfiskur, bringukollar. Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2, simi 35020 NÝÍBÚÐ 3 herb. og eldhús, óskast til leigu i Hafnarfirði Hringið i .24324 biðjið um Mr. Cardollo simi 79273 „Silver Imperial" „forystupenni White Dot" ..White Dot frá Sheaffer, er sérstæð gjöf fyrir sérstakt fólk. Ótakmörkuðum tíma hefur verið varið til þess, að gera beztu ritföngin. Frá „White Dot"-safninu kemur hinn stórkostlegi „Silver Imperial". Svartur oddur, en penninn er úr sterling silfri. Sjálfblekungur og kúlupenni í sama stíl. SHEAFFER the proud craftsmen SHEAFFER, WORLP WIDE, AtextPOfnCOMPANY

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.