Morgunblaðið - 27.11.1973, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973
Frá innrásinni f Tékkóslðvakfu 1968.
tryggja eigið öryggi með innrás
sinni. En auðvitað er þetta ekki
annað en yfirklór ráðamanna í
Kreml, herstyrk sínum beindu
þeir ekki gegn Vestur-Þjóðverj-
um og Bandaríkjamönnum held-
ur alþýðu manna í Tékkóslóvakíu
og réttkjörnum stjórnendum
hennar, sem allir voru settir úr
embættum sínum. Ahrif innrásar-
innar voru ekki meiri en það á
valdajafnvægið í Mið-Evrópu, að
skömmu slðar ítrekuðu Vestur-
veldin tillögur sínar umsamdrátt I
vörnum þessa hluta álfunnar, þau
Hverra kosta er
völ, ef málið er
hugsað til enda?
NIÐURSTAÐA þeirra fimm
greina, sem birzt hafa hér í Morg-
unblaðinu undanfarið undir sam-
heitinu „Varnir Islands", er í
stuttu máli sú, að ekki sé ráðíegt
við núverandi aðstæður að breyta
fyrirkomulagi vama landsins.
Fyrir niðurstöðinni hafa verið
færð rök, sem bæði snerta öryggi
íslands og öryggi vinsamlegra ná-
grannarikja. Einnig hefur verið
bent á það, að óraunhæft sé að
ræða um skiptingu á hlutverki
varnarliðsins, þ.e. sleppa varaar-
hlutverki þess og leggja einungis
áherzlu á eftirlitshlutverkið, sem
þá yrði unnið meira og minna af
íslendingum. Itrekað hefur verið,
að enginn stjórnmálaflokkur hef-
ur flutt tillögu, um að stofnaður
verði íslenzkur her, en skortur á
slíkum tillögum veldur því, að
raunverulega er um orðaleik að
ræða, þegar rætt er um það, að
íslendingar taki að sér varnir
lands síns.
Varnir Dana
og Norðmanna
Viðbrögðin við greinum þessum
þessu hafa verið allsnörp einkum
í Þjóðviljanum, og til dæmis
um þau má vitna til eftirfarandi
úr forystugreinum blaðsins: „Hér
er þvf til að svara, að sé öðrum
Norðurlöndum sú lífsnauðsyn,
sem Morgunblaðið vill vera láta,
að amerískur her hafi setu á ís-
landi, þá er þess vissulega að
vænta, að þau sömu Norðurlönd
hikuðu ekki við að hýsa svo ágætt
varnariið í eigin löndum. En
þarna steytir nú kenning Morgun-
bl. heldur betur á skeri, þvf að öll
Norðurlönd utan íslands hafa
ætíð og ævinlega talið það full-
komna frágangssök að veita
bandarfsku herliði viðtöku í lönd-
um sínum, og væri sérhver stjórn-
málamaður á Norðurlöndum póli-
tiskt feigur, sem slíkt boðaði. Og
hér stoðar ekkert fyrir Morgun-
blaðið að benda á þá málamynda
heri, sem Norðmenn og Danir
halda uppi, því að ekki er nú
rússneski bjöminn svo vígalegur,
sem af er látið, ef Danaher stenst
honum snúning." (Föstudagur 16.
nóvember.)
1 þessu sambandi er vert að
vekja athygli á því, að samkvæmt
skýrslu International Institute of
Strategic Studies eru á þessu ári
39.800 manns í danska hernum og
rekstur hans kostar 3.196 milljón-
ir danskra króna á ári, í norska
hernum eru aftur á móti 35.400
manns og hann kostar norsku
þjóðina 3.485 milljónir norskra
króna á ári. í bandaríska vamar-
liðinu á Keflavíkurflugvelli eru
um 3.300 manns. Ef til átaka
kæmi myndi allur þessi herafli
lúta sameiginlegri herstjórn
Atlantshafsbandalagsins og hon-
um til liðsauka kæmi herstyrkur
frá öðrum Atlantshafsbandalags-
ríkjum. Þá er einnig vert að vekja
athygli á þeirri staðreynd, að
aðeins risaveldin tvö eru sjálfum
sér nóg um vamir. í Vestur-
Evrópu. treysta öll rfki á aðstoð
Bandarfkjanna, ef til ófriðar
skyldi koma ekki sízt Vestur-
þjóðverjar.
Til eilífðarnóns?
Þá hefur því verið haldið fram,
að stefna sú, sem boðuð hefur
verið f greinum þessum, sé þess
efnis, að hér á landi skuli vera
erlendur her til eilífðarnóns. Slík-
ir sleggjudómar standast ekki
gagnrýni. í greinunum hefur ver-
ið tekið mið af aðstöðu íslands
um þessar mundir, og þeir menn
vilja ekki horfast í augu við stað-
reyndir, sem fást ekki til að viður
kenna, að breytt hernaðaraðstaða
á Atlantshafi í kjölfar útþenslu
sovézka flotans hefur stórkost-
lega aukið hernaðarlegt mikil-
vægi Islands. Hér hefur verið
bent á það, að þess vegna sé mjög
övarlegt fyrir Islendinga að auka
óvissuna með því að breyta um
stefnu í öiyggismálum. Þessar
breyttu aðstæður valda þvi, að
meira en 20 ára gamlar röksemdir
eiga ekki lengur við, en hins veg-
ar gefa þær ekki annað en vfs-
bendingu um það, hver þróunin
kann að verðaf framtfðinni.
Ilver hefði spáð því á sinum
tíma, að sá „postuli" kalda stríðs-
ins, sem Nixon Bandaríkjaforseti
var talinn, skyldi gjörbreyta
heimsmyndinni f forsetatíðsinni
með þvf aðs að sættast við Kfn-
verja og verða eins konar milli-
göngumaðurmilli þeirra og Rússa?
Utanrikisstefna Bandarikjanna
um þessar mundir sýnir, að á
sviði alþjóðamála skiptast veður
eft fljótt i lofti. Þótt breytt and-
rúmsloft f samskiptum austurs og
vesturs gefi vissulega tilefni til
bjartsýni um það, að hinir fornu
deiluaðilar muni nálgast, þegar
f ram lfða stundir, hefur þó ekkert
enn gerzt, sem sýnir ótvírætt, að
andvaraleysi sé leyfilegt í örygg-
ismálum. Þeir tfmar kunna að
koma, og þá lagar fslenzk utanrík-
isstefna sig að því.
ístuttu rnáli má segja.að við vit-
um. hvað við höfum nú. Við
vitum, að núverandi
skipan varnarmála á Atlants-
hafi hefur tryggt þar frið
frá lokum síðari heimstyrjaldar-
innar. Viðvitum einnig, að
varnarleysi íslands hefur
ekki f för með sér, að Sovétríkin
breyti um stefnu f flotamálum.
Við vitum hins vegar ekki, hvern-
ig leitazt yrði við að fylla það
tómarúm, sem skapaðist, ef Is-
land yrði varnarlaust. En með
hliðsjón af þróuninni til dæmis á
Indlandshafi getum við ályktað,
að það yrði ekki þolað, að óvissa
rikti um það, hver hefði fótfestu á
svo hernaðarlega mikilvægum
stað. Með breyttri utanrfkisstefnu
gæti íslenzk ríkisstjórn því raskað
þeim friði, sem tekist hefur að
skapa í þessum heimshluta.
Samanburður við
Tékkóslóvakíu?
Andstæðingar varna á Islandi
halda því oft fram að þeir, sem
vilja tryggja öryggi Islands með
varnarsamningi við Banddarikin,
séu skoðanabræður þeirra, sem á
sfnum tfma stuðluðu að innrás
Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu.
1968 var gerð tilraun til þess í
Tékkóslóvakíu að framkvæma
þar mannúðlegan sósfalisma,
þetta gátu þeir aðsjálfsögðu ekki
þolað þar í landi, sem vilja ekki
veita fólkinu frelsi til orða og
athafna, af þvf að þeir vita, að þar
með er völdum þeirra lokið.
Sovétrfkin þóttust einnig sjá fram
á það, að aukið frelsi hefði f för
með sér, að tök þeirra á Tékkósló
vakfu minnkuðu. Þau gerðu einn-
ig titilraun til að setja þróunina í
landinu í víðari mynd með þvf að
segja, að þau öfl væru að verki,
sem vildu skaða öryggi Sovétrfkj-
anna og rjúfa samtöðu Varsjár-
bandalagslandanna. Þessari rök-
semd hefur Þjóðviljinn haldið
mjög á loft sem hinni einu gildu
fyrir innrásinni. Hann segir:
„Sumarið 1968 fékk Sovétstjórnin
bréf frá hópi manna í bandalags-
ríki sínu, Tékkóslóvakíu. Þeir
vildu ekki láta nafns sfns getið,
er erindið var að biðja um rúss-
neskan her til landsins, svo að
ekki yrði röskun á valdajafnvægi
f Mið-Evrópu, og vegna þeirrar
hættu sem stafaði af dvöl Banda-
ríkjamanna f Vestur-Þýskalandi."
(Föstudagur 16. nóvember.)
Þetta er hin opinbera söguskoð-
un Þjóðviljans á atburðunum í
Tékkóslóvakíu 1968. Athyglisvert
er, að blaðið heldur einmitt þeirri
röksemd fram, sem Sovétrfkin
helzt kjósa; að þau hafi verið að
Islands
vissu sem var, að sovézka hernum
í Tékkóslóvakíu var ekki beint
gegn þeim heldur frelsisþrá
Tékka og Slóvaka. Hlutverk br>'n-
drekanna var að verja „sósíalísk-
an ávinning fólksins" eins og seg-
ir f vináttusamningi Tékkósló-
vakíu og Sovétrfkjannna.
Það er eftirtektarvert, að I ofsa-
fengnum tilraunum sínum til að
knýja fram vamarleysi tslands,
gerir Þjóðviljinn tilbúin rök
Sovétríkjanna fyrir innrásinni f
Tékkóslóvakíu að sfnum og snýr
þeim sfðan upp á þá, sem vilja
tryggja ötyggi Islands. Hvert veit
nema Þjóðviljinn haldi því fram,
takist kommúnistum að gera
ísland vamarlaust, að það sé
ógríun við öryggi Sovétríkjanna
og þess vegna þurfi að gera ráð-
stafanir til að róa þau? Það væri
svo sem í samræmi við fyrirlitn-
ingu þeirra á örlögum Tékkósló-
vakfu.
Þjóðerniskenndin
Dvöl bandarfska varnarliðsins á
íslandi særir þjóðerniskennd
margra. Með því að höfða til
hennar í b&ráttu sinni gegn varn-
arliðinu hefur Alþýðubandalagið
leitast við að sveipa sig þjdðernis-
hulu. Hér verður ekki gerð úttekt
á þessa baráttu aðferð Alþýðu-
bandalagsins. Hins vegar er vert
að gefa þvf gaum, að margir þeir,
sem með hliðsjón af öllum aðstæð-
um telja nauðsynlegt að hafa hér
viðbúnað til varna í þeirri mynd,
sem nú er, gagnrýna margt í
þessu tilliti frá þjóðernislegum
sjónarmiðum.
Sú gagnrýni er ef til vill rétt-
mæt, að þeir, sem af mestum
krafti hafa barizt fyrir núverandi
skipan vamarmála landsins, hafi
ekki tekið nægilegt tillit til þeirra
skoðanabræðra sinna, sem vara
við skaðvænlegum áhrifum varn-
arliðsdvalarinnar á þjöðerni Is-
lendinga. Ilér er einkum átt við
menningarleg áhrif, en á þvf sviði
hafa deilurnar orðið mestar
vegna sjónvarps og útvarps varn-
arliðsins.
Hér er komið að vandamáli,
sem einkum verður rætt út frá
tilfinningalegum sjónarmiðum.
Þjóðarmetnaður birtist í svo ólfk-
um myndum, að ógerningur er að
takmarka hann við sérgreint mál-
efni, en hins vegar má alls ekki
sniðganga hann, þegar fjallað er
um varnarmálin. Auðvitað er
unnt að tryggja Islandi varnir án
þess af því hljótist deilur um sjón-
varpsrekstur í landinu. Það má
alls ekki stenfa öryggi Iandsins í
hættu með því að efna til árekstra
vegna málefna, sem eru til þess
eins fallin að valda mönnum
gremju.
Niðurlagsorð
Um þessar mundir er staðan f
varnarmálunum þessi: Islenzka
rfkisstjórnin hefur tilkynnt þeirri
bandarfsku, að hún óski endur-
skoðunar vamarsamningsins frá
1951. Tilkynning um þetta var
send 25. júní s.l. Samkvæmt varn-
arsamningnum hefur Atlants-
hafsbandalagið, þ.e. fastaráð þess,
utanríkisráðherrar bandalagssfkj-
anna og þar með ríkisstjörnir
þeírra, frest til 25. desember n.k.
að segja álit sitt á mikilvægi
varna á Islandi fyrir bandalagið.
A meðan þessi frestur er að Iíða
hafa viðræður farið fram milli
ríkisstjórna tslands og Bandarikj-
anna um endurskoðun vamar-
samningins, ekkert hefur verið
látið uppi, um hvað þessar við-
ræður snúast. Framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandlagsins hefur
flutt íslenzku ríkisstjdrninni
skýrslu um hernaðarlegt mikil-
vægi Islands, en þessi skýrsla hef-
ur vafalítið verið staðfest af f asta-
ráði bandalagsins, þar sem fram-
kvæmdastjórinn starfar f umboði
þess. Hinsvegar ber ekki að líta á
þess. Hins vegar ber ekki að 1 fta
á þessa skýrslu sem sfðasta orð
Atlantshafsbandalagsins f þessu
desember til að segja álit sitt.
Komist islenzka og bandaríska
ríkisstjdrnin ekki að sameigin-
legri niðurstöðu í viðræðuum sín-
umfyrir25. desember, getur hvor
þeirra um sig sagt varnarsamn-
ingnum upp með eins árs fyrir-
vara. Bæði forsætisráðherra og
utanríkisráðherra islands hafa
lýst því yfir, að málið verði lagt
fyrir Alþingi. Væntanlega verður
það gert, áður en þingið verður
slitið næsta vor. ÁJtessum vetri
verða því teknar örlagarfkar
ákvarðanir um öryggi og sjálf-
stæði íslands. Vonandi fást þeir,
sem andvígir eru vörnum ís-
lands til að færa málefnalegri rök
fyrir máli sínu en hingað til, svo
að betur skýrist, hvert valið er, og
öllum almenningi gefist kostur á
að hugsa málið til enda.
Þessi greinaf lokkur hefur verið
samin f þeim tilgangi að draga
fram þau sjónarmið, sem efst eru
á baugi bæði með og á mdti dvöl
varnarliðsins. Það er Jesenda að
meta, hvor rökin eru haldbetri.