Morgunblaðið - 27.11.1973, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.11.1973, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER 1973 MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 1 1. kapituli Ungastúikan meðkúna Þegar Maigret kom til Delfzijl dag nokkurn í maí, vissi hann aðeins fátt eitt um það mál, sem hafði orðið til, að hann var kominn til þessa litla bæjar í norðurhluta Hollands. Prófessor við háskólann I Nancy, Jean Duclos, var á fyrir- lestraferð um Holland. í Delfzijl bjó hann hjá einum kennaranum við stýrimannaskólann, sem hét Popinga. Nú hafði þessi Dopinga verið myrtur og enda þótt pró- fessorinn hefðiekki beinlínis ver- ið ásakaður fyrir morðið, var þess þó farið á leit við hann að fara ekki úr bænum og vera til reiðu fyrir hollenzk yfirvöld, ef ástæða þætti til. Meira vissi Maigret eiginlega ekki — ekki miklu meira að minnsta kosti. Jean Duclos hafði sent tilkynningu til háskólans í Nancy, og þar hafði stofnunin gengist fyrir því, að snjall maður frá frönsku rannsóknar- lögreglunni yrði sendur á staðinn til að kanna málið. Maigret hafði orðið fyrir valinu, og hann hafði reyndar ekki haft svo mikið við hina hellenzku starfsbræður sína að segja þeim frá komu sinni fyrirfram. Frá Jean Duclos hafði hann fengið hálfruglingslega skýrslu svo og lista yfir það fólk, sem að einhverju leyti gæti komið við sögu. Hann kynnti sér þennan lista áður en lestin nam staðar á stöðinni í Delfzijl. Conrad Popings (sá myrti) 42 ára gamall, fyrrverandi skipstjöri en síðan kennari við sjómanna- skólann í Delfzijl. Kvæntur. Barn- laus. Talaði reiprennandi ensku og þýzku og allsæmilega frönsku. Lisbeth Popinga, eiginkona hans, dóttir rektors ménnta- skólans í Amsterdam. Siðfáguð kona, svo að af þótti bera. Mjög gott vald á frönsku. Any Van Elst, yngri systir Lisbeth Popinga. Var í nokkurra vikna heimsókn í Delfzijl. Hefur nýlega lokið doktorsprófi I lög- fræði. 25 ára. Skilur frönsku, en talar hana ekki vel. Wienandsfjölskyldan, býr í húsinu við hliðina á Popinga- hjónunum. Carl Wienand er stærðfræðikennari við sjómanna- skólann. Þau hjónin eiga tvö böm. Kunna ekki stakt orð í frönsku. Beetje Liewens, 18 ára bónda- dóttir, sem hefur fengizt við ræktun á sérstöku kúakyni. Hefur tvívegis dvalizt í Frakk- landi. Talar skínandi góða frönsku. Ekki var mikið á *þessu að græða. Alltjent sagði þessi nafna- listi honum ekkert að sinni. Hann kom beint frá Paris og hafði ferðin með lestinni tekið upp undirsólarhring. Delfzijl bærinn ruglaði hann í riminu við fyrstu sýn. Á leiðinni hafði hann brunað í gegnum túlipanalandið Holland, þar sem blómaakramir breiddu úr sér, svo langt sem augað eygði. Hann hafði farið í gegnum Amsterdam og þar var hann kunnugur svo og Drenthe. Hér kom hann svo inn í um- hverfi, sem átti ekkert sameigin- legt með hollenzku póstkortunum og einkenni bæjarins voru mun norrænni en hann hafði gert sér í hugarlund. Þetta var smábær, þar sem voru í mesta lagi tfu fimmtán götur og þær voru lagðar f allegum rauðum múrsteinsflögum, sem var raðað kerfisbundið um allar göturnar, og minnti einna helzt á eldhús- gólf. Lág hús, flest einnig byggð úr rauðum múrsteini og skreytt tréverki hvers konar í skrautleg- um litum. Þetta minti einna helzt á leik- fangaland — kannski sérstaklega vegna þess að bærinn var umlukinn af síki, sem lá utan um hana eins og hringur. Á sfkinu voru raufar hér og hvar, en þeim mátti loka fyrirvaralaust, þegar sjólag var vont. Uti fyrir var mynni Ems- árinnar, og síðan tók við Norður- sjórinn. Minnti á langt silfurhvítt band. Skip voru lestuð á bryggjunni. Mörg stór skip lágu við bryggjurnar, en einnig smærri bátar af öllum möguleg- um gerðum og stærðum. Sólin skein f heiði. Stöðvar- stjórinn bar snotra húfu með appelsínugulu kaskeiti, sem hann tók af sér af kurteisi við þennan gest. Beint á móti járnbrautar- stöðinni var kaffihús. Maigret fór inn og þorði varla að fá sér sæti. Gólfið var bónað, svo að það gljáði eins og spegill, en þar var heimilislegt og þægilegt andrúms- loft eins og á einkaheimili. Blöð- um var snyrtilega komið fyrir í blaðagrind. Húsráðandinn sat við eitt borðið og drakk öl með tveim- ur viðskiptavinum, en hann reis á fætur til að taka á móti Maigret. — Talið þér frönsku? spurði Maigret. Maðurinn hristi höfuðið. Vandræðaleg þögn. — Gefiðmér bjórglas... bier! Þegar hann hafði fengið sér sæti við borð, dró hann litla miðann upp úr pússi sfnu. Hann hvarflaði augum á neðsta nafnið, benti á það og sagði nokkrum sinnum: — K Liewens... Mennirnir þrír tóku tal saman. Svo stóð einn þeirra upp og gaf Maigret bendingu um að koma með sér. Þetta var digur vingjarn- legur maður með húfu á höfðinu. Þar sem lögregluforingjanum hafði ekki unnizt tími til að skipta í hollenzka peninga og ætlaði að borga með frönskum 100 franka seðli, endurtók veitingamaðurinn nokkrum sinnum: — Á morgun... morgun.. . Hann mátti sem sagt bara koma á morgun og borga! Það var engu líkara en hér væri hann, gesturinn, þegar tekinn inn í litla þorpssamfélagið. Yfir öllu var þægilegur, nánast sakleysislegur andi. Án þess að segja nokkuð fylgdi maðurinn honum um göturnar. Til vinstri var kofi með ýmsum verkfærum, ankeri og baujur lágu við dyrnar og úti á stéttinni. Ögn fjær sat netamaður og gerði við f mestu makindum. I bakaríinu var líka selt sælgæti og glugginn svignaði undan hin- um dýrlegustu sætindum af öllu tagi. — Þér ekki tala ensku? Maigret hristi höfuðið. — Ekki þýzku? Aftur hristi Maigret höfuðið og maðurinn gafst upp. Þegar þeir höfðu gengið götuna á enda, voru þeir eiginlega strax komnir út í sveit, við blöstu fögur engi og grösug, svo langt sem augað eygði. Nokkurn spöl f burtu sást á húsþak, lagt tígulsteini. — Liewens . . .! Sælir herra minn! Og Maigret hélt áfram eftir veginum, er hann hafði reynt að gera manninum skiljanlegt, að hann væri honum einkar þakklát- ur fyrir aðstoðina, sem hann hafði veitt þessum bláókunnuga manni og gengið með honum í stundar- fjórðung til þess eins að vísa honum til vegar í greiðaskyni. Iliminninn var blár og loftið tært. Maigret gekk fram hjá há- um timburstafla, þar sem komið hafði verið fyrir eikarstofnum, mahogni og teak, sem voru á hæð við hús. Þarna lá bátur bundinn. Börn hlupu um í galsa og léku sér. Svo gekk hann einn síns liðs um það bil kílómetra vegalengd. Engin og akrarnir voru umgirt hvítu gerði, og þar voru kýr á beit. Ekkert var í rauninni eins og hann hafði búizt við, og þegar hann nálgaðist bóndabæinn, var hann einnig langt frá öllum hug- myndum, sem Maigret gerði sér um bóndabæi. Þetta var nýbyggt, glæsilegt stórhýsi og stór garður með lit- fögrum blómum f kring. Við hliðið stóð kvenhjól. Ilann leitaði árangurslaust að dyrabjöllu. Hann kallaði en fékk ekkert svar. Hundur kom og neri sér vingjarnlega upp við hann. Vinstra megin við húsið var langt hús með mörgum litlum, skipulegum gluggum, en þar voru engar gardínur. Þetta hefði ann- ars sem hægast getað verið íbúð- arhús, svo vel var það málað og snyrtilega útlítandi. Ilann heyrði baul innan úr hús- inu, svo að Maigret gekk stíginn milli blómsturbeðanna, unz hann kom að opinni hurð. Þetta var fjós, en jafn snyrti- legt og ibúðarhús. Það var byggt úr rauðum múrsteini. Allt virtist vélvætt þarna og keðjur og furðu- tæki á hverju strái, sem Maigret hafði ekki hugmynd um, hvaða tilgangi þjónuðu. Inni var rökkvað. Kýrnar voru úti á beit að einni undanskilinni, sem lá í básnum sínum. Ung stúlka kom í áttina til hans og spurði á hollenzku, að hverju hann væri að leita. — Eruð þér ungfrú Liewens? — Já. Eruð þér franskur? Hún leit öðru hverju í áttina til kýrinnar. Um varir hennar lék veikt, en dálítið kaldhæðið bros, sem Maigret skildi ekki strax Einnig varðandi Beetje Liew- ens var raunveruleikinn allt annar en þær fyrri hugmyndir, sem hann hafði gert sér. Beetje Liewens var klædd i há gúmmf- stígvél, og grænan kjöl, en hann var að mestu hulinn undir hvítum kirtli. Ilún var rauðbirkin í andliti, kannski einum of. Bros hennar var undur heilbrigt og blátt áfram. Hún hafði stór skærblá augu og rautt hár. VELVAKAIMDI Valvakandi avarar I aima 10- I 100 kl. 10.30—11.30. M j mánudagi til löatudaga.____j • Hálkan á götum borgarinnar Agnes Davfðsson, Akurgerði 38, Reykjavík, skrifar: „Við, sem erum fótgangandi, kvíðum fyrir vetrinum vegna ófærðar á gangstéttum hér í bæn- um. Mig langar til að vekja at- hygli á þessu, þótt það hafi verið gert áður, því að mér finnst það ver mjög aðkallandi, að eitthvað sé gert til úrbóta fyrir okkur eins og þá sem eru akandi. Þegar snjórinn er kominn er farið af stað með veghefla og göt- ur ruddar fyrar bílaumferð. Um leið er snjónum oft rutt upp á gangstéttar, svo að þar verður hættulegt eða ómögulegt að ganga. Það er skiljanlega erfitt að fjarlægja snjóinn, strax og hann er fallinn, en er ekki hægt að fara með litla sköfu á gangstéttirnar og r.vðja þar göngubrautir? Þá ætti líka hver og einn að ryðja stéttir fyrir framan hús sitt, og ættu allir að vera skyldugir til aðs sjá svo um, að greiður gangur sé að húsum þeirra, og að komið sé í veg fyrir hálku á stéttum og tröppum. Er nokkurt ákvæði urn þetta í lögum hér eins og víða erlendis? Ef svo er, væri ekki úr vegi að ganga betur eftir því, að lögin séu haldin. Að minnsta kosti er ástandið slæmt. Hvað skyldi það hafa kost- að mörg beinbrot og önnur meiðsli, eða þá innisetu hjá fólki, sem langar til að hreyfa sig og fá sér ferskt loft? Agnes Davfðsson." Velvakanda er ekki kunnugt um, að nein lög eða reglugerðir séu gildandi um það, sem Agnes minnist á hér að framan. # Nafngiftir skipa. Theodór Einarsson á Akra- nesi skrifar: „Það tíðkast viða að láta skip heita mannanöfnum, og er það gert í heiöursskyni við þá, sem verið hafa áberandi í þjóðfélag- inu, Ekki er langt síðan Reykviking- ar eignuðust glæsilegan skuttog- ara, og gáfu honum nafnið Bjarni Benediktsson, til heiðurs minn- ingu þess ágæta rnanns. A Akranesi hafa útgerðarmenn keypt skip og skírt þessi óskabörn sin ýmsum nöfnum. Ennþá hafa þeir þó harkað af sér að láta skip heita Pétur Ottesen. Pétur var gæfumaður i lífinu og ég er viss um að það skip, sem bæri nafn Péturs Ottesen yrði happaskip. í leiðinni má geta þess, að ef útgerðarfélag það, sem ætti skip með þessu nafni, þyrfti á fjár- hagsaðstoð að halda, þá myndi áreiðanlega enginn bankastjóri voga sér að neita Pétri Ottesen um lán. Þökk fyrir birtinguna, Theodór Einarsson.“ 0 Aldurstakmark á sveitaböllum. „Ilúsmóðir á Suðurlandi" skrifar bréf, þar sem hún kvartar undan þvi, að nú sé farið að taka alvarlega ákvæði um aldurstak- mark á sveitaböllum á Suður- landi. Hún segist eiga 15 ára dótt- ur, sem hún hafi stöku sinnurn leyft að fara á þessi böll. Nú ný- lega hafi hún farið á ball, en orðið ftá að hverfa, vegna þess að búið var að hækka aldurinn upp i 16 ár, en fram að þessu hafi hún fengið aðgang að slíkum manna- mótum. Húsmóðirin segist áliia. að það sé foreldranna en ekki löggunnar að passa krakkana, og á hún þá líklega við, að foreldrar eigi að ákveða, hvort unglingar fái að fara inn á dansleiki eða ekki. Nú er það svo, að það er ekki lögreglan, sem ákveður aldurstak- mörk, heldur löggjafinn í land- inu. Lögreglan er ekki annað en framkvæmdaraðali, sem hefur vissar reglur til að fara eftir. Hús- móðirin segir, að dóttir hennar hafi orðið að hanga fyrir utan dansstaðinn meðan ballið stóð yf- ir, og hafi hún ofkælzt og verið koniin með 39 stiga hita næsta niorgun. Hún segir, að krakkarnir séu áreiðanlega verr settir með að þurfa að hanga utan dyra skemmtistaðarins en innan þeirra. þótt þau hafi e.t.v. ekki náð tilskildum aldri. Það verður nú að segjast alveg eins og er, að krakkar, sem eru ekki skynsamari en svo að þeir hafa ekki vit á að koma sér heim i stað þess að nopraúti í kuldanum við skemmtistað. sem þeir fái ekki aðgang að. væru betur komn- ir undir pilsfaldi móður sinnar en „ude pa livets vej“. Vonandi fyrirgefst Velvakanda afskiptaseniin. 0 Sjónvarpiðog Súgfirðingar. Kristinn Jensson á Súganda- firði skrifar bréf, þar sem hann kvartar undan þvi, að sjónvarps- sendingar komist ekki til skila þangað vestur.Kristinn segir, að i 27 daga (sennilega á árinu) hafi ekkert sézt i sjónvarpinu, en þá sé júli-mánuður að sjálfsögðu ekki talinn með. Kristni finnst ósann- gjarnt, að Súgfirðingar séu látnir greiða sama afnotagjald af sjón- varpi og aðrir landsmenn. þar sem þeir fái ekki það sama fyrir gjald þetta og þeir. Þegar sjóvarpssendingar falli niður. séu heldur ekki endurteknir þeir dag- skrárþættir, sem um er að ræða. Sérstaklega sé þetta bagalegt, þegar um sé að ræða framhalds- leikrit og -þætti. 29 Ingólfur Davfðsson Ljóðabók eftir Ingólf Davíðsson KOMIN er út ljóðabók eftir Ingólf Davíðsson, er nefnist „Veg- ferðarljóð". I bókinni eru 140 ljóð um margvísleg efni, ástarljóð og ættjarðarkvæði. 1 kynningu útgefanda, sem er Leiftur, segir m.a.: „Ingólfur Dav- íðsson er athyglisverður maður og ekki allur þar sem hann er séður. Hann lítur í kringum sig, hvar sem hann er staddur, og veitir athygli því, sem fyrir augu ber“. Ávarp hans til lesenda er: „Villtu lesa mín vegferðarljóð, viljugur reka nýja slóð, hleypa gandi um loft og láð? Leiðin er urðarblómum stráð." Ragnar Asgeirsson Annað bindi af Skruddu KOMIÐ er út annað bindi af Skruddu Ragnars Asgeirssonar i stóraukinni og endurbættri út- gáfu.I Skruddu er safn þjóðlegra fræða i bundnu og óbundnu máli úr öllum sýslum landsins. Safnaði Ragnar þessu efni saman á ferð- um sfnum um landið sem ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. í þessu öðru bindi eru sögur og frásagnir úr Húnavatns-. Skag- fjarðar-, Eyjaf jarðar-, Þingeyjar-, Múla-, Skaftafells- og Rangár- vallasýslum. Bókin er yfir 300 bls. að stærð. Útgefandi er Skuggsjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.