Morgunblaðið - 05.12.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1973 Pálmi Jónsson: Bætt verði afkoma veitinga- reksturs á landsbyggðinni Pálmi Jónsson (S) hefur flult tillögu til þingsályktunar um athugun og tillögur til úrbóta á vanda þeirra aðila, sem stunda veitinga- og gistihúsarekstur að vetrarlagi utan mestu þéttbýlis- svæða landsins. Er tillaga Pálma svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að skipa nefnd til þess að athuga og gera tillögur um úrbætur á vanda þeirra aðila, sem stunda veitinga- og gistihúsa- rekstur að vetrarlagi utan mestu þéttbýlissvæða landsins. Skal nefndin m.a. taka til athugunar rekstrarafkomu og rekstrarfjár- þörf þessara þjónustuaðila yfir vetrarmánuðina, ásamt leit að leiðum til bættrar afkomu, enn fremur tillögur um aðstoð hins opinbera, ef þess er þörf, og sam- ræmingu slíkrar aðstoðar. Nefndin skal skila áliti eigi sfðar en svo, að leggja megi til- lögu hennar fyrir Alþingi á næsta hausti. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: Þeim aðilum, sem fást við hina venjulegu ferðamannaþjónustu víðs vegar um landið, fyrst og fremst fyrir íslendinga sjálfa, hefur verið lítill gaumur gefinn. Margir einkaaðilar af þessu tagi, þ.e. þeir, sem stunda veitinga- og gistihúsarekstur utan aðalþétt- býlissvæða landsins, eiga nú við mikla og vaxandi erfiðleika að etja í því að halda starfsemi sinni í gangi yfir vetrarmánuðina, þegar tekjur af ferðamönnum eru í lágmarki. Til þess liggja þær höfuðorsakir, að á síðustu árum hefur rekstrarkostnaður við þessa þjónustustarfsemi vaxið mjög, ekki síst í kjölfar vinnutíma- styttingarinnar, sem óhjákvæmi- lega leiddi af sér fjölgun starfs- fólks, kröfur um aðstöðu og aðbúnað ferðafólks hafa farið vaxandi, svo sem eðlilegt má telja í tfmans rás, og síðast, en ekki síst hafa afskipti opinberra aðila af þessum málum m.a. komið fram í því að veita harðnandi samkeppni á þessu svjði með því að opna sem víðast ríkisrekin gistihús yfir beztu sumarmánuðina, þegar hægt er að fleyta rjómann af mesta ferðamannastraumnum. Er það og í samræmi við þá skoðun, að alla áherzlu beri að leggja á þann tfma ársins, sem útlendir leggja hingað tíðast leið sfna. Afleiðingin er sú, að ýmsir þeirra, sem lagt hafa kapp á að auka og bæta þessa mikilvægu þjónustu og halda henni uppi allt árið, ná ekki þeim tekjum út úr rekstri sumarsins, sem dugi til að vega upp hallarekstur vetrarins. Yfir vofir, verði ekki úr bætt, að þeir kunni að neyðast til að loka yfir Jón Árnason (S) hefur flutt frumvarp um breytingu á lögum um námslán og námsstyrki, þannig að nemendur fleiri skóla fái rétt til námslána úr Lánasjóði íslenzkra námsmanna en nú er. Segir þingmaðurinn í greinar- gerð, að hann hafi sérstaklega í huga riemendur við Fiskiðnskóla fslands. veturinn, þegar síst má án þjónustu þeirra vera. Má rekja mörg dæmi þess, hver nauðsyn er slíkrar þjónustu fyrir ferðamenn, sem þurfa að brjótast í misjafnri færð í hrakviðrum vetrarins yfir hina ýmsu fjallvegi landsins eða setjast um kyrrt og komast hvergi, stundum dögum saman. Getur þá jafnvel riðið á lífi eða dauða, hvar áningarstað er að finna. Jón Arnason: Fleiri fái námslán Tillögugreinin er svohljóðandi: Niðurlag 1. gr. laganna orðist svo, að á eftir orðunum „erlendra háskóla og tækniskóla" komi: svo og aðrar hliðstæðar erlendar og innlendar kennslustofnanir, sam- kvæmt nánari ákvæðum í reglu- gerð. Greinargerðin í heild hljóðar svo: I frumvarpi þessu felst sú breyting, að í hópi þeirra, sem rétt eiga til námslána úr Lána- sjóði íslenskra námsmanna, séu þeir nemendur, er nám stunda í öðrum þeim skólum innlendum, er séu hliðstæðir við þær skóla- stofnanir, sem upp eru taldar f 1. gr. laganna. Samkvæmt gildandi lagaákvæði eru þær kennslustofnanir innlendar, þar sem nemendur eiga rétt til lántöku úr sjóðnum, taldar tæmandi í 1. gr. — Að þessu sinni er sérstaklega haft i huga að veita nemendum við Fiskiðnskóla íslands umræddan rétt. r . Ný þingmál Veiting ríkisborgara- réttar Stjórnarfrumvarp um veit- ingu ríkisborgararéttar. I frumvarpinu er gert ráð fyrir,! að 14 mönnum verði veittur íslenzkur rfkisborgararéttur. GrænfóSurverksmiðjur. F"yrirspurn til landbúnaðar- ráðherra frá Pálma Jónssyni (S): a. Hyggst ríkistjórnin standa við eða hraða framkvæmd áætlunar um nýjar grænfóður- verksmiðjur, sem staðfest var með bréfi landbúnaðarráð- herra 2. júni 1972? b. Hvaða áætlanir liggja fyrir um fjármagn til þessara fram- kvæmda á næstu árum og heildarfjárþörf á áætlunar- tímabilinu? c. Hvert var kaupverð græn- fóðurverksmiðjunnar i Saur- bæ í Dölum, hvaða skuldbind- ingar fylgdu kaupunum, og hve mikið fé skorti til fram- kvæmda, er kaupin voru gerð, til þess að verksmiðjan gæti náð fullum afköstum? Vextir og þóknun. Fyrirspurn til ráðherra bankamála frá Birni Pálssyni (F): 1. Var vaxtahækkun sú, sem ákveðin var s.l. vor, gerð með samþykki ráðherra bankamála og ríkisstjórnarinnar? 2. Alítur bankamálaráðherra, að Seðlabanki Islands geti ákveðið hækkun og lækkun vaxta án samþykkis ríkis- stjórnarinnar? 3. Hvað voru vextir hækkað- ir mikið s.l. vor, og hvað eru vextir nú: a) f Stofnlánadeild landbúnað- arins, b) í Fiskveiðasjóði, c) f Iðnlánasjóði, d) af viðskipta- víxlum, e) af afurðavíxlum landbúnaðarins, f) af afurða- víxlum sjávarútvegsins, g) af afurðavíxlum iðnaðar, h) af lánum úr lífeyrissjóðum? 4. Er viðskiptabönkum heim- ilt að taka þóknun, auk vaxta og stimpilsgjalds, er þeir kaupa víxla? Sé svo, f hvaða tilgellum er slíkt heimilt og hve mikil má slík þóknun vera? Gróðurvernd í Arnessýslu Steinþór Gestsson: STEINÞÓR Gestsson (S) hefur flutt tillögu til þingsályktunar um ðætlunargerð um verndun gróðurs og uppgræðslu lands f Arnessýslu. Er í tillögunni ráð- gert, að skipuð verði þriggja manna nefnd til að gera þessa áætlun og verði eftirtaldir emb- ættismenn í nefndinni: skóg- ræktarstjóri, landgræðslustjóri og landnámsstjóri, sem skuli verða formaður hennar. Tillaga Steinþórs hljóðar svo í heild: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að skipa nefnd þriggja manna til þess að gera, I sam- vinnu við viðkomandi sveitar- stjórnir og gróðurverndarnefnd, áætlun um verndun gróðurlendis og uppgræðslu örfoka Iands f Arnessýslu. Áætlunin skal taka til alls lands upp að 400 m hæðarlfnu og fela í sér tillögur um það, hvar skuli í þessu skyni beita skógrækt og hvar grasrækt, svo og um hagnýt- ingu þess lands, sem áætlunin nær tií. Nefndin getur krafist að- stoðar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins, Búnaðarfélags Is- lands og annarra opinberra stofn- ana um viss tæknileg atriði, sem áætlun þessa kynni að varða. Stefnt skal að því, að áætlunin liggi fyrir svo tímanlega, að Al- þingi geti f jallað um hana á haust- þingi 1974 og ákveðið þá um fjár- framlög til fyrstu framkvæmda samkvæmt henni á árinu 1975. I nefndinni skulu vera þessir embættismenn: skógræktarstjóri, landgræðslustjóri og landnáms- stjóri, og skal hann vera formaður nefndarinnar. I upphafi greinargerðar með til- lögunni segir Steinþór Gestsson: Margir telja, að innan Árnes- sýslu sé að finna þau landssvæði, sem einna viðkvæmust séu fyrir eyðingu og uppblæstri. Bent er á, að þar er jarðvegur þykkur víðast hvar og sandorpinn, svo að af litlu sárif svörðinn getur orðið alvarleg jarðvegseyðing, ef illa tekst til. Hingað og þangað sjást þessa merki. Enginn spillir landi sínu viljandi, og margur bóndinn hef- ur hugleitt það, með hverjum hætti hann mætti bæta þær skemmdir, sem bújörð hans hefur orðið fyrir af ýmsum sökum. Gróðurverndarnefnd sýslunnar hefur kynnt sér gróðurfarið og ástand jarðvegsins í öllum sveit- um Arnessýslu og gefið út verð- mæta skýrslu um það. — Þar kemur það fram, sem margan uggði, að allrar aðgæslu er þörf í þessu efni, en horfur eru að dómi nefndarinnar þó ekki svo slæmar, að nein ástæða sé til að örvænta um árangur, ef réttum aðferðum er beitt við uppgræðslu, gróður- vernd og nýtingu landsins. Með þessar staðreyndir í huga, er þessi tillaga til þingsályktunar flutt. Eg elskaði stúlku Höfundur: Walter Trobisch Þýðandi: Benedikt Arnkelsson tltgefandi: Leiftur hf. Hananú! Ein ástarrollan enn. Og dýrmætu rými blaðsins eytt í umsögn um þetta! Af heiti bókarinnar mætti ætla, að hér væri aðeins um að ræða eina af mörgum. Svo er þó ekki. Það er nokkur ár síðan mér áskotnaðist þessi bók í sænskri þýðingu, en hún mun upphaflega skrifuð á frönsku. Hún vakti þeg- ar áhuga minn af tveim orsökum. I fyrsta lagi vegna höfundarins og í öðru lagi vegna þess hvernig hún var til komin. Meðan á lestri hennar stóð, þótti mér hún eink- um áhugaverð vegna meðferðar höfundar (höfunda) á efninu, enda hafa skrif og umræður um hjúskap og kynlíf yfirleitt verið með nokkrum örðum hætti undanfarinár. Það var mér þvi óvænt ánægja, er mér barst bókin í hendur á íslenzku í haust, og vil ég þakka þýðanda og útgefanda framtakið. Hver er þessi Walter Trobisch? Hann er þýzkfæddur kristinboði, sem um árabil var kennari við framhaldsskóla Kamerún í Vestur-Afríku. Hann eignaðist trúnað og vináttu nemenda sinna og varð þeim leiðbeinandi i marg- vislegum vanda. Bókin, Ég elskaði stúlku, er byggð upp af bréfaskriftum, sem hann átti við tvo vini sina, pilti og stúlku. Þetta átti alls ekki að verða bók, heldur voru þetta trúnaðarbréf vina um viðkvæm mál. Bréfaskipti þessi segja lesíandanum sanna og hríf- andi ástarsögu. En þau fela meira í sér. Kynferðisleg, sálfræðileg, trúarleg og þjóðfélagsleg vanda- mál fléttast inn í atburðarásina á svo áhugaverðan hátt, að erfitt reynist að leggja bókina frá sér, fyrr en hún hefur verið lesin til enda. Það mun hafa verið hugmynd ungmennanna sjálfra að gefa þessi bréfaskipti út í bókarformi, ef þau kynni að geta orðið öðru ungu fólki að liði. Bréfin eru opinská, spurningar þeirra margvíslegar og settar fram af hreinskilni. Walter Trobisch er ekki feiminn við að svara af ein- urð. Hann setur fram kristin við- horf varðandi hjúskap og kyn- líf. Leiðsögn hans verður fyrir það hvergi dæmandi eða hárðneskjuleg. Þvert á móti lýsir hún djúpum skilningi hans á eðli vandans. Hispursleysi hans og umfram allt kærleikur hans til þessara vina sinna er skemmti- lega óskyldur kuldalegu og klám- fengnu snakki kyntæknibóka þeirra, sem unglingum eru gjarn- an boðnar. Foreldrar, kennarar, prestar og raunar allir þeir, sem með unglingum lifa og starfa, ættu að lesa þessa bók til að auðga sjálfa sig, gefa hana og auðga með því aðra. Mér er ljóst að með þessum fáu línum tekst mér ekki að gera þess- ari bók verðug skil, en lestur er lofi ríkari. A kápubaki sænskrar útgáfu af bókinni segir, að hún hafi verið þýdd á 50 tungumál og prentuð í eintakafjölda sem nemur hundr- uðum þúsunda. Bókin hefur víða vegið þungt í opinberum um- ræðum um siðferði samtímans og höfundur hefur verið „bombar- deraður" með bréfum og fyrir- spurnum, þannig að hann hefur orðið að setja á laggirnar ráð- leggingarstöð í hjúskaparmálum með skrifstofum I Kamerún og Þýzkalandi. Þýðing Benedikts Arnkelssonar er lipur og eðlileg, prófarkalestur góður og frágangur allur hinn prýðilegasti. Sigurður Pálsson kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.