Morgunblaðið - 05.12.1973, Page 33

Morgunblaðið - 05.12.1973, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1973 33 ... / dagsins önn Kreola-kótilettur 4 stórar kótilettur (má sjálfsagt nota lærissneiðar i staðinn). 2 matsk. hveiti 1 matsk. smjörlíki 1 ds. niðursoðnir tómatar 1 saxaður laukur 1 Vt tsk. salt, dálítið cayenne súputeningar. Kótilettunum velt upp úr hveit- inu, kryddaðar, brúnaðar á pönnu, öllu hinu bætt út i og látið krauma í u.þ.b. 1 klst. Kótilettur með góðu 6 kótilettur (eða lærissneiðar) 1 egg, rasp, salt, pipar, 1 tsk. karrý 50 g smjörlíki 1 pk. fryst broccoli 250 g sveppir, 4 tómatar 1/2 peli rjómi Kótilettunum velt upp úr þeyttu egginu og síðan úr raspinu, salti stráð yfir. Smjörlíkið brúnað á pönnu, karrýið sett út í og kóti- letturnar síðan steiktar. Síðan settar I eldfast fat, og soðið broccolíið yfir. Sveppirnir og smátt skornir tómatarnir aðeins brúnaðir á pönnu og siðan settir á fatið yfir broccóliið. Rjöma hellt yfir og fatið látið i ofn og haft þar til kjötið er orðið vel meyrt (u.þ.b. 45 — 60 mín) í sneiðar, settar i botninn á eld- föstu fati. Kótiletturnar brúnaðar á pönnu og lagðar ofan á kartöfl- urnar. Laúkurinn brúnaður á pönnunni, tómatarnir og baun- irnar sett á augnablik, en siðan öllu hellt yfir kjötið. Lok eða ál- pappír lagður yfir og sett í ofn í 3/4 — 1 klst. við meðalhita. Kótilettur f karrý og ananas. 6 — 8 kótilettur 1 — 2 iaukar 2 — 3 tómatar 1 lítil dós af ananas 125 g sveppir Kótiletturnar barðar aðeins brúnaðar i smjöri og dálitlu karrý. Laukarnir skornir í sneiðar og þeir aðeins steiktir i smjörinu ásamt niðurskornum sveppunum. Kótiletturnar, laukurinn og sveppirnir sett i eldfasta skál, hellt af pönnunni yfir og látið krauma i 20 mínútur. Þá er ananasbitunum, sem aðeins hefur verið brugðið á pönnu i smjöri, og tómatsneiðunum bætt í. Kryddað með salti og pipar. Með þessum rétti er borið fram heitt brauð eða kartöflur og gott salat. Þetta er mjög þægilegur réttur, sem má búa til nokkru áður en hann á að og bera fram. Kótilettur á fati 500 g kartöflur 500 — 600 g kótilettur (eða fram- hryggur) 2 stórir, smátt saxaðir laukar 30 g smjörlíki, 2—4 matsk. tómatpuré 1 pk. frystar, grænar baunir eða 1 ds. niðursoðnar baunir. Kartöflurnar afhýddar og skornar Hvers vegna við notum X til að tákna koss'f bréfi. X hefur verið notað til að tákna kossa allt frá því á miðöldum. Fólk var þá almennt hvorki læst né skrifandi, og ef þurfti að undirrita skjöl, setti almenningur x í stað nafns síns. Sömuleiðis var fólk látið kyssa Bibliuna, ef það átti að sverja eið, eða annað í þeim dúr. Þessir tveir hlutir, að kyssa á Bibliuna og setja x sem undir- skrift, urðu svo eitt og hið sama i hugum fólks, þegar tímar liðu. Þannig er uppruni þessa siðar, sem enn er við lýði og hefur sjálf- sagt glatt marga, sem bréf hafa fengið. Hnappar á vinstri og hœgri hlið Hver skyldi vera ástæðan fyrir því, að karlmenn og kvenfólk hneppir ekki fötum sinum út á sömu hlið? Eru það duttlungar framleiðenda, sem ráða? Ekki al- deilis, ástæða er fyrir þessu sem öðru. Karlmenn allflestir hafa á öll- ■ » * mm »»»**»**•*'•*•-»«* ■ ■ ■ m*mm um tímum klætt sig sjálfir og þvi augljóslega þótt þægilegra að hneppa frá vinstri hlið með hægri hendi. En það er ekki sömu sögu að segja um konurnar, að minnsta kosti þær, sem settu fordæmi um klæðnað og tízku. Þessar konur klæddust ekki sjálfar, heldur höfðu þær ti4 þess þjónustustúlk- i n «■»■*»» ■'» »»»*■»»«»»*»■****« ur. En. það var auðvitað miklu þægilegra fyrir þessar stúlkur að hneppa út á vinstri hlið með hægri hendi, þegar þær stóðu fyrir framan frúna. Þessi siður helzt enn, þó að allar aðstæður hafi breytzt mikið og þjónustu- stúlkur horfið úr sögunni. „Verzlunin gengur listavel „ÞAÐ er mikil og vaxandi umferð og gott hljóð í fóikinu,“ sagði Axel Ó. Lárusson kaupmaður, þegar við röbbuðum við hann um verzlunina í bænum, en hver verzlunin á eftir annarri hefur verið og er að opna um þessar mundir,. Axel rak skóbúð fyrir gos og nú er hann aftur búinn að opna í miðbænum á sínum gamla stað. í sumar opnaði hann hins vegar, ásamt Kristmanni Karls- syni, verzlunina Nýborg, verzlun með alhliða vörur, og sagði Axel að hún hefði gengið listavel og framar öllum vonum. Þeir eru með alla matvöru nemakjöt.en að sjálfsögðu fars og allt slikt. „Það kemur sterkt fram,“ sagði Axel, „að fólkið hér er þolinmótt og léttlynt. Það gerir gott úr hlutunum þótt ekki sé allt komið i eins gott horf og þyrfti. Aðdráttur hefur verið mjög erfiður á vörum, en nú er heildsala Heiðmundar Sigurmundssonar aftur tekin til starfa og þá létti mikið.“ „Er skóbúðin ekki fyrsta sér- verzlunin, sem opnar eftir gos?“ „Jú, liklega, og það hefur gengið vonum framar, mér datt satt að segja ekki i hug að svona mikil skónotkun gæti átt sér stað eins fljótt og raun ber vitni. Skó- búðin er opin daglega frá kl. 2—6, en fyrir jólin verð ég einnig með jólamarkað á jólabókunum, en ég er nú að selja mig út úr Nýborg og þá verður Kristmann líklega einn með verzlunina.“ Við röbbuðum einnig um þær verzlanir, sem búnar eru að opna, eða gera það á næstu vikum og taldist til, að það væru eftirfar- andi: Mjólkurbúðin hefur opnað, Eyjabúð, Smiður og Virkni með byggingarvörur, fatabúðin Mozart, matvöruverzlunin Geysir er að byrja, Hannyrðaverzlun Önnu Jóhannsdóttur hefur opn- að í Víðidal, Húsgagnaverzlun Trausta Marinóssonar er búin að opna, Sigurgeir Jónasson og Jónas Bergsteinsson munu opna alhiiða raftækjavezlun með meiru í verzlunarhúsnæði Björns Guð- mundssonar, Turninn mun opna i Drífanda, * Friðarhafnarskýlið hefur opnað, Blómabúð Ingi- bjargar Johnsen mun opna fyrir jól, verzlun Páls Þorbjörnssonar mun opna á næstunni, Karnabær, Gullsmíðavezlun Steingrims Benediktssonar, Tanginn opnar á næstunni, Prentsmiðja Guðlaugs Guðlaugssonar hefur tekið til starfa, Kjarni opnar um áramót, Raggi rakari hefur opið tvisvar i viku, Utvegsbankinn og Spari- sjoður Vestmannaeyja hafa opnað, Samkomuhúsið opnar um áramót og Alþýðuhúsið hefur opnað. Þá er apótekið til húsa i spitalanum fyrst um sinn og vonir standa til að Sauna baðstofan verði aftur opnuð, þvi nú er engin sundlaug lengur í Eyjum um sinn. Þroski í leik Ný sérverzlun með þroskaleikföng Við búðarborðið I Völuskrfni. FYRIR nokkru var opnuð að Laugavegi 27 (i kjallaranum) verzlunin Völuskrín, sem er sér- verzlun með þroskaleikföng og barnabækur. Er Iögð áherzla á, að vera eingöngu með leikföng, sem hafa uppeldisfræðilegt gildi. I samræmi við það hafa verið tekin upp viðskipti við fyrirtæki í Bret- landi, Sviþjóð og Danmörku, sem sérhæfa sig í framleiðslu slíkra leikfanga og njóta aðstoðar sér- fræðinga við hönnun þeirra. Sigríður Sigurðardóttir er verzlunarstjóri og einn af eig- endum Völuskríns og hún telur sérlega mikilvægt að leikföng hafi þroskagildi; — Frá fæðingu til sjö ára aldurs er leikur mikilvægasti þátturinn í athöfnum barnsins. Allt, sem það lærir, lærir það af leik. Leikföng eru verkfæri leiksins og góð Ieikföng hvetja og vekja ánægju í leik. Það hefur verið sagt, að við þurfum að læra meira á fyrstu sjö árunum en það, sem eftir er ævinnar og mestur hluti þessa lærdóms er fenginn úr leikjum á einn eða annan hátt. — Eftir sjö eða átta ára aldur er leikur þýðingarminni. Þá eru börnin farin að ganga í skóla og orðin læs. Leikföng verða fyrir þau, eins og fullorðna, skemmtun eða hvíld frá önnum dagsins. Fyrir ung börn er leikur vinna og hvert barn á rétt á því að fá rétt leikföng sér til hjálpar. Völuskrin fær mest af sínum leikföngum frá Galt í Bretlandi, Bojesen f Danmörku og Brio í Svíþjóð. Bækurnar eru frá Borgens Forlag í Kaupmanna- höfn. Til að hjálpa fólki við að velja rétt Ieikföng hefur Sigriður þýtt bækling frá Galt um hvaða leikföng sé bezt að velja handa börnum, eftir þvi á hvaða aldurs- skeiði þau eru. Bæklingurinn er saminn af uppeldisfræðingum fyrirtækisins. Flest leikföngin eru úr tré en það er einnig mikið til af alls konar þroskandi spilum og ýmsu. sem þroskar sköpunarhæfileika, t.d. sérstökum leir, sem harðnar án þess að þurfi að brenna hann og gerir kleift að búa til keramik hluti án þess að hafa brennsluofn. Þá er úrval af litum og málningar- settum fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.