Alþýðublaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 31. ágúst 1958 ÍFtI|iý8tibIa8í8 Alþýöubloöib Útgefandi: Eitstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: AlþýSuflokkurinn. Helgi Sæmundsson; Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1.4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Fréttabréf frá EM - VI. *• Orlagastund A MIÐNÆTTI gengur í gildi ný reglugerð um. tólf mílna iandhelgi Ísíands. Þ.etta er örlagastund í sögu íslenzku þjóð- arinnar. Á undanförnum áratugum hefur fiskstofninn við ■ strendur landsins minnkað svo ískyggilega, að þurrð vofir yfir. Hins vegar hefur sannazt með stækkun landhelginnar Í952, að friðun eykur fiskstofninn. Um þetta eru skýrslur órækasta vitnið. En friðunin er ekki nóg’innan fjögurra mílna landhelgi, og því hefur íslenzka ríkisstjórnin ákveðið að friða stærri fiskistöðvar. Engum getur blandazt hugur um það, að íslenzka þjóðin er hér að stíga örlagaspor. Hún byggir afkomu sína að langmesfu leýti á sjávarfangi, fyrir það fær hún gjaldeyrinn, og í krafti þess hefur hún byggt upp í landinu á undraskommum tíma. Menningarlíf á íslandi byggist fyrst og fremst á þvi, að fiskimiðin umhverfis landið haldi áfram að vera gjöful, og þjóðinni reynist kleift að síunda sjó í enn ríkara mæli ,en áður. Með spor- Inu, sem stigið verður í nótt, er þjóðin því að renna stoð- um undir sjálfstæði sitt í framtíðinni, menningu sína og íiIveru..Hún gerir þetta í fullkominni vissu þess, að henni er þetta lífsnauðsyn. Þetta er allt í senn: líftrygging, vörn og það gull í lófa komandi kynslóða, sem þær hljóta að byggja á lífsafkomu sína og mannsæmandi kjör. íslenzka Þjóðin er þess fullviss, að hér er um mikið i’éttlætismál að ræða. Hún hefði kosið, að aðrar þjóðir litu eins á málið. Því miður varð ekki sú raunin á og ber að- harma það. íslendingar geta hins vegar ekki viðurkennt, að þeir eigi ekki umráðarétt yfir fiskimiðunumi úti fyrir ströndum landsins, ekki sízt vegna þess að aðrar þjóðir hafa helgað sér slíkan rétt. Vopnlaus smáþjóð á í þessum efnum einskis annars úrkosta en.skírskota til drenglundar vina- og bandala.gsþjóða sinna. Hún vilj lifa í friðí við allar Þjóðir, og með ófriði í eiginlegri merkingu getur hún ekki farið gegn nokkurri þjóð, en hún getur heldur ekki hvikað frá rétti sínum, þegar um sjálft lífið er að tefla. Islendingar hafa um Ian-gt árahil haldið því fram á alþjóðavettvangi, að þeim væri nauðsynlegt að hindra of- veiði úti fyrir ströndum landsins. Því hefur ekki verið mótmælt með málefnalegum rökum. Hins vegar hafa sumar þjóðir ekki geað sætt sig við þessa ákvörðun af hagsmunalegum ástæðum. Við því mátti búast, og fóru Islendingar ekki í neinar grafgötur um það. Kröftug mótmæli komu fram, þegar fjögurra mílna landhelginL var sett árið 1952 og Bretar reyndu þá að koma fram hefndum við fslendinga. S'amt létu fslendingar engan. bilbug á sér finna. ,Nú er enn stigið spor í sömu átt, til verndar fiskstofninum og um leið framtíð íslenzku þjóð- arinnar. Þetta örlagaríka spor, sem stigið er í nótt, er framhald sporsins frá 1952, en engri Þjóð þarf að koma það á óvart. f marga mánuði hefur málið verið til um- ræðu á fundum þjóðasamtaka, gem íslendingar eru aðilar að, og þar hafa miálin verið rakin og skýrð. fslenzka rík- isstjórnin hefur jafnan Jagt á það mikla áherzlu, að Iandhelgin yrði víkkuð 1. septembei*, — annað kæmi alls ekki til greina. Ríkisstjórnum annarra þjóða var kunnugt um málið frá byrjun og gerþekktu hug fslend- inga. íslenzka ríkisstjórnin verður því ekki sökuð um neina leynd í landhelgismálinu. A örlagastnnd verður íslenzka þióðin að vænta þess, að vinaþjóðir sýni henni skilning og drenglyndi. Öðru verður heldur ekki trúað, fyrr en í liós kemur. íslendingar geta ekki lýst yfir stríði við neina Þjóð — og vilia það heldur okki. En þeim. ber skylda til að tryggja framtíð sína og líf sitt í landinu. Þeir völd'u sér í upphafi það hluts-kipti að lifa og starfa í landinu í friði við aðrar þjóðir. Ef þeir héldu ekki fast á.þeim rétti. sínum. að vernda fiskimiðin, sem veita þeim möguíeikana til þessa lífs og starfs, væru þeir að bregðast sjálfum. sér og niðiumi sínum um aUa framtíð. STOKKHÓLMI, 23. ágúst. Fimmti dagur Evrópumeist- aramótsins verður okkur ís- lendingum fyrst og fremst ó- gleymanlegur vegna þrístökks- keppninnar og óveðursins. Ár- angur íslenzku keppendanna til þessa hafði ekki1 vakið neina ofsagleði í hópi íslenzku áhorfendanna hér á Stadion, þó glöddust menn innilega skipti að breyta atrennunni. Við þóttumst á þessu stigi málsins nokkuð vissir um það, að Pólverjinn myndi sigra, hún einhver verið áður. Rúss-r inn tók forustuna öllum á ó- var, stökk 16,02 metra, og Pól- verjinn 'Malcherezyk bætti af- vegna ágæts afreks Svavars ! hann hafði framúrskarandi í 800 m. hlaupinu og Péturs í [gcttt fyrsta stökk, og hátt og tugþrautinni, en þeir fóru báð- ;gott miðstökk, en síðasa stökk ir framúr því sem liægt var aðjhans var mjög vel útfært. Við krefjast. Veðrið var vægast ifullyrtum, þegar hér var kom- sagt slæmt til íþróttakeppni, |ið, að það mætti teljast til það hellirigndi og annað slagið j kraftaverka, ef Rússanum tæk varð skýfall, brautir voru und- j ist að fara framúr Pólverjan- ir vatni, athafnasvæði íþrótta- , um, við eygðum og örliíia von mannanna var líkast tjörn. Þao ; um þriðju verðlaun til lianda er erfitt að lýsa skýfallinu og j þegar ég var að leita ef.ir orð- um sem gætu gefið rétta mynd, duttu mér í hug orð Helga Hjörvars, sem hann viðhafði eitt sinn, er hann lýsti skíða- móti á Hellisheiði: „Þetta er eiginlega ekki rigning, helaur gisið vatn“. Erfiðar aðstæður og lítil von Snúum okkur þá að keppn- inni, sem háð var við þessar aðstæður, og þá fyrst þrístökk- inu. Kollega minn og sessu- nautur, Morgunblaðsatli, ýtti við mér áður en Vilhjálmur stökk fyrsta stökk, en hann var tíundi í stökkröðinni, næstur á eftir heimsmethafanum, sem stökk 15,48. Atli sagði, alvar- legur í bragði, „heldurðu ekki að þetta sé vonlaust, eða hvað“. Ég var ekki vongóður, fyrst og fremst með tilliti til meiðsl anna, sem Vilhjálmur hlaut í Vesterás fyrir tveim vikum, en þó hélt ég dauðahaldi í síð- ustu vonina, og hughreysti kollega minn og sagði, „Við fáum að minnsta kosti stig, en það er líklega of mikið að bú- ast við verðlaunapeningi“. Vil- hjálmur stökk gætilega í fyrstu tilraun, stökk um 15 metra, en stökkið var ógilt, ,,hárfínt“ eins og útvarpsmað- urinn mundi orða það. En gleði okkar sessunautanna var mik- il, þrátt fyrir þetta, Vilhjálmur virtist ekki kenna meiðslanna og var greinilega í hörku- keppnisskapi. Eftir fyrstu umferð hafði Pólverjinn Schmidt forustuna, 15,94. heimsmethafinn, Rajhowski, rek sitt, stökk 15,83 metra. bafði stokkið 15,48, og 15,34, j Pólverjinn sýndi óvenjulega keppnishörku, svaraði Rússan- um með því að stökkva 16,4$ Vilhjálmur IfSlO I Vonír glæbast í næstu umferð lagði Vil- hjálmur enn meiri kraft í stökkið, nú var stökkið giit, Ihann hiitti plankann vel, stökk lið mældist 15,22 og var það fjórða bezta stökkið eftir tvær umferðir. Nú leyfðum við okk- ur að gleðjast, og þóttumst vissir um að með þessu væru íslendingar öruggir um að komast á blað í hinni óform- legu stigakeppni, en venj.ulega er sex fyrstu mönnum í hverri grein reiknuð stig. Lengsta síökk £ annarri umferð átti Schmidt, 15,98, og’ þótti okkur þessi afrek Schmidts, hins há- vaxna og glæsilega Pólverja, frábær, við þessar aðstæður. Svíar gerðu allt, sem þeir gátu, til að skapa keppendum við- unandi skilyrði, þeir helltu hvað eftir annað flugvélabenz- íni yfir pollana og kveiktu í, en þetta var tvíeggjað. Að vísu þornuðu brautirnar í svip, en þetta varð þess valdandi að keppendur þurftu í hvert íslendingum, og þessi' von okk ar fékk byr undir vængi í þriðju tilraun, þegar Vilhjálrn- ur stökk 15,35 metra, jafn langt og Pólverjinn Malcherc- zyk hafði stokkið í fyrstu um- ferð. 'Annað sögulegt gerðist ekki í þriðju umferð. Að þrem umferðum loknum var skipt um braut, fyrstu þrjár umferðirnar voru stokkn- ar á brautinni framan við kon- ungsstúkuna, síðari brautin var hinum megin við grasflöt- ina. Svíarnir höfðu breytt segl yfir nýju brautina, til að verja hana, þetta reyndist viturleg ráðstöf-un, því fvrri atrennu- brautin var orðin hreint svað, að þrem umferðum loknum. Þrátt fyrir þetta bættust að- stæður ekki nema rétt í svip, og þetta hafði jafnframt nokk- uð truflandi áhrif á keppend- ur, eins og í ijós kom í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. En hvað sem þessu lfeið öndum við nú léttar, Vilhjálmur var einn af sex úrslitamönnum, og ís- lendingar voru ör.ugglega á blaði ásamt 16 öðrum þjóðum, af þeim 26 sem hér keppa, hvernig sem allt ylti, hins vegar þóttumst við hafa góða j von um verðlaun. í fyrstu umferð úrslitanna stökk Vilhjálmur þriðji í röð- inni. Mikill kraftur var í stökk inu, tvö fyrstu stökkin þau stórkostlegustu sem við sáum í þessari keppni, en í loka- stökkinu missti Vilhjálmur jafnvægið, steig niður öðrum fæti og valt framfyrir sig eins og hnykill, hann náði ekki fót- unum fram. Þrátt fyrir þessa óvenjulegu lendingu mældist stökkið 15,14 metra. í fjórðu umferð, mistókst öllum nema Frakkanum Batt- ista, sem fór framúr Vilhjálmi. í fimmtu umferð gerðust stór- tíðindi, sem urðu þess valdandi að við íslendingarnir misstum alla von, um verðlaun, hafi metra, sem var nýtt pólskt met, og næstum óskiljanlegt afrek við þessar aðstæður, og mér finnst það ekki út í 'hötfc að spá því, að þessi glæsilegi íþróttamaður geti stokkið 11 metra hvenær sem er við góð- ar aðstæður. 16 metra stökkið Nú hófst síðasta uiriferö. VHhjáimur viflþt fimmti, þriðji maður hafði stokki5 15,83, eins og áður hefur ver- ið getið um. Ekkert sérstakt gerðist áður en röðin kom afr Vilhjálmi. (Ichmidt og rúss- neski heimsmethafinn höfðn; lokið tilraunum sínum, og ekki bætt afrek sín. Áhprfendur á Stadio.n héldu niðri í sér andanum, þegar Vil'hjálmur hafði af- klæðst æfingabúningnum og bjó sig undir síðasta stökkíð, en í umfer.ðinni á undan hafði hann stokkið mjög glæsilega, langt yfir 16 metra, við íag'n - aðarlæti áhorfenda, en stc.:k- ið dæmdist ógilt. Vilhjálmur hóf atrennuna og hún var kraftmikii, hann hitti vel á plankann •— 1, 2, 3 — og áhorfendur iögn- uðu óskaplega góðu afreki. Og það var ekki að ástæðu- lausu. því að loksins koimr hinir langþráðu 16 metrar og bronsverðlaun til handa ís- iandi. ísie'ndingarnir voru fáir á Stadion og þeir máttu sín lítils, ef þeir hefðu staoi5 þar einir, en í þetta sinn vc*ru þeir ekkl einir, allir Norður- landaáhorfendur fögnu’ðu þarna Norðurlandamethafán- um og næstbezta afreki Norð- urlandabúa frá upphafi. Nú hófust ánægjulegar mínútur fyrlr okkur íslendingana, kol- legar okkar á Norðurlöndun- um komu hver af öðrum til atf óska okkur til hamingju, vrtS- náðum ekki upp í nef á okkur vegna ánægju, við höfðtm vanizt því í fjóra daga ai> brosa góðlátlega. þegar spm’t var: Hvernig gengur þa'ð með ísland? Það segja kann- ski einhverjir, lítiS munar ve- sælan, ein verðlaun og þa’5 bronsverðlaun. En jþetta mófc hefur verið þannig, að smá- þjóðir og miiljónaþjóðir hafa mátt láta sér nægja „að vera með“, ekki hlotið verðlaun eða stig, Finnar t. d. sem eru við- urkenndir sem einliver fremsta íþróttaþióð heimsins, fengu einnig aðeins einn verðlaunapening, hann var að‘ vísu úr eilítið bjartari máimi. Vlerðlaunaafhending ióa:: fram fljótt að lokinni keppn- inni. Þjóðsöngur Pólverja var leikinn, við höfðum oft heyrt hann áði^r, en í jþetta gjinn fannst okkur hann fallegast- ur. ,E>n það vqpu smámunír hjá því, að sjá okkar fagra fántt blakta í .kvöldgolunni á einni af sigurstöngunum. Hann bai* Framhaid á 2. síðwu _

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.