Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESBMBER 1973
7 ferðir
en enginn
póstur
Siglufirði,21. desember.
EFTIR alllangan óveðurskafla
gerði blankalogn og bliðu í
gær, sem Flugfélagið
Vængir notaði sér til hins
ítrasta og flaug alls 7 ferðir
hingað með alls 105 farþega,
sem mun vera met á einum degi
— að ótöldum miklum vöru-
sendingum. Það sem Siglufirð-
ingum þykir einkennilegt, bæði
við þessar ferðir og undanfarn-
ar ferðir á síðastliðnu ári, er, að
póstþjónusta virðist ekki
treysta þeim fyrir pósti hingað.
— Steingrímur.
Þjónar áfram
í verkfalli
SÁTTAFUNDUR var haldinn
með deiluaðilum í þjónadeil-
unni. Samkvæmt upplýsingum
Torfa Hjartarsonar, sáttasemj-
ara, miðaði ekkert í samkomu-
lagsátt og hefur nýr fundur
ekki verið boðaður.
Lúðrasveitir
bregða á leik
LUÐRASVEITIR fara á
stúfana I dag og hyggjast
skemmta vegfarendum á ber-
angri miðborgarinnar — auð-
vitað með þeim fyrirvara að
Kári Frosti og Eljagrlmur leyfi
músfkalskan blástur. Þannig
verður Lúðrasveit verkalýðsins
á Austurvelli og ætlar að leika
jólalög frá klukkan 17. Og
Lúðrasveitin Svanur verður f
Austurstræti f kvöld kl. 8.30 og
ætlar að blása borgarbúa í jóla-
stemmingu með léttum lögum
og jólalögum.
Fjöldakaup
á leigubílum
LEIGUBÍLSTJÓRAR hafa
undirritað samning við Datsun-
umboðið um kaup á 34 leigubíl-
um og með þvf að kaupa bílana
svo marga í einu fá þeir 60 til
70 þúsund króna afslátt á
hverjum bfl. Bflar þessir eru
væntanlegir nú til landsins
með Langá 20 og aðrir 20 með
Langá í byrjun janúar.
Ingvar Helgason, umboðs-
maður Datsun á Islandi, sagði í
viðtali við Mbl. í gær, að nú
væru í notkun yfir 200 leigubíl-
ar af Datsun-gerð og væri það
um 25% af öllum leigubílum.
Fjórir þessara bíla, sem keyptir
hafa verið nú, fara til Akra-
ness.
Ljóðabók
Indriða G.
VEGNA fyrirspurnar til
blaðsins skal það tekið fram, að
Ijóðabók Indriða G. Þorsteins-
sonar, Dagbók um veginn, er
ekki seld f bókabúðum al-
mennt.
Hins vegar er unnt að fá fá-
ein tölusett og árituð eintök í
bókabúðum Lárusar Blöndal og
Sigfúsar Eymundssonar.
Stálvík með
spænskuveikina
Siglufirði — 20. desember.
NÝI skuttogarinn Stálvík,
smíðaður hjá samnefndri
skipasmfðastöð f Garðahreppi,
kom hingað til hafnar á þriðju-
dag með um 70 tonn eftir 5
daga veiðiferð, sem verður að
teljast gott.
Togarinn fór út aftur um sjö
leytið í gærkvöldi, en kom inn
aftur þremur tímum seinna, og
segja gárungarnir, að ástæðan
sé sú, að hann hafi fengið
„spænsku veikina". Víst er, að
vatnsleiðslur sprungu um borð
i skipinu svo að flæddi inn í
íbúðir og eldhús. Voru leiðslur
þessar algerlega óeinangraðar
og er engu líkara en skipið hafi
verið smiðað fyrir suðurhöf
fremur en norðurhjara
veraldar. Ljóst er, að viðgerð
mun taka töluverðan tima.
Fréttaritari.
Norræn iðnaðaráætl-
un samvinnufélaga
STJÓRN SAMVINNUSAM-
BANDS Norðurlanda sam-
þykkti á fundi sfnum í Kaup-
mannahöfn 14. desember, að
gerð skyldi áætlun um upp-
byggingu norræns iðnaðar á
vegum samvinnufélaganna á
Norðurlöndum. A slík áætlun
að liggja fyrir á næsta aðal-
fundi Samvinnusambands
Norðurlanda, sem haldinn
verður f Stokkhólmi f júnf
næstkomandi.
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga sat fundinn í Kaup-
mannahöfn og-gerði þar grein
fyrir orkuforða Islendinga í
vatnsafli og jarðhita. Að hinni
norrænu iðnaðaráætlun á
Islandi mun Sigurður
Markússon framkvæmdastjóri
vinna fyrir hönd Sambandsins.
Athugasemd
vegna fjár-
dráttarmáls
VEGNA fréttar f Morgun-
blaðinu 9. þ.m. um fjárdráttar-
mál f Eyrarsparisjóði, Patreks-
firði, og að gefnu tilefni, vill
stjórn sparisjóðsins taka fram,
að mál þetta kom upp f byrjun
aprfl s.l. f sambandi við árlegt
eftirlit bankakerfisins. Var þá-
verandi sparisjóðsstjóra þegar
í stað vikið frá störfum, fyrst
um stundarsakir og sfðan fyrir
fullt og allt. Var þá fenginn
starfsmaður frá annarri banka-
stofnun til að gegna sparisjóðs-
stjóra til bráðabirgða eða til 1.
september s.l., að nýr spari-
sjóðsstjóri, Hilmar Jónsson,
var ráðinn.
Tekið er fram, að mál þetta
er tveim hinum sfðastnefndu
starfsmönnum stofnunarinnar
með öllu óviðkomandi.
Stjórn Eyrarsparisjóðs,
Patreksfirði.
Friðrik
kennir skák
FRÆÐSLURAÐ Reykjavíkur-
borgar hefur samþykkt að ráða
Friðrik ÓÍafsson í hálfa stöðu
sem leiðbeinanda um iðkun skák-
íþróttar í skólum frá 1. janúar
1974 að telja.
Sovétrfkin standa nú f miklum flutningum milli Kúbu og Rússlands. Hafa sovézk yfirvöld farið
fram á 22 lendingarleyfi á Keflavfkurflugvelli og fengið samþykki rfkisstjórnarinnar. Myndin er
tekin f gær af tveimur risaflugvélum sovézka flugfélagsins Aeroflot, þegar þær höfðu viðstöðu á
Keflavfkurflugvelli. — Ljósm.: Steindór.
23ja stiga frost á Egilsstöðum
Egilsstöðum, 21. desember —
TlÐARFAR hefur verið rysjótt á
Héraði undanfarið. Hefur gengið
á með éljum eða stórhrfð. Sam-
göngur hafa verið mjög erfiðar
um Héraðið, þvf að þótt vegagerð-
in hafi reynt að opna vegi, hafa
þeir lokazt jafnharðan aftur.
UNG stúlka hefur haft samband
við rannsóknarlögregluna og beð-
ið hana um að koma eftirfarandi
á framfæri:
Föstudaginn 14. desember um
kl. 23 var ég stödd við Festi i
Grindavík.f mannskaðaveðri á
rauðri Volkswagen-bifreið og
voru piltur og stúlka ásamt mér f
bifreíðinni. Þung færð var við
húsið og var lögregla og veghefill
að aðstoða bifreiðarnar, þ.á m.
dökkbláan Chervolett Nova, sem
ungur og myndarlegur maður ók.
Dr. Sigmundur
Guðbjarnason
hlaut NATO-styrk
VlSINDADEILD Atlantshafs-
bandalagsins hefur nýlega sam-
þykkt að veita dr. Sigmundi Guð-
bjartssyni prófessor rannsóknar-
styrk að upphæð 560 þúsund belg
ískir frankar til þess að vinna að
rannsóknarverkefni er nefnist:
„Lifefnafræðilegar breytingar i
VIÐ lokaafgreiðslu fjárlagafrum-
varpsins samþykkti Alþingi til-
lögu frá nokkrum þingmönnum
um, að varið yrði 2,1 milljón kr. |
af fjárlögum næsta árs til
byggingar sögualdarbæjar f
Þjórsárdal. Er upphæð þessi við
það miðuð, að framlögum til
bygginar bæjarins vcrði jafnað
niður á 5 ár.
Allgóð samstaða náðist á
þinginu um þessa tillögu og
greiddu 32 þingmenn henni at-
kvæði en 16 voru á móti.
Flutningsmenn tillögunnar voru
Læknislaust hefur verið á Seyðis-
firði frá þvf er héraðslæknirinn
féll frá og hefur héraðslæknir
Austur-Egilsstaðahéraðs sinnt
Seyðisfirði undanfarna daga.
Fjarðarheiði er ófær að vanda
og hefur þurft að flytja lækninn á
snjóbfl fram og til baka svo til
Hafði Chervolettinn samflot með
okkur til Keflavíkur og fór stór
rauður trukkur á undan. ökumað-
urinn ungi og myndarlegi er nú
beðinn um að hafa samband við
rannsóknarlögreglu, því að ég tel
að bifreið hans hafi rekizt utan f
mína, þegar hún var að brjótast
um í ófærðinni fyrir utan Festi.
Virtist hann verða þess var, því að
hann opnaði bílhurðina eins og að
hann hygðist gæta að skemmdum,
en veðurofsinn var slíkur að hann
varð að láta þar við sitja.
hjartavöðva, sem leiða til aukinna
hjartaskemmda.“
Einnig samþykkti vfsindadeild-
in að veita Sigurði Steinþórssyni
jarðfræðingi rannsóknarstyrk að
upphæð 400 þúsund belgískir
frankar til tveggja verkefna, þ.e.
annars vegar til rannsókna á
vökvabólum í bergkristöllum, og
hins vegar til bergfræðitilrauna
við ákveðinn súrefnis- og vatns-
þrýsting.
Báðir þessir vísindamenn starfa
við Raunvísindastofnun Háskóla
Islands.
Ingólfur Jónsson (S), Ágúst Þor-
valdsson (F), Gylfi Þ. Gislason
(A), Guðlaugur Gíslason (S),
Björn Fr. Björnsson (F) og
Steinþór Gestsson (S). Eru þetta
allir þingmennirnir úr Suður-
landskjördæmis og einum undan-
skildum, Garðari Sigurðssyni
(Ab). Auk Suðurlandsþingmann-
anna er svo Gylfi Þ. Gíslason.
Morgunblaðið hafði samband
við forráðamenn þjóðhátíðarinn-
ar 1974 og fögnuðu þeir mjög
þessum málalyktum.
daglega. I þessum veðrum hafa
bílar iðulega festst úti á vegum
vegna þess, hve veður hafa skollið
skyndilega á. Hefur þá þurft að
fara á snjóbílum til þess að leita
að fólki, en allt hefur gengið
giftusamlega samt. Nú hefur stór-
hriðinni slotað, vegir innan Hér-
aðs eru flestir að verða færir, en
frostið er hér nú 23 stig. Flugsam-
göngur eru komnar i eðlilegt horf
og fljúga þrjár flugvélar hingað
til Egilsstaða í dag. Eins hefur
Flugfélag Austurlands haldið
áætlun með póst- og farþegaflug
til áætlunarstaða.
— ha.
Pósturinn
gleymdist
Fáskrúðsfirði, 21. desemb-
er.—
UM LANGAN tfma hefur hér
verið óveður og frost og síðast-
liðna 10 daga hefur nánast ver-
ið linnulaus stórhríð, svo að
allir vegir frá þorpinu hafa
verið ófærir og því samgöngur
engar á landi. I gær og í dag
hefur þó brugðið til betra veð-
urs og var þá hafizt handa um
að ryðja snjó af veginum til
Stöðvarfjarðar og norður á
Reyðarfjörð. Erum við þvi
komnir í samband við umheim-
inn á ný.
Veðri þessu fylgdu geysi-
miklar frosthörkur yfirleitt.
Mest heyrði ég talað um 18
gráður. Samgönguleysi þetta
hefur harðast lagzt á bændur,
sem hafa verið með mjólkur-
framleiðslu, því að mjólk frá
bændum hér um slóðir er ekið
til Egiisstaða, en þaðan kemur
hún aftur unnin. Á þessu
tímabili var tvisvar sinnum
sendur bátur til Reyðarfjarðar
til þess að sækja póst og mjólk
og fara með farþega.
Ein slík póstferð var farin í
gærmorgun, þar sem margir
farþegar voru með, en svo ó-
heppilega vildi til að pósturinn
gleymdist, sem þó var orð-
inn meira en vikugamall.
Póstferð var farin landleið-
ina í dag. Heldur Iftill jóla-
bragur er orðinn hér fyrir ut-
an snjóinn, en vegna raf-
magnsskorts hafa menn ekki
hengt upp nein útiljós eins og
venja er. Vonandi rætist þó úr
þeim efnum, þar sem íilýnað
hefur i veðri.
— Albert.
Lýst eftir ungum, mynd-
arlegum (öku)manni
Bygging sögu-
aldarbæjar ráðin