Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973
DJtCBÓK
I dag er laugardagurinn 22. desember, 356. dagur ársins 1973.
VetrarsólstöSur. Sólarupprás er kl. 11.05, en sólarlag kl. 13.20.
Ardegisháflæði er kl. 05.00, síðdegisháflæði kl. 17.19.
Svo sem ritað er hjá Jesaja spámanni: — Sjá, ég sendi sendiboða
minn á undan þér, er búa mun þér veg. Rödd manns er hrópar í
óbyggðinni: Greiðið veg Drottins og gerið beinar brautir hans.
(Markúsar guðspj. 2—3).
IÁRIMAÐ
HEK-iA
75 ára er ( dag Pálfna Guðjóns-
dóttir vistkona á Hrafnistu. Hún
tekur á móti gestum að t reyju-
götu 27 frá kl. 4 i dag.
I dag verða gefin saman í hjóna-
band í Dómkirkjunni af séra
Öskari J. Þorlákssyni Pálfna Guð-
laug Steinarsdóttir fóstra og
Stefán Björnsson læknanemi.
Heimili þeirra er að Bakkagerði
5, Reykjavík.
Vikuna 21. — 27. desember
er kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla lyfjabúða 1 Reykjavík í
Reykjavíkurapóteki og
Austurbæjarapóteki. Nætur-
varzlan er 1 Reykjavíkur-
apóteki.
Læknastofur eru lokaðar %
laugardögum og helgidögum, en
læknir er til viðtals I göngudeild
Landspítalans i síma 21230.
Almennar upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu
Reykjavík eru gefnar í simsva^*
18888.
Mænusóttarbóiusetning fyrti*
fullorðna fer fram i Heilsu-
verndarstöðinni á mánudögum kt
17.00—18.00.
Vaktmaður hjá Kópavogsbæ -
bilanasími 41575 (símsvari).
Tannlæknafélag Islands
gengst fyrir tannlæknavakt f
Reykjavík um hátíðarnar.
Opið verður i Heilsuverndar-
stöðinni kl. 14—15 eftirtalda
daga:
Þorláksmessa, aðfangadag,
jóladag, 2. jóladag, laugardag-
inn 29. desember, sunnudag-
inn 30. desember, gamlársdag
og nýársdag.
Heimspekingur trúir ekki því,
sem hann sér, af því að hann er
önnum kafinn við að velta fyrir
sér því, sem hann sér ekki.
(Anatole France).
INIÝIR BORGARAH
lngibjörgu Friðbertsdóttur og
Guðmundi Sörlasyni, Vesturbergi
21, Reykjavík, dóttir þann 11.
desember kl. 03.25. Ilún vó 13
merkur og var 49 sm að iengd.
Gáttaþefur
NÚ er Gáttaþefur kominn á
vettvang. Honum finnst svogóð
ur ilmurinn af öllum jólamatn-
um, að hann getur nærzt af
honum einum. Hann er nefni-
lega með allt öðruvfsi melt-
ingarfæri en aðrir. Hann hefur
bara eitt meltingarfæri, og það
er nefið. Þess vegna fær hann
til dæmis aldrei magapínu, en
þegar hann er búin að ganga
um allt þefandi í marga daga
fær hann stundum nefpínu. Þá
bólgnar nefið á honum upp og
verður helmingi stærra en
venjulega.
Einu sinni var Grýla að sjóða
hangikjöt. Gáttaþefur stóð yfir
pottinum allan tfmann, og þeg-
ar kjötið var loksins soðið var
ekkert vatn eftir f pottinum.
Kjötið var orðið hálfþurrt og
skrýtið, vegna þess að Gáttaþef-
ur hafði tekið lokið af pottinum
og dregið að sér alla gufuna
jafnóðum. Annars kemur nefið
á Gáttaþefi alveg f staðinn fyrir
loftræstingaviftur, eins og eru í
mörgum eldhúsum nú til dags.
Það hefur aldrei verið nein
matarlykt f hellinum hjá Grýlu,
Leppalúða og jólasveinunum.
Gáttaþefur sér fyrir þvf.
Þann 17, nóvember gaf séra
Ragnar Fjalar Lárusson saman i
hjónaband í Hallgrímskirkju
Sigurlfnu Arnadóttur og Pál
Sveinsson. Heimili þeirra er að
Njálsgötu 83, Reykjavik.
(Ljósmyndast. Þóris)
Þann 17. nóvember gaf séra Jón
Auðuns saman í hjónaband í
Dómkirkjunni Kristlnu Margrétí
Axelsdóttur og Arna Arnason.
Heimili þeirra verður að Barða-
vogi 22, Reykjavík.
(Ljósmyndast. Þóris).
MUNIÐ
JÓLASÖFNUN
MÆÐRASTYRKS-
NEFNDAR
NJALSGÖTU 3.
ást er. . .
I2-2S
. . . að finnast eins
og jólin séu
á hverjum degi
TM Reg U.S. Pat. Off.—All rights reserved
■ 1972 by los Angeles T.mei
| BRIDC3E ~|
HÉr fer á eftir spil frá leiknum
milli Tékkóslóvakiu og Frakk-
lands í Evrópumótinu 1973, en
þar vinnur franski spila’rinn
Boulenger lokasögnina á
skemmtilegan hátt.
Norður
S. A-K-9
H. A-K-7-5-4
T. G-8-3
L. A-7
Vestur Austur
S. 10-8-2 S. D-6-5-3
H^ G-3-2 H. 6
T. 10-7 T. K-D-9-4-2
L. D-G-6-3-2 L. K-9-4
Suður
S. G-7-4
H. D-10-9-8
T. A6-5
L. 10-8-5
Lokasögnin var sú sama við bæði
borð þ.e. 4 hjörtu og var norður
sagnhafi. Tékkneski sagnhafinn
varð einn niður eftir útspil á tígui
kóng frá austri. Hann gaf einn
slag á spaða, 2 á tígul og einn á
lauf.
Franski spilarinn Boulenger
var sagnhafi við hitt borðið, og
var útspil einnig tígul kóngur,
sem var gefinn. Austur lét næst
út laufa 4, vestur drap með gosa
og sagnhafi drap með ási. Nú tók
sagnhafi 3 slagi á tromp og lét út
laufa 8, vestur gaf og austur fékk
slaginn á níuna. Austur lét síðan
út laufa kóng, sagnhafi trompaði
heima, tók ás og kóng í spaða og
lét enn spaða. Austur drap með
drottningu og varð nú að láta út
tígul og þar með var spilið unnið.
— Ef við hugsum okkur að vestur
hefði drepið laufa 8 og látið út
tígul, þá hefði sagnhafi drepið
með tígul ás, látið út lauf,
trompað heima og síðan látið út
tígul gosa. Austur verður að
drepa, og nú er sama hvort hann
lætur út tigul eða spaða; sagnhafi
vinnur alltaf spilið.
Jólagetraunin
Jólagetrauninni lauk 1 gær
með birtingu áttundu og síð-
ustu myndarinnar. Nú
hvetjum við ykkur til að senda
svör ykkar fljótt til okkar.
Myndirnar komu 8 daga í röð
og sendið okkur seðlana úr
öllum blöðunum með kross-
unum við rétta textann. Skila-
frestur er til 30. des. Og við
byrjum svo nýja árið með því
að draga út nafn þess heppna
og sá eða sú getur skautað að
vild á nýjum skautum, enda
hefur nú aldeilis gefið til
skautaferða að undanförnu.