Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Minning: Björn Guömundsson bóndi, Rauðnefsstöðum EINN athyglisverðasti persónu- leiki í rangæskri bændastétt, Björn Guðmundsson fyrrverandi bóndi á Rauðnefsstöðum á Rangárbökkum, var jarðsettur frá sinni gömlu sóknarkirkju að Keldum 22. nóvember sl. Björn var vel kunnur, ekki ein- ungis í heimahögum sínum heldur viða um land, vegna þekk- ingar sinnar og skrifa um íslenzkt þjóðlíf og sögur, en fjöldi greina um þessi efni birtust eftir hann í blöðum og tímaritum, þó einkan- lega í blaðinu Suðurlandi. Hann var fræðaþulur, sem bjó yfir við tækri þekkingu á íslandssögum og kafaði þar dýpra að leit a3 sannindum en flestir aðrir menn. En hann var engu síður opinn fyrir vandamálum samtíðarinnar og fylgdist manna bezt með at- burðum líðandi stundar, hvort heldur var hérlendis eða erlendis. Hann var maður, sem lét sér ákaf- lega fátt óviðkomandi, og vegna góðra gáfna og mikillar þekk- ingar á ýmsum sviðum var unun við hann að ræða og margan fróð- leik hjá honum að finna. Þegar slíkur maður hverfur af sjónarsviðinu er allt af skarð fyrir skildi, því þó að sumt geymist í greinum hans og frásögnum, er það þó miklu fleira, sem týnist, sem vert hefði verið og til gagns komandi kynslóðum, að haldið hefði verið til haga. Björn var sannur fulltrúi þeirrar aldamótakynslóðar, sem er nú sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu. Við yngri menn vitnum oft til þessara manna að leiðarlokum, en höfum við til- einkað okkur nægilega þau lífs- viðhorf og hugsjónir, sem þessir menn börðust fyrir og skópu frjálst og fullvalda ríki? Þessi kynslóð varð næstum að vinna allt úr engu. Atvinnuvegir lands- manna höfðu svo að segja staðið i stað í mörg hundruð ár. Hér hafði verið stöðnun, er annars staðar í nágrannalöndunum urðu miklar framfarir. Þetta stafaði af mörgu, en þó fyrst og fremst af því, að þjóðin fékk ekki notið krafta sinna undir erlendri stjórn. Með hugsjónaeldi og trú á land og þjóð tókst þessari kynslóð að lyfta grettistaki og leggja grund- völlinn undir það velferðarþjóð- félag, sem við lifum i í dag. Þessi kynslóð gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, til annarra var varla að leita. I þessum átök- um þroskuðust menn og lærðu betur að meta þjóðleg verðmæti og okkar fagra, harða, en þó oft gjöfula land. Björn á Rauðnefsstöðum var virkur þátttakandi í þessari þjóðarvakningu, bæði innan ung- mennafélagshreyfingarinnar og í búnaðarsamtökunum, en i þess- um samtökum starfaði hann mik t Eiginkona min, KATRÍN LÁRUSDÓTTIR andaðist í Kaupmannahöfn 6 desember Jarðarförin hefur þegar farið fram Þorvaldur Hallgrímsson t Eiginkona mín RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Hjarðarholti lést i Landspitalanum 2 1 des Guðmundur Kr. Guðmundsson. t Eiginkona mín og systir, ANNA Þ. NIELSEN f. ÞORVALDSDÓTTIR, Herlevhovedgade 146, andaðist i Kaupmannahöfn hinn 1 6 desember Útför hennar hefur farið fram Jörgen Nielsen, Sigurður Fr. Þorvaldsson. t KRISTJÁN GUOMUNDSSON frá Arnarnúpi f Dýrafirði, til heimilis að Stóragerði 1, Reykjavik, andaðist 20 desember Guðbjörg Guðjónsdóttir og börn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og afi. HERMANN B. FRIOFINNSSON, vélstjóri Helgastöðum, Mosfellssveit, verður jarðsettur að Lágafelli laugardaginn 22. þ.m. kl. 1 4. Kristín Guðmundsdóttir, Guðni Hermannsson, Erla Hermannsdóttir, Kristján Hermannsson, Sjöfn Benjamínsdóttir, Valgerður Hermannsdóttir, Jóhanna Hermannsdóttir, Sigurður Tryggvason, Niels Hermannsson, Herdís Hermannsdóttir, og barnabörn. ið og reyndist þar sem annars staðar tillögugóður og hollráður. En Björn var ekki einn á ferð í lífsstarfi sínu. Kona hans, Elín, sem hann missti 1955, var óvenju- lega mikilhæf kona, greind, menntuð og glæsileg, sem alls staðar lét gott af sér leiða. Þau Raunefsstaðahjónin skópu í sam- einingu sérstakt menningarheim- ili, sem allir, er til þekktu, mátu og dáðust að. Björn Guðmundsson var fædd ur á Rauðnefsstöðum 17. júlí 1887. Foreldrar hans voru Guð- mundur Árnason bóndi þar, en hann var ættaður frá Reynifelli í sömu sveit, og Filippía Brynjólfs- dóttir frá Bolholti, einnig af Rangárvöllum. Björn aflaði sér verulegrar menntunar á unga aldri. Var hann fyrst við nám hjá fræði- manninum Nikulási Þórðarsyni á Kirkjulæk i Fljótshlið og siðar á kennaranámskeiði 1908. Hann var svo kennari i Ása- hreppi (Þykkvabæ og Háfs- hverfi) frá 1908 til 1910, en hóf þá búskap á Rauðnefsstöðum og kvongaðist sama ár Elínu Hjartar- dóttur frá Eystri-Geldingarlæk, en hún var lika kennari og hafði kennt á Rangárvöllum í nokkur ár. Bæði voru þau hjónin af þekktum sunnlenzkum ættum, Bolholts- og Vikingarlækjarætt. Björn og Elin bjuggu á Rauð- nefsstöðum frá 1910 til 1947, er Hekla gaus og lagði land og jarð- irnar undir vikur og ösku, svo þar var með öllu óbyggilegt. Má nærri geta, að það hefur verið Rauð- nefsstaðahjónum mikið áfall að sjá heimahaga sína svo hart leikna og lífsstarf sitt að jarðar- bótum og bættum húsakosti verða að litlu á örfáum klukkutímum. Hekla hefur löngum verið Rang- vellingum erfiður nágranni, eins og sjá má af hraunum og söndum, sem þekja mikil flæmi í nágrenni fjallsins, þó að mannshöndin hafi nú, með tilkomu nýrrar tækni, hafið sókn til uppgræðslu þessa Iands. Þau Rauðnefsstaðahjónin eign- uðust fjórar dætur. Ein dó ung, en þrjár náðu fullorðins aldri; þær eru Sigríður, Guðmunda og Svava. Sigríður er dáin fyrir nokkrum árum, en eftir lifa: Svava, sem er búsett á Selfossi, og Guðmunda, sem býr á Hellu. Dætur þeirra, er upp komust, eru í mörgu líkar foreldrum sínum, vel gefnar, mannkosta fólk. Er Björn varð að bregða búi, eins og áður segir, réðst hann fyrst til K.F. Þórs Hellu og var þar útibússtjóri á Vegamótum í Holtum, en fluttist síðan að Sel- fossi og stundaði þar verzlunar- störf meðan heilsan leyfði. Síð- ustu ár ævinnar var hann mest hjá Svövu dóttur sinni og manni hennar, Þórhalli, sem búsett eru á Selfossi. Á seinni árum átti Björn við vanheilsu að striða, en andleg- um kröftum hélt hann vel til síð- ustu stundar. Gat hann því nokkuð stytt sér stundir við bóka- lestur og fræðistörf, sem tvímæla- laust hafa stytt honum stundir, er líkamleg heilsa þvarr. Eins og ég sagði fyrr, var heim- ili þeirra hjóna jafnan með miklum menningarbrag, en á Rauðnefsstöðum var fleira stundað en bókalestur og fræði- mennska. Lifsbaráttan er oft hörð í sveit og ekki sfzt sum þau ár, er Rauðnefsstaðahjónin bjuggu. Það komu harðindaár og krepputimar, en þeim búnaðist þó vel. Það var gott undir bú á Rauðnefsstöðum allt frá landnámsöld, eins og um getur í Landnámu varðandi sauðaeign Þorsteins rauðnefs, er þarna bjó og nýtti land. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa ALFREDS MÚNCH FERDINANDSSOAR Inga M. Hannesson Hálfdán Hannesson Sigrid Kristinsson Guðmundur Kr. Kristinsson Viktor Alfreðsson Birgit Masing Ferdinand Alfreðsson Guðrún Frímannsdóttir og barnabörn. t Fóstursystir min og mágkona SÓLVEIG BERGSDÓTTIR Prestbakka á Síðu lézt í Landspítalanum aðfaranótt 2 1 des Jón Pálsson Sigríður Jónsdóttir. t Þökkum öllum þeim, er með blómum og skreytum eða á annan hátt sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, BJARNA SÆMUNDSSONAR, Hveramörk 6, Hveragerði. Aðstandendur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS STEFÁNSSONAR, Sörlaskjóli 42. Hannes Gunnarsson, Guðmunda Gunnarsdóttir, Böðvar Ámason Ásta U. Gunnarsdóttir, Timothy Lapergola, Inga Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson og afabörnin. Björn var mjög natinn við búskapinn og hafði góðar nytjar af sínu búfé, þó að búið væri aldrei sérstaklega stórt. Rauð- nefsstaðahjónin voru jafnan fjár- hagslega vel stæð. Mikill vinskapur var milli Rauðnefsstaðahjónanna og for- eldra minhæ Það var fastur vani þeirra að heimsækja hvort annað á hverjum vetri og dveljast tvær til þrjár nætur. Mér eru þessar heimsóknir mjög minnisstæðar vegna þeirrar miklu ánægju, sem ég sem strákur hafði jafnan af komu þessara ágætu hjóna. Það verður nú ekki rakið hér, en af þessum kynnum og seinni, er mér hlotnuðust síðar, lærði ég að meta mannkosti og gáfur þessa ágæta fólks, og minninguna um þau geymi ég ætið í þakklátum huga. Er Björn vinur minn var kvaddur hinztu kveðju við Keldnakirkju, skartaði héraðið þvi fegursta, sem það hefur upp á að bjóða á köldum, en björtum vetrardegi. Útsýni til landa og fjalla var dýrðlegt. Fjöllin böðuðu sig í tæru lofti vetrarsólar. Við, sem þarna vorum, höfum fyrir augunum það útsýni og það land, sem Birni var svo kært. Býlið hans er ennþá í eyði, en sennilega verður þar einhvern tíma byggt á ný. Og þó að öldin sé önnur nú en þegar Rauðnefsstaðahjónin héldu staðinn með rausn, held ég, að aldrei fari hjá þvi, að þetta um- hverfi og sú saga, sem hér er geymd, hafi alltaf bætandi áhrif á mannlífið og skili þeim, er hér búa, til meiri þroska. Ég kveð svo vin minn Björn á Rauðnefsstöðum og þakka honum og hans fólki vináttu og velvild á liðnum árum og veit, að honum hefur orðið að trú sinni um fegri og betri heím hjá alvöldum Guði. Eg vitna um leið í orð þjóð- skáldsins Einars Benediktssonar, er sungin voru yfir moldum Björns. ,,Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Gunnar Helgason. „Vorljóð að hausti” Ný ljóðabók KOMIÐ er út á bókamarkað litið Ijóðakver eftir Adolf J.E. Petersen, fyrrum vegaverkstjóra. Nefnist það „Vorljóð að hausti“. Adolf er þekktur fyrir ljóð sin og lausavísur, er hafa birzt í blöðum og tímaritum og flogið viða. „Vorljóð að hausti“ er fyrsta ljóðabók Adolfs. Hún er 75 bls. að stærð og í henni milli 40 og 50 ljóð. + Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRUN GUÐBJARTSDÓTTIR, Bragagötu 36, andaðist i Landspitalanum hinn 21. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Dætur og tengdasynir. t Eiginmaður minn, faðir og sonur STEFÁN SIGURBENTSSON Suðurgötu 33, Hafnarfirði andaðist i Landspitalanum að morgni 20. þ.m, Kristbjörg Bjorgúlfsdóttir Sigriður Stefánsdóttir, ÁstaGuðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.