Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973
Stækkun hafnar í Þorlákshöfn
Forval verktaka.
Hafnarmálastofnun ríkisins mun á næstunni bjóða út á
alþjóðlegum markaði stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn.
Þeir verktakar, sem áhuga hafa á að bjóða í verkfram-
kvæmdina, skulu fyrir 20. janúar 1974 senda inn til
Hafnarmálastofnunar ríkisins fullnægjandi upplýsingar
um hæfni og reynslu við sambærileg verk. Forvalsgögn
má sækja til Hostrup-Schultz og Sörensen c/o Al-
menna verkfræðistofan hf., Fellsmúla 26.
Hafnarmálastjóri.
Tilkynning
um innheimtu þinggjalda í Hafnarfirði
og Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Til þess að auðvelda gjaldendum að standa í skilum með
greiðslu þinggjalda verður skrifstofa embættisins opin til
móttöku þinggjalda, föstudaginn 28. desember frá kl.
10.00 til kl. 22 00. Mánudaginn 31. desember verður
skrifstofan opin frá kl 1 0.00 til 1 2 00.
Gjaldendum utan Hafnarfjarðar, er greiða til hreppstjóra,
er bent á að gera það eigi síðar en 28. desember.
Dráttarvextir falla á ógreidd þinggjöld ársins 1973 þann
1. janúar n.k
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn í Gullbringu-
og Kjósarsýslu.
Staða fjármálafulltrúa
Rafmagnsveitu Reykjavíkur er laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskiptafræði-
menntun, hagfræðimenntun, eða hliðstæða háskóla-
menntun, ennfremur starfsreynslu.
Launakjör skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Uppl. um starfið gefur Rafmagnsstjóri. Umsóknarfrestur
er til 5. jan. '74.
RAFMAGNS
VEITA
REYKJAVÍKUR
ADVENTULJÓS
er jólagjöfin fyrir ömmu og afa, mömmu og pabba eða
fyrir giftu börnin.
Lýsið upp stofugluggann í skammdeginu.
GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F.,
Suðurlandsbraut 1 6,
Laugavegi 33 og Glerárgötu 20, Akureyri.
JÚLAGJAFIR
#
#
POSTULINSENGLAR
SMAPLATTAR
ÖSKUBAKKAR
JÓHANNES NORÐFJÖRÐ
HVERFISGOTU49 LAUGAVEGI5
sprinv“
Switzerland <—J
FONDUSETT
úr kopar, stáli og emeleruð. Margar gerðir.
FRÁ
JÓHANNES
NORÐFJÖRÐ
d&b
HVERFISGÖTU 49 LAJGAVEGI
5
Skila skal
ólöglega
fengnum
safngripum
Hinn 18. desember sl. var til
umræðu á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna tillaga um
endurheimt safngripa og menn-
ingarverðmæta, sem á ólöglegan
hátt hafa verið flutt Ur landi.
I ræðu, sem varafastafulltrúi
íslands, dr. Gunnar G. Schram,
flutti um mál þetta, gat hann
þess, að Danir hefðu sýnt öðrum
þjóðum lofsvert fordæmi í þess-
um efnum, er þeir hefðu sam-
kvæmt ákvörðun danska þingsins
skilað íslendingum aftur hand-
ritunum. Hefðu Islendingar
kunnað vel að meta þessa breytni
þings og þjóðar Danmerkur og
mættu þjóðir, sem héldu rang-
lega menningarverðmætum ann-
arra þjóða í söfnum sinum, margt
af henni læra. Mælti íslenzki full-
trúinn með samþykkt tillögunnar
í ræðu sinni.
Tillaga þessi fjallar um skil á
listmunum, handritum og öðrum
menningarverðmætum, sem rænt
hefur verið í rikjum, er áður voru
nýlendur, eða verið gerð upptæk,
án þess, að fullnægjandi bætur
hafi komið fyrir. Er tillagan flutt
af allmörgum þróunarlöndum og
er Zaire fyrsta flutningsríki.
Tillagan var samþykkt á alls-
herjarþinginu með 113 samhljóða
atkvæðum, en 17 ríki sátu hjá, þar
á meðal Danmörk, Noregur, Svi-
þjóð og önnur Evrópuríki.
Gjafir til
Egilsstaða-
kirkju
Unnið hefur verið að smíði
Egilsstaðakirkju síðan snemma á
sl. sumri og er ætlunin, að hUn
verði fullgerð á næsta ári.
Kirkjunni hafa borizt margar
gjafir, m.a. 100 þUs. kr. gjöf frá
Þorsteini Jónssyni fyrrverandi
kaupfélagsstjóra til minningar
um konu hans, Sigriði Þorvarðs-
dóttur KjerUlf, sem andaðist á sl.
sumri. Færir sóknarnefnd honum
sérstakar þakkir fyrir þá höfðing-
legu gjöf.
Aðrar gjafir og áheit eru: kr.
1000,00 frá B.S., kr. 1000,00 frá
S.B., kr. 100000 frá Þ.E., kr.
1000,00 frá N.Á., kr. 5000,00 frá
D.S. og kr. 500,00 frá N.N.
Þá hefur Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri Grundar sent söfn-
uðinum bækur til styrktar starf-
seminni.
Öllum þessum gefendum færir
sóknarnefndin innilegar þakkir
fyrir góðan hug til kirkjunnar og
biður þeim blessunar.
Barnasam-
koma í Dóm-
kirkjunni
A sunnudag, Þorláksmessu,
verður barnasamkoma í Dóm-
kirkjunni, og hefst kl. 11 f.h.
Sungnir verða jólasálmar, sr.
Þórir Stephensen talar við börnin
og segir þeim jólasögur og lUðra-
sveit unglinga leikur jólalög und-
ir stjórn Páls P. Pálssonar. —
Foreldrar eru hvattir til að koma
til kirkju með börnum sínum.