Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973
33
— The
Observer
Framhald af bls.7
góður skriður á nýtingu
kjarnorkunnar. Á næstu ár-
um er reiknað með að
kjarnorkustöðvar, sem
framleitt geta 50 þúsund
megavött risi á ári hverju,
og dragi þar með úr olíu-
þörfinni á þvi sviði. Sumir
óttast þó, að verið sé að
veðja um of á sama hestinn
með þvi að einblina á kjarn-
orkuna. Benda þeir á, aðef
einhverjir vankantar komi
fram á kjarnakljúfunum
þegar fram i sækir, geti það
haft alvarlegar afleiðingar
um allan heim.
Sólarorka.
Talsverðar líkur virðast
fyrir því að auka megi nýt-
ingu sólarorkunnar, en sú
orka hentar vel til upphit-
unar. Bendir margt til þess
að tiltölulega auðvelt væri
að gera sólarorkuna sam-
keppnishæfa við aðra orku-
gjafa i Bandaríkjunum og á
svipuðum breiddargráðum.
Sjávarfallaorka.
Miklir erfiðleikar eru
samfara nýtingu á orku
sjávarfalla, og þá ekki sizt
sú óheppilega staðreynd að
aðfall og útfall koma ekki
alltaf á þeim tima þegar
eftirspurnin eftir rafmagni
er mest. Gæti því hitt svo á,
að rafstöð knúin orku
sjávarfalla næði hámarks-
framieiðslu um miðja nótt,
þegar eftirspurnin er svo til
engin.
Jarðhitaorka.
Jarðhiti hefur þegar verið
virkjaður í smáum stil, en
horfur eru á, að hann geti
komið að mun meiri not-
um. Hitann er að finna
djúpt i jarðskorpunni, og er
hann notaður til að fram-
leiða gufu, sem svo má
nota til að knýja rafala.
Rannsóknir á nýtingu jarð-
hitans eru enn skammt á
veg komnar, og verður þvi
bið á þvi að hann verði
virkjaður svo nokkru nemi.
Vetnisorka.
Langt er frá þvi að orka
vetnissprengjunnar hafi
verið beiztuð þrátt fyrir til-
raunir víða um heim.
Hugsanlegt er þó, að við
lok þessarar aldar hafi tek-
izt að fullgera fyrstu vetnis-
orkustöðina. Rannsóknum
ber að halda áfram, þótt
vafasamt sé að auknar fjár-
veitingar í þvi skyni geti
flýtt að ráði fyrir árangri.
Margar leiðir eru opnar,
og margt þarf aðgera. Ekki
ber að efa að heildarorku-
magnið, sem vinna má úr
ofannefndum orkugjöfum,
mun nægja heiminum í
framtíðinni. Hins vegar er
erfitt að spá nokkru um
|wðl hwart oiiuiindirn-
ar wifc orftnar þurr-
ar áðtar M tekizt hef-
ur að taaa, á nauð-
synlegri byltingu í orku-
málunum. Fer það að
nokkru eftir því hve
vel tekst að spara
orkuna á umbreytingar-
timanum og hægja á
neyzluaukningunni. Fá-
ir munu halda því fram, að
Bandaríkjamenn séu
þrisvar sinnum sælli en
Frakkar, en þeim tekst þó
að nota þrefalt meiri orku.
Bersýnilegt virðist, að mik-
ill hluti orkunnar, sem not-
uðerí þróuðu rikjunum, og
þá sérstaklega í Bandaríkj-
unum, fer til spillis. Þetta
var dr. Kissinger Ijóst, þeg-
ar hann í ræðu sinni skor-
aði á alla að vinna að skyn-
i samlegri notkun þeirra
birgða orkugjafa, sem fyrir
hendi eru nú — og undir
þá áskorun geta flestir
Evrópubúar tekið.
Andrés augiýslr
Ódýru karlmannafötin frá kr. 3850.-
Ódýru terylenebuxurnar frá kr. 1775.-
Ódýru herraskyrturnar. drengaskyrturnaro.fi.
ANDRES, Skólavörðustig 22,
sími 1 8250.
DEUTSCHE WEIHNACHTSGOTTESDIENSTE
Am Heiligabend um 1 4 Uhr wird im Dom zu Reykjavik ein evangelisch-
er Weihnachtsgottesdienst abgehalten.
Séra Þórir Stephensen predigt
Am 2 Weihnachtstag um 17 Uhr zelebriert Bischof Dr. H. Frehen
einen katholischen Weihnachtsgottesdienst in der Domkirche Landa-
kot
BOTSCHAFT DER BUNDES GERMANIA
PEPUBLIK DEUTSCHLAND Islándisch-deutsche
Kulturgesellschaft
Aðalfundur
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis verður haldinn
28. desember n.k. og hefst kl. 1 7.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnurmál
Stjórnin.
Hjálpræðisherinn.
JOI AFAGHAÐUR FYRIR ALDRAÐ FÓLK
Fimmtudag 27. des. kl. 1 5.
Frú brigader Ingibjörg Jónsdóttir stjórnar.
Séra Frank M. Halldórsson talar.
Allir velkomnir.
Elglnkonur og unnuslur
vandinn er leystur, nytsamar jólagjafir fást hjá okkur fyrir
eiginmanninn og unnustann
Heftibyssur frá 1.160. —
Lóðbyssurfrá 1.205. —
Lóðboltar frá 538. —
Jes Zimsen, Hafnarstræti 21, sími 13336.
Suðurlandsbraut 32, sími 38775.
lausar stöður
RÍKISSPÍTALARNIR
Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við BLÓÐBANK-
ANN er laus til umsóknar. Staðan er hálft
starf Nánari upplýsingar veitir forstöðumað-
ur Bióðbankans
Umsóknir, er greini frá aldri, námsferti og
fyrri störfum sendist stjórnarnefnd ríkis-
spítalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 20 janúar
1974.
Reykjavík 18. desember 1973.
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SlM111765
Gót 5 herb. IDúð
óskasttil leigu. Fyrirframgreiðsla. Sími 37647
Eiglnmenn - Elglnmenn
Gjöfin sem gleður er
falleg grávara frá
Feldskeranum,
Skólavörðustíg 18.
Sími 10840.
PHIUPS
VA.SAVEL
FYRIR VASAPENINCA
PHILIPS
Fjórar rafhlöður tryggja
í heilan mánuð!
yður öruggan rakstur
PHILIPS
KANN TÖKIN ÁTÆKNINNI
Hvíldarstólar
Sófasett
Svefnbekkir
Husgagnaverzlunin Búslóð
Borgartúni 29 s. 18520.