Morgunblaðið - 08.01.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.01.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 Rafmagnsskort- ur yfirvofandi á Hólmavík Æðisgenginn eltingaleikur við ölvaðan ökumann AÐFARARNÖTT sunnudags ienti lögreglan í æðislegum kappakstri \iö ölvaðan og rétt- indalausan pilt, er var á stol- inni bifreið. Akstur piltsins var svo æðisgenginn. að félagi hans, er var ineð honuin í bíln- uin, sá sitt óvænna og kastaði sér út úr bíinum áður en lög- reglunni tókst loks að kröa bif- reiðina al' «g handsaina iiku- manninn. Það var um kl. 3 um nóttina að piltarnir tveir, báðir vel ölvaðir, stálu Opelbifreið frá Skúlagiitu og óku þeir síðan víða uin borgina. Þegar þeir voru komnir á Vesturlands- veginn fvrir ofan Artúnsbrekk- una óku þeir fram á lögreglu- bifreið og þóttu lögreglumönn- unum piltarnir grunsamlegir og víldu ná tali af þeim. Piltur- inn sinnti ekki stöðvunarmerkj- um lögreglunnar, heldur gaf í og ók á ofsa hraða inn í borgina aftur. Barst leikurinn víða um Kleppsholtið, þar sem öku- maðurinn ölvaði ók m.a. utan í leigubíl og lögreglubilinn á flóttanum. Var þá félaga hans nóg boðið og kastaði hann sér út úr bifreiðinni. Eltingaleikur- inn hélt hins vegar áfram góða stund unz lögreglunni tökst að stöðva hann á Suðurlandsbraut- inni. Hafði hann þá valdið tals- verðum skemmdum á bifreið- Nokkrir unglingspiltar úr Garðahreppi tóku sig til í fyrrakvöld og heltu eldfim- um vökva á Hafnarfjarðar- veg og kveiktu f. Logaði þannig glatt á tveim stöð- um á veginum um tíma og tepptist öll umferð um veg- inn, þar til lögreglan kom á vettvang og slökkti eld- inn. Rannsóknarlögreglan hafði síðan fljótlega upp á piltunum og tók þá til bæna. (Ljósm. Hákon Pálsson). Hólmavík — 7. janúar I FROSTHÖRKUNUM undan- farnar vikur og mánuði hefur mjög gengið á vatnsforðann í Þið- riksvallavatni, sem er uppistöðu- lón Þverárvirkjunar við Hólma- vfk. f nóvember og desember \ oru hér óvenju miklar frosthörk- ur án nokkurrar þíðu og tók þá þegar að ganga á vatnsforðann. Smáblotans síðustu daga hefur í engu gætt þar efra og þarf nokkurra daga í þíðviðri og rign- ingu til að svo verði. Nú er svo komið, að fyrirsjáan- legur vatnsskortur er framundan nema snögglega bregði til mikill- ar þíðu. Oðum gengur á vatnsforð- ann hvern dag. Rafveitustjórinn Þórarinn Reykdal tjáði mér í dag, að vatnsyfirborðið lækkaði nú um 7 —10 sm á sóiarhring og má það ekki lækka mikið úr þessu svo að ekki hljótist vandræði af. I Þver- árvirkjun eru tvær vélasamstæð- ur, er framleiða 1200 kw sú stærri og 450 kw sú minni. Til þess að spara vatnið er nú áformað að setja hér upp næstu daga 400 kw dieselrafstöð, og nota aðeins minni vélasamstæðu virkjunar- innar með henni ásamt 100 kw dieselstöð, sem er til vara á Drangsnesi. Þannig ætti að vera hægt að bjarga málum við í bili, en orkunotkun á rafveitusvæðinu var í desember mest 950 kw. Von- andi verður dieselrafstöðin kom- in í notkun fyrir miðjan þennan mánuð, en þá hefst aftur vinnsla í frystihúsunum við Steingríms- fjörð og eykst þá rafmagnsnotkun verulega. Rækjubátar hættu veiðum 12. desember en byrja aftur 12. janúar. Vinnsla í frystihúsunum hefst þann 15. janúar. í dag var hér ágætis veður eftir langvar- andi illviðri. Sæmilega bílfæt er nú til Hólmavíkur, en allir vegir ófærir þar fyrir norðan. — Andrés Smyrlab j argaár- virkjun farin í gang Kohoutek naumast neitt sjónarspil FLFST bendir nú til þess, að halastjarnan Kohoutek verði ekki það sjónarspil á hiinnuin og stjörnufra'ðingar höl'ðu \ amzt í upphafi. Þorsteinn Sæinundsson stjarnfræðingur skyggndist eftir stjörnunni á laugardagskvöld í gegnum kíki og telur hann sig hafa séð hana — að vísu ekki alveg á þeiin stað, sein reiknað hafði verið með henni á. Sagði Þorsteinn í samtali víð Morgunblaðið T gær, að stjarnan hefði verið mjög dauf og ekki hægt að greina hana með Ijerum augtrin. Kvaðst Þorsteinn þ\i heldur vonlítill um. að halastjarn- an færi um himininn með þeiin gliesibrag, sem spáð var i f.vrstu Upphaflega var gerl ráð fyrir að stjarnan sæist hérlendis með ber- um augum i um mánaðartíma. en nú verður það að teljast heldur ólíklegt. Þorsteinn telur þó ekkt útilokað, að liægt verði að sjá hana með berum augum eftir því sem hún fjarlægist sólu og hækk- ar um leið á himninum. Höfn, Hornafirði — 7.janúar. Smyrlabjargaárvirkjun var sett í gang í morgun, en um 2—3 metra vantar á, að uppistöðulónið sé fullt. Astandið hefur þó stórbatn- að í þfðunni undanfarið. Þá kom Laxfoss hér um kl. 1 í dag með gastúrbínuna frá Xoregi. og litlu síðar lét Bjarni Sæmundsson úr höfn eftir að hafa séð þorpinu fyrir rafmagni í nær viku tíma. Verður nú þegar hafizt handa um aðtengja gastúrbínuna, og ætti þá ástandið hér i rafmagnsmálum að vera þolanlegt þar til að stórfyrir- tækin — loðnubræðslan og nýja frystihúsið — fara í gang en þá er fyrirsjáanlegur raforkuskortur að nýju. —Fréttaritari. Batnandi færð EFTIR því sem hlánað hefur í veðri hefur ástand á þjóðvegum landsins færzt í betra horf. Þannig er nú vel fært hérsunnan- lands og xestan — allt í Króks- fjarðarnes og Norðurlandsleiðin er fær allt til Húsavikur. Þá er batnandi ástand á Norðaustur- og Austurlandi. Víða er þó mikil hálka. Sviptur veiði- heimild DÓMSMALARAÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt utanríkisráðu- neytinu, að brezki togarinn St. Dominie frá Hull, sem varðskipið Óðinn stóð á gamlársdag að ólöglegum veiðum innan fiskveiðimarkanna austur af Glettinganesi, hafi verið strikaður út af skrá yfir þá brezku togara, sem veiði- heimild hafi í íslenzkri fisk- veiðilögsögu samkvæmt samningi milli Breta og Is- lendinga. Er þetta annar brezki togarinn, sem missjr veiðileyfið vegna þess, að hann stóð ekki við samkomulagið. Togarinn St. Dominic fékk leyfi til þess að sigla af staðn- um, sem hann var að veiðunt á. er Óðinn kom að honum. þegar ljóst var. að brezka eftirlits- skipið Miranda ætlaði ekki að nota sér heimild sina til þess að kanna málavöxtu. Sigldi togarinn þá heim. Var síðan beðið eftir þvi að skipherra Óðins gæfi skýrslu sína um at- burðinn og er dómsmálaráðu- neytið hafði kannað hana, var ákvörðun tekin um að svipta togarann veiðiheimild. Tog- arinn hafði áður verið stað- inn að ólöglegum veiðum og var þá klippt aftan úr honum varpan. Var togarinn þá að veiðum í friðuðu hólfi — sem raunar einnig nú — á Selvogs- banka í april siðastliðnum. Lítill drengur beið bana — Fékk straum úr inniloftneti ER LOFTNETIÐ ÞITT MEÐ RÍTTRI TENGILKVÍSL OG ÖRYGGISÞETTUM? Nýr forseti Hæstaréttar Benedikt Sigurjónsson hæslaréltardómari liefur verið kjörinn forseli Hæslaréltar í slað Loga Einarssonar ha’sla- rétlardómara, frá 1. janúar sl. að lelja lil ársloka 1975. Magnús Þ. Torfason ha>sta- rétlardómari, var kjörinn varaforseti til sama líma. LÍTILL drengur beið bana með sviplegum hætti í húsi í Breiðholti, þar sem hann var gestur á laugar- dag. Komst drengurinn yfir inni- sjónvarpsloftnet í geymslu í íbúð- inni, virðist hafa farið að fikta með tengikvíslina og stungið henni í raf- magnsinnstungu með fyrrgreindum afleiðinguin. Slysið varð um tvö leytið á laugar- dag í húsi í Breiðholti. Þar voru hjón úr Þorlákshöfn gestkomandi ásamt tæplega fimm ára syni sínum. Eftir að hafa borðað þar hádegis- verð, fór drengurinn að leika sér og komst þá inn í geymslu í Ibúðinni. Þar virðist hann hafa dundað sér dálítinn tíma og rekist þá á sjón- varpsioftnetið, sem tekið hafði verið úr notkun í sjálfri íbúðinni, þar eð það var með ólöglegri tengíkvísl. Hefur litli drengurinn síðan farrxð að bjástra víð að stinga kvfslinni í raf- magnsinnstunguna og fengið við það svo mikinn straum. að hann var meðvitundarlaus þegar fólkið kom að honum. Faðir drengsins reyndi þegar iífg- unartilraunir og var þeim síðan haldið áfrarn í sjúkrabifreiðinni. er flutti drenginn í slysadeild Borgar- spítala, en hann reyndist látínn þeg- ar þangað kom. Drengurinn hét Hlynur Sverrisson. hefði orðið 5 ára í marzmánuði næstkomandi. og til heimilis að C-götu 19 í Þorlákshöfn. I sambandi við þetta hörmuiega slys er rétt að rninna á. að Raf- magnseftirlit ríkisins bannaði inri- flutning á þessum loftnetum á sínum tíma nema notuð væri rétt tengikvísl og öryggisþéttar fyrir loftnetið. jafnframt því sem það var- aði mjög eindregið við notkun þess- ara loftneta í heimahúsum. Almenn- ingur brást mjög vel við þessum tilmælum og hurfu þau að verulegu leyti úr notkun nema hvað nú hefur sýnt sig. að það fvrirbyggir ekki hættuna að korna loftnetunum fyrir í geymslum heldur ér ráðlegast að losa síg algjörlega við þau. Myndin sýnir aðvörunarplakatið, sem Rafmagnseftirlit ríkisinsgaf út á sínum tíma — nteð leiðbeiningum um hvernig inniloftnetin skulu vera úr garði gerð. R6tt LIFSHÆTTULEGT er aO tengja loftnet vlð rafkerflð Forðlzt þessa hættu með þv( að nota rétte tengllkvísl og ðrygglsþðtta tyrlr loftnetlð R6tt Rangt Ver-ndlð bömtn RatmaonsattlrHtt riklslna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.