Morgunblaðið - 22.01.1974, Side 5

Morgunblaðið - 22.01.1974, Side 5
Toyota Carina Ljúfur eins og lamb að sjá, þar til þú setur í gang Margir urðu til að furða sig á skyndi- legum vinsældum Toyota Carina þegar hann var fyrst sýndur hérlendis. Hann virðist ekki mikið frábrugðinn öðrum vönduðum fjölskyldubílum. En þegar betur er að gáð kemur í Ijós, að undir sakleysislegu yfirbragði leynist argasta villidýr. 102 hesta vél í ekki stærri bíl, er einstakt út af fyrir sig. Auk þess er veghæfnin einstök. Öryggisbúnaður er á við það besta sem þekkist. Þægilegur svo af ber. Við vitum að þetta hljómar eins og grobb -ef þú þekkir ekki villidýrið frá Toyota. 1 lítri af bensíni nægir þér i [17,7 kml á 60 km hraða og [15,6 kml á 70 km hraða eigir þú TOYOTA CARINA. Svo segir FDM, en það er félag danskra bifreiðaeigenda. Þetta sam- svarar 5,7 og 6,4 lítra eyðslu á hundraðið. Kominn á götuna og ryövarinn kostar Toyota Carina 2ja dyra kr. 480 þús. 4ra dyra kr. 510 þús. Var8 Samkvæmt gengisskréningu 20/1 '74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974. Steingrímur Davíðsson. ef að lögum verður, er stökkljreyt- ing gerð i fræðslumálum á landi hér. Þær fáu breytingar, er til bóta horfa, hefði sem fyrr segir mátt fella inn í gildamh lög og Hringsjá: Horftofvíða vegu reglugerðir. Flestar meiriháttar breytingar eru hins vegar litt skiljanlega vanhugsaðar. I frum- varpinu er lagt til, að námstíminn hvern vetur lengist um tvo mán- uði, eða skólinn standi frá 1. september til 31. maí, hvarvetna á landinu. Þessi mikla lenging skólavistar á nú sérstaklega við strjálbýlið. Þetta er gert til að jafna aðstöðu allra skölabarna til náms. I klukkustundum reíknað er það gert, en orka mun tvímæl- is, hvort börnin i strjálbýlinu græða á þéim jöfnuði. Þau börn, er frá fæðingu hafa alizt i faðmi náttúrunnar við leik og þroskandi störf, munu tapa miklu, er þau verða svipt samneyti við gróandi lif vorsins, sölnandi gróður siðla sumars, uppskeru vorarina, að ógleymdum dýrunum gangandi og fleygum. Þessi kynning er börnunum meiri þroskagjafi en tveggja mánaða innistaða i skóla- stofum, hversu góð, sem kennslan Framhald á bls. 24. FRÆÐSLA OG UPPELDI . .. Það er næstum með hálfum huga, sem gamall maður, þótt fengizt hafi við kennslu og upp- eldi í meira en hálfa öld, tekur sér penna í hönd til að rita nokkrar línur um þessi mál, svo mjög hafa viðhorf breytzt til þessara mála, nú á síðasta áratug, þó að blessuð börnin séu að fyrstu gerð söm og fyrr, saklaus, ómótuð, sálir þeirra óskrifað blað, eins og sumir orða það. Allt fram á síðustu áratugi 19. aldar var hær eingöngu bænda þjóðfélag á landi hér. Börnin ól- ust upp í skauti náttúrunnar. Bú- skaparannirnar kröfðust vinn- andi handa, yngri sem eldri. 5—6 ára snáðinn vaktaði tún og engi, á vorin, þegar fénaður sótti frekt i nýgresið. Störfin þyngdust, þegar árin liðu. Tiu, ellefu, tólf ára sat drengurinn yfir og smalaði fénu. Oft voru litlu stúlkurnar við sömu störf, sbr. ,,Sáuð þið hana systur mina, sitja lömb og spinna ull?" Þessu lýsir og Jón Thoroddsen fagurlega í sögunni Pilti og stúlku. Þau Indriði og Sigriður vöndust snemma við vosið. Þau lærðu árvekni, skyldurækni, að meta fegurð jurtanna og landsins, fengu ást á dýrunum og umhverfi þeirra. Ströng voru sum vetrar- störfin og vinnutími langur, svo lítill tími gafst til að iðka skrift og lestur, en sá tími, er til þess fékkst, var vel nýttur. Dyggðirn- ar, er þau mundu í bernsku, geymdu þau vel í minni og höfðu þær að leiðarljósi allt sitt ævi- skeið. Það var þeirra gæfa. „Þetta er bara skáldsaga," segið þið. Já, það er sönn skáldsaga, svo langt, sem hún nær. A þeim tima, er sagan gerist, var uppeldi barna á flestum sveitabæjum þessu líkt. Ömurleg fátækt og stundum skefjalaus harka húsbænda ollu of mörgum undantekningum frá þvi almenna. Fyrir og um siðustu aldamót létu flestir bjargálna bændur kenna börnum sínum og fóstur- börnum, auk lesturs: skrift, reikning, sögu og nokkuð í landa- fræði. Færir menn fóru um sveit- irnar og kenndu nokkrar vikur á hverjum stað, en börn úr næsta nágrenni sóttu námskeiðið. í flestum kauptúnum, þótt fámenn væru, varþá búið aðstofna barna- skóla. Snarasti þátturinn i fræðslulög- unum frá 1907 var fræðsluskyld- an, þ. e., að öll börn skyldu njóta nokkurrar bóklegrar fræðslu, jafnt þau, sem engan áttu að, eða þá sárfátæka og þau, er til óðals voru borin. Sveitarstjórnum var skylt að sjá um þá skyldugrein laganna. Undanþága, er lögin heimiluðu, spillti fyrstu árin árangri laganna. Brátt þróuðust málin á þann veg, að farkennsla var algeng í hverju sveitarfélagi, f.vrstu fjóra mánuði hvern vetur og seinna sex. Þó að húsakynni á bæjunum, þar sem kennt var, væru þröng og kennslutæki fá og frumstæð, not- aðist kennslan vel vegna þess, að áhugamenn stunduðu starfið, og börnin drukku í sig námsgrein- arnar sem þyrstur maður svala- drykk. Uppskeran eftir fjögurra mánaða nám i þrjá til fjóra vetur var oftlega eins mikil og sú, er fékkst eftir sex mánaða nám i sex til sjö vetur. Þetta er staðreyrid, en ekki sögð sem mótmæli gegn lengri skólagöngu og vaxandi menntun. Breyttir þjóðlifshættir, m.a. vegna búsetu meirihluta þjóðarinnar i bæjum í stað sveita, krafðist aukinnar skólafræðslu. Sveitastörfin menntuðu börnin ekki lengur, a.m.k. ekki nema lít- inn hluta þeirra, og vegna vax- andi fjölbreytni atvinnulifsins og tækni, var nauðsyn aðbúa börnin, hvar sem þau voru á landinu, undir lengra nám í sérskólum. Þetta var gert með fræðslulög- unum 1946. Þau lög fyrirskipuðu hvort tveggja: lengingu árlegrar skólavistar barna og fleiri ára skólaskyldu. Reynslan staðfestir rétta stefnu, ágætan árangur. Sá var þó ljóður á lengingu námstím- ans, að farið var að „hýsa" börnin of snemma, skólinn látinn byrja 1. september. Þeim börnum, er voru og eru svo lánsöm að fá sumar- dvöl í sveitinni, er miskunnar- laust smalað heim til þéttbýlisins í ágústlok, svipt unaðssemdum haustlitanna og komu fénaðar af heiðum og fjöllum, bústins og sæl- legs, lofandi frelsið á fjöllunum. Ef lögin tækju meira tillit til upp- eldis en ítroðslu mundi þetta eigi gert. Þarna var lagabreytingar þörf. Ef þessi galli hefði verið burtu numinn úr fræðslulög- unum frá 1946, og nokkrar aðrar breytingar gerðar í samræmi við skynsamlegar kröfur tímanna, hefði grunnskólafrumvarpið ver- ið óþarft. Þetta er þriðja þingið, sein grunnskólafrumvarpið liggur frammi til umræðu og samþykkt- ar, vonandi verður það enn endurskoðað svo rækilega, að samþykkt þess bíði næsta Al- þingis. Þó að margt i frumvarpi þessu lofi góðu, svo sem segir i 2. grein og 43. gr„ þá er ekki um mikla endurbót að ræða frá gild- andi lögum, og framkvæmd ákvæðanna veltur á reglugjörðum og námsskrá. Með grunnskólafrumvarpinu, TOYOTA - 3. STÆRSTU BÍLASMIÐJUR HEIMS TQYOTA UMBOÐIÐ « HÓFÐATÚNI2 8 SIMAR 25111 & 22716 TOYOTA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.