Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974. 7 iSSðt THE OBSERVER ,—wtr— THE OBSERVER —Gaddafi“ kemur enn á ___óvart____ EFTIR IRENE BEESON Arabaþjóðirnar eru svo til hættar að láta sér bregða þótt Muammar Gaddafi forseti byltingarráðs Líbýu sendi frá sér furðulegar og frumlegar yfirlýsing- ar, en þegar tilkynnt var um næst síðustu helgi, að hann og Habib Bourguiba Túnisforseti hefðu orðið sammála um að sameina ríki sín, kom það öllum mjög á óvart. stjórnin í Kairó viðhafði þó meiri gát, og Abdel Kader Hatem vara- forsætisráðherra sagði: „Egyptar vilja alltaf styðja sameiningu tveggja Arabarikja." Hafði Hatem áður átt langan fund með fulltrúa úr byltingaráði Libýu, til að fá nánari skýringar á fyrirætlunum Gaddafis. Egyptar álita, að Gaddafi sé nú með þessari fyrir- til fyrri afstöðu hans til þess máls. í desember 1972 kom Gaddafi i heimsókn til Túnis, og hvatti þá á opinberum vettvangi til sameiningar ríkjanna, og að Bour- guiba yrði forseti sameinaða rikis- ins. Greip þá Bourguiba fram i fyrir honum og sagði, að sameiningin kæmi ekki til greina „næstu ár eða aldir". í september oaddati og Bourguiba undirrita sáttinálann uin saineiningu Líbýu og Túnis. Þessir tveir leiðtogar virðast eiga fátt sameiqinlegt, og stefna hvor i sína áttina í alþjóðamálum. Gaddafi ofursti hefur krafizt allsherjarstyrjaldar gegn ísrael til að frelsa Palestinu undan yfirráð- um Gyðinga. Er hann algjörlega andvígur öllum talsmönnum samninga við ísraela, og allt frá þvi styrjöldin hófst í október hefur hann gagnrýnt Egypta fyrir undan- látssemi. Hann mætti ekki til leiðtoga- fundar Araba i Algeirsborg i nóvember í fyrra, en hélt því þá fram, að Egyptar og Sýrlehdingar væru að leita samþykkis annarra Arabarikja á „uppgjafaáformum" sínum, eins og hann orðaði það. Hefur hann siðan hvatt til upp- reisna i hverju því Arabalandi, sem gerist aðili að friðarsamning- um við ísrael og viðurkennir þetta ríki Gyðinga. Bourguiba forseti hefur um margra ára skeið verið talsmaður bættrar sambúðar við Israel, og oft hlotið gagnrýni annarra Araba- leiðtoga að launum. Á undanförn- um tiu árum hefur hann hvað eftir annað lagt til, að fulltrúar Araba og Ísraela settust saman að samningaborði til að reyna að koma á friðarsamningum. ELDUR OG VATN Þegar tilkynnt var um fyrir- luigaða sameiningu Túnis og Libýu, heyrðust raddir i Egypta- landi, seni liktu sameiningunni við hjónaband vatns og elds. Rikis- huguðu sameiningu að bæta sér upp vonbirgðin frá þvi í september i fyrra, þegar honum mistókst að fá Sadat forseta Egyptalands til að fallast á fulla sameiningu Egypta- lands og Libýu. Hafði Sadat þá verið að velta þessari hugmynd Gaddafis fyrir sér i tvö ár. Þegar Sadat brást, sneri Gaddafi sér í vestur, og lagði til, að stofnað yrði Sambandsriki Norður-Afriku, með sameiningu Líbýu, Alsir, Marokkó og Mauritaniu. Hlaut sú tillaga hans engar undirtektir. Viðbrögðin í Alsir við fréttinni um fyrirhugaða sameiningu Libýu og Túnis voru efasemdir um að nokkurn tima tækist að koma henni á. Sama er að segja um viðbrögðin i Egyptalandi. Þar var á það bent, að úr þvi ekki var unnt að koma á sameiningu Libýu og Egyptalands vegna ólikra þjóð- félagshátta, væri sameining við Túnis út i bláinn af sömu ástæðu. Forsvarsmenn ýmissa samtaka í Egyptalandi hafa fordæmt þráfylgni Gaddafis við lögmál og kenningar múhammeðstrúarinnar. Efast þeir um að þessar kenningar, sumar hverjar, fái hljómgrunn hjá konum og menntamönnum i Túnis, enda hefur Bourguiba sjálfur hvatt þjóð sína til að leggja ýmsar þeirra á hilluna. ÞÁ VAR OLDIN ÖNNUR Skyndiákvörðun Bourguiba um að löndin tvö skuli sameinast er ekki hvað sizt undarleg með tilliti i fyrra fór svo Bourguiba til Tripoli til að vera viðstaddur hátíðahöld i sambandi við fjögurra ára afmæli byltingarinnar í Libýu. Þar sagði hann í ræðu, að engar þær að- stæður væru fyrir hendi, er mæltu með sameiningu landanna. í Kaíró er almennt talið, að efnahagsmálin hafi verið efst í huga Bourguiba þegar hann féllst a sameininguna, og að hún sé nokkurs konar „gifting til fjár" frá hans hendi. Augljóst er, að oliu- tekjur Libýu, sem nama nú um þremur milljörðum dollara á ári, verða góð búbót fyrir efnahag Túnis, sem stendur hölium fæti. Eftir að Gaddafi heimsótti Túnis fyrir tveimur árum, hafa þúsundir verkamanna flutzt þaðan til Libýu til að vinna i oliuiðnaðinum Heldur þessi straumur áfram, og á trúlega enn eftir að aukast ef sameiningin verður samþykkt i fyrirhugaðri þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá hafa sérfræðingar frá Túnis verið fengnir til að aðstoða Libýu varðandi fiskveiðar og fjar skipti. Áður en Muhammad Masmoudi lét af embætti utanrikisráðherra Túnis i fyrri viku, tilkynnti hann, að nýja sameiningarríkið fengi einn sameiginlegan forseta, sama fána, löggjafarþing, dómstóla og her, og að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu iTúnis 20 marz. Gengið er út frá þvi, að Bourguiba verði fyrsti forseti nýja rikisins, bæði vegna aldurs (hann er sjötugur) og vegna reynslu. ÞORRAMATUR — VEIZLUMATUR Matarbúðin. Hafnarfirði sér um þorramatinn í þorrablótin, -1 6 teg- undir innifaldar Einnig köld borð og annan veizlumat Matarbúðin Hafnarfirði. S. 51 186. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang hæsta verði . Staðgreiðsla Nóatúni 27. simi 25891 CAPE — PELS — RADIOFONN Fallegur cape og stuttur pels, ónotaður, til sölu Einnig tveir næl- onpelsar og einn gamall pels og góður Philips stereofónn m/út- varpi. Uppl. í s. 81115. SKATTFRAMTÖL Veiti aðstoð við skattframtöl og reikningsskil einstaklinga og fyrir- tækja. Jón Ó. Hjörleifsson. viðskiptafræðingur, sími 3331 3 ÍBÚÐ ÓSKAST Barnlaust par óskar eftir 1 til 2ja lEsm Y Y V herb. ibúð á leigu sem fyrst. Fyrir- framgr. möguleg. simi 2-1 7-84 i dag og næstu daga JWj jTöumunytv ancLEcn Flugmenn Fundur verður haldinn í Félagi íslenzkra atvinnuflug- manna að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fimmtudaginn 24. janúarog hefst kl. 20.30. Fundarefni: Samningarnir. Stjórnin. Sími 13000 JÖRÐ TIL SÖLU Meðalstór bújörð, grasmikil og hentug bæði fyrir kúabú og fjárbú. Jörðin er í Rangárvallas. Upplýsingar hjá sölustjóra Auðunni Hermannssyni, í síma 1 3000. Opið alla daga til kl. 1 0 e.h. FasteignaúrvaliÓ SELJENDUR — TÆKIFÆRI 4ra — 5 herb. íbúÓ Höfum kaupanda að góðri 4ra — 5 herb. nýlegri ibúð á hæð, á góðum stað í borginni. Mjög góð útborgun í boði fyrir góða eign. Rýming ekki nauðsynleg fyrr en á næsta ári. AÐALFASTEIGNASALAN Austurstræti 14, 4. hæð. Simar 22366 og 26538. Heimasímar 8221 9 og 81 762. |Hor0unIiIa&ib óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í sima 35408 AUSTURBÆR: Bergstaðastræti, Sjafnargata, Freyjugata 28 — 49, Háahlið, Grænuhlið, Grettisgata frá 2 — 35, Ingólfstræti, Baldurqata, VESTURBÆR: Seltjarnarnes: (Skólabraut, Nesvegur frá 31 — 82, Lynghagi, Lambastaðahverfi, ÚTHVERFI: Laugarásvegur, Selvogsgrunnur. Sóheimar I, Kambsvegur, Álfheimar II. ftorgimtitAfefó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.