Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974. Valtýr Pétursson skrifar um myndlist Sýning myndverka í eigu Listasafns Reykjavíkurborgar 106 listaverk í eigu Reykjavíkur borgar eru sem stendur til sýnis á Kjarvalsstöðum. Þetta mun vera i fyrsta sinn, sem þessi sameign Reykvíkinga er til sýnis opinber- lega á einum stað. Þessi listaverk hafa komist í eigu borgarinnar á undanförnum áratugum, og ég veit ekki, hvort nokkrum hefur verið það ljóst, að eiginlega áður en menn gerðu sér grein fvrir, var skapaður vísir að iistasafni Reykjavíkurborgar. Þetta er sér- lega ánægjulegt, en samt held ég, að enn skemmtilegra sé, hve tek- íst hefur að ná saman mörgum ágætum listaverkum i þetta safn. Það má vel segja það hér, að lík- legast hefur ekkert listasafn i veröldinni orðið til án þess að í það slæddust feiknin öll af hor- t-ittum og slæmri myndlist. Ef eitthvert slíkt safn hefur orðið til án hortitta, þá er það ef til vill Prado í Madríd, sem er algerlega í sérflokki. Það er einnig guilin regla víð uppbyggingu listasafna að leita vítt til fanga, og jafnvel er hægt að segja. að það sé viss I skylda safna að hýsa bæði gott og vont. En allt fer þetta auðvitað eftirþví, hver stakkur söfnuninni er sniðinn og hverjar stefnur ráðamenn safna taka hverju sinni. Það er ekki svo, að allt sé fyrsta flokks á þessari sýningu, en þarna eru furðulega mörg ágætis lista- verk, og ég hcld, að segja megi, að það gangi krafaverki næst. Það væri of langt mál að fara hér út t þá sáima að telja og tíunda alla þá listamenn og listaverk, sem á þessari sýningu eru. Eg læt þvf nægja að benda á þessa sýningu sem sérlega margbrevtilega, og ég er vi'ss um, að fólk mun hafa ánægju af að sjá þessa sameign Reykvfkinga, sem sannarlega er þeim tii sóma. Vonandi verður áframhald á þessari söfnun, sem ætti að verða metnaðarmál borg- arinnar.og mætti gjarnan skapast samkeppni mílli Listasafns is- lands og Reykjavíkurborgar um að ná til sín merkilegum lista- verkum. Með þvf mundi nýju blóði verða veitt i listalíf borgar- innar og raunar einnig allrar þjóð arinnar. Sannleikurinn er því miður sá, að svo lengi sem aðeins eitt opinbert safn kaupir að jafn- aði verk eftir listamenn, er nokk- uð þröngt um þá. Með meiri möguieikum ætti listalífið að örv- ast, og besti stuðningur við fram- gang listar, er að skapa henni markað og koma henni til fólks- ins. Þetta hefur veríð eitt aðal- vandamál iistamanna hérlendis allt frá byrjun þess, að menn gerðu tilraun til að lifa á einn eða annan hátt ámyndlist hér á fandi. Myndlistarmönnum hefur farið fjölgandi hér í borg á undanförn- um árum, og það eru margir starfsbræður okkar erlendis, setn ekkert skilja í, hver fjöldi mynd- listarmanna er á þessu landi. Þannig er nú þjóð okkar, að henni hefur ekki í ellefu hundruð ár nægt brauðstritið og verðmæta- sköpunin ein. Það ætti því að vera óumdeilanlegur þáttur í borgar- umsvifumReykjavíkur oghlúa að list eins og tök eru til. Þessi sýn- ing, sem nú hefur verið komið .Jón Stefánsson: ..Ilraunteigar \ ið íleklu". Þorvaldur Skúlason: „Kona" fyrir á Kjarvalsstöðum, sannar að nokkru leyti, að svo hefur verið gert. Húsnæðið, sem Reykjavíkur- borg ræður nú yfir, ætti einnig að verða mikil lyftistöng fyrir rnynd- listina, og efa ég ekki, að svo verði. Það mætti t.d. verða fastur liður í starfsemi hússins, að einn mánuður á ári væri helgaður lístasafni borgarínnar, og þá sýnt árlega hver, listaverk hefðu Ijæst í hópinn. Eg er viss um, að mörgum Reyk- víkingum mun leika hugur á að kynnast þessu safni listaverka, sem þegar eru í eigu þeirra, og jafnvel gæti sú hugmynd komið fram hjá hugsandi borgarbúum, að æskilegt væri að fækka einni sjóferð skuttogara okkar og láta samsvarandi upphæð og tapið á þeim túr ganga til kaupa á lista- verkum. Ef svo færi, er óhætt að fullyrða aðíframtíðinniyrðu lista- verkin margföld í verði. Þessu til sönnunar má rifja upp kaup Reykjavíkurborgar á hinum tveim stóru málverkum Jóhann- esar Kjarvals, sem borgin keypti 1954, eða fyrir réttum tuttugu ár- um. Ef ég man rétt voru greiddar kr. 25.000.00 f.vrir hvort málverk. En ef tii sölu á þessum verkum kæmi í dag, má siá því föstu, að hvorugt verkið yrði slegið fyrir minna en eina milljón, og væri það algert lágmark. Ég veit ekki, hvort önnur fjárfesting hefur borgað sig betur fyrir Reykjavík- urborg. Það er þvi full ástæða fyrir Reykvikinga að fjiilmenna á þessa sýningu og kynnast því safni, sem þegar hefur náðst sam- an. Myndarleg sýningarskrá fylgir þessari sýningu, og er hún til sóma fyrir borgina. Borgarstjóri skrifar formála og myndskreyting er ágæt. Málvérk í litprentun eft- irGunnlaugScheving er á forsiðu, einn af dýrgripum Listasafns Reykjavíkurborgar. Þetta er litið og snoturt, eigulegt rit. Hér hafa listamenn og aðrir borgarar Reykjavikur verk að vinna: að skapa ferskt og glæsilegt safn Iistaverka, sem gerð eru á Islandi og víðar, sameign borgarbúa, und- ir nafninu Listásafn Reykjavíkur- borgar. V altýr Pétursson. Erfitt ár framundan París — Árið, sem nú fer í hiind hlýtur óhjákvæmilega að verða hirium iðnvæddu þjóðum Vesturlanda harla erfitt, þótt Bandaríkin komist ef til vill eitthvað betur af efnahagslega heldur en þjóðir Efnahags- bandalagsins. Framboð og verð- lag á olíu er auðvitað það, sem mestu veldur. Flugfélög og bifreiðafram- leiðendur komast varla hjá því að biða mikið tjón, annaðhvort vegna olíuskorts eða þá gífur- legra verðhækkana. Hin mikla hækkun á verði allra orkugjafa hlýtur að koma hart niður á smíði hljóðfrárra þota og eink- um á smiði hinnar brezk- frönsku Coneorde. Orkuskorturinn hlýtur að draga úr styrk Atlantshafs- bandalagsins enn fremur en orðið er og meðai annars hljöta möguleikarnir á aukinni hlut- deild Evrópuríkjanna í kostn- aðinum af dvöl bandaríska hersins á meginlandinu að minnka stórlega. Efnahags- bandalag Evrópu er harla laust I reipunum, svo ekki sé meira sagt, en orkuskorturinn og lítil samhjáip aðiidarríkjanna hljóta að veikja það enn frekar. Eftir að Brandt komst til valda í Vestur-Þýzkalandí hef- ur hann rekið stefnu, sem vín- samleg er í garð Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra, en nú hljóta Þjóðverjar að verða enn háðari þessum ríkjum en fyrr vegna olíu- og gasleiðslnanna, sém liggja á milli. Svipuðu málí gegnir um Japani. Þeir hafa fram til þessa vérið hikandi við að festa fé i olíu- og gasvinnslu- stöðvum í Sovétríkjunum vegna harðrar afstöðu Sovét- stjórnarinnar í landamæradeil- um, en nú bendir flest til þess að þeir verði að endurskoða af- stöðu sína. í hvert skiptt sem Vestur- landamenn barma sér yfir olíu- skortinum má heyra hlátrasköll enduróma um arabfskar hallir og hirðingjatjöld, en nú má öll- um vera ljóst, að það eru ekki bara Arabar, sem munu græða á olíunni; Rússar mega einnig vænta álitlegrar upphæðar. Sovétríkin geta að vísu ekki flutt út ótakmarkað magn olíu og sennilega verður útflutn- ingsmagn þeirra minna í fram- tíðinni, en af þessu ári þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur. Alþjóða éfnahags- og þróun- arstofnunin (O.E.C.D.) í París hefur nýlega sent frá sér skýrslu um útlitið í efnahags- málunum á nýbyrjuðu ári. Skýrslan gefur ekkí tilefni til bjartsýni og var hún þó unnin og út gefin, áður en verð á olíu var tvöfaldað. Þegar maður les JíeUrílorkShnes Eftir C. L. Sulzberger skýrslúna og hefur i huga það ástand, sem þegar hefur skap- ast finnst manni sem skuggi kreppunnar vofi yfir höfði manns. I skýrslunni segir meðal ann- ars: „Almennt var álitið, að á árinu 1974 yrði hagvöxturinn hægari en á undanfarandi ári, en hins vegar var reiknað með því, að verðbólgan héldi áfrani að vaxa." Af þessu getur maður hiklaust reiknað með enn minnkandi hagvexti á Vestur- löndum, sennilega verður fram- leiðslan minni en á íyrra ári og nær óhjákvæmilegt virðist, að atvínnuleysi fari vaxandi. Þetta hlýtur að verða iðnað- arþjóðunum inikið áfall. Þrátt fyrir vaxandi verðbólgu hafa þessar þjóðir lifað mesta blóma- skéiðið i efnahagslegri sögu sinni síðan á dögum Kóreu- stríðsins. Nú steðja hins vegar erfiðleikarnir að. Greiðsluhalli er nær óhjákvæmilegur og það hlýtur að hafa áhrif á fram- leiðslugetuna. Sömuleiðis má vænta þess, að erfitt verði að semja fjárlög, og vinnumarkað- urinn hlýtur að valda vandræð- um. Afleiðingárnar gætu orðið alvarlegar, bæði á sviði innan- ríkismála og í" . samskiptum þjóða. Til þess að skilja fullkom- lega, hve alvarlegar afleiðingar olíuskortsins og styrjaidarinnar í Miðausturlöndum verða fyrir v.estræn ríki verðum við að Iesa eftirfarandi grein úr skýrslu O.E.C.D.: „Á síðustu sex mán- uðunum áðúr en styrjöld ísra- elsmanna og Araba hófst, hafði neyzluvísitalan í þeim Jöpdum, sem eiga aðild aðO.E.C.D. verið um tíu af hundraði; sem er uiri það bil þreföld sú vísitala, sem almennt gilti á sjöunda ára- tugnum. I fyrsta skipti i sögu sinni urðu sumar hetztu iðnað- arþjóðirnar nú vitni að því, að verðbólgan tvöfaidáðist. Þess vegna getum við ekki leitt hjá okkur hættuna á því, að breytt skipting teknanna geti leitt til ýmiskonar þjóðfélagslegra örð- ugleika." Þessi skýrsla var gefin út, áður en kreppan hó.fst í raun og veru. Engu að síður var ástand- ið þá þegar orðið alvarlegt og allt benti til vaxandi verðbólgu. En hvaðgerist nii? Bandarfkja- menn standa óneitanlega betur að vígi en bandamenn þeirra, þar sem aðeins sex af hundraði allrar neyzluoliu þeirra kemur frá Arabalöndunum og það brot skiptir ekki svo ýkja miklu rháli. En hvað um Japan? Eða Vestur-Þýzkaland, jafnvel þótt Þjóðverjar geit nýtt kolanámur sínar? Og hvað um Frakka, nær helmingur alls innflutnings þeirra eru orkugefandi hrá-- efni? Og síðast en ekki sizt: Hvernig fer um Breta, sem eru sem næst á hausnum nú þegar? Hin margfrægu olíufélög voru einu sinni álitin hafa mik- il pólítisk áhrif. I dag berjast þau i bökkum, eru raunar ekki annað en þjónar olíufurstanna, sem 'geta sparkað i rassinn á þeim, þegar þeim sýnist, og sagt þeim aðskámmast sín. Næstu tiu ár munu verða ár mikilla bréytihga í iðnaðarríkj- unum. Menn munu reyna að notast við þá ólfu, sem fáanleg e'r, og fara sparlega með hana. Einnig munu menn reyna að taka nýjar o.rkulindir i notkun. Þetta er hins vegar spurning um tiú ár, — ef við leggjum hart að okkur. En árið 1974 verður örugglega erfitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.